Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Ég ætla mér ekki að gera neitt sérstakt,“ segir söngkonanMargrét Kristín Blöndal, sem jafnan er kölluð Magga Stína,í tilefni 45 ára afmælisins í dag. Hún segist reyndar aldrei undirbúa neitt sérstakt þegar hún eigi afmæli heldur hugsi meira til afmælis dóttur sinnar tveimur dögum síðar og úr verði gjarnan sameiginlegt afmæli. „En svo hefur líka oft brostið á með óvæntu kaffiboði á mínum degi.“ Magga Stína lauk BA-námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands í fyrra og situr stíft þessar vikurnar við að skrifa nótur á milli þess sem hún sækir fundi í mannréttindaráði og menningar- og ferða- málaráði Reykjavíkur og kennir í Hjallastefnuskólanum í Reykja- vík. „Ég er með börnunum í hljómsveitarstarfi og það er dásamlegt, eitt það besta sem fyrir mig hefur komið,“ segir hún. „Það er ný reynsla að vinna svona markvisst með fimm til átta ára börnum í hljómsveit. Það er ótrúlega gott fyrir hjartað.“ Margt hefur breyst á ferlinum síðan Magga Stína tók þátt í stofn- un Risaeðlunnar. „Ég er tækifærissöngkona og tónskáld,“ segir hún. „Ég skýst samtímis upp úr rjómatertum í brúðkaupum og sinni háalvarlegum tónsmíðum en nú er ég að semja eitthvað sem ég von- andi get sungið síðar.“ Hún segist hafa nóg að gera. „Það vantar ekki verkefnin en ég gef mér tíma til þess að fá mér súkkulaðiköku því það er eitt af því besta sem ég veit.“ steinthor@mbl.is Magga Stína söngkona 45 ára Morgunblaðið/Sverrir Magga Stína Söngkonan sinnir háalvarlegum tónsmíðum og vonast til þess að geta sungið síðar það sem hún semur þessar vikurnar. Upp úr rjómatertu í brúðkaupum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Brynjólfur Hólmar fæddist 14. september kl. 1.56. Hann vó 4.520 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Margrét Páls- dóttir og Oddur Brynjólfsson. Nýr borgari U nnur fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Kambi í Reykhóla- sveit við öll almenn sveitastörf þar sem stundaður var blandaður búskapur. Hún flutti síðan á Akranes með fjöl- skyldu sinni er hún var fjórtán ára, flutti á Sauðárkrók árið 1993 og hef- ur átt þar heima síðan. Unnur var í Barnaskólanum á Reykhólum, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi, lauk þaðan stúdentsprófi 1993 og hóf síðar nám í viðskiptafræði við HA. Lánaráðgjafi hjá Íbúðalána- sjóði á Sauðárkróki Unnur vann í tvö sumur við Þör- ungaverksmiðjuna á Reykhólum og Unnur Ólöf Halldórsdóttir, lánaráðgjafi á Sauðárkróki – 40 ára Stórfjölskylda Efri röð frá vinstri: Bjarni, eiginmaður Unnar; sonurinn Finnbogi; Halldór, faðir Unnar; Sæbjörg, móðir hennar, með Gígju, dóttur Unnar; Hrafnhildur, mágkona Unnar, og bróðir hennar, Jón Karl. Neðri röð frá vinstri: Berglind mágkona, Friðrik bróðir og Unnur sjálf. Ein af eldhressum Krækjum á Króknum Hjónin Unnur Ólöf og eiginmaður hennar, Bjarni Jónasson tamningamaður. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.