Morgunblaðið - 22.01.2013, Síða 39

Morgunblaðið - 22.01.2013, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Umræða um hljómburðóskasalar Íslands, sómaþess, sverðs og skjaldarer Eldborg nefnist fer e.t.v. að æra óstöðugan, enda hefur undirritaður þar sízt slegizt undan. Þó skal enn á tæpa, jafnvel þótt RÚV 1 hafi nýlega sýnt þá athygli- verðu viðleitni til menningarrann- sóknarfréttamennsku að inna tón- listarstjóra Hörpu eftir því hverjir „leika“ á þetta stærsta hljóðfæri landsins – þ.e.a.s. sjá um hljómburð- arstillingu salarins og hvernig – er til skamms tíma var almenningi hul- ið. Nýtt tilefni gafst á vel sóttum sin- fóníutónleikunum sl. föstudag þegar leikar hófust á Holbergsvítu Griegs frá 1884, með Jólaóratóríuflutning Mótettukórsins og Barokksveit- arinnar í Haag sl. 29. janúar í fersku minni. Að vísu stóð ekkert í tónleika- skrá frekar en endranær um heyrð- arstillingu salarins þetta kvöld. Hitt var auðheyrt frá upphafi að 40 manna strengjasveit SÍ naut sín ólíkt betur í Eldborg en gert hafði 15 manna girnistrengd Haagsveitin, og munaði augljóslega mestu um fjöl- mennið og kraft nútímahljóðfæra. Að fyrri reynslu fenginni neðan úr gólfsætum er rétt að taka fram að nú var hlustað af neðstu svölum, enda má orðið gruna að upphækkun hljómsveitarpalls undir óperusvið (er ekki var inni í upphaflegustu hönnun) hafi varla þjónað akústík sinfóníuleiks til neðstu sæta sem bezt skyldi. Hvað sem því líður var sannkölluð unun að Holbergsvítunni. Vitanlega ekki aðeins þökk sé viðeigandi óm- vist, heldur einnig fyrir óvenju inn- sæja og fágaða túlkun undir forystu landa tónskáldsins er greinilega vissi allt sem máli skipti um tón- verkið, höfund þess og þann ramm- norska harðangursfiðlarabakgrunn er aukmótaði sýndarbarokksstíl Griegs og bjargaði þessu verðugt vinsæla strengjastykki frá eintómri stílhermu. Hér fór blæðandi fegurð, framreidd með stæltri snerpu þá við átti – og mun víðfeðmari dýnamík en maður átti að venjast. Viðkynning er nú háð tilvilj- anakenndara ferli en áður var í int- ernetleysi. Hvað mig varðar féll ég sl. desember gjörsamlega í stafi yfir frammistöðu brezka gestasóprans kvöldsins í Come scoglio („Così fan tutte“) úr YouTube upptöku frá Amsterdam 2006, og átti því von á sambærilegri meðferð á Mozart- aríunum fjórum (Dove sono úr „Figaro“ og Lungi da te úr „Mitra- date“, ásamt konsertaríunum Voi avete (K217) og Ah se in ciel (K538). Í millitíðinni hafði röddin – til við- bótar við 40 m fjarlægð frá sviði – greinilega stækkað svo að fyrrver- andi daggfersk YT upplifun lét nú á sér standa. Að vísu þykir raddfars- legt „safaríki“ sízt til ama hjá sjóuð- ustu óperufíklum. En fyrir mér dró sá óskýrleiki svolítið úr eftirvæntri ánægju. Til að bæta gráu á svart reyndist aldrei þessu vant ekki til- tæk upptaka RÚV þegar eftir var leitað, og því vonlaust að kanna eft- ir á hvort eitthvað kynni að hafa farið á mis á téðum 40 metrum. Eftir sem áður bar söngur Sally- ar Matthews ótvíræð merki snemmreynds túlkanda, og vakti ekki sízt manndrápsflúrsöngur hennar í Ah se in ciel mikla hrifn- ingu. Sá var raunar n.k. dúett á móti krefjandi einleik Josephs Ognibene, og þakkaði söngkonan fyrir lipurt samstarf með því að skutla blómvendi sínum til horn- leikarans. SÍ lauk kvöldinu með síðustu sin- fóníu Haydns frá 1795 af tólf fyrir Salomon tónleikahaldara í London, er þekktust er fyrir lokaþáttinn byggðan á götusalaköllum á við „Komið hér! Kaupi hver / kálhausa og rófur!“ Miðað við frábæra með- ferð á Holbergsvítunni datt þessi ágæta hljómkviða meistarans af einhverjum ástæðum furðuflatt nið- ur. Þótt ekkert væri í sjálfu sér illa leikið, og fágun og samstilling ávallt í fyrirrúmi, þá vantaði samt arnsúg- inn og snerpuna sem einkennt hafði Grieg. Kom það verulega á óvart eftir jafngæfulegt upphaf og raun bar vitni – og þvert á framvindu flestra sinfóníutónleika. Ljósmyndari/Johan Persson Manndrápsflúrsöngur „Eftir sem áður bar söngur Sallyar Matthews ótví- ræð merki snemmreynds túlkanda, og vakti ekki sízt manndrápsflúrsöngur hennar í Ah se in ciel mikla hrifningu,“ segir m.a. í gagnrýni. Holbergsvíta á fleygiferð Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbnn Grieg: Holbergsvíta. Mozart: fjórar óperuaríur. Haydn: „Lundúnasinfónían“. Sally Matthews sópran og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Eivind Aadland. Föstudaginn 18. janúar kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST „Gamla (berháttaða) bænda- samfélagið: af prjónuðum smokk- um, hrafnseistum og öðrum kynlífs- tengdum munum fyrri alda“ nefnist fyrirlestur sem Eiríkur Valdimars- son flytur á fundi sem Mannfræði- félag Íslands stendur fyrir í Reykja- víkurAkademíunni, Hringbraut 121 á 4. hæð, í kvöld kl. 20. „Ég hef verið að kenna námskeið sem heitir „Lúsakambar, hland- koppar og kynlíf“ þar sem fjallað er um sveitamenningu fyrri alda á Ís- landi,“ segir Eiríkur, sem lauk meistaranámi í þjóðfræði frá Há- skóla Íslands vorið 2010 og hefur frá þeim tíma sinnt kennslu og rannsóknum við HÍ. „Heimildirnar segja okkur mjög lítið um persónulegt líf og kynlíf fólks á þessum tíma, þ.e. á 18. og 19. öld. Það er einna helst að hægt sé að finna heimildir í fórum kirkj- unnar, því kirkjan reyndi að hafa mikil áhrif á það hvernig fólk stundaði sitt kynlíf. Ef fólk stund- aði kynlíf fyrir hjónaband þurfti það að borga sektir, sömuleiðis ef fólk stundaði kynlíf á rangan hátt,“ segir Eiríkur og tekur fram að heimildir sem tengjast hjátrú hafi lumað á ýmsum upplýsingum um kynlíf landans. „Ég hef rekist á ýmislegt áhuga- vert í Íslenskum þjóðháttum sem Jónas Jónasson frá Hrafnagili tók saman sem og í þjóðháttasafni Þjóðminjasafni Íslands. Meðal þess sem ég hef rekist á eru ráðlegg- ingar um hvað beri að gera til að koma í veg fyrir getnað. Þarna má t.d. finna upplýsingar um hjón á Austurlandi sem notuðu handprjón- aða smokka til þess að reyna að koma í veg fyrir að þau eignuðust fleiri börn. Konum sem vildu auka líkur á getnaði var hins vegar ráð- lagt að þurrka hrafns- eða refa- eistu, mylja þau smátt og blanda út í drykk sem drukkinn skyldi strax að loknum tíðum,“ segir Eiríkur og tekur fram að sjaldan ef nokkurn tímann fylgi hins vegar sögunni hvernig til hafi tekist hjá þeim sem fylgdu ofangreindum húsráðum. silja@mbl.is Handprjónaðir smokkar  Fjallar um per- sónulegt líf Íslend- inga á fyrri öldum Innsýn Eiríkur Valdimarsson er stundakennari í þjóðfræði við HÍ. Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 3/2 kl. 13:00 41.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 45.sýn Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/2 kl. 16:00 42.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 46.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 43.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 47.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 44.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 25.000 hafa komið á Dýrin í Hálsaskógi! Febrúarsýningar komnar í sölu! Macbeth (Stóra sviðið) Mið 23/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 Síð.s. Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 12.sýn Aðeins sýnt út janúar! Athugið - strobe lýsing notuð. Ekki við hæfi barna. Jónsmessunótt (Kassinn) Lau 26/1 kl. 19:30 29.sýn Fim 31/1 kl. 19:30 31.sýn Sun 27/1 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/2 kl. 19:30 32.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk! Síðustu sýningar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 26/1 kl. 13:30 17.sýn Sun 3/2 kl. 13:30 23.sýn Sun 10/2 kl. 15:00 28.sýn Lau 26/1 kl. 15:00 18.sýn Sun 3/2 kl. 15:00 24.sýn Sun 10/2 kl. 16:30 Aukas. Lau 26/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 3/2 kl. 16:30 Aukas. Lau 16/2 kl. 13:30 29.sýn Sun 27/1 kl. 13:30 19.sýn Lau 9/2 kl. 13:30 25.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 30.sýn Sun 27/1 kl. 15:00 20.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 26.sýn Lau 16/2 kl. 16:30 31.sýn Lau 2/2 kl. 13:30 21.sýn Lau 9/2 kl. 16:30 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:30 32.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 22.sýn Sun 10/2 kl. 13:30 27.sýn Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Fös 15/2 kl. 20:30 24.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Lau 9/2 kl. 20:30 23.sýn Lau 16/2 kl. 20:30 25.sýn Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi! Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 26/1 kl. 20:00 Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 23:00 Lau 26/1 kl. 23:00 Fös 1/2 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri) Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 16:00 Sýningar á Akureyri Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 22/2 kl. 19:00 Sun 10/3 kl. 19:00 Lau 13/4 kl. 19:00 Lau 23/2 kl. 19:00 Mið 13/3 kl. 19:00 Sun 14/4 kl. 19:00 Lau 2/3 kl. 19:00 Lau 16/3 kl. 19:00 Lau 20/4 kl. 19:00 Sun 3/3 kl. 19:00 Sun 17/3 kl. 19:00 Sun 21/4 kl. 19:00 Þri 5/3 kl. 19:00 Fös 22/3 kl. 19:00 Mið 24/4 kl. 19:00 Mið 6/3 kl. 19:00 Lau 23/3 kl. 19:00 Lau 27/4 kl. 19:00 Fim 7/3 kl. 19:00 Sun 24/3 kl. 19:00 Fös 3/5 kl. 19:00 Lau 9/3 kl. 19:00 Fim 11/4 kl. 19:00 Lau 4/5 kl. 19:00 Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Forsala hefst á miðvikudag. Mýs og menn (Stóra svið) Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 9/2 kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Fös 15/2 kl. 20:00 aukas Fös 1/3 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Lau 16/2 kl. 20:00 Fös 26/4 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Sun 17/2 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00 Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Sun 24/2 kl. 20:00 aukas Mið 8/5 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Þri 26/2 kl. 20:00 aukas Fös 8/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar komnar í sölu. Gulleyjan (Stóra sviðið) Sun 3/2 kl. 14:00 Lau 9/2 kl. 14:00 Lokas Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Síðustu sýningar Gullregn (Nýja sviðið í janúar. Stóra sviðið í febrúar) Mið 23/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 aukas Fös 8/3 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00 Sun 10/3 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 Fös 15/3 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré. Flyst a Stóra sviðið í febrúar Tengdó (Litla sviðið og Hof, Akureyri) Fim 7/2 kl. 20:00 1.k Mið 27/2 kl. 20:00 6.k Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Sun 10/2 kl. 20:00 2.k Fim 28/2 kl. 20:00 aukas Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Mið 13/2 kl. 20:00 * Fös 1/3 kl. 20:00 7.k Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Fim 14/2 kl. 20:00 * Mið 6/3 kl. 20:00 8.k Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Þri 19/2 kl. 20:00 3.k Lau 9/3 kl. 20:00 9.k Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Mið 20/2 kl. 20:00 4.k Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Fim 21/2 kl. 20:00 5.k Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Grímusýning síðasta leikárs. *Sýningar í Hofi, Akureyri, 13/2 og 14/2. Saga þjóðar (Litla sviðið) Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Fim 14/2 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Aukasýningar. Ormstunga (Nýja sviðið) Fös 8/2 kl. 20:00 1.k Lau 16/2 kl. 20:00 5.k Fös 22/2 kl. 20:00 9.k Lau 9/2 kl. 20:00 2.k Sun 17/2 kl. 20:00 6.k Lau 23/2 kl. 20:00 10.k Fim 14/2 kl. 20:00 3.k Mið 20/2 kl. 20:00 7.k Sun 24/2 kl. 20:00 11.k Fös 15/2 kl. 20:00 4.k Fim 21/2 kl. 20:00 8.k Tungan rekin framan í þjóðararfinn á ný Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið) Fös 1/2 kl. 20:00 Frums Lau 9/2 kl. 20:00 4.k Sun 17/2 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00 2.k Fös 15/2 kl. 20:00 5.k Fös 22/2 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 20:00 3.k Lau 16/2 kl. 20:00 6.k Lau 2/3 kl. 20:00 Stundarbrot (Nýja sviðið) Þri 22/1 kl. 20:00 lokas Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið) Lau 26/1 kl. 11:00 Sun 27/1 kl. 11:00 Sun 3/2 kl. 11:00 Lau 26/1 kl. 13:00 Sun 27/1 kl. 13:00 Sun 3/2 kl. 13:00 Mary Poppins – forsalan hefst á morgun kl 10!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.