Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 34

Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 34
A gnar fæddist í Bolung- arvík 23.1. 1953 og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Bolungar- víkur, lauk þar lands- prófi og var einn vetur í framhalds- deild Gagnfræðaskólans á Ísafirði, lauk stúdentsprófi frá ML 1973 og embættisprófi í guðfræði við HÍ 1979. Agnar var eitt sumar á skaki frá Bolungarvík, vann í fyrstihúsinu í Bolungarvík í tvö sumur og vann í mörg sumur við að mála hús og báta. Hann starfaði á Kleppi í eitt ár, var kennari við Grunnskóla Suðurfjarða- hrepps á Bíldudal 1981-86 og jafn- hliða framkvæmdastjóri Sláturfélags Arnfirðinga á Bíldudal 1983-86, var kennari í Varmahlíð í Skagafirði 1986-93 en stundaði jafnframt bú- skap á Miklabæ frá 1986 og hefur al- farið helgað sig búskapnum, sem er fjár- og hestabúskapur, frá 1993. Agnar Halldór Gunnarsson, oddviti Akrahrepps – 60 ára Uppáklædd í sumarblíðu Agnar Halldór og Dalla, ásamt syni og tengdadóttur, Vilhjálmi og Sirrý. Guðfræðingur, bóndi og oddviti á Miklabæ Bræðurnir frá Miklabæ Vilhjálmur og Trostan Agnarssynir. 34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Kópavogur  544 5000 Njarðvík  421 1399 Selfoss  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkur JEPPADEKK ER Í LAGI MEÐ BREMSURNAR? VIÐ GETUM AÐSTOÐAD! EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA TILBOÐ Á BREMSU- KLOSSASKIPTUM EF VARAHLUTIR ERU KEYPTIR HJÁ SÓLNINGU AðeinS kR. 2.000 Þetta er bara venjulegur dagur í mínu lífi. Ég er lítið gefinnfyrir afmælisveislur og hélt hvorki upp á sjötugsafmælið,sextugsafmælið né fimmtugsafmælið. Ég held áfram að lesa jólabækurnar og fer út í göngutúr ef veðrið verður þokkalegt. Vin- um og vandamönum er velkomið að kíkja í heimsókn ef þeir vilja,“ segir Sighvatur Björgvinsson, fv. ráðherra, spurður hvernig hann ætli að verja afmælisdeginum í dag, orðinn 71 árs. „Mér hefur alltaf fundist ósköp leiðinlegt þegar menn mæta í af- mæli og eru skyldugir til að halda ræður um alla kosti afmæl- isbarnsins. Síðan sitja menn hljóðir og hógværir og hlusta og eru ánægðir með sjálfan sig. Ég hef ekkert gaman af svona löguðu.“ Hann segist vera hættur öllu vafstri í stjórnmálum eða stjórn- arstarfi og reynir að njóta lífsins með fjölskyldunni, heldur við stórum garði þeirra hjóna og fer reglulega í sumarbústað þeirra austur fyrir fjall. „Síðan skrifa ég eina og eina grein og held því áfram ef vel liggur á mér,“ segir Sighvatur en greinar hans í fyrra um sjálfhverfu kynslóðina vöktu sem kunngt er mikla athygli. „Þetta unga fjölmiðlafólk, sem ræður umræðunni, talar aðallega um sjálft sig og eigin vandamál. Það urðu allir fyrir áfalli við banka- hrunið, eignir allra Íslendinga hafa fallið í verði. Til allrar guðs lukku á unga fólkið öll tækifæri lífsins eftir en gamla fólkið, sem er að missa heimili sín, á enga möguleika á að vinna það upp til baka. Íslendingar hafa áður orðið fyrir áfalli og þá hafa menn bitið á jaxl- inn og reynt að gera sitt besta til að kljúfa skaflinn. Mér finnst dálít- ið mikið að ætlast til þess að aðrir bjargi mönnum sem hafa komið sér í vanda,“ segir Sighvatur. bjb@mbl.is Sighvatur Björgvinsson, fv. ráðherra, 71 árs Morgunblaðið/Þorkell Nýtur lífsins Sighvatur er sestur í helgan stein og sinnir fjölskyld- unni, garðinum, sumarbústaðnum, skrifar greinar og les bækur. Bara venjulegur dagur í mínu lífi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kópavogur Na- nette Juarez Va- leriano og Sæv- ar Guðni Sævarsson eign- uðust dreng 29. desember kl. 3.30. Hann vó 3.500 g og var 51 cm langur. Nýr borgari „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.