Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 40

Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Sýning ljósmyndarans Paula Prats, Found/Dot, verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 12. Sýningin samanstendur af tveimur ljósmyndaröðum, Found og Dot. Found byggist upp á mynd- um sem eru tvær myndir í einni; skyndimyndir frá sjöunda áratugn- um sem fundust á flóamarkaði í Kanada, og myndir teknar af henni sjálfri í dag, að því er segir í til- kynningu. Dot er úrval mynda eftir Paulu og segir um þá myndaröð að titillinn breyti upplifun fólks af heildinni, allar myndirnar séu tengdar með punkti sem breyti um lit, umfang og jafnvel lögun. Punkt- urinn gefi innsýn í röðun ljósmynda og hvernig mismunandi myndir geti tengst á einfaldasta hátt og bú- ið til reglu úr óreglu, eins og það er orðað. Paula Prats hlaut BA gráðu í myndlist frá San Carlos listaháskól- anum íValencia á Spáni og nam eft- ir það ljósmyndun við háskólana Emily Carr Art+Design í Vancou- ver í Kanada og Middlesex í Lund- únum. Hún hefur sýnt víða, m.a. á Spáni, í Bretlandi, Kanada og Mexíkó. Prats býr og starfar í Reykjavík. Fundin Hluti myndar í röðinni Found. Ljósmyndir Prats sýndar í Skotinu Bíómyndin Djúpið fékk flestar til- nefningarnar til Edduverðlaunanna í ár, sextán talsins, en fast á hæla myndinni kom Svartur á leik með fimmtán. Tilnefningarnar voru kunn- gjörðar í Bíó Paradís í gær. Djúpið er tilnefnt í nær öllum flokkum. Baltasar Kormákur er til- nefndur sem leikstjóri ársins auk þess að vera tilnefndur fyrir handrit ársins ásamt Jóni Atla Jónassyni, Ólafur Darri Ólafsson er tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki og Björn Thors, Stefán Hallur Stefánsson og Theodór Júlíusson allir tilnefndir fyr- ir leik í aukahlutverki, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir sem leikkona í aukahlutverki, Ben Frost og Daníel Bjarnason fyrir tónlistina í myndinni auk þess sem Djúpið er tilnefnt sem bíómynd ársins. Þar keppir hún við Svartan á leik og Frost. Svartur á leik er m.a. tilnefnd fyrir besta handrit sem Óskar Þór Ax- elsson skrifaði, en hann er jafnframt tilnefndur sem leikstjóri ársins. Jó- hannes Haukur Jóhannesson og Þor- valdur Davíð Kristjánsson eru báðir tilnefndir sem leikari í aðahlutverki og Damon Younger og María Birta Bjarnadóttir fyrir aukahlutverk. Kvikmyndin Frost fær þrjár til- nefningar, þ.e. sem besta myndin auk þess Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdóttir eru tilnefnd sem besti leikari og leikkona. Þriðja þáttaröðin af Pressu fær flestar tilnefningar í flokki leikins sjónvarpsefnis. Þannig er Óskar Jón- asson tilnefndur fyrir leikstjórn sína á þáttunum, Kjartan Guðjónsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir sem besti leikari og leikkona í aðalhlutverki meðan Þorsteinn Bachmann og Arn- dís Hrönn Egilsdóttir eru tilnefnd fyrir aukahlutverk. Pressa etur kappi við Áramóta- skaup sjónvarpsins 2012 og Mið Ís- land sem besta leikna sjónvarpsefnið. Í flokki heimildamynda eru til- nefndar Amma Lo-fi: Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur, Hrafnhildur – Heimildamynd um kynleiðréttingu, Hreint hjarta, Íslensku björg- unarsveitirnar og Sundið. Í flokki menningar- og lífsstílsátta eru til- nefndar Djöflaeyjan, Hljómskálinn, Kiljan, Með okkar augum og Tón- spor. Samtals sáu 28 einstaklingar í fjór- um valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarpsefni, heimildamyndir og fagverðlaunanefnd) um að velja tilnefningar úr innsendum verkum en alls voru 102 verk send inn í Edduna. Nú er hafin rafræn kosning Akadem- íumeðlima en henni lýkur 13. febrúar. Edduverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram í Hörpu laugardaginn 16. febr- úar þar sem veittar verða 24 Edd- ustyttur til þeirra sem þykja skara fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransanum. Afhendingunni verður sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Upplýsingar um til- nefningar eru á eddan.is. silja@mbl.is Djúpið oftast tilnefnt Morgunblaðið/RAX Spenna Gestir úr heimi kvikmynda og sjónvarps voru viðstaddir í gær þegar tilkynnt var um tilnefningar til Eddu- verðlaunanna í ár. 24 Eddustyttur verða afhentar á verðlaunahátíðinni í Hörpu 16. febrúar næstkomandi.  Svartur á leik fylgir fast á hæla Djúpsins í flokki kvikmynda Fjöldi tilnefndra verka Flokkur 2013 2012 2011 Bíómyndir 7 8 8 Stuttmyndir 7 13 12 Heimildamyndir 17 14 19 Barnaefni 8 4 4 Sjónvarpsþættir 63 58 43 SÉÐ OG HEYRT/VIKAN -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS RYÐ OG BEIN ÁST SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA MORGUNBLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR - H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ -H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ VESALINGARNIR KL. 4.30 - 8 12 VESALINGARNIR LÚXUS KL. 4.30 - 8 12 DJANGO KL. 4.30 - 8 16 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 10 THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L CARMEN ÓPERA KL. 6 L VESALINGARNIR KL. 5.50 - 9 12 DJANGO KL. 9 16 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 10.20 10 ÁST KL. 8 - 10.20 L / RYÐ OG BEIN KL. 5.50 L VESALINGARNIR KL. 6 - 9 12 DJANGO KL. 9 16 THE HOBBIT 3D KL. 6 12 VESALINGARNIR Sýndkl.5:40-9 DJANGO UNCHAINED Sýndkl.6-9:20 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan 12 12 16 - H.S.S MBL 3 óskarstilnefningar -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. febrúar. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku & förðun föstudaginn 15. febrúar Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2013 í förðun, snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum, auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Tíska & förðun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.