Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
✝ Baldur Sveins-son fæddist í
Dagverðarnesseli,
Klofningshreppi í
Dalasýslu, 23. apr.
1931. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans sunnu-
daginn 13. jan. 2013.
Foreldrar hans voru
Sveinn Hallgrímsson
bóndi, f. 17. sept.
1896, d. 26. nóv. 1936
og Salóme Kristjánsdóttir hús-
móðir, f. 10. mar. 1891, d. 29, jún.
1973. Systkinin frá Sveinsstöðum
voru tíu og var Baldur númer
átta í röðinni. Eftirlifandi eru
Kristinn, Jófríður og Kristján.
Árið 1956 giftist Baldur Guð-
nýju Pálsdóttur, f. 25. okt. 1935,
d. 14. nóv. 1988. Börn þeirra eru:
1. Aðalbjörg Baldursdóttir, f. 4.
mars 1956, gift Gylfa Skúlasyni.
Börn þeirra eru: A. Baldur Rafn
f. 22 mars 1977, giftur Sigrúnu
Bender. Sonur þeirra er Baltasar
Guðmundur f. 21. maí 2008. Son-
ur Baldurs og Ragnheiðar Guð-
rún og Sandra Björk. C. Guð-
björg Torfadóttir, f. 12. mar.
1956, synir hennar eru Torfi
Ragnar og Sigurður Rúnar. D.
María Petersen, f. 17. júní 1964,
börn hennar eru: Unnur, Karl
Erik, Sverre og Oystein. Síðustu
ár hefur Baldur átt kæra vin-
konu, Sigríði Möggu Steingríms-
dóttur, f. 12. des. 1931.
Baldur ólst upp hjá einstæðri
móður í tíu systkina hópi á
Sveinsstöðum í Dalasýslu. Faðir
hans lést skyndilega árið 1936
þegar Baldur var aðeins 5 ára
gamall. Baldur fluttist til Reykja-
víkur með eiginkonu sinni og
barnsmóður. Hann nam húsa-
smíði hjá bróður sínum Kristni
Sveinssyni. Lengst af starfaði
hann sem húsasmiður í Reykja-
vík en síðustu 10 ár starfsferils
síns vann hann sem húsvörður í
Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi.
Eftir að hann lauk störfum fluttu
þau Ragna í Borgarnes. Aðal-
áhugamál Baldurs voru sveitin
og dýrin ásamt því að dans, tón-
list og gleði voru honum efst í
huga í lífinu.
Útförin fer fram í dag, 23. jan-
úar 2013, frá Grafarvogskirkju
kl. 13.
finnu Guðnadóttur
er Tristan Gylfi, f.
22. des. 2001. B.
Elsa Ruth, f. 5. jan.
1984, í sambúð
með Karli Ragnari
Juto. Sonur þeirra
er Erik Bjarki, f.
26. maí 2011. 2.
Páll Baldursson, f.
5 október 1956, d.
9. okt. 1986. Sonur
hans og Gígju
Magnúsdóttur er Magnús Andri,
f. 4. jan. 1984. 3. Þóra Björk
Baldursdóttir, f. 23 feb. 1970.
Börn hennar og Einars Her-
mannssonar eru: Aron, f. 12. feb.
1992, og Orri, f. 7. jan. 1994.
Baldur og Guðný slitu sam-
vistum. Seinni eiginkona Baldurs
var Ragna María Sigurðardóttir,
f. 1. ág. 1934, d. 15. mars 2007.
Börn Rögnu eru: A. Ingveldur
Jóna Gunnarsdóttir, f. 31. des.
1952, synir hennar eru Ólafur og
Ingi Þór. B. Ingólfur Torfason, f.
30. jan. 1955, börn hans eru:
Torfi, Ásta Nína, Margrét, Sig-
Ýmsu og mörgu á ég til að
gleyma en okkar fyrstu kynnum
gleymi ég aldrei. Þegar ég nálg-
aðist Álakvíslina sá ég mann í
gegnum eldhúsgluggann, sem
dansaði af lífi og sál. Þið Ragna
voruð nýflutt þangað, þú dans-
aðir í gegnum lífið og lést ekki
mikið á þér sjá, þó að það væri
stífur vindur á móti.
Nú, þegar ég kveð þig í bili og
hugsa til baka um þau rúm 28 ár
sem við þekktumst, er mér efst í
huga þakklæti til þín. Ég fullyrði
að ég væri ekki sá maður sem ég
er í dag nema fyrir þig og að þið
Ragna buðuð mér að flytja til
ykkar í Álakvíslina þegar ég var
ungur og mjög óþroskaður ung-
lingur. Fyrst var ég í gestaher-
berginu en ég var reyndar ekki
lengi að læða mér inn í herbergið
til hennar Þóru. Það fyrsta sem
ég lærði inni á þínu heimili var að
borða venjulegan íslenskan mat,
annað var að sækja um venjulega
vinnu og sýna dugnað í vinnu,
hvorugu hafði ég haft áhuga á.
Þriðja var að kynna mig fyrir
hestum, ég var fljótur að fá
ástríðu gagnvart hestum og öllu
sem þeim viðkom. Ég hef búið að
því til dagsins í dag. Það fjórða
var að kenna mér að vinna með
höndunum, ótrúlegt hvað þú
sýndir mér mikla þolinmæði í
þeim efnum.
Fljótlega hófum við Þóra bú-
skap og eignuðumst okkar
drengi. Betri afa gátu drengirnir
mínir ekki fengið, alltaf voruð þið
Ragna til í að passa fyrir okkur.
Best þótti drengjunum að koma
til ykkar í Laugagerðisskóla, þar
var afi með sundlaug og allt. Þú
sýndir þeim mikinn kærleika og
ást, alltaf til í að spila, segja sög-
ur eða smíða með þeim. Seinna,
þegar við Þóra fórum í hesta-
mennskuna, komstu ansi oft upp
í hesthús til að fylgjast með og
gefa okkur góð ráð. Ragna lést
árið 2007 og höfðu flestir áhyggj-
ur af þér, einum uppi í Borga-
nesi. Þær áhyggjur voru óþarfar.
Þú áttir ekki í erfiðleikum með að
finna þér verkefni, sjá um morg-
ungjafir, keyra eldri borgara og
að spila félagsvist.
Um áramót 2008/09 taldi ég
mig eiga erfitt símtal fyrir hönd-
um, þegar ég hringdi í þig til að
segja þér frá skilnaði okkar
Þóru. Skilningur þinn var mér
ómetanlegur, skilningur frekar
en fordæming eins og ég hafði
búist við. Eftir þetta símtal
breyttist okkar samband mikið,
þó að samband okkar hafi alltaf
verið mjög gott, þá urðum við
nánari vinir og áttum mörg trún-
aðarsamtöl. Ég kíkti reglulega
upp í Borganes og við spjölluðum
yfirleitt saman í síma einu til
tvisvar sinnum í mánuði. Við gát-
um treyst hvor öðrum fyrir öllu.
Að mörgu leyti höfðum við sömu
lífsskoðanir, þú talaðir mikið um
að vera til staðar og að gefa sér
tíma fyrir sitt fólk, fordæmdir
græðgi og sýndarmennsku. Aldr-
ei heyrði ég þig tala illa um annað
fólk, talaðir frekar um að við-
komandi væri sérstakur. Okkar
hefð sl. 6 eða 7 ár var að borða
saman skötu á Þorláksmessu, ég
mun sakna þess.
Með þessum fátæklegum orð-
um kveð ég þig, kæri tengdafaðir
og vinur. Þakka þér fyrir að
bjarga ráðvilltum unglingi á sín-
um tíma og að hafa stutt mig og
mína í gegnum allt. Ég veit að
það var beðið eftir þér á hinum
endanum, Palli búinn að leggja á
tvo hesta, annar sennilega Sörli
og hinn Baldursgráni, svo hafa
Guðný og Ragna tekið þér fagn-
andi.
Þinn tengdasonur,
Einar.
Það er svo margt í minning-
unni um afa. Ástkær maður sem
alltaf var í góðu skapi og vildi öll-
um mjög vel. Hann gerði ekki
upp á milli fólks og sýndi öllum
jafn mikinn áhuga. Síðast þegar
ég talaði við afa barst í tal hand-
boltalandsliðið sem var á leiðinni
á stórmót. Afi talaði þá sérstak-
lega um einn landsliðsmann og
hrósaði honum mikið. Þvílíkur
dugnaður í þessum strák, svona
menn ná langt í lífinu, sem leggja
hart að sér og þú skalt muna það,
Orri, að þú getur gert allt sem
þig langar til, þú verður bara að
vinna fyrir því. Það er ekki til-
viljun að þetta voru síðustu orðin
sem ég heyrði frá afa því svona
var hann alltaf, hvetjandi.
Það sem er mér efst í huga
þegar ég hugsa um þig er að þú
varst á góðu hliðinni hjá öllum.
Ég hef aldrei og mun aldrei
heyra neinn tala illa um þig. Í
ásatrú er Baldur guð fegurðar og
það á mjög vel við um þig. Út-
geislunin þín og sjarmi fór ekki
framhjá neinum. Enda hugsa ég
að það séu ekki margir sem geta
státað sig af því að hafa náð sér í
kærustu, komnir nálægt áttat-
ræðu. Það eitt fannst mér segja
helling um þig. Þú ert flottasti
maður sem ég hef og mun nokk-
urn tímann hitta. Það ættu marg-
ir að taka þig til fyrirmyndar.
Ég man hvað mér fannst alltaf
gaman að fá þig í heimsókn og
ennþá skemmtilegra að fá að
heimsækja ykkur ömmu í sveit-
ina og fátt fannst mér skemmti-
legra en þegar þú sagðir mér
sögur, ég gat hlustað á þig segja
sögur tímunum saman. Ég gæfi
það litla sem ég á til þess að fá að
eyða einu kvöldi enn með þér og
hlusta á þig segja sögur.
Hvíldu í friði, elsku afi, ég
sakna þín
þitt barnabarn.
Orri
Einarsson.
Mig langar að skrifa hér
nokkrar línur, sem heita má
minningargrein til afa míns eins
og upplifið hann og hvernig mér
fannst hann hafa áhrif á aðra.
Baldur afi var sá frábærasti
maður sem ég hef kynnst á ævi
minni. Hann hafði bara góðar
hliðar og hann skammaði mig
aldrei, ég hef aldrei séð hann
reiðan. Það skein af honum lífs-
gleðin og ég man eftir því hvað
öllum í kringum hann leið vel.
Hann var líka svo fljótur að
kynnast fólki, einu sinni þegar
vinkona mín kom til mín fór hann
strax að tala við hana og þau
„bonduðu“ strax. Sýnir bara
hvað afi var mikill mannvinur.
Ég hef alla tíð verið mikill ein-
fari og haft meira gaman af dýr-
um en mönnum, átt lítinn vina-
hóp og liðið alltaf bara best
heima hjá mér. Nema hjá afa, þar
gat ég verið heilu vikurnar. Afi
hafði mikinn tíma fyrir mig, hon-
um fannst fátt skemmtilegra en
að horfa með mér á dýraþætti og
risaeðluþætti á Ríkissjónvarpinu
þegar ég var polli. Árin liðu og
við héldum þeirri iðju áfram.
Þegar ég varð eldri og var ekki
eins mikið heima hjá afa hringdi
hann stundum í mig til að segja
mér að einhverjir þættir væru að
byrja svo að ég gæti verið tilbú-
inn fyrir framan kassann. Ég
sakna þess mjög mikið. Hann
sjálfur var mikill dýravinur, að-
allega hestamaður, og fékk ég að
heyra ótal sögur um hesta og
hestaferðir sem hann hafði upp-
lifað í lífinu. Ég man eftir því að
þegar ég fékk minn fyrsta hest
samdi hann ljóð um hann og mér
þótti fáránlega vænt um það.
Mamma færði honum kött þegar
amma Ragna dó því við héldum
að honum myndi þá ekki leiðast
eins mikið. Hann skírði hana
Díönu prinsessu og hugsaði um
hana eins og mannveru og bar
miklar tilfinningar til hennar.
Afi var mikið fyrir að spila og
kenndi mér að spila rommí, þrátt
fyrir að ég væri að lengi að læra
fékk hann aldrei leið á því að
kenna mér að spila þótt þetta
ætti ekki bara við mig. Þar sem
krakkar voru kenndi hann þeim
að spila rommí, enda spila bæði
börn og barnabörn og konur og
menn þeirra rommí. Ég var svo
oft pirraður yfir því að ég skyldi
aldrei vinna, þá sagði afi. „Aron,
þú þarft að vera svolítið meiri
rebbi“ rebbi þýðir að vera svolít-
ið tækifærissinnaður og rólegur/
þolinmóður, eins og ég skildi það,
og þetta eina orð hefur haft fá-
ránlega mikil áhrif á mig, að vera
svolítið eins og refur. Eftir þenn-
an lærdóm tókst mér að vinna
mikið af leikjum, meira að segja
hann afa sem var snilld.
Allir eiga að skilið að eiga afa
eins og Baldur. Afa fannst gaman
að segja brandara, þeir hefðu
ekki verið fyndnir nema þegar
hann sagði þá, og það var líka
best hvernig rödd hann notaði,
ég hlæ upphátt þegar ég hugsa
til eins brandarans sem hann
sagði mér og bróður mínum um
síðustu jól. Manni leið alltaf vel
hjá honum, hann var eiginlega
svona andlegur leiðtogi í fjöl-
skyldunni. Hann hafði tíma fyrir
okkur öll. Ég sakna þín mikið,
afi, ég hefði viljað hafa þig lengur
hjá okkur. Það var gott að fá að
kveðja þig í síðasta skipti og þú
átt skilið að fá að hvíla þig.
Aron Einarsson.
Elsku bróðir minn! Nú hefur
þú lagt í þá löngu ferð, sem við
förum öll, þegar tími okkar er á
enda hér á jörðu. Á þessari
kveðjustund vakna fjölmargar
minningar frá liðnum árum.
Sumar tengjast erfiðum stund-
um en aðrar eru ljúfar. Þú varst
alla tíð sá maður að standa sem
hetja í stafni á hverju sem gekk.
Ég minnist þess þegar við
stóðum öll tíu systkinin, ásamt
mömmu, við kistuna hans pabba
og presturinn flutti húskveðjuna
í baðstofunni heima á Sveinsstöð-
um, 1936. Það var okkur öllum
erfið og þungbær stund. En lífið
er barátta.
Baldur var hress og fallegur
drengur, afar dugmikill og ljúfur
á allan máta. Þegar Sigurjón
bróðir og Anna, kona hans, tóku
síðar við Sveinsstöðum voru þau
ákaflega ánægð með öll hans
verk meðan hann dvaldi þar. En
margt fer öðruvísi en ætlað var,
hvort heldur valda örlög eða til-
viljanir. Það atvikaðist svo að
Baldur kom til Akureyrar 1953.
Þar tók ég hann sem minn fyrsta
nema í húsasmíði. Baldur reynd-
ist frábær maður í öllum verkum
og vann hjá mér um tuttugu ár.
Hann vann bæði vel og sam-
viskusamlega og naut vinsælda
og virðingar samstarfsmanna
sinna, enda vildu allir vinna með
Baldri. Fjölmargir húseigendur
óskuðu eftir því að fá Baldur til
verka því frískleiki hans, verk-
snilld og ljúfmennska hrifu alla.
Baldur var afar barngóður mað-
ur og mikill dýravinur. Hestarnir
skipuðu alltaf háan sess í huga
hans og allir málleysingjar
hændust að Baldri, því hann var
þeim bæði nærgætinn, mjúk-
hentur og blíður.
Á ævi manna skiptast á skin
og skúrir. Baldur mátti reyna
mikla erfiðleika í veikindum konu
sinnar, Öbbu. En aldrei kiknaði
Baldur og gerði sem best hann
gat. Hið sviplega fráfall sonar
þeirra var ógnarþungur baggi.
En þá sem fyrr lét Baldur ekki
bugast og vann sig smám saman
frá þessari miklu sorg. Hann
horfði hnarreistur fram á veginn,
varðveitti minningu látinna ást-
vina og kunni ávallt að meta og
njóta þeirra gleðistunda sem lífið
ber manninum í bland við bar-
áttu og áföll. Hann var sannur
drengskapar- og mannkostamað-
ur.
Þegar Baldur hitti Rögnu,
seinni konu sína, fylgdu í kjölfar-
ið bjartir dagar og ótal gleði-
stundir. Hún féll því miður frá
langt um aldur fram, en Baldur
átti vini í varpa, sem gerðu hon-
um síðustu árin léttbærari og
deildu með honum gleði sinni og
sorgum.
Að endingu kveðjum við Mar-
grét þig hinstu kveðju og þökk-
um þér af alhug samverustundir
og drenglyndi þitt.
Þökk fyrir þennan vetur
þökk fyrir brosið þitt.
Þú hefur sól og sumar
sent inn í hjarta mitt.
(Höf. ókunnur)
… og samferðamannanna.
Börnum, fjölskyldu og að-
standendum öllum sendum við
samúðarkveðju í minningu þessa
góða drengs.
Guð blessi þig, elsku bróðir.
Margrét Jörundsdóttir
og Kristinn Sveinsson
frá Sveinsstöðum.
Baldur Sveinsson
✝
Faðir okkar og bróðir,
JÓHANN JÓNSSON,
Hátúni 10,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
17. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði föstudaginn 25. janúar kl. 15.00.
Heimir Andri Jóhannsson,
Ingvar Jóhannsson,
Kristján Jónsson,
Einar Jónsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar og amma,
LINDA GUÐRÚN LILJA
GUÐBRANDSDÓTTIR,
Aðalbraut 4,
Drangsnesi,
lést í faðmi dóttur sinnar föstudaginn
18. janúar á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn
28. janúar kl. 13.00.
Berglind Björk Bjarkadóttir,
Guðbrandur Máni Filippusson,
Kolbrún Lilja Jónsdóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HENRIK VILHELM AUNIO ÁRNASON,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
lést á lungnadeild Landspítala, Fossvogi,
mánudaginn 14. janúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Anna Henriksdóttir, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson,
Ardís Henriksdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Asta Henriksdóttir, Finnur Magnússon
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓHANNA KRISTINSDÓTTIR,
Miðtúni 2,
Keflavík,
lést mánudaginn 21. janúar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja.
Jakob Árnason,
Ísleifur Árni Jakobsson, Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir,
Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Gunnar I. Baldvinsson,
Kristinn Þór Jakobsson, Ólöf K. Sveinsdóttir,
Ásdís Ýr Jakobsdóttir, Valur B. Kristinsson,
Sigrún Björk Jakobsdóttir, Jón Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÉÐINN ÁGÚSTSSON,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 21. janúar.
Gylfi Ómar Héðinsson, Svava Árnadóttir,
Hörður Héðinsson, Berglind Bendtsen,
Rut Marsibil Héðinsdóttir, Þorkell Einarsson,
Páll Vignir Héðinsson, Gunnhildur Kjartansdóttir,
Ágúst Héðinsson, Baldvina Snælaugsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Okkar ástkæri
ERLENDUR FRANKLÍNSSON,
Óðinsvéum,
Danmörku,
lést sunnudaginn 13. janúar.
Útför hans verður auglýst síðar.
Aníta Rut Erlendsdóttir,
Alex Nói Erlendsson,
Agnes Klara Ingadóttir,
Margrét Elín Sigurðardóttir,
Ingibjörg Erlendsdóttir
og systkini hins látna.