Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 ✝ Ingibjörg Jó-hannsdóttir frá Ökrum var fædd í Hjarðarhaga á Jök- uldal í N-Múlasýslu 2. janúar 1921, hún lést á Hjúkr- unarstofnun Vest- urlands á Akranesi hinn 10. janúar sl. Foreldrar henn- ar, Bergrún Árna- dóttir og Jóhann Helgason, voru bæði frá Borg- arfirði eystri og fluttu þangað áður en Ingibjörg var orðin eins árs. Systkinahópur hennar varð stór eða fimm systur og níu bræður. Fjölskyldan átti lengst af heima á Ósi sem stendur í út- jaðri þorpsins Bakkagerðis. Ingibjörg vann við tilfallandi störf á Borgarfirði en hleypti heimdraganum árið 1938, þá orðin 17 ára og réð sig í vist hjá Páli Hermannssyni, bónda á Eiðum, um tíma. Síðan fór hún til Reykjavíkur, Seyðisfjarðar sem voru í sumardvöl hjá Ingi- björgu og Ólafi í gegnum árin skipta hundruðum. Ingibjörg og Ólafur eign- uðust ekki börn en ættleiddu tvö, Gunnar Þór Ólafsson, f. 1949, og Dagmar Ólafsdóttur, f. 1956. Síðar tóku þau í fóstur fimm systkini, Dagnýju Þor- steinsdóttur, f. 1958, Þóri Jökul Þorsteinsson, f. 1959, Böðvar Bjarka Þorsteinsson, f. 1960, Kolbein Þorsteinsson, f. 1962, og Guðnýju Ásu Þorsteins- dóttur, f. 1964. Þau Ingibjörg og Ólafur brugðu búi 1985 og seldu hlut sinn í jörðinni að Ökrum ásamt bústofni og búnaði. Þau fluttu á Akranes og keyptu sér íbúð en höfðu heimili að Ökrum I á sumrin og var svo í nokkur ár eða meðan Ólafi entist heilsa. Hann flutti á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi og lést þar 28. apríl 2003. Skömmu eftir fráfall bónda síns flutti Ingibjörg í þjónustuíbúð fyrir eldri borgara við Ánahlíð í Borgarnesi. Þar bjó hún síðustu æviárin. Jarðarförin verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, hinn 23. janúar 2013, kl. 13.00, en jarð- sett verður í grafreitnum á Ökr- um sama dag. og Vestmannaeyja og vann þar á sjúkrahúsum. Í hafði hún ætlað sér að fara í hjúkr- unarnám, sem ekk- ert varð úr, en í stað þess kynntist hún mannsefni sínu, Ólafi Þórð- arsyni. Ólafur var frá Ökrum í Mýra- sýslu og var fæddur 16. mars 1915. Þau fluttu til Reykjavíkur og gengu í hjóna- band 9. júlí 1943. Ólafur vann á bílaverkstæðum en Ingibjörg á barnaheimilum uns þau fluttust, árið 1948, til Stykkishólms. Þar bjuggu þau í fimm ár en ákváðu þá að hefja búskap í sveit og fluttu að Ökrum á Mýrum og stofnuðu þar nýbýlið Akra III. Þar stunduðu þau hefðbundinn búskap en stofnuðu sumardval- arheimili fyrir börn árið 1960 og starfræktu það, með bústörf- unum, til ársins 1980. Þau börn Það þarf stóra manneskju til að taka að sér lítinn dreng, heilshug- ar og skilyrðislaust, en það gerði hún mamma ásamt pabba mínum. Ég átti aldrei neina aðra mömmu, né pabba, og get unað glaður við. Mamma var ekki endilega allra og kannski bara fárra ef að var gáð, en hún var ein þeirra sem sögðu það sem þeir meintu og meintu það sem þeir sögðu. Og stóð við sitt. Mamma veiktist hastarlega haustið 1955 og var ekki hugað líf, það var mikil reynsla fyrir lítinn dreng að horfa upp á mömmu sína engjast af sársauka og sjá draga af henni. Akrar voru á þessum árum af- skekktir og þurfti að sæta sjáv- arföllum til að komast þangað á bíl og síminn var á næsta bæ, langt í burtu. Þnnan dag var svo ofan á allt annað svarta þoka, sú mesta sem menn muna eftir fyrr og síðar. Ófær vegarslóðinn og ekki flugfært. Læknirinn kom gangandi frá vegarendanum, í annað sinn á tveim dögum að Ökr- um, sagði pabba að hann hefði pantað sjúkraflugvél frá Reykja- vík, það væri mömmu eina von, en enginn gæti flogið vegna þokunn- ar. En ungur flugmaður sem var staddur á Reykjavíkurflugvelli heyrði af vandræðunum með flug- ið og bauðst til að sækja mömmu, hann var kunnugur sveitinni og vildi reyna. Og eins og stundum er sagt á máli flugmanna þá flaug hann báðar leiðir í snúrustaura hæð. Mamma komst lifandi á sjúkrahús, Guð hafði ætlað henni verk að vinna og hún náði sér að mestu aftur, en mikið tók það langan tíma, mörg ár. En svo seint og um síðir kom mamma heim að Ökrum aftur ásamt Dag- mar sem þau höfðu tekið að sér. Þar með hafði ég eignast litla systur. Mamma starfaði við allt það sem til féll og þegar pabbi var í burtu passaði hún búið. Mikið er það sterkt í minningunni hvað hún var myrkfælin. Hún tók mig með sér í öll útihúsastörf eftir að skyggja tók, en fyrstu árin bjuggu þau í Suðurbænum og var nokkur spölur í gegningarnar. Hún var fylgin sér og fljót til. Hún naut sín afar vel í hreppsnefndinni en þar átti hún sæti í mörg ár. Því mamma gat allt. Fyrir henni var bara eitt markmið, að ljúka hverju því verki sem hafið var. Búið stækkaði, en það var ekki nóg og eftir fá ár hóf mamma rekstur Sumardvalarheimilisins á Ökrum, eins og það hét, og rak í 20 sumur. Þarna dvöldust mörg börn þessi ár og mér og Dagmar systur fannst svona fyrstu árin að þessir sumarkrakkar væru ótelj- andi. Mamma hlustaði lítið á út- varp og sjónvarp ekki til og gafst þá tími til kvöldkyrrðarstunda mömmu með eina Camel, þessar fáu mínútur voru stundum eini tími dagsins sem ég sá hana slaka á. Oft á vetrarsíðkvöldum þegar mamma reykti kvöldsígarettuna eftir að amstri dagsins lauk sat hún í stólnum sínum í stofunni og sagði okkur sögur t.d. þegar hún varð silfurverðlaunahafi á Ís- landsmeistaramóti í badminton og mörg önnur ævintýr úr sínu lífi. Ég minnist þessara stunda oft, mikið voru þær góðar. Síðar komu í fóstur til mömmu fimm systkini og taldi þá krakkahópur- inn sjö. Mamma mín, það eru stór- mennin sem klára svona ævistarf og gefa svona mikið af sér eins og þú gerðir. Því mikið var starf þitt . Ég veit að Guð elskar þig. Við söknum þín öll. Blessuð sé minn- ing þín. Gunnar Þór Ólafsson. Elsku amma mín, mikið sakna ég þín. Ég þakka Guði og lífinu að hafa fengið svona yndislega ömmu eins og þú varst og þú átt alltaf eftir að vera inni í hjarta mínu. Ekki er það nú langt síðan ég sat hjá þér og við vorum að spjalla um allt á milli himins og jarðar, hvað það var gott og gaman að sitja með þér í eldhúsinu, drekka kaffi og spjalla, þú varst svo opin manneskja í samskiptum okkar og vissir svo margt. Ég elskaði að hlusta á þig og mér fannst dýr- mætt hvað þú hlustaðir á mig. Það var mikið brosað, hlegið en líka töluðum við um margt sem hafði verið sárt og sem er ekki gaman í lífinu. En eins og við sögðum, við verðum að taka því sem gerist og halda áfram, þrátt fyrir sársauka og sorg. Margt gerist sem við skiljum ekki og sem við höfum engin svör við, það eina sem við getum gert er að taka því og horfa ekki of mikið til baka. Góð voru orð þín og kærleikur. Í einu af síð- ustu samtölum okkar vorum við að tala um hvernig það væri að deyja, hvað mundi koma á eftir því … Ég sagði að ég héldi að við yrðum þá dansandi með englum, frjáls og létt, hlæjandi og glöð. Við horfðum hvor á aðra og brostum, já það væri nú ekki slæmt. Og oft eftir að þú fórst hef ég séð þig innra með mér, dansandi frjáls, létt og glöð með systrum þínum hlæjandi og segja, allt er í fínasta lagi. Góð er sú tilfinning í allri sorginni sem fylgir þessu. Það er mikill missir að hafa þig ekki leng- ur, amma mín, en þótt þú sért far- in úr þessum líkama veit ég að þú ert allt um kring og ég vona að þú eigir alltaf eftir að vera það. Oft tala ég til þín og á eflaust alltaf eftir að gera það, ég finn fyrir nærveru þinni og mér finnst það yndisleg tilfinning. Ég er mikið þakklát fyrir að hafa verið þessi 2 ár á Íslandi frá 2008-2010 eftir að hafa verið 16 ár í Þýskalandi og hafa bara verið í heimsóknum á landinu. Að hafa dvalið í Borgar- nesi gaf mér þá gjöf að geta verið oft hjá þér. Við hittumst nánast á hverjum degi og urðum góðar vin- konur. Ég man nú hvernig við horfðum einu sinni á hvor aðra eftir gott spjall og sögðum að tengslin eru svo djúp að við vær- um örugglega sálarfélagar og já það vorum við og erum enn. Amma, þú varst svo indæl og sæt á þinn eigin fallegan hátt og það var svo gott að vera í kringum þig. Erfitt var að fara aftur út til Þýskalands, hugsunin að geta ekki verið lengur svona oft með þér og vitandi að þú værir orðin gömul. Í hvert skipti sem ég kom í frí fannst mér alltaf gott að koma aftur til þín og sjá þig. Eins og líf- ið vildi, ákvað ég að koma til Ís- lands í 2 mánuði til að vera með fjölskyldunni um jólin og núna veit ég af hverju það var og ég þakka Guði fyrir það. Ég þakka mikið fyrir að hafa getað deilt með þér meiri tíma þótt hann hefði alveg mátt vera lengri. En hvenær má hann ekki vera það? Þú varst falleg sál, amma, sem gaf mikið af sér, hjálpaði mörgum og hjartað þitt var mikið gott. Ég hlakka til að sjá þig ein- hvern góðan tíma aftur, elsku amma. Í ást og kærleika, þitt barna- barn. Dagmar Árný Häsler Gunnarsdóttir. Árný Ingibjörg Jóhannsdóttir var fædd í Hjarðarhaga á Jökul- dal í N-Múlasýslu, þar sem for- eldrar hennar voru í húsmennsku á þeim tíma. Með mikilli hryggð og söknuði í hug og hjarta ætla ég að setja nið- ur á blað nokkur orð til minningar um hana Ingu systur eins og við kölluðum hana alltaf. Inga fluttist með foreldrum sínum til Borgarfjarðar eystra þegar hún var á fyrsta ári og sett- ust þau að í Brúnavík sem er lítil jörð, næst fyrir sunnan Borgar- fjörð. Þar bjuggu þau og í Kjóls- vík til ársins 1925, en þá settust þau að í litlu húsi neðan við Bakkagerði, fluttu svo í Tungu í þorpinu, en árið 1935 keyptu þau Ós sem er lítið hús sem stendur neðan við þorpið alveg við ósinn á Fjarðaránni. Húsið var lítið timb- urhús á tveimur og hæðum og var þar oft þröng á þingi en flest voru systkinin 12 sem bjuggu þar í einu, fimm systur og sjö bræður . Elstu systkinin fóru tiltölulega snemma að heiman eða strax og þau gátu farið að vinna fyrir sér og var Inga þar engin undantekn- ing á. Inga var afburða duglegur unglingur og gekk til hvers þess starfs sem bauðst, en fór fyrst að heiman þegar að hún var 17 ár og þá í kaupavinnu hjá Páli Her- mannssyni bónda á Eiðum. Hún fór til starfa á sjúkrahúsum í Reykjavík, Seyðisfirði og Vest- mannaeyjum, en þaðan hafði hún hugsað sér að fara í hjúkrunar- nám. Þar kynntist hún Ólafi Þórð- arsyni frá Ökrum í Mýrasýslu og giftist hún honum 9. júlí 1943. Þau byggðu þar nýbýlið Akra III og byrjuðu þar með kúabú og stofn- settu þá einnig sumardvalarheim- ili fyrir börn árið 1960, sem þau starfræktu til ársins 1980. Inga og Óli eignuðust sjálf ekki börn en tóku í fóstur þau Gunnar Þór og Dagmar sem þau svo ætt- leiddu. Þá tóku þau í fóstur fimm systkini, börn Þorsteins frá Hamri og Ástu Sigurðardóttur, og önnuðust þau sem sín eigin börn. Inga og Óli hættu búskap árið 1985 og seldu þá hlut sinn í Ökr- um með bústofni. Þau bjuggu síð- an á Akranesi en fluttu til baka í Akra þar sem þau dvöldu þar til Óli fór á Dvalarheimilið í Borg- arnesi árið 2003. Inga kærði sig ekki um að dvelja á Dvalarheim- ilinu en fékk til umráða litið hús í Ánahlíð og fékk þangað þjónustu frá Dvalarheimilinu. Inga systir komst vel áfram í lífinu, ekki síst fyrir góðar gáfur og ódrepandi dugnað, orðheldni, nægjusemi og hófsemi. Þeir eiginleikar fleyttu henni áfram til úrlausnar þeirra mörgu og erfiðu verkefna sem hún vék sér aldrei undan að leysa. Inga unni bernskuslóðum sín- um af fölskvalausri tryggð. Hún hafði oft orð á því að Borgarfjörð- urinn sem hún bjó í nú væri drýgri til búskapar en óneitanlega skorti þar þá náttúrufegurð sem gamli Borgarfjörðurinn hefði upp á að bjóða. Þó gat hún aðeins huggað sig við að sjórinn sand- urinn og fjörurnar björguðu hennar næsta umhverfi á Ökrum og héldu minningu æskuslóðanna á lofti í huga hennar. Elsku Inga mín. Ég flyt hinstu kveðjur frá gömlu sveitinni þinni um leið og ég kem á framfæri innilegum kveðjum frá börnunum mínum og fjölskyldum þeirra. Ég bið góðan Guð að leiða og blessa hana Ingu systur á sinni hinstu för og ég veit að hann lýsir henni leiðina til endurfunda við þá sem á undan eru gengnir. Jón Þór Jóhannsson. Móðursystir mín Ingibjörg Jó- hannsdóttir lést 10. janúar. sl. Það varð stutt á milli þeirra systra, en mamma lést 15. des. Það er hægt að segja að ég hafi alist upp að hluta hjá Ingu frænku. Mamma bjó með mig hjá henni fyrstu 3 æviár mín, í Stykk- ishólmi. Seinna þegar Inga og Óli voru orðnir bændur á Ökrum í Mýrasýslu fór ég í sveit til þeirra, fyrst 7 ára, og var þar í sveit í 11 sumur. Það sýnir best hvað þar var gott að vera og hvað Inga og Óli voru mér góð. Inga var algjör dugnaðarfork- ur, gekk í öll störf, vílaði ekkert fyrir sér, í dag myndum við segja að hún hefði verið algjör nagli. Meira að segja eftir að hún hafði hálflamast í höndum lyfti hún mjólkurbrúsunum eins og ekkert væri. Hjá henni lærði ég að vinna, hún þurfti aldrei að biðja mig, né aðra í kringum sig, nema einu sinni, henni var einfaldlega hlýtt, svo mikla virðingu báru allir fyrir henni. Hún setti á stofn barnaheimili kringum 1960 og það eru ófá börnin sem áttu yndisleg sumur á Ökrum, þar á meðal eldri börnin mín. Ingu og Óla varð ekki barna auðið en tóku tvö kjörbörn Gunn- ar og Dagmar. Seinna tóku þau svo að sér 5 systkini sem ólust upp hjá þeim. Inga hafði ákveðnar skoðanir um menn og málefni en bar ekki tilfinningar sínar á borð. Hér á árum áður komu systkini Ingu og þeirra fjölskyldur í helg- arferðir upp að Ökrum, sérlega vor og haust þegar rólegra var við bústörfin, þá var oft glatt á hjalla, mikið sungið og hlegið, enda gleðifólk. Ef frænku minni þótti fjörið vera of mikið var hún ekk- ert að fjasa, heldur fór bara og slökkti á ljósavélinni og þá var sjálfhætt. Inga og Öli voru dugmiklir frumkvöðlar, reistu stórt kúabú á Ökrum, af miklum myndarskap, snyrtimennska og regla á öllum hlutum, vélunum raðað á hlaðið þegar þær voru ekki í notkun og ekki man ég eftir að þær væru í neinu bileríi, Óli hélt þeim einfald- lega við. Inga var algjör bókaormur, las í öllum sínum frístundum, sem ekki voru margar yfir sumartím- ann í sveitinni. Hún hlakkað alltaf til vetrarins þegar hún gat lagst í bókalestur. Sl. sumar þegar ég heimsótti hana sat hún við eldhús- borðið í Ánahlíðinni og las Maríu Stuart með stóru stækkunargleri. Oft er haft á orði í okkar fjöl- skyldu: Eins og Inga frænka seg- ir: „Það er ekki búið að taka til í eldhúsinu fyrr enn búið er að sópa gólfið.“ Stórbrotin hvunndagshetja hefur gengið sitt æviskeið. Elsku Gunnar, Dagmar, Þórir, Dagný, Böðvar, Kolbeinn og Ása, við Doddi og okkar fjölskylda sendum innilegar samúðarkveðj- ur. Þórhildur Hinriksdóttir. Ég held að á æskuheimili mínu hafi fáar menneskjur ef nokkur verið í jafn miklum metum og Ingibjörg á Ökrum. Hún bar allt það með sér sem prýða þurfti góð- an vin; hreinlyndi og traust, sann- girni og heillyndi. Meðal annars þess vegna gat ekkert rofið traust bönd vináttu og frændsemi fjöl- skyldu minnar við fólkið á Ökrum. Heimilin voru sem eitt. Öll sam- skipti einkenndust af tryggð, ör- læti og hjálpsemi. Með Ingibjörgu sér við hlið var hann Ólafur frændi minn heldur ekki einn eða vinalaus. Það varð hans lífslán að byggja sér bú með henni. Þegar taka þurfti til hendi, kom svo vel í ljós hver þessi kona var. Atorkan og áræðið drifu hana áfram. Æðrulaus gekk hún til allra verka, hvort sem var fyrir bú sitt eða samfélag. Frændi minn var hægur í fasi, vel virkur og vel hag- ur, en eiginkonan var honum ögn kvikari og hamhleypa til allra verka. Saman unnu þau mörg far- sæl og góð verk, svo eftir var tek- ið. Þau vor ólík, en bættu hvort annað upp – saman gerðu þau vel. Byggðu af myndarskap og lögðu samfélagi sínu og því sem þeim var trúað fyrir, allt það besta sem þau áttu til. Án efa var það sam- félaginu á Mýrunum og nágrenn- inu jafn mikið happ og honum frænda mínum að fá hana Ingu sér til liðs, því hún bjó yfir áræði og framsýni sem þar á stundum hafði skort. Ingibjörg á Ökrum var greind kona, rökföst og hrein- skiptin. Án allra umbúða sagði hún það sem henni fannst. Hún fleipraði aldrei og þoldi ekki öðr- um slíkt. Það varð því ekki fyrir upphefð ættar eða auðs sem hún Ingibjörg uppskar virðingu sam- ferðamanna sinna, heldur var það fyrir verkin hennar – hver hún var og fyrir hvað hún stóð á lífsins vakt. Eftir að árin færðust yfir fékk maður að kynnast mildari og opnari konu en áður. Hún var skemmtileg viðræðu, nútímaleg í hugsun, húmorísk og svo laus undan allri tilgerð og hégóma- skap. Það var mér, sem svo mörg- um öðrum, hollt og gott að eiga Ingibjörgu á Ökrum að vini. Þó að seint sé ber að þakka allar vel- gjörðir hennar, stórar og smáar. Með þessum orðum vill fjölskyld- an og ég þakka sómakonunni Ingibjörgu á Ökrum langa og far- sæla samfylgd og ómetanlegt framlag hennar til lífsins og vin- áttunar. Öllum þeim sem syrgja í dag fráfall Ingu biðjum við bless- unar. Ingimundur E. Grétarsson. Mig langar að kveðja vin minn Ingu á Ökrum með þeim orðum sem mér eru efst í huga . Inga á Ökrum var minn besti vinur þarna í sveitinni á mínum árum þar. Hún brást aldrei og studdi mig ásamt Ólafi manni sín- um og hvatti til dáða. Örlætið og hjálpsemin voru svo einlæg, og án eftirsjár. Guð tekur fagnandi á móti þér Blessuð sé minningin um þig. Svavar Rúnar Guðnason. Ingibjörg Jóhannsdóttir Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar Ollu með nokkr- um orðum. Hún var ein sú allra besta manneskja sem ég hef kynnst, hress og kát, söngvin og bráðskemmtileg. Það var gott að heimsækja þau Ollu og Finn. Alltaf fékk maður höfðinglegar móttökur og þau sýndu mér og mínum börnum áhuga og væntumþykju og fylgd- ust með því sem við höfðum fyrir stafni og hvernig okkur vegnaði í lífinu. Það er gott að hafa átt slíka vini. Flestar minningar um Ollu kalla fram bros. Ég sé hana fyrir mér sitjandi á þúfu fyrir utan kof- ann í Kálfanesi að baka pönnu- kökur á gastæki. Það er líka ógleymanlegt hvernig hún sveifl- aði skurðstofuhníf við laufa- brauðsgerðina. Eða prakkara- skapurinn þegar hún kenndi Ólöf Þóranna Jóhannsdóttir ✝ Ólöf ÞórannaJóhannsdóttir fæddist í Brúnavík við Borgarfjörð eystra 26. sept- ember 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir föstudaginn 14. desember 2013. Útför Ólafar fór fram frá Lang- holtskirkju 11. jan- úar 2013. okkur og söng óprenthæfa texta. Ég gleymi ekki heldur þegar ég lof- aði henni að minnast á það í minningar- grein um hana að hún hefði aldrei far- ið svo í ferðalag að ekki væri allt tand- urhreint og klárt á heimilinu, svona til að það spyrðist ekki út um hana, ef hún lifði ekki af ferðalagið, að heimilið hefði verið óþrifalegt. Ég gleymi heldur ekki hlátrasköllunum í þeim nöfnum Ollu og Ollu Dís þegar sú gamla fékk fimm rétta í lottói. Það reyndist nú byggt á smámisskiln- ingi. Hún fékk reyndar fimm rétta; frábæra dóttur og fjögur yndisleg barnabörn. Hún Olla var gull af manni. Í starfi sínu sem ljósmóðir var hún nærfærin og ljúf og það var auð- velt að leggja allt sitt traust á hana. Elsku Tóta mín, Harpa, Olla Dís og Sigurjón, það er ekki á annars færi að senda huggunar- orð en í okkar huga er þakklæti fyrir góðan vin samtvinnað sorg og söknuði vegna fráfalls þessar- ar ótrúlega vel gerðu konu sem var allt í senn – skemmtileg, ljúf og traust. Auður Björg Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.