Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 31
gerð. Hún var skapgóð, létt og
glaðlynd. Ekki fór hún þó var-
hluta af áföllum í lífinu, en sjálf-
sagt hefur hennar góða lund
einnig hjálpað henni þar.
Við „stelpurnar“ höfum átt
margar góðar stundir saman og
saumaklúbburinn var fastur
punktur í tilverunni, alltaf til-
hlökkun að hittast, þar deildum
við sorgum og sigrum – oft mikið
hlegið. Minnisstæðar eru ferðirn-
ar okkar til Newcastle og Búda-
pest. Í fyrri ferðina kom dóttir
Ástu, hún Hróðný einnig með,
okkur til mikillar ánægju. Flug-
ferðin heim var einstök, því
Garðar, maðurinn hennar Ástu
var flugstjórinn í ferðinni.
Nokkrar sumarbústaðaferðir
höfum við farið saman, m.a. er
minnisstæð skemmtilega helgar-
ferðin til Ástu í bústað þeirra
hjóna í Fljótshlíðinni, en þar
höfðu þau komið sér notalega
fyrir og leið svo vel með fjöl-
skyldunni, enda á æskuslóðum
Ástu.
Ásta og Garðar voru einstak-
lega samrýnd hjón og góð heim
að sækja, en hann lést fyrir rúm-
um fimm árum fyrir aldur fram.
En huggun harmi gegn er vissan
um að nú hafi þau sameinast á
ný.
Við biðjum góðan Guð að
blessa hana Ástu okkar og þökk-
um fyrir allar góðu og skemmti-
legu samverustundirnar og vin-
áttuna sem aldrei bar skugga á.
Kæru Hróðný, Þórhildur, Páll
og fjölskyldur, við vottum ykkur
dýpstu samúð og biðjum góðan
Guð um að styrkja ykkur og
blessa.
Anna, Ragna Kristín (Didda),
Edda, Fjóla og Sonja.
„Bókfellið velkist og stafirnir
fyrnast og fúna,“ lásum við sam-
an fyrir löngu. Eins er það með
harðan bekkinn sem orðinn er í
málinu að lifandi hugtakinu hóp-
ur sem hló saman, kveið og
hlakkaði saman, sat á rökstólum
saman, stólum og bekkjum sem í
fyrri skilningnum eru vísast
löngu fúnir og fyrndir.
Fyrir myndbreytingu bekkj-
arins lýtur hann þó allt öðrum
lögmálum en það sem fúnar og
fyrnist. Hann var veruleiki, hann
var tími, hann var tímabil, hann
er vídd í lífinu sem við eigum
saman og áttum með Ástu Svein-
bjarnardóttur.
Hún var dóttir héraðshöfð-
ingja en spurði síðust allra
hverra manna aðrir voru. Hún
var heimskona úr sveit þar sem
Þverá ólgar undir „himinblám-
ans fagurtæru lind“. Hún dreif
okkur í Eros í Hafnarstræti til
þess að kaupa tjullkjóla þegar
því var að skipta, á fínustu kaffi-
hús skyldum við fara þegar því
var að skipta, eða sníktum út frí
og fórum í menningarferðir í
kirkjur.
Þetta var kannski ekki alveg
strax. Hún þekkti fáa fyrst en
það breyttist fljótt, skemmtileg,
hláturmild, vinsæl. Hún var af-
burða námsmaður, fulltrúi okkar,
bekkjarins, í ýmsu. Það gustaði
af henni í dansi og hún söng í Sel-
inu. Hún var þátttakandi.
Mann sinn sótti hún út fyrir
skólann þegar á námsárunum.
Þau Garðar voru samrýnd og
samferða um víðan völl og Ásta
gaf sér ekki tíma til framhalds-
náms fyrr en börnin voru af
höndum. Þá lagði hún fyrir sig
sagnfræði / þjóðfræði við Há-
skóla Íslands.
Forðum var stundum eins og
hún stundaði menntaskólanámið
í hjáverkum frá búskapnum. Hún
vitjaði hans oft á Breiðabólsstað,
um langan veg og holóttari en nú
er orðið. Kannski var það eins
með heimilið þegar hún var kom-
in í háskólann. Við vitum það svo
sem ekki en hitt vitum við að um
bekkjarsystur okkar í Mennta-
skólanum í Reykjavík 1955-1959
eigum við eingöngu góðar minn-
ingar sem hvorki losna né rakna.
Fh. bekkjarsystkina MR,
Aðalsteinn, Hildur og Anna.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
✝ Ágúst Hall-dórsson fædd-
ist í Hróarsholti,
Flóa, 18. september
1946. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 13.
janúar 2013. For-
eldrar hans voru
Halldór Ágústsson,
bóndi í Hróarsholti,
f. 22.8. 1912, d. 3.9.
1992, og Ásthildur
Þorsteinsdóttir ljósmóðir, f.
26.10. 1918, d. 27.5. 2010. Systk-
ini Ágústs eru, Rannveig, f. 6.2.
1948, Ólöf, f. 5.7. 1949, og Guð-
mundur, f. 10.10. 1952. Ágúst
var ógiftur og barnlaus. Ágúst
ólst upp í Hróarsholti á hefð-
bundnu sveitaheimili hjá for-
eldrum og systkinum ásamt föð-
urömmu. Frá fæðingu átti hann
við líkamlega fötlun að stríða.
Níu ára gamall fór hann til Dan-
merkur á vegum Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra í sex vikna
sumardvöl hjá Stig Guldberg.
Það var stofnun fyrir fatlaða og
náði hann þar góðri færni í lík-
tjarnarneshreppi. Eitt sumar
vann hann á tilraunabúinu í
Laugardælum. Hann flutti aftur
í Flóann og bjó á Selfossi til
dauðadags. Ágúst var leiguliði
þar til hann keypti sér eigin
íbúð á Háengi 4. Hann varð síð-
an starfsmaður Vélgröfunnar
og oft á tíðum lánaður til Vega-
gerðarinnar. Ágúst hafði áhuga
á tónlist og var með mjög gott
tóneyra. Áður en tækifæri gafst
til á unglingsárum að kaupa gít-
ar smíðaði hann sér kassagítar
úr útsögunarkrossviði og notaði
girni sem strengi. Á þennan gít-
ar var mikið spilað þar til al-
vörugítar kom til sögunnar.
Ágúst söng með Samkór Selfoss
í mörg ár ásamt því að vera í
Litla Sam sem var úrval kór-
félaga. Einnig söng hann um
tíma með Karlakór Selfoss og
Karlakór Hreppamanna. Fjalla-
og jeppaferðir áttu hug hans all-
an. Ágúst átti við veikindi að
stríða og dvaldi sl. ár á Kumb-
aravogi hjúkrunarheimili. Rétt
fyrir jól var hann lagður inn á
Sjúkrahús Selfoss þaðan sem
hann átti ekki afturkvæmt. Út-
för Ágústar fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 23. janúar 2013, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
amsbeitingu. Hann
lauk hefðbundinni
barnaskólagöngu
frá Þingborg í Flóa
og gagnfræðaprófi
frá Héraðsskól-
anum á Laug-
arvatni 1969, með
hléum. Hann lærði
ensku í bréfaskól-
anum og nam síðan
við skóla Sjöunda
dags Aðventista,
Newbold College í Berkshire,
Englandi, í einn vetur 1966-7.
Ágúst varð snemma mjög lið-
tækur við allar vélar, tæki og
traktora. Það varð síðan ævi-
starf hans að vera vinnuvélstjóri
og var ýtan þar efst á blaði. Í
hléum frá námi á Laugarvatni
leitaði hann sér að vinnu í
Reykjavík. Hann reyndi fyrir
sér í skósmíði og bjó þá hjá Guð-
mundi föðurbróður sínum og
um hríð vann hann í vélsmiðju
og leigði þá herbergi. Þegar
fjölskyldan flutti til Reykjavíkur
vorið 1970 bjó hann þar og vann
þá m.a. hjá Hlaðprýði og Sel-
Kær bróðir hefur kvatt, aðeins
66 ára að aldri. Á slíkri stundu
koma ótal minningar upp í hug-
ann. Ágúst var elstur okkar fjög-
urra systkina. Við ólumst upp á
hefðbundnu sveitaheimili hjá for-
eldrum og föðurömmu. Alltaf var
nóg við að vera í leik og starfi.
Snemma kom í ljós mikill áhugi
Ágústs á vélum og yfirleitt öllu
sem snérist. Minnist ég þess þeg-
ar Ágúst, þá stálpaður krakki,
stóð úti í hávaðaroki með rellu
sem hann hafði smíðað og fest á
staur og fylgdist með af miklum
áhuga hve hratt hún snérist.
Minnisstæður er snjóavetur þeg-
ar Ágúst fann bárujárnsplötu,
beygði hana örlítið upp að fram-
an og bauð svo okkur systkinum
sínum að renna með sér. Gríð-
arlegur hávaði myndaðist þegar
platan flaug með okkur niður
brekku á túninu, þetta fannst
Ágústi gaman. Snemma eignað-
ist Ágúst plötuspilara. Þá voru
flottustu lögin með Beach Boys,
Shadows og síðar Bítlunum.
Hann var í bréfaskólanum að
læra ensku. Öll kvöld sat hann að
læra og æfa sig í framburði eftir
hljómplötum. Slík var eljusemin í
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Ágúst var mikill matmaður.
Allur íslenskur kjarngóður mat-
ur var honum að skapi. Áttu ekki
rúgbrauð með kæfu? sagði hann
gjarnan þegar hann kom við í
kaffi á leið sinni norður eða að
norðan. Hann hafði skroppið á
Blönduós að fá sér kvöldmat.
Þeir urðu allnokkrir bílarnir
hans Ágústs og ekki allir beint
miklar drossíur. Grái Rússajepp-
inn með blæjunni er minnisstæð-
ur. Hann þurfti að eiga góða bíla
sem komust aðeins út fyrir mal-
bikið. Ferðalög um fjöll og firn-
indi voru honum að skapi í góðra
vina hópi. Glatt var á hjalla og
gítarinn ávallt með í för. Þá var
gott að hvíla lúin bein í svefnpoka
fyrir utan tjaldið. Ágúst var mjög
sjálfstæður og gerði yfirleitt það
sem hann langaði til svo frama-
lega að fötlunin hindraði það
ekki. Hann var ágætis smiður og
bílaviðgerðamaður. Ekki fyrir
svo löngu límdi hann loftnetssn-
úru upp í loftið hjá sér, samt náði
hann vart að setja hendur upp
fyrir höfuð.
Ýtur og gröfur áttu hug hans
allan. Það varð ævistarf hans að
vera Gústi á ýtunni, eins og hann
var kallaður austan fjalls. Seinni
árin vann hann mikið við vegfláa,
þ.e. að fella land að nýuppbyggð-
um vegum. Vegfláarnir urðu að
vera fallegir, jafnir og ávalir.
Upp um allar sveitir sunnanlands
og víðar má sjá fallega vegkanta
sem hafa verið „Gústaðir“. Vega-
gerðarmenn að norðan vantaði
ýtumann. Ágúst var sendur í
verkið. Nokkru seinna hringdu
þeir og sögðust hafa viljað fá al-
mennilegan ýtumann en ekki ein-
hvern kryppling. Bíðið bara
þangað til þið hafið séð hann
vinna, sögðu sunnanmenn. Það
heyrðist ekki meira að norðan.
Vinnuvélaglamur berst inn um
gluggann. Ýtur og snjóruðnings-
tæki skrölta um. Það hafði kyngt
niður síðbúnum jólasnjó í logni
þá um nóttina og nú skyldi
hreinsað til. Snjórinn var reynd-
ar kærkominn eftir dimma rign-
ingardaga vikuna á undan. Það
var sem silkislæða með glitrandi
perlum og demöntum hefði verið
lögð yfir jörðina í virðingarskyni
við kæran bróður sem kvaddi
þennan morgun. Guð blessi
minningu þína.
Ólöf.
Okkur systur langar að
minnst Ágústs Halldórssonar
eða Gústa í eins og hann var allt-
af kallaður. Við vorum tveggja og
þriggja ára þegar Gústi fór að
leigja forstofuherbergið hjá for-
eldrum okkar og bjó hjá okkur í
nokkur ár okkur systrum til mik-
illar gleði. Ekkert var eins
skemmtilegt og að fá að trítla á
náttfötunum í Gústakot á kvöldin
áður en farið var að sofa. Þá
komum við okkur vel fyrir á rúm-
inu hans og biðum eftir að hann
opnaði brúna skápinn.
Brúni skápurinn hafði að
geyma bæði gítar og banjó sem
okkur systrum þótti ekkert lítið
spennandi enda ekki ónýtt að
fara nánast daglega á tónleika
fyrir svefninn. Oftar en ekki
gekk frekar erfiðlega að fá tón-
leikagestina tvo til að yfirgefa
tónleikasalinn að tónleikum lokn-
um og við systur sættum okkur
sjaldnast við eitt aukalag eins og
gengur og gerist í bransanum.
Oftar en ekki endaði ævintýrið á
því að við vorum leiddar út þegar
eitt lag en var orðið að mörgum
og við búnar að lofa að haga okk-
ur betur næst.
Okkur systrum þóttu pípu-
reykingar Gústa líka spennandi
og sýndum áhuga mjög snemma
á að læra hvernig átti að troða í
pípuna til að fá lyktina góðu sem
einhverra hluta var bara góð úr
Gústa pípu.
Gústi var mikil matmaður og
sumt sem honum þótti lostæti
fannst okkur systrum líta það illa
út að það kom ekki til greina að
við fengjumst til að smakka það.
Skyrhræringur var eitt af því
sem okkur stóð á sama um en ef
eitthvað var á borðum sem okkur
líkaði fannst okkur skammta-
stærðir Gústa stundum of stórar.
Mikið er búið að hlæja að því
þegar annarri okkar þótti ein-
hvern tímann nóg um og fannst
nauðsynlegt að minna Gústa á að
við værum líka svangar og ætt-
um eftir að fá.
Á þessum árum ferðuðumst
við mikið og vélgröfuferðalögin
góðu sem farin voru á sumrin eru
okkur minnisstæð. Eitt að því
sem okkur systrum þótti skrýtið
var að þegar við kappklæddum
okkur í svefnpokann þá háttaði
Gústi sig í sinn. Okkur fannst
nauðsynlegt að ræða þetta við
Gústa og svörin sem við fengum
voru þau að hann háttaði sig í
svefnpokann til að verða ekki
kalt. Eins ótrúlega og okkur litlu
snillingunum þótti þessi speki
hljóma í þá daga þá komumst við
að því seinna að hún er sönn.
Síðustu árin hittum við Gústa
sjaldnar en þegar það gerðist
urðu fagnaðarfundir og mikið
spjallað og Gústi var alltaf
áhugasamur um það sem við vor-
um að fást við hverju sinni.
Við systur viljum með þessum
minningabrotum kveðja góðan
vin og votta fjölskyldu hans sam-
úð.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Hanna og Sigrún
Hreiðarsdætur.
Mér er það ljúft að minnast
frænda míns, Ágústs Halldórs-
sonar frá Hróarsholti, sem nú er
látinn. Ég minnist hans fyrst
þegar ég, þá lítill drengur, kom í
heimsókn að Hróarsholti með
foreldrum mínum en við Ágúst
vorum systkinasynir. Þessar
heimsóknir voru yfirleitt tölu-
verð ævintýri, ekki síst fyrir það
að bæjarstæðið og umhverfi þess
er út af fyrir sig einn heillandi
heimur með sínum klettum, tún-
brekkum og mýrarslökkum. Að
auki má segja að leikheimur
barnanna í Hróarsholti hafi ver-
ið, eins og víðast í sveitum og
smáþorpum, algerlega sjálfbær,
enda sprottinn upp úr umhverf-
inu og þeirri starfsemi sem fram
fór á bænum, það er búskapnum.
Þetta var raunar í takt við leiki
okkar á ströndinni enda var
nokkuð auðvelt að samsama sig
þegar komið var í Hróarsholt
hvað leikina varðaði.
Í þessu umhverfi ólst Ágúst
upp í hópi systkina, foreldra og
föðurömmu. Þrátt fyrir þá erf-
iðleika sem hann átti við að stríða
vegna líkamlegrar fötlunar sinn-
ar tók hann fullan þátt í öllu sem
fram fór hvort sem voru leikir
eða hin hefðbundnu sveitastörf.
Hann var auk heldur flestum
öðrum fremri í hvers konar smíði
enda handalaginn svo undrum
sætti. Þegar hann sem drengur
fékk áhuga á músík og gítarspili
og ekkert hljóðfæri var til staðar
þá var ekki annað að gera en að
smíða sinn eigin gítar sem hann
gerði. Ég man vel þegar hann
sýndi okkur gítarinn og lék á
hann eins og ekkert væri sjálf-
sagðara.
Seinna á lífsleiðinni kom
Ágúst í heimsókn til okkar Ragn-
heiðar á Eyrarbakka og þá spil-
uðum við saman á tvo gítara og
sungum lengi kvölds. Þessar
heimsóknir urðu nokkrar og
þótti okkur báðum mikið gaman.
Þá var reyndar búið að leggja
heimasmíðaða gítarnum og
Ágúst kominn með rafmagnsgít-
ara bæði tólf og sex strengja.
Ágúst bjó nær alla sína starfs-
ævi á Selfossi og vann á vélum,
bæði gröfum og jarðýtum. Hann
þótti hafa yfirburði hvað varðaði
að vinna þau véltæku verk sem
kröfðust nákvæmni og snyrti-
mennsku og hef ég, að Ágústi
látnum, hitt þónokkra menn úr
héraðinu sem minnast hans fyrst
og fremst fyrir afburða hæfni
hans við stjórnun vinnuvéla.
Við Ragnheiður færum systk-
inum hans og fjölskyldum þeirra
innilegustu samúðarkveðjur í
minningu góðs drengs.
Þórarinn og Ragnheiður.
Kæri Gústi okkar.
Við viljum þakka þér fyrir allt
og vonum að þér líði vel á þeim
stað sem þú ert kominn á núna,
elsku vinur.
Mér finnst ég varla heill né hálfur
maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Okkar dýpsta samúð er hjá
Rannveigu, Ólöfu, Guðmundi og
fjölskyldum þeirra.
Hreiðar, Margrét
og Eygló Dögg.
Átján rauðar rósir fölnuðu við
fregnina af andláti Ágústs Hall-
dórssonar – Gústa Halldórs.
Átján rauðar rósir var einkenn-
islag Gústa, sem má segja að hafi
verið undrabarn á gítar. Ekki svo
að aðrir hafi ekki einnig getað
spilað þetta lag með bravúr á gít-
ar. En vegna líkamlegrar fötlun-
ar sinnar, með samvaxna fingur
og krepptar hendur, skyldi mað-
ur ætla að þessi maður ætti ekki
auðvelt með að gera handtak,
hvorki binda skóþveng sinn né
stjórna þungum vinnuvélum,
hvað að þá að spila á 12 strengja
Yamaha. En raunin varð önnur.
Gústi leit fram hjá þessari fötlun
sinni á þann hátt, að hann var í
mínum huga eitt besta dæmið
um aðlögunarhæfni mannsins. Í
raun svo sérstakt að sjálfur
Darwin hefði tekið ofan fyrir
honum. Gústi neitaði einfaldlega
að hann væri verr á sig kominn
en við hin sem voru líkamlega
heilbrigð, gerði engar kröfur um-
fram okkur hin, og því small
hann svo vel inn í vinnufélaga- og
vinahópinn. Sennilega leiddi
hann hugann aldrei að því að
hann ætti rétt á miklum örorku-
bótum. Slíkt var honum svo
fjarri. Hann lagaði sig einfald-
lega að hvaða verki sem var og
lagðist ekki í kör yfir eigin örlög-
um.
Það var mikið ferðast á átt-
unda og níunda áratugnum, farið
í Laugar og í Mörkina á jeppa-
kostinum sem þá var. Gústi var
svo lunkinn ökumaður að aldrei
man ég hann hafa lent í veruleg-
um vandræðum á bláa Willy’s
Overlandinum sínum með ísettu
Ford Trader-dísilvélinni. Það var
toppurinn á tilverunni þá að eiga
slíkan bíl og kunna með hann að
fara. Gústi var ákaflega eftirsótt-
ur samferðamaður, hafði góða
nærvist, var jákvæður og glað-
vær, og þegar komið var á
áfangastað var sest fyrir utan
tjaldið eða inn í skála, og brátt
hljómaði gítarinn og falleg rödd-
in. Átján rauðar rósir voru
örugglega á lagalistanum.
Stundum þarf maður að takast
á við vandamál í lífinu, eða fást
við erfið og að því er virðist óyf-
irstíganleg verkefni. Við þannig
aðstæður hef ég stundum hugsað
til Gústa, sem þrátt fyrir að
skorta nokkuð upp á líkamlegt
atgjörvi lét aldrei neitt stoppa
sig. Gústi var skólabókardæmi
um mátt mannsandans – þú get-
ur það sem þú ætlar þér. Blessuð
sé minning hans.
Jón Baldur
Þorbjörnsson.
Ágúst Halldórsson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns og föður,
INGA GARÐARS SIGURÐSSONAR,
Þykkvabæ 17,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Kristrún Marinósdóttir,
Hörður Ævarr Ingason.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
NJÁLS HARALDSSONAR.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust
hann í veikindum hans.
Kær kveðja til ykkar allra.
Ingigerður Karlsdóttir,
Tinna Rut Njálsdóttir, Þorvarður Jónsson,
Haraldur Njálsson, Valgerður Jóhannsdóttir,
Þórunn Njálsdóttir, Örn Hrafnkelsson.