Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Birgir Ár-mannssonvakti at-
hygli á því á þingi í
vikunni að ekki
væri nóg að benda
á alþjóðlegar
stofnanir eins og Steingrímur
J. Sigfússon hefði gert. Ekki
einungis alþjóðlegar stofnanir
þyrftu að draga lærdóm af
dómnum í Icesave-málinu held-
ur einnig ríkisstjórn Íslands,
sem ráðherrann hefði gleymt
að nefna. Ríkisstjórnin hefði
ekki aðeins unnið ítrekað að
því að koma Icesave-samn-
ingum í gegnum þingið heldur
hefði hún hvað eftir annað bar-
ist gegn þjóðaratkvæða-
greiðslum um málið. Þetta sé
nauðsynlegt að rifja upp, sér-
staklega þegar í hlut eigi
stjórnmálamenn sem státi af
því að vera hinir mestu lýðræð-
issinnar og helstu stuðnings-
menn þjóðaratkvæðagreiðslna.
Því miður er það svo að rík-
isstjórn Íslands hyggst ekkert
læra af málinu, hún hyggst
ekki biðjast afsökunar á mál-
inu og þaðan af síður hyggst
hún segja af sér út af málinu,
þó að augljóst sé að sjaldan
hefur nokkur ríkisstjórn – ekki
einu sinni sú sem nú situr –
haft skýrari forsendur til að
segja af sér.
Í fyrirspurn Unnar Brár
Konráðsdóttur á þingfundi
degi síðar til Steingríms J.
kom fram að í hans huga hefur
ekkert gerst í Icesave-málinu
sem kallar á að hann endur-
skoði afstöðu sína. Unnur Brá
spurði að því hvort ráðherrann
væri enn þeirrar skoðunar að
rétt hefði verið af ríkisstjórn-
inni að reyna að koma Svav-
arssamningunum óséðum í
gegnum þingið og fór Stein-
grímur með nákvæmlega sömu
röksemdir og hann gerði á
þeim tíma sem hann sagði þá
samninga glæsilega nið-
urstöðu. Ekki hafi verið um
neitt annað að ræða en semja
og að réttlætanlegt hafi verið
að pukrast með
innihald samning-
anna þar sem við-
semjendurnir hafi
viljað hafa efni
þeirra trún-
aðarmál.
Þegar Sigurður Ingi Jó-
hannsson bar fram næstu fyr-
irspurn til Steingríms kom enn
betur í ljós hversu forhertur
hann er í málinu. Steingrímur
hafnar hluta þeirra útreikn-
inga sem birtir hafa verið
vegna þess að hann er búinn að
láta núvirða kostnaðinn og þá
telur hann að Svavarssamning-
arnir hefðu kostað 137 millj-
arða króna nú og síðustu samn-
ingarnir tæplega helming
þeirrar fjárhæðar. Þetta telur
hann viðráðanlegar upphæðir
og er jafn sannfærður og fyrr
um að rétt hefði verið að
hengja Ice-save-skuldaklafann
á þjóðina.
Í þessum nýju tölum Stein-
gríms gleymist að vísu að á
þeim tíma sem hann gerði
samningana var útlitið enn
verra en þær gefa til kynna þar
sem óvissan um endurheimtur
voru miklar. Mat manna var að
kostnaðurinn yrði hæglega
mörg hundruð milljarðar króna
en ekki „aðeins“ 137 milljarðar
króna, ef marka má tölur
Steingríms.
Hvor niðurstaðan sem er
hefði þó vitaskuld verið skelfi-
leg fyrir þjóðina enda munar
um minna ef slíkar fjárhæðir
streyma út úr hagkerfinu.
Og auðvitað er líka skelfilegt
að ráðamenn skuli enn vera
þeirrar skoðunar að þeir hafi
ekkert gert rangt þegar svo
augljóst er orðið að þeir hafa
ekki aðeins tekið ranga afstöðu
heldur einnig stórhættulega af-
stöðu á öllum stigum málsins.
Meginatriðið er að þjóð-
arhagur var aldrei settur í önd-
vegi í þessu máli, einungis rík-
isstjórnin og aðildarumsóknin
að Evrópusambandinu, en eins
og margoft hefur komið fram
getur hvorugt án hins verið.
Stjórnarliðar eru
sömu skoðunar um
Icesave-samningana
nú og fyrr}
Forhertir sem fyrr
Í fundargerðsamningshóps
um aðild að ESB
segir:
„Skrifað hefur
verið undir samning um IPA-
aðstoð við ESB. Atvinnu- og
nýsköpunarráðuneyti er meg-
instyrkþegi aðstoðar og hefur
umsjón með framkvæmd
samningsins en stýrihópur um
stofnanauppbyggingu tryggir
samhæfingu og samstarf við
framkvæmd hans sem og sam-
ráð við hagsmunaaðila.“
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG, er ráðherrann
sem á í hlut.
En á flokksráðs-
fundi VG hinn 20.
nóvember 2010 var
m.a. samþykkt
svohljóðandi álykt-
un:
„Þar til þjóðin hefur tekið
sína ákvörðun þarf að tryggja
að ekki verði gerðar neinar
breytingar á stjórnsýslunni
eða íslenskum lögum í þeim
eina tilgangi að laga íslenska
stjórnkerfið fyrirfram að
reglum Evrópusambandsins.
Ekki verði heldur tekið við
styrkjum, sem beinlínis eiga
að undirbúa aðild.“ Óheilindum
virðast engin takmörk sett.
Óheilindi
í uppmælingu}
Geta ekki svikið meir
en þeir hafa lofað
Á
hugamenn um íslenska pólitík
hafa ekki komist hjá því að verða
varir við að nokkuð hefur fækkað
í liðssveit vinstri-grænna síðustu
misserin. Einn strokumanna,
Jón Bjarnason, sem þekktur er fyrir kát-
broslega afturhaldsstefnu, ber sig sérlega illa
í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Hann telur
sig greinilega misskilinn hugsjónamann og
nefnir nokkra brotthlaupna félaga sína á nafn
og virðist telja að þar sé einnig sérstakt hug-
sjónafólk á ferð. Hér eru nöfnin sem hann
nefnir: Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daða-
son, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Lilja
Mósesdóttir. Ekki verður nú beinlínis sagt að
þessir þingmenn hafi talað sig inn í hjörtu
þjóðarinnar – nema þá Lilja Mósesdóttir sem
stofnaði eigin flokk en hljópst síðan einnig á
brott úr honum þegar fylgið fór verulega að dala í skoð-
anakönnunum.
Um daginn sagði Hjörleifur Guttormsson svo skilið við
vinstri-græna. Flokkurinn er hvorki nægilega vinstri-
sinnaður né nógu grænn fyrir Hjörleif sem neyðist sjálf-
sagt til að skila auðu í næstu konsingum.
Segja má að vinstri-grænir hafi á tiltölulega skömm-
um tíma losnað við afturhaldssamasta og þröngsýnasta
kjarnann í flokknum. Það ætti að vera ýmsum fagnaðar-
efni en svo ber við að sjálfstæðismenn hafa upphafið
mikinn samúðargrátkór með strokumönnum. Þar er
stefið á þann veg að Steingrímur J. Sigfússon hafi hrakið
dugmestu og skynsömustu menn úr flokkn-
um og sé að leggja eigin flokk í rúst.
Hver maður sem hefur vott af raunveru-
leikaskyni á að sjá að áðurnefndir stroku-
menn eru ófærir um að vera í stjórnmála-
flokki sem er í ríkisstjórnarsamstarfi og þarf
að gera málamiðlanir. Málmiðlun er slíkur
þyrnir í augum þeirra að þeir ákveða í reglu-
bundnum dramaköstum að valda skaða í
vinstrisinnaðasta flokki á Íslandi. Stroku-
mennirnir berja sér á brjóst og segja flokkinn
hafa komið illa fram við sig og sjálfstæðis-
menn sýna þeim samúð og fella með þeim tár.
Strokumennirnir eru svo einfaldir að þeir sjá
ekki að tár sjálfstæðismanna eru krókódíla-
tár. Sundrung innan herbúða andstæðingsins
hentar sjálfstæðismönnum en það sjá stroku-
mennirnir ekki því þeir eru of uppteknir af
sjálfskipuðu píslarvætti sínu og halda því áfram að leita
huggunar í faðmi hægrimanna.
Hægrimenn, sem yfirleitt kunna listina að standa
saman út á við, geta nú hallað sér aftur og horft á menn
sem telja sig einlæga vinstrimenn sundra vinstrihreyf-
ingunni í landinu – enn og aftur. Sjálfstæðismenn dunda
sér við að klappa strokumönnunum sem telja sig eiga svo
óskaplega bágt. Hægri kratar andvarpa svo af feginleik
því þeim líður svo miklu betur þegar vinstra afturhaldið
er orðið landlaust. Þannig má segja að strokumenn úr
hópi vinstri-grænna séu að gleðja ansi marga með brott-
hvarfi sínu. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Píslarvætti strokumanna
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Framkvæmdastjórn Evr-ópusambandsins lítur svoá að þótt dómur EFTA-dómstólsins í Icesave-
málinu sé mikilvægur hafi hann eng-
in áhrif á stöðu innistæðutrygginga í
aðildarríkjum sambandsins.
„Eftir að hafa rannsakað dóm-
inn stendur framkvæmdastjórnin við
túlkun sína á núverandi innistæðu-
tryggingakerfi Evrópusambands-
ins,“ segir Stefaan De Rynck, tals-
maður Michel Barnier innri-
markaðsstjóra ESB.
Framkvæmdastjórnin mun líta
svo á að Evrópudómstóllinn, dóm-
stóll Evrópusambandsins, sé ekki
bundinn af rökstuðningi og nið-
urstöðum EFTA-dómstólsins um að
íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á
skuldbindingum Tryggingasjóðs
innistæðueigenda og fjárfesta.
Í dómi EFTA-dómstólins kom
raunar fram að hann miðaði við þær
reglur sem giltu þegar íslenska
bankakerfið hrundi. Síðan hafi verið
gerðar breytingar á regluverki fjár-
málakerfisins sem miðuðu að því að
auka vernd innistæðueigenda.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins var með svokallaða
meðalgöngu í Icesave-málinu. Í
munnlegum málflutningi sínum fyrir
EFTA-dómstólnum bað málflytjandi
framkvæmdastjórnarinnar dóminn
að tryggja fordæmi sem kæmi í veg
fyrir að önnur Evrópuríki íhuguðu
að yfirgefa innstæðutryggingakerfið
ef eitthvað bjátaði á. Þá hafnaði hann
því að Íslendingar hefðu ekki getað
borgað, þar af leiðandi hefði beiting
neyðarlaganna verið ónauðsynleg.
Kerfið gildir þrátt fyrir hrun
Að sögn De Ryncks eiga inni-
stæðutryggingakerfi aðildarríkja
ESB einnig við þegar um kerfishrun
er að ræða. „Aðildarríkjum ESB ber
skylda til að tryggja að innistæðu-
eigendur njóti fullrar og skilvirkrar
verndar, jafnvel á erfiðum kreppu-
tímum,“ segir De Rynck og bætir
við: „Allir innistæðueigendur innan
Evrópusambandsins hafa síðan árið
2010 notið tryggingar upp að allt að
100 þúsund evrum. Aðildarríkin bera
lagalega ábyrgð á því að slíkar
tryggingar fyrir innistæðueigendur
séu heiðri hafðar.“
Þá bendir De Rynck á að fram-
kvæmdastjórnin hafi samþykkt til-
lögu árið 2010 sem miðar að því að
styrkja enn frekar vernd innistæðu-
eigenda, einkum með því að efla fjár-
mögnun innistæðutryggingasjóð-
anna og stytta greiðslutímabilið til
innistæðueigenda.
„Við eigum von á því að ná sam-
komulagi um þennan mikilvæga
texta, sem og um tillöguna um fjár-
hagslega endurskipulagningu
bankastofnana, við Evrópuþingið og
ráðherraráðið fyrir júní, í þeim til-
gangi að styrkja innistæðutrygg-
ingakerfin enn frekar,“ segir De
Rynck og bætir við að fram-
kvæmdastjórnin muni skoða nið-
urstöðu EFTA-dómstólsins nánar
og athuga hvort hann geri það að
verkum að sá texti sem nú er samið
um þarfnist nánari útskýringa.
Hinn raunverulegi skuldari
Þá segir De Rynck fram-
kvæmdastjórnina vera ánægða
með yfirlýsingu ríkisstjórnar
Íslands þess efnis að mik-
ilvægt sé að hafa í huga að
greiðslur úr þrotabúi Lands-
bankans muni halda áfram
að skila sér óháð niðurstöðu
dómsins. „Það er reiknað með
því að Icesave-kröfurnar verði
greiddar að fullu af hinum
raunverulega skuldara,
þrotabúi Landsbank-
ans,“ segir De Rynck.
Afstaða ESB í Ice-
save-málinu óbreytt
AFP
Evrópusambandið Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur við
túlkun sína á evrópureglum um tryggingasjóði innistæðueigenda.
„Þetta er sigur bæði fyrir lög og
efnahagslega skynsemi,“ segir í
leiðara Financial Times þar sem
fjallað er um niðurstöðu EFTA-
dómstólsins í Icesave-málinu. Í
leiðaranum, sem birtist á vefsíðu
fjölmiðilsins í fyrradag, segir
einnig að dómurinn sé skýr um
það að Evrópureglur krefjist
þess ekki að skattgreiðendur
hlaupi undir bagga fyrir einka-
rekna banka. Jafnframt segir í
leiðaranum að dómurinn sýni
það fortakslaust að ef íslenski
innistæðutryggingasjóðurinn var
ófullnægjandi samkvæmt stöðl-
um ESB, þá gildi hið sama um
sjóði allra aðildarríkja
ESB. Þá segir þar að
íslensk stjórnvöld
hafi sýnt fram á að
þau höfðu lagalega
rétt fyrir sér og að
Evrópa ætti að við-
urkenna að þau höfðu
nokkuð til síns
máls hvað
stefnumótun
varðar.
Dómurinn
sigur fyrir lög
LEIÐARI FINANCIAL TIMES
Stefaan
De Rynck