Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 35
var tvö sumur við afgreiðslustörf í
Staðarskála í Hrútafirði.
Eftir að Unnur flutti á Sauðár-
krók starfaði hún hjá Loðskinni á
árunum 1993-98, vann síðan við
Pósthúsið á Sauðárkróki 1998-2001
en hóf þá störf hjá Íbúðalánasjóði á
Sauðárkróki, hefur starfað þar síð-
an og er þar lánaráðgjafi.
Unnur æfði og keppti í frjálsum
íþróttum á æskuárunum með Aftur-
eldingu UDN, Ungmennafélagi
Dalamanna og Norður-Breiðfirð-
inga.
Skemmtilegt íþróttafélag
Á Sauðárkróki hefur hún æft og
keppt með blakfélaginu Krækjunum
sl. sex ár:
„Krækjurnar eru náttúrlega al-
vöruíþróttafélag og ég held bara að
við séum nokkuð góðar í blaki. En
þetta er nú engu að síður meira en
hefðbundið íþróttafélag. Við erum
mjög samhentur og hress hópur,
hittumst oft og ræðum málin og
höldum okkar eigin árshátíðir með
pomp og prakt. Við erum þess
vegna nokkurs konar blanda af
íþróttafélagi og saumaklúbbi. Ein-
hverjum kann að þykja það skrýtin
blanda. En auðvitað er það aðal-
atriðið hvað við höfum gaman af
þessu.
Sonur minn æfir og keppir með
Tindastóli í körfunni svo ég fylgist
vel með henni og fer á alla leiki sem
ég mögulega kemst á. Ég hef alltaf
fylgst vel með íþróttum almennt,
ekki síst handboltanum sem er held-
ur betur búinn að vera spennandi
nú að undaförnu.
Loks er ég í hestamannafélaginu
Léttfeta en það helgast nú einkum
af því að við höldum hesta og mað-
urinn minn er mikill hestamaður.
Ég hef gaman af hestum og fer auð-
vitað oft á bak en ég hef aldrei
keppt í hestaíþróttum og er ekkert
sérstaklega mikið fyrir langa útreið-
artúra.“
Unnur starfaði með Leikfélagi
Sauðárkróks í nokkur ár, tók þátt í
nokkrum uppfærslum félagsins og
söng með kirkjukórnum á Sauðár-
króki um skeið. Þá situr hún í ung-
lingaráði körfuknattleiksdeildar
Tindastóls.
Fjölskylda
Eiginmaður Unnar er Bjarni Jón-
asson, f. 12.4. 1972, tamningamaður
á Sauðárkróki. Hann er sonur Jón-
asar Samúelssonar, bónda á Reyk-
hólum í Reykhólasveit, og Berg-
ljótar Bjarnadóttur, húsfreyju og
starfsmanns við leikskólann á Reyk-
hólum.
Börn Unnar og Bjarna eru Finn-
bogi Bjarnason, f. 13.2. 1996, og
Gígja Rós Bjarnadóttir, f. 6.10.
2010.
Bræður Unnar eru Jón Karl Hall-
dórsson, f. 24.2. 1975, starfsmaður
við Járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga, og Friðrik Rúnar
Halldórsson, f. 21.5. 1985, rafvirki
og nemi, nú búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Unnar eru Halldór
Karlsson, f. 22.2. 1952, fyrrv. vöru-
bifreiðastjóri við Kaupfélag Króks-
fjarðarness og síðar starfsmaður við
Járnblendiverksmiðjuna á Grund-
artanga, og Gígja Sæbjörg Jóns-
dóttir, f. 4.12. 1950, lengi starfs-
maður við Pósthúsið í Króksfjarðar-
nesi og síðar starfsmaður við
bókasafn Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi.
Úr frændgarði Unnar Ólafar Halldórsdóttur
Unnur Ólöf
Halldórsdóttir
Guðrún Hansdóttir
húsfr. á Raufarhöfn
Friðrik Guðmundsson
búsettur á Raufarhöfn
Ólöf Friðriksdóttir
húsfr. á Blönduósi
Guðmar Jón Kristinsson
rafstöðvarstj. á Blönduósi
Gígja Sæunn Jónsdóttir
bókasafnsstarfsm. á Akranesi
Pálína Elísabet
Árnadóttir
Kristinn Ágúst
Ásgrímsson
Margrét Hjartardóttir
húsfr. á Patreksfirði
Halldór Jóhannesson
sjóm. á Patreksfirði
Unnur Halldórsdóttir
húsfr. á Kambi
Karl Árnason
b. á Kambi í Reykhólasv.
Halldór Karlsson
starfsm. Járnblendiverksm.
Guðbjörg Loftsdóttir
húsfr. í Hlíð
Árni Ólafsson
b. í Hlíð í Þorskafirði
Börnin Finnbogi Bjarni og Gígja Rós.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Jónas Þorbergsson útvarps-stjóri fæddist 22.1. 1885 áHelgastöðum í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var
sonur Þorbergs Hallgrímssonar,
bónda þar, og k.h., Þóru Hálfdan-
ardóttur.
Þorbergur var af Hraunkotsætt,
sonur Hallgríms á Hallbjarn-
arstöðum Þorgrímssonar, bróður
Jóns, langafa Kristjáns Eldjárns
forseta og Gísla Jónssonar mennta-
skólakennara. Jónas var bróðir Jóns
Helga á Laxamýri og Hallgríms á
Halldórsstöðum.
Jónas var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Þorbjörg Jónsdóttir hús-
freyja sem lést rúmlega þrítug en
seinni kona hans var Sigurlaug Mar-
grét Jónasdóttir húsfreyja.
Dætur Jónasar og Þorbjargar:
Hallfríður og Kolbrún, en börn Jón-
asar og Sigurlaugar: Björg og Jón-
as, hinn vinsæli útvarpsmaður sem
sá um viðtalsþættina Kvöldgesti um
langt árabil og sem veitti um skeið
forstöðu RÚV á Akureyri.
Jónas útvarpsstjóri lauk gagn-
fræðaprófi á Akureyri 1909 og
dvaldi ungur í Kanada í sex ár. Hann
var ritstjóri Dags á Akureyri 1920-
27 og ritstjóri Tímans í Reykjavík
1927-30.
Jónas var einn af dyggum, ungum
stuðningsmönnum nafna síns frá
Hriflu sem var menntamálaráðherra
þegar Ríkisútvarpið var stofnað
1930. Hann skipaði Jónas Þorbergs-
son fyrsta útvarpsstjórann og
gegndi hann embættinu til 1953.
Staða útvarpsstjóra þótti þá eitt
virðulegasta embætti þjóðarinnar
enda hlutverk útvarpsins sem menn-
ingar- og upplýsingamiðils mun þýð-
ingarmeira þá en síðar varð. Jónas
mótaði embættið, var gætinn stjórn-
andi, forðaðist ofstjórnun og lagði
áherslu á pólitískt hlutleysi stofn-
unarinnar. Hann var alþingismaður
Dalamanna 1931-33.
Eftir Jónas liggja nokkur rit, m.a.
um dulræn fyrirbrigði og lífið eftir
dauðann en hann var um árabil
sannfærður spíritisti, eins og sonur
hans og nafni síðar.
Jónas lést 6.6. 1968.
Merkir Íslendingar
Jónas
Þorbergsson
95 ára
Vilhjálmur Oddsson
90 ára
Guðrún M. Kjerulf
85 ára
Baldvin Ársælsson
Þráinn Haraldsson
80 ára
Bjarnveig Karlsdóttir
Gunnlaugur R. Jónsson
Ingibjörg Karlsdóttir
Magnús Sigurðsson
75 ára
Jón Kristinn Valdimarsson
Þórarinn Sigþórsson
Þórunn Sigurðardóttir
70 ára
Bára Pétursdóttir
Helga Sigþórsdóttir
Jón Dan Jóhannsson
Steinunn Kristjana
Jónsdóttir
60 ára
Birgir Benediktsson
Brynja Þ. Erlendsdóttir
Grétar Ottó Róbertsson
Heiðar Halldórsson
Heiðar Sigvaldason
Magnús Kristjánsson
Sigríður Einarsdóttir
Sigurður Guðnason
50 ára
Elfa Guðmundsdóttir
Gestur Ólafsson
Grazyna Zofia Bajda
Hallbjörg Jónsdóttir
Harpa Hrönn Gunnarsdóttir
Helga Hólmfr.
Gunnlaugsdóttir
Hulda Kristín
Valgarðsdóttir
Jónína Ágústsdóttir
Oddný Þórunn Bragadóttir
Petra Bragadóttir
Ragnheiður Jónsdóttir
Örn Sævar Holm
40 ára
Guðný Júlía Kristinsdóttir
Gylfi Þór Guðmundsson
Gylfi Þór Gylfason
Hilmar Arngrímur
Frímannsson
Hilmar Þór Elefsen
Kristjana Bjarnþórsdóttir
Lilja Björk Baldvinsdóttir
Margrét Ása
Þorsteinsdóttir
Ólöf Elísabet Þórðardóttir
Snjólfur Gunnarsson
Wilaiwan Jampasa
30 ára
Björg Guðjónsdóttir
Einar Magnús Einarsson
Hrafn Daði Haðarson
Iuliia Sergeeva
Katrín Eva Hinriksdóttir
Monika Kiersznowska
Sigrún Harpa Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Viktor Bjarki
stundar nám í tækniteikn-
un, lék með meistarafl.
KR í knattspyrnu en var
nú að byrja með Fram.
Maki: Álfrún Pálsdóttir, f.
1983, blaðamaður við
Fréttablaðið og eigandi
Prentmets.
Dóttir: Halla Elísabet, f.
2008.
Foreldrar: Gísli Arnar
Gunnarsson, f. 1954, og
Halla Guðrún Jónsdóttir,
f. 1855.
Viktor Bjarki
Arnarsson
30 ára Agnes ólst upp á
Akureyri, er svæðanuddari
en starfar sem stuðnings-
fulltrúi við Naustaskóla.
Maki: Lúðvík Trausti Lúð-
víksson, f. 1979, félagsliði
hjá Akureyrarbæ.
Börn: Mikael Guðmunds-
son, f. 2003; Kolfinna Lúð-
víksdóttir, f. 2009, og Bríet
Lúðsvíksdóttir, f. 2012.
Foreldrar: Ellen Einars-
dóttir, f. 1952, kennari, og
Þorleifur Jóhannsson, f.
1951, kennari.
Agnes
Þorleifsdóttir
30 ára Jóhann ólst upp í
Hveragerði, er bráða-
tæknir og er á fjórða ári í
læknisfræði.
Maki: Svandís Sigurð-
ardóttir, f. 1989, að ljúka
námi í flugumferð-
arstjórn.
Systkini: Arnþór Æv-
arsson, f. 1963, og Ágústa
Kristín Andersen, f. 1971.
Foreldrar: Jórunn And-
ersen, f. 1944, húsfreyja,
og Ævar Axelsson, f.
1943, járnsmiður.
Jóhann Már
Ævarsson
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 16 ÁR
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
Verið velkomin
SJÓNMÆLINGAR Á STAÐNUM
VORUM AÐ TAKA UPP
UMGJARÐIR FRÁ
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón