Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Fornyrði Lögbókar, Strandamenn,
Arnardalsætt 1-4, Sléttuhreppur,
Tröllatunguætt 1-4, Njála 1772.
Góð eintök.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Gisting
Ódýr gisting í Rvík í febrúar
3 dagar á 28 þús. Íbúðir fyrir erlenda
gesti og Íslendinga á faraldsfæti í
nokkra daga í senn. Rúm fyrir 2-6.
ALLT til ALLS. Velkomin.
eyjasol @internet.is
S. 698 9874- 898 6033.
Atvinnuhúsnæði
Vörulager og skrifstofur
Til leigu eitt eða fleiri skrifstofu-
herbergi ásamt vörulager með
innkeyrsludyrum í 104 Rvk.
Uppl. í síma 896 9629.
Skrifstofuherbergi til leigu
Til leigu tvö skrifstofuherbergi á ann-
ari hæð að Súðarvogi 7, Reykjavík 18
m2 og 48 m2.
Aðgangur að sameiginlegu fundar-
herbergi og kaffistofu.
Uppl. í síma 824 3040.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
laga ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. nóv-
ember 1908. Hún
lést á Landakots-
spítala 9. janúar
2013. Foreldrar
Sigríðar voru hjón-
in Ragnhildur Jóns-
dóttir frá Breið-
holti, f. 27.10. 1877,
d. 24.10. 1954, og
Jón Árnason frá
Móum, stýrimaður og skipstjóri,
f. 27.9. 1877, d. 23.7. 1943.
Systkini hennar voru Ágúst, f.
1904, d. 1944, Guðmunda, f.
1905, d. 1968, Marta, f. 1912, d.
1930, Ragna, f. 1913, d. 1997, og
Ingibjörg, f. 1916, d. 2005.
Sigríður giftist 19. september
1931 Stefáni G. Björnssyni, f.
17.6. 1906 á Djúpavogi, d. 2.9.
1990, síðast framkvæmdastjóri
Sjóvátryggingarfélags Íslands.
Foreldrar hans voru Björn Stef-
ánsson, verslunarstjóri á Djúpa-
vogi og Vopnafirði, síðar í
Reykjavík, f. 3.12. 1873, d. 12.3.
1954, og Margrét K. Jónsdóttir,
lokaveturna í Barnaskóla
Reykjavíkur. Hún var þá fljótt
fengin til að gæta barna
hjónanna Kristveigar Jóns-
dóttur frá Ásmundarstöðum og
Kristins Jónssonar lyfjafræð-
ings frá Mýrarholti. Hún var tvo
vetur í Lýðskóla Ásgríms Magn-
ússonar, sem var kvöldskóli. Í
ársbyrjun 1928 hóf hún störf hjá
bæjarsímanum (Miðstöð) og
starfaði þar fram á árið 1932.
Samhliða heimilisstörfum
leitaði Sigríður menntunar m.a.
í hannyrðum og tungumálum.
Haustið 1938 fluttu Sigríður og
Stefán í eigið húsnæði á Hrefnu-
götu 10. Í húsinu áttu einnig
heima foreldrar Stefáns, til ævi-
loka, og tvö systkini hans. Þar
bjó hún 74 ár, til æviloka, en var
síðast á þriðja mánuð á sjúkra-
húsi eftir lærbrot.
Sigríður gekk í Oddfellow-
regluna árið 1954 og Kven-
félagið Hringinn árið 1960 og
tók virkan þátt í félagsstarfi.
Hún var meðal stofnenda Inner
Wheel Reykjavík árið 1973. Við-
burði í þessum samtökum sótti
hún fram á 104. aldursár.
Þegar Sigríður lést var hún
elst þeirra, sem voru fæddir í
Reykjavík.
Útför Sigríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 23.1. 2013,
og hefst kl. 13.
f. 31.12. 1874, d. 13.
6.1954. Synir Sig-
ríðar og Stefáns
eru
1) Ólafur Walter,
f. 20.6. 1932, lög-
fræðingur og skrif-
stofustjóri í dóms-
og kirkju-
málaráðuneytinu,
2) Björn, f. 19.6.
1937, búnaðarhag-
fræðingur og þjóð-
félagsfræðingur, dr. scient.,
maki (skildu) Margareta
Norrstrand menntaskólakenn-
ari, sonur þeirra Gunnar
Björnsson, f. 10.11. 1969 í
Reykjavík, prófessor í heim-
speki í Umeå í Svíþjóð, maki
Fredrika Gullfot líftæknifræð-
ingur, og 3) Jón Ragnar, f. 17.2.
1941, stærðfræðingur og dósent
við Háskóla Íslands.
Sigríður ólst upp í Reykjavík,
en var sjö ár hjá ömmu sinni,
Sigríði Jónsdóttur, og föð-
urbræðrum í Móum á Kjal-
arnesi, þar til hún kom aftur til
foreldra sinna og var þá tvo
Látin er í hárri elli Sigríður
Jónsdóttir. Sigga eins og við vor-
um vön að kalla hana tengdist
okkur fjölskyldunni á margan
hátt, hún var móðursystir Jóns,
svo vorum við nágrannar á
Hrefnugötu, síðast en ekki síst
kölluðu börnin okkar hana Siggu
ömmu og var kært með þeim,
einkum Ernu Maríu dóttur okk-
ar.
Þrátt fyrir háan aldur fór ellin
mjúkum höndum um Siggu. Hún
hringdi til hins síðasta, spurði
frétta og fylgdist með störfum og
líðan fjölskyldunnar. Hún rifjaði
upp gömlu tímana, engu virtist
gleymt en einnig var hún með nú-
tíðina á hreinu.
Margar góðar minningar eig-
um við um Siggu, ein þeirra er frá
veislu sem fjölskyldan hélt fyrir
um það bil þremur árum. Þá bað
Sigga um orðið, spurði hvort hún
mætti flytja ljóð og var því vel
tekið. Ljóðið var hvorki meira né
minna en Gilsbakkaþula, flutti
hún hana utanbókar og lék svo
vel að gestir voru agndofa og úr
varð af hin besta skemmtun.
Einn gestanna var starfsmaður
RÚV og linnti hún ekki látum
fyrr en hún fékk Siggu til að
koma í Sjónvarpið og flytja þul-
una og veit ég að þar heillaði hún
fjölda fólks.
Þrátt fyrir háan aldur hélt
Sigga reisn sinni, það var svo
margt sem við gátum lært af
henni, hún klæddi sig upp dag-
lega, passaði upp á að vera alltaf
vel til höfð og með greiðsluna í
lagi. Svo voru það daglegu
göngutúrarnir á svölunum, hún
lagði rækt bæði við líkama og sál.
Sigga naut þess að geta búið
heima með aðstoð sona sinna og
reyndust þeir henni mjög vel.
Hvíldu í friði, elsku Sigga.
Dagný Erna, Jón Árni
og fjölskylda.
Elsku Sigga, takk fyrir allar
yndislegu stundirnar sem ég hef
fengið að njóta með þér í gegnum
tíðina. Að fá að umgangast hefð-
ardömu eins og þig eru algjör for-
réttindi. Þú varst ekki alltaf sátt
við útganginn á mér og reyndir
að hafa áhrif á klæðnað minn,
sagðir til dæmis að gallabuxur
væru ekki fyrir dömur. Þú varst
þó löngu búin að gefast upp á
þeirri ræðu og taka buxurnar
mínar í sátt. Ég get nú sagt þér
það að þú varst eina manneskjan
sem ég kom aldrei til í rifnum
gallabuxum, þar setti ég mörkin.
Það er svo margt sem ég hef
lært af þér, eitt af því er að maður
er ekki „kissproof“ fyrr en vara-
liturinn er kominn á. Ég veit að í
hvert sinn sem ég set á mig vara-
lit í framtíðinni þá hugsa ég til
þín.
Takk fyrir allar minningarnar
sem þú hefur deilt með mér og
þann áhuga sem þú hefur sýnt
mér og fjölskyldu minni.
Takk fyrir allt, elsku Sigga,
hvíldu í friði.
Þín,
Erna María
Sigríður Jónsdóttir var eftir-
minnileg kona. Hún var glæsileg í
framkomu og klæðaburði, hafði
ákveðnar skoðanir, var skemmti-
leg og eldfljót til svars, stálminn-
ug og fróð. Hún var fríð sýnum
og hét sér ótrúlega vel. Eftir ljós-
mynd að dæma var hún mjög lík
ömmu sinni, Sigríði Jónsdóttur í
Móum á Kjalarnesi (1855-1937).
Ég kynntist yngsta syni henn-
ar, Jóni Ragnari, mjög vel þegar
við störfuðum saman í tónleika-
nefnd Háskóla Íslands um miðj-
an áttunda áratug síðustu aldar.
Ég kom oft á hið vinalega heimili
á Hrefnugötu 10, þar sem hún bjó
með eiginmanni sínum, Stefáni
G. Björnssyni og sonunum Ólafi
Walter og Jóni Ragnari. Þriðji
bróðirinn, Björn var þar mjög
oft. Það var samt ekki fyrr en
nokkrum árum áður en Stefán
lést að hann nefndi einhverju
sinni að hann og móðir mín, Að-
alheiður Sæmundsdóttir (1906-
1946), hefðu verið fermingar-
systkini. Enn seinna sagði Sigríð-
ur mér að þær hefðu verið saman
í skátahreyfingunni og að hún
hefði þreytt skátapróf heima hjá
móður minni. Nú síðast í haust
rifjaði hún upp skátaferð fyrir 85
árum. Mér er þessi fróðleikur frá
Stefáni og Sigríði mikils virði
vegna þess að ég var barnungur
þegar móðir mín lést, og minn-
ingar mínar um hana eru óglögg-
ar.
Sigríður var vanaföst og lengst
af heilsuhraust. Drengirnir, en
svo nefndi hún syni sína ævin-
lega, sýndu henni einstaka um-
hyggju og gerðu henni kleift að
búa áfram á Hrefnugötunni.
Langt er síðan hún hætti að sjá
nógu vel til þess að lesa. Samt
fylgdist hún afar vel með öllu, því
að synir hennar voru óþreytandi
að lesa fyrir hana.
Ég færi sonum hennar og son-
arsyni innilegar samúðarkveðjur
og þakka heils hugar fyrir þau
forréttindi að hafa þekkt Sigríði
Jónsdóttur.
Baldur Símonarson.
Í dag kveðjum við frú Sigríði
Jónsdóttur hinstu kveðju. Sigríði
var gefið langt og gifturíkt líf,
sem hún gat notið allt til síðustu
stundar. Með henni er gengin
gáfuð og sterk kona, sem athygli
vakti hvar sem hún kom. Hún var
hreinskiptin og e.t.v. ekki allra,
en vinum sínum var hún sannur
vinur. Hún var vel lesin og með
afbrigðum minnug, eins og alþjóð
fékk að kynnast í Kastljósi fyrir
örfáum árum. Hún hafði yndi af
tónlist og var dyggur hlustandi
að útsendingum frá hljómleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þegar aldurinn færðist yfir hana
gat hún notið þess lífs, sem hún
vildi lifa, þar sem allt var í föstum
skorðum, studd af sonum sínum,
sem sýndu henni ást og um-
hyggju.
Frú Sigríður giftist árið 1931
Stefáni G. Björnssyni, sem
seinna varð framkvæmdastjóri
Sjóvátryggingafélags Íslands hf.
Fyrstu persónulegu kynni okkar
Jóhönnu af þeim hjónum voru
þegar við Stefán sátum norrænt
vátryggingaþing í Stokkhólmi,
fyrir hartnær 45 árum og afmæl-
isveislu dansks vátrygginga-
félags í Kaupmannahöfn í beinu
framhaldi af því. Konur okkar
voru með í för og þau Sígríður og
Stefán sýndu okkur, sem vorum
nýliðar á þessum vettvangi, mikla
hlýju og vinsemd, sem sannar-
lega var vel metin. Auðvitað
þekkti ég áður til Stefáns, sem
var einn af stofnendum Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga,
SÍT, árið 1960 og fyrsti formaður.
Hann var reyndar formaður þess
í sjö ár af þeim tíu, sem hann sat í
stjórninni. Áhugi hans á vexti og
viðgangi íslenskrar vátrygginga-
starfsemi var vel þekktur og frú
Sigríður fylgdist líka vel með á
þeim vettvangi. Það kom ekki síst
í ljós þegar Stefán var kjörinn
fyrsti heiðursfélagi SÍT, eftir að
hann lét af störfum fyrir Sjóvá.
Þau hjónin gerðu sér far um að
fylgjast með því sem var að ger-
ast í vátryggingaheiminum og að
rækta tengsl við vátrygginga-
menn. Þau sóttu samkomur vá-
tryggingamanna og þegar Stefán
féll frá í september 1990 hélt frú
Sigríður áfram að sækja þær
samkomur.
Þeir íslenskir vátrygginga-
menn, sem muna þá tíma, þegar
talið var eðlilegt að keppinautar
kynntust og ættu jafnvel saman
ánægjulega kvöldstund einu
sinni á ári, muna líka konuna,
sem jafnan heiðraði slíkar sam-
komur með nærveru sinni, þó að
komin væri hátt á níræðisaldur
og bar með sér reisn og virðu-
leika sem fékk fólk til þess að líta
upp. Við slík tækifæri tók hún oft
til máls, flutti viðstöddum kveðj-
ur og efldi menn til dáða. Það er
þessi kona sem við kveðjum í dag
með virðingu og þakklæti.
Við Jóhanna flytjum sonum
frú Sigríðar og barnabarni inni-
legar samúðarkveðjur.
Ólafur B. Thors.
Sigríður
Jónsdóttir
Elsku Ási okkar, mig langar
að minnast þín og þakka þér fyrir
allar þær góðu stundir sem þú
sýndir mér og dætrum mínum og
barnabörnum. Ég veit ekki hvað
skal segja, þetta kom svo flatt
upp á mann að við erum ekki enn
búin að átta okkur á þessu. Þú
varst svo harður að þú kvartaðir
aldrei og svo veikist þú 9. janúar
og Svava systir þín fór til þín því
henni fannst þú eitthvað skrítinn
í símanum. Þú komst til dyra en
dast og varst fluttur strax upp á
Ásgrímur
Högnason
✝ ÁsgrímurHögnason
fæddist þann 8.
ágúst 1931 að
Syðrafjalli í Að-
aldal, Suður-
Þingeyjarsýslu.
Hann lést á Land-
spítalanum þann 9.
janúar 2013.
Foreldrar hans
voru þau Högni
Indriðason, bóndi,
f. 17. apríl 1903, og Helga Jó-
hannesdóttir, húsfreyja, f. 4.
ágúst 1900. Þau eru bæði látin.
Systkini hans eru þau Svava
Högnadóttir, f. 7.10. 1928, Ólöf
Högnadóttir, f. 26.2. 1943, Krist-
ín Högnadóttir, f. 28.9. 1934, d.
6.4. 1968 og Ása Högnadóttir, f.
23.12. 1935, d. 3.11. 1978.
Útförin fór fram í kyrrþey.
spítala. Nú veit ég
að mamma hefur
tekið vel á móti þér,
Ási minn, þú varst
aldrei samur eftir
að hún fór. Þið vor-
uð svo samrýmd,
rifust aldrei eða
neitt, voruð sem
eitt. En ég veit að
þið fylgist með
barnabörnunum og
okkur. Nú getur þú
sagt mömmu frá Sigrúnu litlu,
Margréti og Daniel ykkar. Ási
minn, ég vil enn og aftur þakka
þér góðu stundirnar sem þú
sýndir okkur. Megir þú hvíla í
friði og hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Þín fósturdóttir,
Sigrún Margrét
Sigurðardóttir
Elsku fallega
Auður Mjöll. Mig
langar í fáeinum orðum að
þakka þér árin okkar sem telja
allan minn aldur. Það er þung-
bært að kveðja þig, hjartans
góða vinkona og frænka, það er
ómetanlegur fjársjóður að hafa
verið þín aðnjótandi.
Ég minnist hve friðsælt það
var þegar við lágum tímunum
saman í snjónum á bakkanum
fyrir framan húsið hjá þér og
horfðum upp í himingeiminn og
óskuðum okkur við hvert
stjörnuhrap. Ekki óraði mig þá
fyrir að leiðir okkar myndi skilja
nú.
Auður Mjöll
Friðgeirsdóttir
✝ Auður MjöllFriðgeirsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 24. febrúar
1976. Hún lést í
Reykjavík 24. des-
ember 2012 og var
jarðsungin frá
Fella- og Hólakirkju
8. janúar 2013.
Það var aldrei
lognmolla í kring-
um þig, þú varst
alltaf hreinskiptin,
glaðvær og óhrædd
að takast á við hvað
sem að höndum
bar. Þú sem flýttir
þér í heiminn
nokkrum mánuðum
fyrir tímann. Þú
varst fyrirmynd
mín í svo mörgu.
Þráðurinn á milli okkar er svo
ógnarsterkur og margt sem þú
kenndir mér mun gagnast mér
allt mitt líf. Frásagnarhæfileikar
þínir voru einstakir og sögur
þínar ætíð skemmtilegar og
stutt í hnyttnina og gamanið.
Veturinn 1997 þegar fallegi
ljósi hnokkinn hann Ísak Örn
kom í heiminn kom ég til þín á
Egilsstaðaspítala. Þú lýstir fyrir
mér þessari undursamlegu til-
finningu móðurhlutverksins. Ég
veit að þú átt eftir að fylgjast
með honum og gæta hans þaðan
sem þú dvelur nú.
Meðfram móðurhlutverkinu
tókstu á hendur nám í hjúkr-
unarfræðum sem þú laukst með
virktum árið 2004. Þú varst vel
gefin og farnaðist afar vel í
náminu þar sem umhyggjusemi
fyrir öðrum fékk að njóta sín.
Það var síðan vorið 2006 þeg-
ar þú réðst þig í starf á barna-
spítalann að þið Ísak Örn fluttuð
til okkar í Stangarholtið. Það
var í raun guðsgjöf og mikill
styrkur en ég var þá í fæðing-
arorlofi með Hauk og gott að
njóta samverunnar við ykkur.
Ísak svo barngóður að leika við
Hauk og gott að njóta nærveru
hans þegar hann kom við hjá
okkur eftir skólann.
Lífið var þér sannarlega ekki
alltaf auðvelt og oft leið þér illa.
Slysið veturinn 1994 markaði
djúpt sár sem aldrei greri til
fulls.
Þú birtist í lífi mínu á ný síð-
asta vor og varst þá búin að
ganga í gegnum erfiðan veik-
indakafla en sýndir mikinn
styrk og von og varst ákveðin í
að sigrast á sjúkdómnum. Fjöl-
skyldan þín hefur alltaf staðið
með þér og gerði allt sem í
hennar valdi stóð til að hjálpa
þér.
Þú varst alltaf dugleg og
stefndir langt í lífinu og varst
meðal annars byrjuð í meist-
aranámi í hjúkrunarfræðum, en
veikindi þín náðu yfirhöndinni
áður en því náðist lokið.
Vil ég þakka þér fyrir
gleðina, stuðninginn og reynsl-
una sem þú hefur gefið mér í
gegnum lífið.
Ljós þitt mun að eilífu skína í
huga mér.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Elsku Ísak Örn, Elsa og aðrir
ástvinir, ég bið góðan guð að
varðveita ykkur og styrkja og
lýsa ykkur leiðina um ókomin
ár.
Þín vinkona,
Hanna Dóra.