Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Andlát: Snæfríður Baldvinsdóttir
2. Sprengjumennirnir í Laxá voru …
3. Sprauta sig 15-20 sinnum á dag
4. Vilja rafmagn upp í Icesave
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Úrslit Söngvakeppninnar 2013 fara
fram í Hörpu 2. febrúar og verða
bæði seldir miðar á hana og loka-
æfinguna sem fram fer kl. 15 sama
dag. Miðasala á úrslitakeppnina og
lokaæfinguna hefst á morgun kl. 12, á
vefsíðunum harpa.is og midi.is og í
miðasölu Hörpu. Kynnar verða Þór-
hallur Gunnarsson og Guðrún Dís
Emilsdóttir en þeim til aðstoðar
verða hraðfréttamennirnir Benedikt
Valsson og Fannar Sveinsson.
Miðar seldir á loka-
æfingu í Eldborg
Prince Aval-
anche, bandarísk
endurgerð ís-
lensku kvikmynd-
arinnar Á annan
veg eftir leikstjór-
ann Hafstein
Gunnar Sigurðs-
son, var frumsýnd
á Sundance-kvik-
myndahátíðinni í Bandaríkjunum um
helgina og fer gagnrýnandi kvik-
myndaritsins The Hollywood Report-
er um hana fögrum orðum. Skv. til-
kynningu framleiðanda Á annan veg
er mikill áhugi á myndinni vestra og
löngu orðið uppselt á allar sýningar.
Prince Avalanche
vinsæl á Sundance
Þjóðleikhúsið sýnir leik-
ritið Með fulla vasa af grjóti
í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri um næstu
helgi, á laugardag
og sunnudag. Í
verkinu fara Stefán
Karl Stefánsson og
Hilmir Snær
Guðnason með
fjórtán hlutverk.
Með fulla vasa af
grjóti á Akureyri
Á miðvikudag og fimmtudag Austlæg átt 5-10 m/s. Skýjað með
köflum, en skúrir eða él við S- og SA-ströndina. Vægt frost inn til
landsins en annars um og yfir frostmarki.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG SA og A 5-10 m/s, en 10-15 við S- og SV-
ströndina. Skúrir og á stöku stað él sunnan- og austantil, en ann-
ars skýjað með köflum. Hiti um og undir frostmarki norðantil.
VEÐUR
Ísland fær tækifæri til að
verja Evrópumeistaratitil
sinn í hópfimleikum í ung-
linga- og fullorðinsflokki á
heimavelli á næsta ári. Fim-
leikasamband Evrópu tók
tilboði Íslands um að halda
EM 2014 en íslensku stelp-
urnar hafa unnið síðustu
tvö Evrópumót. Mótið fer
væntanlega fram í Laug-
ardalshöll og er búist við
um 2.000 áhorfendum á
það. » 1
Verja titilinn á
heimavelli
Aron Kristjánsson kemst vel frá sínu
fyrsta stórmóti með íslenska lands-
liðið í handknattleik. Bjarki Sigurðs-
son, þjálfari og fyrrverandi landsliðs-
maður, og Guðmundur Hilmarsson,
íþróttafréttamaður Morgunblaðsins,
gefa honum góða einkunn, sér-
staklega fyrir að nýta
breiddina vel og gefa
óreyndari leikmönnum
óhikað tækifæri til að
spila. »2-4
Aron óhræddur við að
gefa mönnum tækifæri
Arnór Atlason, landsliðsmaður í
handbolta, gat ekki hjálpað liðs-
félögum sínum á HM á Spáni þar sem
hann sat eftir heima með slitna há-
sin. Hann segir það hafa verið erfitt
að þurfa að horfa á leikina heima í
stofu en er bjartsýnn á gott gengi á
EM í Danmörku eftir tvö ár því þar
geti Ísland verið með gott lið og með
breiðari hóp en áður. »4
Arnór Atlason horfði á
HM heima í stofu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég er forstjórinn og get leyft mér að
tefla þegar ég vil,“ segir Magnús V.
Pétursson eða Maggi Pé eins og hann
er gjarnan kallaður, en hann byrjaði
að tefla á gamla Melavellinum fyrir
meira en 60 árum og var einn af
stofnendum skákdeildar Þróttar.
Það hefur alltaf verið völlur á
Magga og hann hefur ekkert breyst í
áratugi. Mætir snemma á morgnana í
vinnuna í Jóa útherja, teflir þar
reglulega sem annars staðar og í til-
efni áttræðisafmælisins á dögunum
var hann sleginn til heiðursstórridd-
ara Riddarans, skákklúbbs eldri
borgara, fyrir m.a. tryggð hans við
skákgyðjuna. Milliríkjadómarinn
kunni hætti að dæma í fótboltanum
fyrir um 30 árum og handboltanum
eitthvað fyrr. Tók seinna upp pílukast
og varð meistari í tvíliðaleik í fyrstu
tilraun. „Ég hafði aldrei kastað pílu
en sigraði á fyrsta móti,“ segir hann
innilegur að vanda.
Á stalli með Ríkharði
Maggi fékk snemma viðurnefnið
„sá besti“ og þakkar það Atla Stein-
arssyni, fyrrverandi íþróttafrétta-
manni Morgunblaðins. „Hann skrif-
aði að annaðhvort ætti Magnús
Pétursson að hætta að dæma eða
verða sá besti eftir að ég rak fyrirliða
Spora af velli á móti Akranesi.“
Maggi áréttar samt að Ríkharður
Jónsson hafi verið langbesti íslenski
fótboltamaðurinn.
Óformlegi skákklúbburinn á Mela-
vellinum og síðar á Laugardalsvelli
lagðist af þegar Jóhannes Óli Garð-
arsson hætti sem vallarstjóri. Þar
hittust margir góðir skákmenn reglu-
lega og Maggi saknar þeirra stunda.
Hann tekur fram skákbók eftir
Mikhail Tal og rifjar upp uppáhalds-
skákina. „Ég gerði jafntefli við Tal í
fjöltefli í Moskvu 1957. Alþjóðameist-
arinn Bragi Þorfinnsson gaf mér bók-
ina í tilefni afmælisins og sjáðu hvað
hann skrifaði í hana: „Giskaði á að Tal
væri þinn uppáhaldsskákmaður,
svona í ljósi skákstíls ykkar beggja.““
Hann bætir við að hann hafi kennt
Braga á sínum tíma og látið hann
finna fyrir sér í fyrsta leik með því að
skella drottningarpeðinu með látum
niður á borðið. „Ég kom honum úr
jafnvægi eins og Nunna í KR, sem
sagði við svipaða uppákomu: „Ég
vissi ekki að þú værir svona sterk-
ur.““
Þeir bestu eiga það til að tapa og
við hliðina á bókinni er úrklippa úr
skáksíðu danska Extrablaðsins.
„Sjáðu hvað stórmeistarinn Bent
Larsen skrifaði eftir skák okkar 1989:
„Hefði hvítur nú leikið 17. Dxe4 hefði
ekki verið ástæða til að birta skákina í
blaðinu.“ Ég var með miklu betri
stöðu en lék af mér.“
Sá besti heiðursstórriddari
Jafnteflisskák
við Tal í mestu
uppáhaldi
Morgunblaðið/RAX
Upp með taflið Sæbjörn Guðfinnsson og Magnús Pétursson að tafli í gær. Valdimar, sonur Magnúsar, fylgist með.
„Ég brilleraði á vellinum áður en
margir sem ég tala við fæddust,“
segir Maggi Pé, heiðursmeðlimur
íslenska Liverpoolklúbbsins númer
eitt, og bendir á erlendar umsagnir
máli sínu til stuðnings. Hann segir
að eftirminnilegasti leikurinn sem
hann dæmdi sé viðureign Sovét-
ríkjanna á móti úrvalsliði Norður-
landanna í Helsinki 1967. „Allar
Norðurlandaþjóðirnar urðu að eiga
fulltrúa á vellinum og þar sem við
áttum ekki nógu góða leikmenn
var sá besti valinn til að dæma.“
En viðurnefnið Puskas eftir ung-
verska heimsklassaleikmanninum
fékk hann í Varsjá í Póllandi 1955.
„Ég var fararstjóri hjá Þrótti en
þurfti að spila með í einum leik og
stóð hérna,“ segir hann og bendir
á svæði á töflu við miðlínu úti við
vinstri kant. „Markmaðurinn
sparkaði út og beint á mig, ég
spyrnti viðstöðulaust til baka með
vinstri þótt réttfættur sé og kall-
aði „Bjarni“ sem var senter hjá
okkur. Ég þurfti reyndar ekki á
honum að halda því boltinn fór í
stöngina og inn. Þá kallaði lýð-
urinn: „Puskas, Puskas.““
Þekktur sem Puskas í Póllandi
MAGNÚS V. PÉTURSSON MILLIRÍKJADÓMARI