Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 36

Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Persónuleg ráðgjöf Gjafavara Mikið úrval gjafavöru, borðbúnaðar, skúlptúra og skartgripa. Hurðarhanki 9.900 kr Skeið fyrir t.d. ofnrétti og ís 16.800 kr Viðgerðaþjónusta, verkstæði og verslun Jens í Síðumúla Eilífðarrósin lítil 41.500 kr stór 44.800 kr Blaðastandur 11.900 kr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að skapa ekki stærri vandamál með framkomu þinni en þau sem þú ætlar að leysa. Gerðu því fyrst upp eigin hug og gakktu svo til fundar við vini þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að huga vel að stöðu þinni jafnvel þótt það þýði að þú látir vandamál sem vind um eyru þjóta. Talaðu hreint út og láttu engan fara í grafgötur um tilgang þinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt erfitt með að átta þig á fólki í dag því margir virðast vera úrillir. Innst inni þráir þú að komast út úr rútínunni. Forðastu mikilvæg verkefni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Krabbinn vill vera góður við sjálfan sig og láta eftir sér alls kyns duttlunga og uppátæki. Gefðu þér góðan tíma til íhugunar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður að freista þess að fá lengri tíma til þess að ljúka verkefnum sem þú hef- ur tekið að þér. Minningar úr fortíðinni skjóta upp kollinum með heimsókn kunningja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru gerðar miklar kröfur til þín í starfi svo þú þarft að taka á honum stóra þín- um til þess að hafa allt á þínu valdi. Auðvelt er að öðlast virðingu samstarfsfólks. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er létt yfir þér í dag og þú átt því auðvelt með að laða að þér fólk. Láttu öfund annarra sem vind um eyru þjóta því þinn tími er kominn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að taka á honum stóra þínum í dag því náinn vinur mun aldeilis reyna á þolrifin í þér. Leggðu áherslu á það að líta björtum augum á tilveruna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það gengur svo mikið á í kringum þig að þú þarft að gæta þess að verða ekki stressinu að bráð. Byrjaðu á því að tala ein- ungis vel um sjálfan þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú átt umfram allt að stefna að því að láta drauminn rætast, hversu fjarlægt sem takmarkið virðist í upphafi. Þú þarft á öllum þínum styrk að halda í dag svo byrjaðu á að hreinsa til innra með þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú heldur þér uppteknum við eitt og annað til þess að losna við að takast á við þau mál sem skipta öllu. Hugsaðu um heils- una því hún er lykillinn að lífshamingju. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að reyna að bæta við mennt- un þína eða starfsþjálfun á næstunni. Njóttu þess að vera sólarmegin í lífinu. eftir Jim Unger „ÞAÐ VAR HALDIN STARFSLOKAVEISLA MÉR TIL HEIÐURS, EN ÉG VAR SÁ EINI SEM VAR EKKI BOÐIÐ.“ HermannÍ klípu „GÆTIRÐU GERT ÞETTA DÁLÍTIÐ BJÁNAHELDARA?“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eins og að svífa í lausu lofti. HÆ LÍSA, ÉG Á AFMÆLI Í DAG! NEI, EKKI Í ALVÖRU, MIG LANGAR BARA Í VEISLU. ER ÞAÐ GLÆPUR AÐ ÞYKJAST? OOOOG HÚN ER EKKI Á GESTA- LISTANUM. BÍÐIÐ, MENN! ÁÐUR EN VIÐ BRJÓTUM NIÐUR HURÐINA VIL ÉG GERA EINA TILRAUN ENN! MÉR ÞYKIR LEITT AÐ ÉG GLEYMDI BRÚÐKAUPSAFMÆLINU OKKAR, HELGA! EF ÞÚ VILDIR BARA OPNA DYRNAR LOFA ÉG AÐ ÞAÐ GERIST ALDREI AFTUR! 8.675BOÐORÐ SNÚ Þegar grannt er skoðað má sjá ýmismerki þess hvað getur verið dýrt að vera fátækur. Minna er til skipt- anna í ríkiskassanum og ekki er nú mikið verið að gera í því að stækka þann kassa. Sundurlyndið og aftur- haldssemin ríður ekki við einteyming á stjórnarheimilinu. Víkverji sér ekki betur en að allir bíði eftir þeim degi að þessi handónýta ríkisstjórn fari frá völdum. x x x Afleiðingar endalauss niðurskurðarí fjögur ár koma æ betur í ljós. Nægir að líta til heilbrigðiskerfisins sem komið er að hættumörkum með úrvinda og langþreytt heilbrigðis- starfsfólk innanborðs, sem gerir kraftaverk á hverjum degi. Uppsagnir hundraða hjúkrunarfræðinga blasa við og fleiri stéttir hafa skilað inn upp- sögnum. Mælir þessa fólks er fullur. x x x Niðurskurður á landsbyggðinni ereinnig farinn að segja til sín og unga fólkið flýr heimahagana í leit að atvinnu og betri tíð. Sum héruð hafa komið verr út úr þessu en önnur, líkt og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Byggðastefnan virðist vera fólgin í því að gera unga fólkinu auðveldara að flytja á mölina eða flýja land. x x x Vegakerfið hefur þurft að láta und-an í niðurskurðinum. Vegagerðin hefur viðurkennt að viðhald vega hef- ur þurft að sitja á hakanum. Verktak- ar fá úr litlu að moða og þeir virðast vera farnir að spara í vegklæðningum ef marka má fréttir af þjóðvegunum þar sem tjaran leysist upp, með til- heyrandi óþægindum og tjóni fyrir ökumenn, svo ekki sé minnst á aukna hættu á slysum. x x x Byggingaverktakar eru einnig aðkasta til höndunum, líklega sök- um vanefna, ef marka má fregnir af myglusveppum í jafnvel nýbyggðum húsum. x x x Þannig mætti lengi telja og alvegljóst að það getur reynst dýr- keypt að spara aurinn og kasta krón- unni. víkverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúkasarguðspjall 1:46-47) Þorsteinn frá Hamri sendi elsku-legt bréf að gefnu tilefni: „Kæri Pétur. Lítil athugasemd vegna vísu Halldórs Laxness „Ljót er bölvuð blekkingin“ o.s.frv. Þar sem við ræddumst við símleiðis um daginn hefur annaðhvort óskýr tal- andi minn eða misheyrn þín valdið því að vísan er sögð bera þess skýr merki að Halldór Laxness hafi ort hana „á sínum yngri árum“. Ég mun einungis hafa getið þess að vísan væri augljóslega yngri en þeir séra Snorri og séra Jón Þor- láksson. Og samkvæmt Brekku- kotsannál á að standa „verst“ í stað vont í þriðju ljóðlínunni.“ Umsjónarmaður tekur sökina al- farið á sig og pantar tíma í heyrn- armælingu. Vísan hljóðar þá svona: Ljót er bölvuð blekkingin, blindar á lífsins Kjalveg, þó er verst ef þekkingin þjónar henni alveg. Vísan birtist í vísnaþætti Adolfs Petersens í Þjóðviljanum 11. júlí árið 1976 og var eignuð Jóni Þor- lákssyni á Bægisá og Snorra Björnssyni á Húsafelli. Tveim dög- um síðar færði Halldór rök fyrir því í Þjóðviljanum, að vísan væri ekki eftir Jón og Snorra, enda væri orðið „alveg“ seinni tíma uppfynd- ing. Svo skrifar skáldið: „En svo slept sé málfræðilegum látalátum útaf þessari vísu, er þar skemst frá að segja að við séra Halldór heitinn Kolbeins suðum hana saman á æskudögum, og mun sú hafa verið orsök þess að ég fór að grufla úti hvernig þetta stór- skrýtna orð „alveg“ hefði orðið til, og hvaða orð væri á íslensku sem hægt væri að ríma á móti því. Við fundum ekki annað en „Kjalveg“, sem þó er ekki kórrétt staðarfall; mundi heita „á Kjalvegi“. Síðan baunguðum við vísuna saman með kröftum. Mig minnir ég hafi ein- hversstaðar látið prenta hana í skáldsögu, og þá vitaskuld með uppspunnum útskýringum, sem siður er á þeim vettvángi; og látið í veðri vaka að vísan væri eldri en steinabrú. Við nafni minn dáðumst mest að ferskeytlum í íslenskum stil: í ör- skoti er brugðið ljósi yfir mála- flækjur heimsins; eða yfir voveif- legan atburð, land, sjó og ofviðri mannskaða og Unga stúlku, sbr. „Aldan rjúka gerði grá.“ Við ská- geingum athugasemdalítið glans- myndaferskeytlur og vemmilegar náttúrulýsíngar þar sem verið er að reyna að herma eftir sveita- sælukvæðum Steingríms og Þor- steins Erlingssonar frá fyrri öld: Vor er inndælt og Ekki er mart sem foldarfrið; góð 19dualdarróm- antík í sjálfu sér, en á ekki skylt við islenska ferskeytlu.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Enn af vísu um blekkingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.