Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 2

Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. . - Heimir Bergmann Sölufulltrúi 822-3600 Kristján Ólafsson hdl. Lögg. fasteignasali 414-4488 Mjög vel staðsett parhús á tveimur hæðum, 192,3 fm ásamt bílskúr 30,0 fm, húsið er því alls 222,3 fm. Um er að ræða virkilega fallegt og vandað hús, allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Axis, öll lýsing er frá Lúmex, Innihurðir eru Ringó hurðir frá Agli Árnasyni, parket frá Agli Árnasyni, flísar frá Flísabúðinni, eldhústæki eru frá Heimilistækjum, granít er á öllum borðum. V. 54,5 m. Upplýsingar veitir Heimir Bergmann í síma 822 3600. Opið hús í dag, miðvikudag, frá kl. 17:30-18:00 Grænlandsleið 3 • Grafarholti 54,5 Á köldum og gráum janúardögum láta margir sig dreyma um sumaryl og bjartar nætur. Ferðir á ströndina eru eflaust einnig ofarlega í huga og líklega væru vegfarendur á þessum gatnamótum í Hafnarfirði til í að geta beygt til vinstri með sundfötin og sólarvörnina ofan í tösku. Um hávetur láta margir hugann reika til hlýrri og bjartari staða Morgunblaðið/Golli Ströndin einnig skammt undan í dagdraumum Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ef gengið verður svona veikt fram á vorið verður það slæmt fyrir fyr- irtækið. Það eru gjalddagar fram- undan,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um áhrif veikingar krónunnar á reksturinn. Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tíma- bilið 1. janúar til 30. september í fyrra að eftirstöðvar vaxtaberandi skulda voru þá 222,237 milljarðar króna. Þar af voru skuldir í erlendri mynt 184,930 milljarðar króna, þar af um 80,4 milljarðar í evrum. Kaupgengi evru 28. september sl. var 159,52 krónur en var 170,61 króna í gær og leiðir það til þess að skuldir í evrum hækka um 5,59 milljarða króna, í alls 86 milljarða króna. Veiking hjá fimm af sex Orkuveitan skuldar í evrum, sterl- ingspundum, japönskum jenum, svissneskum frönkum, sænskum krónum og bandaríkjadölum, að frá- töldum skuldum í íslenskum krón- um. Hefur gengi krónu gegn öllum þessum gjaldmiðlum veikst síðan í lok september, að japanska jeninu undanskildu, en skuldir OR í þeim gjaldmiðli lækka um 1,65 milljarða. Samanlagt hefur gengisveikingin í för með sér að skuldir Orkuveit- unnar hækka um 7,3 milljarða króna. Til samanburðar var eigið fé OR 64,2 milljarðar í lok september sl. „Auðvitað kemur þetta sér illa. Bæði þarf að borga fleiri krón- ur fyrir skuldirn- ar á afborgunar- degi og svo er það bókhaldsleg afkoma. Við lend- um stöðugt í tapi á meðan svona stendur á, enda er bókhaldsleg niðurstaða neikvæð.“ Spurður hvort þessi þróun þrýsti á hækkanir á gjaldskrá OR bendir Haraldur Flosi á að verðhækkanir séu reglulegar og fylgi verðbólgu. Sveiflur í genginu hafi áhrif á vísi- tölu sem aftur leiði til verðhækkana innanlands. „Það má segja að í því felist nokkur gengisvörn fyrir Orku- veituna en það er auðvitað óheppi- legt fyrir almenning að gengisþróun skuli þrýsta svona á hækkanir.“ Megináætlunin heldur Spurður hvort gengisveikingin setji strik í áætlun OR um niður- greiðslu skulda segir Haraldur Flosi svo ekki vera, enda séu þær innan vikmarka. „Áætlunin nær til 2016 og það eru engar slíkar hreyfingar í gengi sem raska henni stórkostlega. Megináætlunin heldur alveg. Þetta tefur það markmið að ná þeirri eiginfjárstöðu að lánshæfis- matið fari í fjárfestingaflokk á nýjan leik. Það markmið fjarlægist þegar gengið eykur skuldirnar svona mik- ið bókhaldslega. Auðvitað saxar það á eiginfjárstöðuna þegar við töpum mikið á gengismun,“ segir hann. Saxar á eigið fé Orkuveitunnar  Veiking krónunnar síðan í september hækkar skuldir OR um 7,3 milljarða  Skuldir í evrum hækka um 5,6 milljarða  30 milljarða afborganir af lánum framundan á árinu  Gjalddagar framundan Haraldur Flosi Tryggvason Samanlagður fjöldi útskrifaðra doktora frá íslenskum háskólum og Íslendinga sem útskrifast með dokt- orsgráðu frá erlendum háskólum hefur aldrei verið meiri en árið 2011, er 100 manns útskrifuðust. Ár- ið áður voru þeir 79. Stöðug þróun á þessa leið hefur verið frá árinu 2000. Þetta kemur fram í skýrslu Rannís. Karlar voru um 53% þeirra sem útskrifuðust með doktorsgráðu 2011. Fjöldi karla og kvenna hefur verið mjög svipaður í gegnum tíðina en árið 2009 voru konur þó nær 60% af útskrifuðum doktorum. Um helm- ingur útskrifaðra er með gráðu á sviði heilbrigðisvísinda (32%) eða raunvísinda (29%). Í raunvísindum eru rúmlega 60% karla sem útskrif- ast með doktorsgráðu. Af þeim tíu sem voru með doktorsgráðu á sviði hugvísinda voru átta konur. Aldrei fleiri doktorar og skiptingin milli kynja nokkuð jöfn Doktorsnemar á Íslandi 2000-2011 600 500 400 300 200 100 0 2000 2011 510 Heimild: Rannís Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tímabilið frá 1. janúar til 30. september í fyrra að skuldir fyr- irtækisins í evrum voru 67 millj- arðar á gamlársdag 2011. Níu mánuðum síðar, 30. sept- ember 2012, voru þær orðnar 80 milljarðar. Eins og rakið er hér til hliðar eru skuldir OR í evrum nú um 86 milljarðar kr. Aukning um 19 milljarða SKULDIR Í EVRUM Skúli Hansen skulih@mbl.is Stærsti kröfuhafi þrotabús Kaup- þings banka er félagið York Global Finance Offshore BDH en það er skráð í Lúxemborg. Þá er breski vog- unarsjóðurinn Burlington Loan Man- agement Limited stærsti kröfuhafi þrotabús Glitnis banka. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússon- ar, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra, við fyrirspurn Einars K. Guð- finnssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, um stærstu eigendur Íslandsbanka og Arion banka. York Global Finance Offshore á samtals 7,13% af samþykktum al- mennum kröfum í þrotabú Kaup- þings. Félagið er í eigu bandaríska vogunarsjóðsins York Capital Man- agement en hann er að hluta til í eigu svissneska bankarisans Credit Suisse. Þar á eftir koma þýski stór- bankinn Deutsche Bank AG (5,50%), Seðlabanki Íslands (4,94%) og félagið ACP Intermediate Acquisition (4,29%) sem skráð er í Lúxemborg og er í eigu Abrams Capital Manage- ment, eins stærsta vogunarsjóðs Bostonborgar í Bandaríkjunum. Þá á Burlington Loan Management Ltd. 3,92% af samþykktum almennum kröfum í þrotabú bankans. Stærstu kröfuhafar Glitnis Burlington Loan Management Ltd. er írskur sjóður sem er fjár- magnaður af og undir stjórn banda- ríska sjóðstýringarfyrirtækisins Dav- idson Kempner Capital Management. Hlutfall sjóðsins af kröfum í þrotabú Glitnis er 8,46%. Næst á eftir kemur Landsbanki Íslands hf. en hann á 4,95% af kröfum í búið. Þriðji stærsti kröfuhafi þrotabúsins er bandaríska félagið CCP Credit Acquisition Hold- ings Luxco (4,61%). Því næst koma skoski stórbankinn Royal Bank of Scotland (4,23%) og bandaríska félag- ið Silver Point Luxemburg Platform (4,14%). Stórbankar meðal kröfuhafa  Ráðherra greinir frá stærstu kröfuhöfum Glitnis og Kaupþings Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Stærsti kröfuhafi þrotabús Glitnis er Burlington Loan MGMT.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.