Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 100% ekta ostur rifnir ostar auðvelda matseldina og gera matinn girnilegri. Þú finnur frábærar uppskriftir á gottimatinn.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Morgunblaðið/Kristinn Fundur Rætt var um niðurstöðu Ice- save-málsins í utanríkismálanefnd. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það er ekki gefið að hægt verði að ráða á einfaldan hátt í niður- stöðu dómstólsins. Við gætum unnið málið og þá liggur það al- veg ljóst fyrir. Hitt er snúnara ef einhvers konar áfellisdómur fellur yfir Íslandi. Þá er hægt að sjá fyr- ir sér mjög ólíka þýðingu eftir því hver efnisatriði dómsins verða,“ segir Árni Páll Árnason, fyrsti varaformaður utanríkismála- nefndar Alþingis. Á fundi nefndarinnar í gær var rætt um viðbúnað stjórnvalda vegna dómsuppkvaðningar í Ice- save-málinu hjá EFTA-dóm- stólnum á mánudag. Samstaðan haldi áfram Málsvarnarteymi Íslands kom á fund nefndarinnar og segir Árni Páll að það sé viðbúið því að taka á móti dómnum og greina hann. Mikilvægt sé að stjórnvöld fái fljótt skýringar á lögfræðilegri stöðu Íslands eftir að dómurinn liggur fyrir. „Það er hægt að sjá fyrir sér ýmsar afleiðingar, sumar létt- vægar, aðrar þungbærari, ef dóm- urinn telur að Ísland hafi með ein- hverjum hætti brotið gegn skuld- bindingum sínum,“ segir Árni Páll. Erfitt sé að átta sig á því áð- ur en dómur fellur en búið sé að kortleggja slíkar sviðsmyndir. Árni Páll segir mikilvægt að viðhalda þeirri samstöðu sem náðst hafi um vörn Íslands í mál- inu, óháð því hver niðurstaðan verður. Sjálfur segist hann bera þá von í brjósti að dómstóllinn fallist á málatilbúnað Íslands enda séu sterk efnisleg rök fyrir afstöðu Ís- lendinga. „Ég held að þróun mála í Evr- ópu síðustu árin geri ekkert annað en að staðfesta enn frekar hversu skynsamlegar, hóflegar og eðlileg- ar þær aðgerðir voru sem Ísland greip til við þessar fordæmalausu aðstæður,“ segir hann. Búið að kortleggja ólíkar sviðsmyndir  Rætt um viðbúnað vegna væntan- legrar dómsniðurstöðu í Icesave-máli Rúmlega 47% landsmanna fannst Áramóta- skaupið 2012 vera slakt. Þetta er niðurstaða könn- unar MMR á við- horfum almenn- ings til Skaupsins. Af þeim sem tóku afstöðu til Áramótaskaupsins 2012 sögðu 32,7% að þeim hefði þótt það gott, til samanburðar þótti 64,8% Áramótaskaupið árið 2011 gott. Þá sögðu 47,4% að Skaupið 2012 hefði verið slakt en til samanburðar sögðu 17,2% í fyrra að Skaupið 2011 hefði verið slakt. Ef horft er á viðhorf fólks til Skaupsins út frá stjórnmálaskoð- unum þess sést að mest ánægja með það mældist á meðal stuðningsmanna Vinstri-grænna, eða 50,6%. skulih@mbl.is Fáir lands- menn ánægðir með skaupið Verð á kílói af óslægðum þorski hefur verið undir 300 krónum að meðaltali á fiskmörkuðum frá 5. janúar. Verðið fór lægst í 216 krónur 12. janúar, en í gær fékkst 271 króna fyrir kílóið. Verð á kílói af ýsu hefur hins vegar verið yfir 300 krónum síðan á föstu- dag og var 314 krónur að meðaltali á fiskmörkuðum í gær. Ýsukvóti hefur undanfarið verið leigður á talsvert yfir 300 krónur kíló- ið, enda margir í vandræðum vegna lítils kvóta í tegundinni. Undanfarið hefur kílóið verið leigt á 316 krónur og er það fjórði mánuðurinn í röð sem ýsan er leigð á yfir 300 krónur að meðaltali í króka- og aflamarkskerfi. aij@mbl.is Meira borgað fyrir ýsu en þorsk Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, sauðfjárbóndi í Bakkakoti í Staf- holtstungum og fyrrverandi for- maður Lands- samtaka sauð- fjárbænda, hefur ákveðið að gefa kost á sér til for- mennsku í Bændasamtökum Íslands. Nýr for- maður verður kosinn á Búnaðar- þingi í byrjun mars. Eins og fram hefur komið ætlar Haraldur Bene- diktsson að láta af formennsku í BÍ á sama fundi. Í frétt á vefsíðu Lands- sambands kúabænda er haft eftir Sindra að hann hafi fengið mikla hvatningu úr röðum bænda til að gefa kost á sér í formannsembættið. Sækist eftir að gegna for- mennsku í BÍ Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.