Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Dalvegi 10-14 201 Kópavogur s. 595 0570 www.parki.is TILBOÐSDAGAR Á PARKETI OG FLÍ SUM 20-30% AFSLÁT TUR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Í nótt sváfu 95 einstaklingar í rúmum sem Samhjálp bjó um og á kaffistofuna okkar koma hvern virkan dag um 100 manns,“ seg- ir Karl V. Matt- híasson, fram- kvæmdastjóri Samhjálpar. Hann segir starfsemina aldr- ei hafa verið um- fangsmeiri en í dag þegar Sam- hjálp fagnar 40 ára afmæli og þörfina brýna á aðstoð við þá sem minna mega sín. Markmið Sam- hjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélags- legra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Karl rekur upphaf Samhjálpar til starfs Georgs Viðars fyrir fé- laga sína af götum Reykjavíkur og samstarfs hans við Einar J. Gísla- son, forstöðumann Fíladelfíu í Reykjavík. Einar efndi til fjársöfn- unar í tilefni af 50 ára afmæli sínu 31. janúar 1973 sem leiddi til opn- unar meðferðarheimilis í Hlaðgerð- arkoti í Mosfellsdal. Þar rekur Samhjálp enn elstu sjálfstæðu meðferðarstöð á Íslandi. Núna eru þar 30 manns á öllum aldri. Að sögn Karls eru þar langir biðlistar og verkefnin ærin í starfinu. Hann segir að upphaflega hafi eingöngu verið byggt á kristinni trú í bar- áttunni við Bakkus, en nú sé fólk útskrifað þaðan eftir 12 spora- kerfinu inn í AA-samtökin, þar sem hin sama trú kemur einnig við sögu. Vegna kærleikans Samhjálp rekur áfangaheimilin Brú með 19 einstaklingsíbúðum, Spor þar sem eru 18 einstaklingar í herbergjum, og áfangaheimili við Miklabraut fyrir Reykjavíkurborg, þar sem eru átta manns. Samhjálp rekur einnig Gistiskýlið fyrir borgina, en það er ætlað útigangs- mönnum og voru þar 20 manns í fyrrinótt. Kaffistofa Samhjálpar er til húsa í Borgartúni 1 í Reykjavík og er opin alla daga ársins. Segja má að stöðugur straumur sé þangað alla daga af fólki sem á í erf- iðleikum af ýmsum ástæðum. Í Samhjálparhúsinu við Stangarhyl er skrifstofuhald Samhjálpar, mót- taka og göngudeildir og þar búa einnig tveir starfsmenn. Þar er rekið öflugt kvennastarf og einnig eru þar samkomur vikulega þar sem á milli 100 og 200 manns koma. Alls starfa 32 manns hjá Samhjálp, auk samfélagsþjóna. Karl segir að Samhjálp fái framlög frá ríki og borg og marg- ir leggi hönd á plóg. „Mjög stór hluti tekna okkar er til orðinn vegna kærleikans sem samfélagið sýnir Samhjálp. Ýmislegt spennandi er á döfinni á þessu afmælisári. Til dæmis er ungur maður frá Þingeyri, Guðni Páll Viktorsson, að undirbúa kaj- akróður í kringum Ísland í nafni Lífróðurs Samhjálpar. Við vonum að fólk hugsi til okkar samhliða því spennandi verkefni,“ segir Karl. Samkoma á afmælisdegi Í tilefni dagsins verður opið hús í Stangarhyl frá klukkan 15-22 í dag þar sem vinir og velunnarar Samhjálpar eru velkomnir. Mörg tónlistartriði verða til skemmt- unar og meðal listamanna sem koma í heimsókn má nefna Rúnar Þór og KK. Fólki verður m.a. boðið upp á súpu, kökur, pylsur og kaffi. Samhjálp stendur fyrir afmælis- uppboði laugardaginn 2. febrúar á Korputorgi. Munir verða til sýnis frá klukkan 10, en sjálft uppboðið hefst klukkan 13. „Í nótt sváfu 95 einstaklingar í rúmum sem Samhjálp bjó um“  Þörf brýn og biðlistar á 40 ára afmælinu  Starfsemi Samhjálpar aldrei verið umfangsmeiri Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstoð Starfsemi Samhjálpar er af ýmsum toga, en m.a. er rekinn nytja- markaður. Markmiðið er að aðstoða þá sem halloka hafa farið í lífinu. Karl V. Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.