Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 40

Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin verður haldin 30. október til 3. nóv- ember nk. og í gær var tilkynnt um 12 hljómsveitir og tónlistarmenn sem fram munu koma á hátíðinni. Ber þar fyrst að nefna Sýrlending- inn Omar Souleyman sem hefur m.a. unnið fyrir Björk Guðmundsdóttur. Þá mætir enski raftónlistarmað- urinn Gold Panda til leiks, vúdú- rokkararnir Goat frá Svíþjóð, raf- tónlistarkonan Fatima Al Qadiri frá Kúveit, sænska tónlistarkonan Anna Von Hausswolff (sem tilnefnd er til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyr- ir plötuna Ceremony) og hávaða- pönksveitin No Joy frá Kanada. Og framboðið verður ekki síður kræsi- legt þegar að íslenskum tónlist- armönnum kemur en eftirfarandi sveitir hafa verið kynntar til leiks: Hjaltalín, Valdimar, Tilbury, Pascal Pinon, Ojba Rasta og Momentum. „Við erum hæstánægð með að goðsögnin Omar Souleyman muni koma fram á Iceland Airwaves. Það er spennandi að færa út kvíarnar með bókanir fyrir utan Evrópu og Norður-Ameríku. Sem fyrr horfum við líka til þess sem er nýtt og spennandi þannig að allir eiga að geta gert skemmtilega uppgötvun á Iceland Airwaves,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri Iceland Airwaves um hátíðina sem framundan er. Spurð út í kúveitsku tónlistarkonuna segir Kamilla það mjög áhugavert að hún hafi verið unglingur þegar ráðist hafi verið inn í Kúveit og ein af plötum hennar heiti Desert Strike, eftir tölvuleik, stríðsleik sem gangi út á innrás í Kúveit. „Hún er mjög hrifin af tölvu- leikjum og stundum má heyra áhrif af tölvuleikjum í tónlistinni hennar. Hún talar um að þetta hafi verið svo magnað að vera að spila tölvuleik á meðan hún hafi upplifað þessa hluti sjálf sem unglingur, að búa í landi sem var ráðist inn í,“ segir Kamilla. Þá sé það ekki síður flott að mús- limsk kona sé að fara að spila á há- tíðinni. -Og Anna Von Hausswolff er rís- andi stjarna í tónlistarheiminum? „Já, hún er rísandi stjarna og Gogoyoko (tónlistarveitan) valdi plötuna hennar, Ceremony, sem bestu plötu ársins,“ svarar Kamilla og á þar við árið 2012. Hausswolff sé stórkostleg á tónleikum og mikill kraftur í henni. Hátíðin í ár verður sú fimmtánda í röðinni sækist fjöldi hljómsveita ár hvert eftir því að koma fram á henni. Opnað hefur verið hafi verið fyrir umsóknir á heimasíðu hátíðarinnar, icelandairwaves.is og miðasala á hana er einnig hafin á síðunni. helgisnaer@mbl.is Souleyman á Airwaves Dauðinn Plata Önnu von Hausswolff, Ceremony, var tekin upp í kirkju í Gautaborg og þema hennar er dauðinn. Hér sést Anna leika á kirkjuorgel.  Anna Von Hausswolff og kúveitsk raftónlistarkona leika á hátíðinni í ár Goðsögn Omar Souleyman á um fimm hundruð hljómplötur að baki og geyma flestar þeirra upptökur af tónlistarflutningi í brúðkaupum. Fyrirtækið Saga- film hefur selt sk. „format“ að raunveruleika- þættinum Hann- að fyrir Ísland fyrirtækjum í Ír- landi, Bretlandi, Svíþjóð, Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. Er það í fyrsta sinn sem Sagafilm selur format, að upp- skrift, að íslensku skemmtiefni út fyrir landsteinana en uppskriftina að þáttunum á fyrirtækið ásamt fyrirtækinu 66°Norður heiðurinn að. Skv. tilkynningu verður Saga- film meðframleiðandi þáttanna sem gerðir verða í Írlandi, Bretlandi og Svíþjóð. Hannað fyrir Ísland var sýndur á Stöð 2 í fyrra og var hann tilnefndur í tveimur flokkum á verðlaunahátíðinni C21 Media Int- ernational Format Awards í fyrra en hún er helguð sk. format-þátt- um. Slíkir þættir eru framleiddir eftir ákveðinni uppskrift og má til dæmis nefna þættina X Factor og Master Chef. Sagafilm er eina framleiðslufyrirtækið hér á landi sem hefur reynslu af því að fram- leiða format-þætti fyrir heima- markað, eins og segir í tilkynningu. Í Hannað fyrir Ísland spreyttu hönnuðir sig á því að hanna útivist- arföt, kepptu sín á milli og stóð Birta Ísólfsdóttir uppi sem sig- urvegari. Kynnir þáttanna var Þóra Karítas Árnadóttir. Hannað víða um heim Þóra Karítas Árnadóttir Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS RYÐ OG BEIN OPNUNARMYNDIN ÁST ENSKURTEXTI ÍSL. TEXTI GRIÐARSTAÐUR 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS DJANGO KL. 5.40 - 9 16 THE MASTER KL. 5.20 14 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10 WOLBERG FJÖLSKYLDAN KL. 5.50 L / ÁST KL. 8 L GRIÐARSTAÐUR KL. 8 L / RYÐ OG BEIN KL. 10.20 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU KL. 10 L 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR DJANGO KL. 6 - 9 16 THE HOBBIT 3D KL. 6 - 9 12 DJANGO KL. 4.30 - 8 - 9 16 DJANGO LÚXUS KL. 4.30 - 8 16 THE MASTER KL. 6 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.50 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 10 -H.V.A., FBL JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU - H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ -H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ DJANGO UNCHAINED sýndkl.6-10 Sýndkl.8-10:30 (48 ramma) Sýndkl.6 THE HOBBIT 3D Sýndkl.10 LIFE OF PI 3D Sýndkl.5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 12 10 16 - H.V.A., FBL JACK REACHER THE HOBBIT 3D 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan The Hollywood Reporter EMPIRE “Tom Cruise Nails it.” - The Rolling Stone “It’s part Jason Bourne, part Dirty Harry.” - Total Film -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is - H.S.S MBL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.