Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 6

Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 6
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Kjaraviðræður grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ef fer sem horfir verða kennarar af þeirri 3,5% hækkun sem samkvæmt grunnkjarasamningi frá 2011 átti að verða á launum þeirra 1. mars næstkomandi. Þetta segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, en hann segir ljóst að engin niðurstaða fáist í deil- una fyrr en sveitarfélögin breyti af- stöðu sinni. Kjarasamningur grunnskólakenn- ara frá 2011 var háður því að sam- komulag næðist um starfsaðstæður kennara en Ólafur sagði skoðun mála hafa leitt í ljós að kennarar ynnu mun meira en þeir fengju borg- að fyrir, sinntu sívaxandi fjölda verkefna og hefðu einfaldlega ekki þann tíma sem þyrfti til að standa undir öllum þeim kröfum sem til þeirra væru gerðar. Þrátt fyrir að enginn ágreiningur hefði verið um þessar niðurstöður hefði aðilum ekki tekist að ná saman um úrlausn vand- ans. „Það sem ekki næst saman um er hvernig við búum til þennan tíma til að kennarar geti sinn starfi sínu. Þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Ólafur. Hann segir fulltrúa grunn- skólakennara hafa lagt fram ýmsar tillögur til að leysa úr málum, m.a. að miða stærð bekkja við kennslu- og þjónustuþörf nemenda en þær hafi ekki hlotið hljómgrunn. Þá hafi ekki mátt hrófla við kennsluskyldunni en ein hugmyndin gekk út á að minnka hana úr 26 kennslustundum á viku í 24 stundir hjá umsjónarkennurum. Engar lausnir í sjónmáli „Sveitarfélögin eru föst í þessari gömlu þráhyggju að það sé ekki hægt að hreyfa við kennsluskyldunni því það sé ígildi þess að kennarar vinni minna og þeir vilji bara fá full yfirráð yfir vinnutímanum,“ segir Ólafur. Staðan sé hins vegar sú að menn leggi fram meira vinnufram- lag en þeir fá borgað fyrir en skorti engu að síður enn tíma. Ólafur ítrekar að því sé ekki þann- ig farið að kennarar vilji ekki sinna auknum verkefnum, sem snúi m.a. að sérþörfum nemenda, samskiptum við foreldra og úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma. Þá segir hann kennara ekki hafa sett fram neinar ófrávíkjanlegar kröfur; sveit- arfélögin hafi einfaldlega ekki komið fram með neinar hugmyndir til að leysa það mál er lúti að tímaskort- inum. „Við erum að fara af stað til að heyra í okkar fólki og munum nota næstu tvær, þrjár vikur til að fara um landið og funda með kennurum og trúnaðarmönnum og upplýsa þá um stöðuna,“ segir Ólafur. Deilan sé hjá sáttasemjara en næsti fundur hafi ekki verið boðaður. Grunnskólakenn- arar í tímaþröng  Kjaradeila í hnút  Fleiri kennarastéttir ósáttar við kjörin Morgunblaðið/Eggert Tími Ólafur segir tímaþröng grunnskólakennara m.a. koma niður á afburðanemendum sem margir hverjir gætu haft mikinn hag af því að vera sett fyrir meira krefjandi verkefni. Lítill tími sé aflögu til að sinna slíku. Verð fyrir almennar bréfasendingar 1) Þyngdarflokkarnir 0-20 g og 21-50 g voru sameinaðir þann 1.mars 2010 í einn þyngdarflokk 0-50 g skv. ákvörðun PFS nr. 4/2010. 2) Skv. ákvörðun PFS nr. 16/2012. Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun 120 110 100 90 80 70 60 50 40 200 3 200 4 1. a pr. ‘ 05 1. m aí ‘0 6 1. fe b. ‘0 7 1. ja n. ‘0 8 200 9 1.m ars ‘10 1) 1. jú ní ‘1 1 1. o kt. ‘ 11 1. jú lí ‘1 22 ) 0-20 g 21-50 g 0-50 g A-póstur 0-50 g B-póstur 0-50 g 45 kr. 45 kr. 50 kr. 55 kr. 60 kr. 70 kr. 70 kr. 55 kr. 55 kr. 60 kr. 65 kr. 70 kr. 80 kr. 80 kr. 75 kr. 90 kr. 97 kr. 120 kr. 103 kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Póstburðargjöld fyrir almennar bréfasendingar hafa tvöfaldast á síðustu fimm til sjö árum. Vegna minnkandi bréfasendinga hefur einkaleyfishluti rekstrar Póstsins verið með halla og má búast við frekari hækkunum á þessu ári. Póst- og fjarskiptastofnun þarf að staðfesta gjaldskrá þeirrar þjónustu Íslandspósts sem fellur innan einkaréttar ríkisins til póst- dreifingar. Gjaldskrá fyrir póst- þjónustu skal taka mið af raun- kostnaði við að veita alþjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Jafnframt skulu gjöld vera al- menningi viðráðanleg. Vegna ákvæða um alþjónustu er Íslandspósti þröngur stakkur skorinn við að hagræða í rekstri til að mæta sífellt minnkandi bréfa- sendingum. Leita þarf leyfis hins opinbera fyrir lokun eða samein- ingu pósthúsa og breytingum á út- burði. Á síðasta ári fékk Pósturinn að breyta uppbyggingu gjaldskrár fyrir bréfasendingar og er þjón- ustunni skipt upp í tvo þjónustu- flokka, A-póst með eins dags dreif- ingu og B-póst sem er valkostur sem miðar við þriggja daga dreif- ingu. B-póstur er borinn út annan hvern dag á höfuðborgarsvæðinu og þéttbýlisstöðum. Íslandspóstur hefur óskað eftir heimild til að draga úr þjónustu í dreifbýli sem nýtur daglegs póstútburðar. Línuritið sýnir verulegar hækk- anir á gjaldskrá almennra bréfa- sendinga en tekur ekki til magn- sendinga á pósti sem munu hafa hækkað minna. Ingimundur Sig- urpálsson, forstjóri Íslandspósts, vekur athygli á því að gjaldskráin sé enn sú lægsta á Norðurlönd- unum. Hann segir útlit fyrir að tekjur af einkaréttarhluta rekstr- arins hafi ekki staðið undir kostn- aði við þjónustuna á nýliðnu ári. Það er vegna þess að póstsend- ingar hafa áfram dregist saman en þrátt fyrir umtalsverða hagræð- ingu í rekstri hafi kostnaður við dreifikerfið aukist vegna fjölgunar íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld tvöfaldast á fimm til sjö árum  Bréfum fækkar en dreifikerfi stækkar A- og B-póstur » Burðargjald bréfs í A-pósti er nú 120 krónur. B-pósturinn er 14% ódýrari. » Ef bréfið er innan við 20 grömm að þyngd má reikna út að kostnaður við sendingu þess hafi tvöfaldast frá árinu 2007. » Ef bréfið er 20-50 grömm að þyngd hefur gjaldið tvöfald- ast frá árinu 2005. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Nú eru 40 ár liðin frá gosinu í Heimaey. Af því tilefni mun Siggi á Háeyri árita nýútkomna bók sína, Undir hraun, í Eymundsson í Kringlunni í dag kl. 17-18. Harmonikkudúett Guðrúnar og Hjálmars leikur Eyjalög á meðan og stemningin verður engu lík. holabok.is/holar@holabok.is EYJASTEMNING Í EYMUNDSSON „Við fögnum þessari hugmynd og munum vinna með þeim að því að hún verði að veruleika,“ segir Árni Johnsen, forsvarsmaður Þorláks- búðarfélagsins í Skálholti. Upp hef- ur komið sú hugmynd á Reyni (Röyne) í Valdres í Noregi að halda minningu Þorláks helga Þórhalls- sonar biskups á lofti með byggingu húss í anda Þorláksbúðar eða á ann- an hátt. Talið er að forfeður hins sæla biskups, Þorláks Þórhallssonar, hafi komið frá Reyni. Heimamenn hafa verið með hugmyndir um að minna á þessi tengsl við Ísland. Þegar einn þeirra, Torstein T. Röyne, var hér á ferð fór hann í Skálholt og skoðaði þá meðal annars Þorláksbúð. Hann leitaði upplýsinga hjá Þorláksbúð- arfélaginu og er nú kominn í sam- band við Gunnar Bjarnason, hönnuð og smið Þorláksbúðar. Árni á von á að heyra aftur í Norðmönnum. Þorláksbúð er byggð úr timbri, torfi og grjóti og stendur við hlið Skálholtsdómkirkju. helgi@mbl.is Hugmyndir um Þorláks- búð á Reyni í Noregi Morgunblaðið/RAX Þorláksbúð Byggingin umdeilda stendur við Skálholtsdómkirkju.  Vilja minna á tengslin við Ísland Hinn sæli biskup » Þorlákur Þórhallsson var biskup í Skálholti frá 1178 til dánardags 1193. » Nokkrum árum eftir andlát- ið var Þorlákur tekinn í helgra manna tölu á Alþingi en það var ekki fyrr en 1984 að páfi útnefndi hann verndardýrling Íslands. Bæta þarf kjör kennara og verja auknu fé til framhalds- skólastigsins sem mátt hefur þola samfelldan niðurskurð allt frá árinu 2006. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar Fé- lags framhaldsskólanema sem haldinn var í Flensborgarskóla síðastliðinn fimmtudag. Þar segir einnig að vinnuálag hafi aukist mikið síðustu misseri og þolinmæði framhaldsskóla- kennara sé á þrotum. „Við höfum dregist mjög aft- ur úr og launamunurinn milli fé- lagsmanna í framhaldsskólum og þeirra hópa hjá ríkinu sem við berum okkar saman við er núna 16% í dagvinnulaunum. Þarna er komið stórt og mikið gap,“ segir Aðalheiður Stein- grímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um kjaramálin. Hún segir stefna í erfiða kjarasamningsgerð þegar samningar losna í mars 2014 en sú krafa verði gerð að þetta mikla launabil verði brúað. Launagapið orðið 16% ÁLYKTA UM KJARAMÁL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.