Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári
Pétursson hefur stofnað félag með
sex þekktum kvikmyndaleikstjórum
frá Norðurlöndunum, Creative Alli-
ance, og ætlar hópurinn að gera sex
kvikmyndir með framleiðendunum
Lars Knudsen og Jay Van Hoy hjá
fyrirtækinu Parts and Labor Int-
ernational og dönsku framleiðend-
unum Nikolaj Vibe Michelsen og Ja-
cob Jørgensen, eins og greint var frá
í Morgunblaðinu í gær. Auk Dags
Kára eru í hópnum leikstjórarnir
Lone Scherfig, Per Fly, Ole Christi-
an Madsen, Thomas Vinterberg og
Janus Metz.
„Þetta er svona hálfgert sam-
yrkjubú og hugmyndin er s.s. að
skrifa handrit að sex bíómyndum
fyrir amerískan markað, ein mynd á
leikstjóra, og þróa verkefnið alveg
fram að þeim punkti að framleiðslu-
fyrirtæki geti tekið við og fram-
kvæmt það,“ segir Dagur Kári um
Creative Alliance. „Við skilum ekki
bara af okkur handriti heldur alveg
heilum pakka sem er fullbúinn til
framleiðslu sem er þá handrit, leik-
arar, tökustaðir, kostnaðaráætlun
og þar fram eftir götunum. Þá
myndu framleiðslufyrirtæki taka við
á þeim tímapunkti.
Markmiðið með þessu er aðallega
tvíþætt, að við höfum meiri stjórn á
ferlinu heldur en gengur og gerist í
Ameríku og að við eigum stærri
hluta í verkinu en gengur og gerist.
Og svo er hugmyndin að við séum að
nýta krafta hvert annars í öllu ferl-
inu, lesa yfir hvert hjá öðru og þróa
þetta í sameiningu.“
Frábærir leikstjórar
– Þetta eru mjög þekktir leik-
stjórar sem þú ert að vinna með og
býsna merkilegt verkefni?
„Já, þetta eru frábærir leikstjórar
og frábært fólk. Maður skynjar það
á viðbrögðunum að þetta er ferskur
blær inn í kerfi sem er að mörgu
leyti orðið staðnað og hefur kannski
ekki alveg fylgt þróuninni,“ svarar
Dagur Kári. „Menn eru með mis-
mótaðar hugmyndir, sumir eru
komnir vel á veg með handrit eða
hugmynd, aðrir eru meira á byrj-
unarreit. Það er líka pælingin, að
þetta dreifist. Það fara ekki sex
myndir í framleiðslu á sama ári held-
ur dreifist þetta yfir fimm, sex ára
tímabil,“ segir Dagur Kári, spurður
að því hvar verkefnið sé statt. Stefnt
sé að því að hefja framleiðslu á sex
myndum á fimm árum.
Hvað nafngiftina varðar, Creative
Alliance, segir Dagur Kári að hún sé
ákveðin tilvísun í kvikmyndafyr-
irtækið United Artists sem hafi að
einhverju leyti verið stofnað með
svipuðum hætti, leikstjórar hafi vilj-
að taka málin meira í sínar hendur.
United Artist var stofnað í Banda-
ríkjunum árið 1919 af D. W. Griffith,
Charlie Chaplin, Mary Pickford og
Douglas Fairbanks.
Skrifað með Gunnar í huga
Kvikmyndin Rocket Man er hins
vegar næst á dagskrá hjá Degi Kára
en tökur á henni hefjast í næsta
mánuði. Gunnar Jónsson fer með að-
alhlutverkið í þeirri mynd og segir
Dagur Kári að myndin sé skrifuð
fyrir hann. Ótímabært sé að gefa
upp nöfn annarra leikara í myndinni.
Dagur Kári skrifaði handritið og
segir hann myndina fjalla um mann
sem kominn sé yfir fertugt en búi
enn hjá móður sinni, mann sem hafi
aldrei slitið tengslin við bernsku-
heiminn. „Ákveðnar kringumstæður
skapast þannig að hann verður að
taka eitt skref áfram á þroskabraut-
inni,“ segir Dagur Kári.
– Hvenær á að frumsýna hana?
„Ætli hún verði ekki tilbúin með
haustinu en það er ekki endanlega
ákveðið hvenær hún verður sýnd,“
segir Dagur Kári að lokum.
Ferskur blær í kerfi sem
er að mörgu leyti staðnað
Dagur Kári setur stefnuna á Bandaríkjamarkað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölhæfur Dagur Kári er handritshöfundur, leikstjóri og tónlistarmaður.
Myndin var tekin fyrir viðtal 2010 vegna kvikmyndar hans The Good Heart.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ófeiminn Gunnar Jónsson mun fara
með aðalhlutverkið í Rocket Man.
Magni Ásgeirsson, for-sprakki hljómsveit-arinnar Á móti sól,keppandi í raunveru-
leikaþættinum Rock Star: Super-
nova árið 2006 og reglulegur flytj-
andi í Söngvakeppni Sjónvarpsins,
er á einlægum nótum á annarri sóló-
plötu sinni, Í huganum heim. Magni
syngur um ástina, heimaslóðirnar,
veltir fyrir sér lífinu vítt og breitt og
þá m.a. hversu hratt það líður, í
fallegu lagi sem er eitt það besta á
plötunni, „Ásberg“. Þar er sungið til
barnungs sonar
sem vex alltof
hratt, eins og
börn gera al-
mennt: „Þú
laumar hendi í
lófa minn/lítill
saklaus drengur enn um sinn/Litla
lífsins kraftaverk/mitt líf er helgað
þér/töfrum líkust tengslin sterk/sem
tak hafa á mér“. Ég veit hvernig þér
líður, Magni!
Sum lögin eru kántrískotin, önnur
rokkaðri og poppaðri og á heildina
litið er ágætisjafnvægi á plötunni.
Magni er fínn söngvari, það vissu
menn svo sem fyrir og jafnvígur á
ballöður og grjóthart rokk. Í grunn-
inn er hann og verður rokkari en það
er gaman að sjá, eða öllu heldur
heyra, að hann á sér fleiri hliðar og
þá m.a. eina dúnmjúka. Lagasmíð-
arnar eru hins vegar upp og ofan og
sum lögin býsna þreytandi við end-
urtekna spilun. Það sama má segja
um lagatextana, sumir eru hálf-
gerður leirburður, t.d. texti „Sögu-
lagsins“. Dæmi: „Allt var þetta upp-
hafið/að öllu því sem áttum við/fyrst
kysstumst kirkjugarði í/ eitthvað
karma í því.“
Sóló Magni Ásgeirsson sendi Í huganum heim frá sér í fyrra.
Mjúka hliðin á
rokkaranum
Magni - Í huganum heim bbbnn
Sólóplata Magna Ásgeirssonar. Lög eft-
ir Magna, Rúnar Þór Þórarinsson, Vigni
Snæ Vigfússon og Svein Rúnar Sigurðs-
son. Lagatexta sömdu Magni, Ásgrímur
Ingi Arngrímsson, Rúnar Þór Þór-
arinsson, Sævar Sigurgeirsson og Þór-
unn Erna Clausen. Vignir Snær stýrði
upptökum og útsetti og Addi 800 hljóð-
blandaði. Sena gefur út. 2012.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
TÓNLIST
NAOMI WATTS
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA
BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
100/100
„Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir
sem fólk verður að sjá á árinu.“
100/100
„Ógnvænlega vel gerð.“
NAOMI WATTS TILNEFND
TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
ITS PART JASON BOURNE,
PART DIRTY HARRY.
-EMPIRE
-TOTAL FILM
-THE HOLLYWOOD REPORTER
MÖGNUÐ NÝ ÍSLENSK MYND
“THE BEST FILM OF “SPELLBINDING
DGA
AWARD NOMINEE
BEST DIRECTOR
PGA
AWARD NOMINEE
BEST PICTURE OF THE YEAR
WGA
AWARD NOMINEE
BEST ADAPTED SCREENPLAY
SAG AWARD®
N O M I N A T I O N S
OUTSTANDING PERFORMANCE BY A
MALE ACTOR IN A SUPPORTING ROLE
OUTSTANDING PERFORMANCE BY A
CAST IN A MOTION PICTURE
2
ACADEMY AWARD
®
NOMINATIONS7
INCLUDING
BEST PICTURE
GRANT HESLOV BEN AFFLECK GEORGE CLOONEY
WINNER
BEST PICTURE BEST DIRECTOR
CRITICS CHOICE AWARDS
BEN AFFLECK
WINNER
BEST PICTURE BEST DIRECTOR
GOLDEN GLOBE® AWARDS
DRAMA
7 TILN FNING R TILÓSKARSVERÐLAUNA
BESTA MYND
BESTA YND
BESTA MYND
BESTI LEIKSTJÓRI
BESTI LEIKSTJÓ I
SIGURVEGA I
MEÐAL ANNARS
SIGURVEGA I
-MBL
-FBL
FRÁBÆR MYND MEÐ
GERALD BUTLER OG ELISABETH SUE
SURPRISING
-ROGER EBERT
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
ÞAU ERU KOMIN AFTUR
NÚ Í FRÁBÆRRI ÞRÍVÍDD
SKRÍMSLIN SEM ALLIR ELSKA
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
GANGSTER SQUAD KL. 6 - 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
XL KL. 10:30
CHASING MAVERICKS KL. 8
JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40
HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 8:30
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50
KRINGLUNNI
GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30
XL KL. 6 - 8 - 10:10
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
DJANGO UNCHAINED KL. 8 - 10:30
JACK REACHER KL. 8 - 10:40
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30
ARGO KL. 5:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:20
XL KL. 8
CHASING MAVERICKS KL. 10:10
AKUREYRI
GANGSTER SQUAD KL. 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6
XL KL. 10:20
CHASING MAVERICKS KL. 6
JACK REACHER KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 8
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag