Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 14
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson,
aij@mbl.is
Búið er að veiða um 80 þúsund tonn
af loðnu á vertíðinni, en kvóti ís-
lenskra skipa er um 210 þúsund
tonn. Rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson hefur hafið mælingar að
nýju og var í gær úti fyrir Austur-
landi á leið norður og vestur um. Í
mælingum fyrr í mánuðinum er talið
að ekki hafi náðst að mæla nema
hluta veiðistofnsins, enda voru nið-
urstöður ekki í samræmi við það
sem mældist í leiðangri í október.
Mislangt komnar með kvótann
Útgerðir eru mislangt komnar
með kvóta sína, en Eskja á Eskifirði
á aðeins eftir að veiða um 900 tonn,
að sögn Benedikts Jóhannssonar,
útgerðarstjóra. Bæði skip félagsins,
Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjart-
ansson, komu til hafnar á mánudag.
Til þessa hefur loðnan öll farið í
bræðslu hjá Eskju, enda gott verð
fyrir mjöl og lýsi um þessar mundir
að sögn Benedikts. Verð á fiskimjöli
og lýsi hefur hækkað undanfarið á
heimsmarkaði og er helsta ástæðan
minni ansjósukvóti Perúmanna.
Ráðgert er að þau 900 tonn sem
Eskja á eftir verði veidd síðari hluta
febrúar og loðnan þá heilfryst fyrir
Japansmarkað. Eiginleg hrogna-
frysting er ekki á döfinni hjá Eskju
nema hugsanlega ef bætt verður við
kvótann.
Á kolmunnaveiðar í kvöld
Jón Kjartansson SU hefur veitt
rúmlega níu þúsund tonn á vertíð-
inni og er aflahæstur ásamt Beiti
NK og Berki NK. Jón Kjartansson
heldur væntanlega í kvöld að lokinni
löndun á kolmunnaveiðar suður af
Færeyjum. Færeysk skip hafa verið
á veiðum á þessum slóðum og ein-
hver þeirra fengið afla.
Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á
Jóni Kjartanssyni, segir að loðnu-
vertíðin hafi gengið vel. Þeir hafi
náð einum túr með nót fyrir áramót
og síðan fjórum túrum með troll eft-
ir áramótin. „Þetta hefur gengið vel
hjá okkur og loðnan verið stór og vel
haldin,“ segir Grétar. Hann segist
ekki átta sig á hversu mikið sé á
ferðinni af loðnu, en svör um það fá-
ist væntanlega um eða eftir næstu
helgi þegar Hafrannsóknastofnun
lýkur mælingum sínum.
Um allt á miðunum
Grétar segir að mikið sé af hnúfu-
bak og öðrum hval á loðnuslóðinni.
Hvalurinn hafi gert mörgum erfitt
fyrir sem voru með nót fyrir ára-
mótin og í einhverjum tilvikum farið
í nótina. Hvalurinn trufli ekki veiðar
í troll, en hann sé um allt á mið-
unum. „Það hefur orðið mikil fjölg-
un á hnúfubaknum og eitthvað þarf
þessi stóra skepna að éta,“ segir
Grétar.
Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á
Ingunni AK, segir á heimasíðu HB
Granda að loðnan sé óvenju stór og
sáralítil áta hafi verið í henni síðustu
daga. Hann segir hins vegar að þótt
víða lóði á góðar loðnutorfur þá sé
magnið ekki í samræmi við vænt-
ingar sjómanna. „Annars hef ég
ekki mestar áhyggjur af því, heldur
af hvalavöðunum sem hundelta
loðnuna. Hnúfubakarnir fylgja
loðnugöngunni og eftir að það hlýn-
aði í sjónum þá segir mér hugur að
hvalirnir muni fylgja loðnunni alla
Gott verð fyrir
fiskimjöl og lýsi
Skip Eskju að klára loðnukvótann
Hnúfubakurinn „hundeltir“ loðnuna
Hefur verið alfriðaður frá árinu 1956
30-50 tonn
» Hnúfubakur er skíðishvalur
af ætt reyðarhvala
» Fæða þeirra er fjölbreytt og
mismunandi eftir árstíma.
» Fyrst og fremst er um að
ræða svif, átu og smáfisk, svo
sem sandsíli og loðnu.
» Hnúfubakar þurfa að éta
mikið til að viðhalda sér enda
eru fullorðin dýr venjulega um
30 til 50 tonn að þyngd.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi
Gunnarsson, tekur undir ábendingar
sérfræðinga sem Alþingi fékk til að
fara yfir frumvarp stjórnlagaráðs
um nauðsyn þess að heildstætt og
skipulegt mat fari fram á áhrifum
frumvarpsins í heild. Tryggvi gerði
grein fyrir umsögn sinni á stjórn-
arskrárfrumvarpinu á fundi stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar í gær.
Tryggvi miðaði umsögn sína að
mestu við þau ákvæði er kunna að
hafa áhrif á verkefni og starf fram-
kvæmdavaldsins, kröfur til lagasetn-
ingar og réttindi borgaranna.
Tryggvi gerir fjölmargar athuga-
semdir við frumvarpið en í máli hans
kom fram að hann liti ekki á það sem
sitt hlutverk að koma með beinar til-
lögur. Í ábendingum Tryggva segir
að tilefni kunni að vera til að orða
ákvæði frumvarpsins með skýrari og
greinilegri hætti, þannig að betur sé
ljóst hvaða réttindi borgurunum eru
fengin og hvaða skyldur og verkefni
handhafar ríkisvaldsins hafa.
Annars konar og ríkari
skerðingarákvæði
Í umsögn um mannréttindakafla
frumvarpsins kemur fram að
Tryggvi telji skerðingarákvæði sem
þar eru væntanlega munu leiða til
þess að heimilt verði að takmarka
eða skerða mannréttindi sem fjallað
er um í stjórnarskránni í fleiri til-
vikum og á öðrum grundvelli en
samkvæmt núgildandi stjórnarskrá.
Þess má geta að almenn skerðing-
arákvæði sem nú eru í frumvarpinu
eru komin frá sérfræðinganefnd sem
fjallaði um lagatæknileg atriði í
frumvarpinu.
Í umsögn Tryggva kemur fram
að hann telji greinargerð sem
fylgir frumvarpinu (sér-
staklega athugasemdir við
einstakar greinar) veita tak-
markaðar skýringar á efni
frumvarpsins. Hann segir
skýringarnar sem með
fylgi í ýmsum tilvikum
misvísandi. Einnig beri á
skorti á að gerð sé grein
fyrir efnislegum sjón-
Ekkert varð af því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd afgreiddi stjórn-
lagafrumvarpið úr nefndinni í gær eins og áður hafði verið stefnt að. Þar
með bendir allt til þess að önnur umræða um frumvarpið hefjist ekki fyrr
en eftir helgi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á enn eftir að fá umsagn-
ir einhverra þingefnda um frumvarpið. Valgerður Bjarnadóttir, for-
maður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vera þeirrar skoð-
unar að þrátt fyrir það hefði mátt fara með málið í aðra umræðu.
„Ég tel það gamaldags vinnubrögð að ekki sé hægt að vinna mál
áfram þó þau séu komin áfram í aðra umræðu.“ Hún segir að á
fundi með fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á
mánudag hafi komið fram andstaða við að afgreiða frumvarpið
þegar enn átti eftir að fara yfir umsagnir nefnda. Í kjölfarið
hafi hún lagt til að fresta afgreiðslu málsins og meirihluti
nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu í gærmorgun.
„Gamaldags vinnubrögð“
VALGERÐUR VILDI FARA Í AÐRA UMRÆÐU
Valgerður
Bjarnadóttir
armiðum sem búi að baki texta sem
einstakar greinar feli í sér. Af þessu
tilefni telur hann að huga þurfi að
úrbótum við athugasemdir við ein-
stakar greinar, gera þær hnitmið-
aðri, svo þar megi finna skýringar á
afstöðu flutningsmanna frumvarps-
ins og á hvaða grundvelli skilningur
þeirra er byggður. Þannig yrði
greinargerðin betri til túlkunar á
þeim reglum sem settar verða fram í
stjórnarskránni.
Umsögn Tryggvi Gunnarsson mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í
gærmorgun þar sem hann gerði hann grein fyrir ábendingum sínum.
Mætti orða ákvæði
með skýrari hætti
Umboðsmaður gagnrýnir stjórnarskrárfrumvarpið
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ómögulegt er að leggja mat á verð-
mæti þeirra kirkjujarða sem ríkið
tók við með samningi við þjóðkirkj-
una árið 1997. Þetta kemur fram í
svari fjármálaráðuneytisins við fyr-
irspurn um jarðirnar.
Fyrr í þessum mánuði kom í ljós
að ekki er til listi í ráðuneytinu yfir
þær jarðir sem ríkið tók við gegn því
að greiða laun presta og starfs-
manna þjóðkirkjunnar til ótiltekins
tíma á grundvelli samkomulagsins.
Engin sjálfstæð rannsókn
Í svari ráðuneytisins kemur jafn-
framt fram að ekki hafi verið ráðist í
sjálfstæða rannsókn eða verðmat á
öllum þeim eignum sem komu til
álita í viðræðum ríkisins og kirkj-
unnar á sínum tíma.
Það hefði kallað á að rannsaka
þyrfti sögu hverrar landspildu eða
jarðar fyrir sig, jafnvel margar aldir
aftur í tímann. Þá hefði verið eftir að
leggja lögfræðilegt mat á stöðu við-
komandi eignar og komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu fulltrúa ríkis
og kirkju um hvorum megin eignir
ættu að lenda og hvert áætlað verð-
mæti þeirra væri.
„Ómögulegt er því að segja til um
verðmæti þeirra landspildna, fast-
eigna og jarða sem sátt var um að
myndu tilheyra íslenska ríkinu enda
yrði það alltaf ágiskun,“ segir í svari
ráðuneytisins.
Þess í stað hafi verið horft til álits
kirkjueignarnefndar sem hún skilaði
þáverandi dóms- og kirkjumálaráð-
herra í desember árið 1984 og þeirr-
ar upptalningar á eignum sem þar er
að finna. Með samkomulaginu frá
1997 hafi verið gert fullnaðaruppgjör
á kirkjujörðunum.
Vita ekki um verðmætið
Geta ekki metið
virði kirkjujarða
sem ríkið fékk
Morgunblaðið/Eggert
Prestar Ríkið skuldbatt sig til að greiða laun presta og starfsfólks kirkj-
unnar ótímabundið á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins árið 1997.
Á morgun 24. janúar gefur Íslandspóstur út frímerki í tilefni
150 ára afmælis Þjóðminjasafns Íslands og Árs alþjóðlegrar
samvinnu um vatn. Einnig koma út ferðamannafrímerki þar
sem myndefnið er íslenskt landslag.
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á
pósthúsum um land allt. Einnig er
hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni.
Sími: 580 1050 Fax: 580 1059
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
Safnaðu litlum listaverkum