Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 40

Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Fyrir ári frumsýndi fram-sækni leikstjórinn Mar-teinn Þórsson sterkumyndina Rokland og nú um helgina var nýjasta mynd hans, hin vægast sagt áræðna og frum- lega XL frumsýnd. Óhætt er að fullyrða að myndin komi til með að hrista allhressilega upp í íslenskri kvikmyndaflóru en í henni fá áhorf- endur afar ógeðfellda innsýn í líf hamslausa flagarans og áfeng- issjúka þingmannsins Leifs (Ólafs Darra) sem stundar gegndarlaust sukk og svínarí í hópi vina af sama sauðahúsi. Leifur notar Æsu, tví- tuga vinkonu dóttur sinnar (Maríu Birtu), sem kynlífsdúkku og greiðir henni fyrir. Æsa sem virðist alveg sátt við fyrirkomulagið er eina hald- bæra tenging Leifs við fyrrverandi fjölskyldu sína sem hann splundraði líklega í átakanlegum harmleik. Aðalpersónur myndarinnar eru allar ógeðslegir siðblindingjar. Þær eru haldnar persónuleikaröskun sem einkennist af fáránlegu kæru- leysi, hvatvísi og sjálfhverfri mik- ilmennsku. Þær níðast fólskulega á öllum sem á vegi þeirra verða og sýna af sér afar andfélagslynda hegðun og hafa gaman af, eins og sést vel þegar þær fara, ofstæk- isfullar í fasi og huldar grímum, að versla í Nóatúni. Þær iðrast einskis og lifa eins og verulega spillt sníkjudýr á samfélaginu og eymd annarra sem standa utan þeirra sjúka vinahóps. Stöðu sinnar vegna eru Leifur og félagar hans fjár- hagslega vel settir og leyfa sér að tala yfirlætislega til annarra sam- borgara en það er erfitt að sjá ein- hverja pólitíska samfélagsádeilu í stærra samhengi út frá hátterni þeirra því líf þeirra og störf utan sukksins og ofbeldisverkanna kem- ur nánast ekkert við sögu. XL á að gefa raunhæfa mynd af sundruðu og stjórnlausu lífi alka en þessar persónur teljast seint dæmi- gerðir alkar. Fæstir alkar eru svona firrtir og lausir við sjálfs- hatur, sálarstríð og þjáningar. Skrímslin í XL virðast njóta sín í botn og þau beita hvert annað kyn- ferðislegu, andlegu og líkamlegu of- beldi í afbrigðilegri sameiginlegri nautn. Þrátt fyrir að persónurnar séu ekki dæmigerðir alkar miðla kvikmyndataka og klipping á afar magnaðan hátt takmörkuðu og brengluðu sjónsviði alka. Myndavél- in er á mikilli hreyfingu, oft ekki á þrífæti, og myndefni er gjarnan ekki allt í fókus. Mikið er um klipp- ingar þar sem eyður myndast í framvindunni eins og þegar mjög fullur alki missir tímabundið með- vitund. Erfitt er að henda reiður á í hvaða röð atburðir gerast því stokk- ið er fram og til baka í tíma og rúmi. Stundum er erfitt að greina á milli þess sem gerist í raun eða villtra ofskynjana og óáreiðanlegra minninga Leifs. Leikmynd, búningar og áfeng- ismettuð, sjúskuð gervi persóna eru mjög heildræn og fanga vel lok- aðan, úrkynjaðan og dimman heim þeirra. Þar að auki er leikstjórn og leikur ótrúlega sterkur og þá sér- staklega hjá meistara Ólafi Darra og Maríu Birtu. Þau eru eiginlega óþægilega trúverðug því áhorfand- inn þekkir þau af öðrum geðþekkari hlutverkum og jákvæðri, heilbrigðri opinberri ímynd. Gallinn við XL er að myndina virðist skorta allt orsakasamhengi, ádeilu eða boðskap og persónurnar eru svo mikil skrímsli að ómögulegt er fyrir áhorfendur að mynda tengsl við þær. Myndir eins og Am- erican Psycho og A Clockwork Or- ange eru um álíka siðblindar per- sónur en í þeim er ádeila og óréttlæti sem kemur við kaun áhorfenda, stuðar og vekur við- brögð. Vammlausum áhorfendum myndarinnar XL er á hinn bóginn misboðið í rúmar 90 mínútur af sið- blindum persónum og þeir sitja uppi algjörlega áttavilltir, nánast með áfallastreituröskun og glóru- lausa, heljarinnar áfengisþynnku. Úrkynjaður og dimmur heimur Óþægilegt „Þau eru eiginlega óþægilega trúverðug því áhorfandinn þekkir þau af öðrum geðþekkari hlutverkum og jákvæðri, heilbrigðri opinberri ímynd,“ segir m.a. í gagnrýni um Ólaf Darra og Maríu Birtu í XL. Sambíóin XL bbbnn Leikstjórn: Marteinn Þórsson. Handrit: Marteinn Þórsson og Guðmundur Ósk- arsson. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, María Birta, Thorsteinn Bach- mann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. 92 mín. Ísland, 2013. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Latínkvartett kontrabassaleik- arans Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika í kvöld kl. 20.30 á KEX Hosteli. Í kvartettinum eru, auk Tóm- asar, Snorri Sig- urðarson sem leikur á trompet, Gunnar Gunn- arsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur. Latínkvarett Tómasar á KEX Hosteli Tónleikar Tómas plokkar kontrabassann á KEX Hosteli í kvöld. ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS RYÐ OG BEIN OPNUNARMYNDIN ÁST ENSKURTEXTI ÍSL. TEXTI ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ STÓRLAXARNIR 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ DJANGO KL. 5.40 - 9 16 THE MASTER KL. 5.20 14 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10 STÓRLAXARNIR KL. 5.50 L / ÁST KL. 10.10 L GRIÐARSTAÐUR KL. 10 L / RYÐ OG BEIN KL. 8 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU KL. 8 L 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR DJANGO KL. 6 - 9 16 THE HOBBIT 3D KL. 6 - 9 12 DJANGO KL. 4.30 - 8 - 9 16 DJANGO LÚXUS KL. 4.30 - 8 16 THE MASTER KL. 6 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.50 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 10 -H.V.A., FBL JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU - H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ -H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ DJANGO UNCHAINED sýndkl.6-10 Sýndkl.8-10:30 (48 ramma) Sýndkl.6 THE HOBBIT 3D Sýndkl.10 LIFE OF PI 3D Sýndkl.5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 12 10 16 - H.V.A., FBL JACK REACHER THE HOBBIT 3D 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan The Hollywood Reporter EMPIRE “Tom Cruise Nails it.” - The Rolling Stone “It’s part Jason Bourne, part Dirty Harry.” - Total Film -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is - H.S.S MBL Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.