Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 31. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Íslendingar drápu elsta dýrið
2. Forsetinn vekur heimsathygli
3. Magnaðar endurkomur…
4. „Ég man þó öll partíin“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Luis Arreaga, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, mun í dag slást í
hóp yfir 100 uppvakninga í tilefni af
forsýningu á fyrsta þætti þriðju
þáttaraðar The Walking Dead í Bíó
Paradís sem segir af lífsbaráttu fólks
í heimi sem fullur er af uppvakn-
ingum, þ.e. lifandi dauðum. Sendi-
herrann mun veita verðlaun fyrir
„bestu uppvakningana“ fyrir forsýn-
inguna. Sérstök uppvakningaganga
hefst á Hlemmi kl. 17.30 og endar í
Bíó Paradís kl. 18. Verður þá boðið
upp á léttar veitingar og forsýningu.
Sjónvarpsstöðin SkjárEinn sýnir
þættina og býður fyrirtækið sem
hana rekur, Skjárinn, til forsýning-
arinnar ásamt sendiráðinu. Sýningar
á þriðju þáttaröð hefjast á SkjáEinum
nk. sunnudag kl. 22.
Sendiherra verð-
launar uppvakninga
Uppselt er á 27 sýningar á söng-
leiknum Mary Poppins í Borgarleik-
húsinu og 28 sýningar af verðlauna-
verkinu Tengdó. Þá hefur sala á fleiri
verk, s.s. Gullregn, Mýs og menn og
Sögu þjóðar einnig verið framar
björtustu vonum. Alls er uppselt á 91
sýningu í húsinu fram á vor og eru þá
ekki taldir með miðar þeirra sem eru
með áskriftarkort, á sýningar sem
eru ekki komnar í almenna miðasölu.
Ef þeir eru hins vegar taldir með er
uppselt á 101 sýningu
eða á nær allar sýn-
ingar hússins fram
í maí. Fyrsti for-
söludagurinn á
Mary Poppins var
söluhæsti dagurinn
í sögu Borgarleik-
hússins, skv. tilkynn-
ingu frá
leikhús-
inu.
Uppselt á 91 sýningu
í Borgarleikhúsinu
Á föstudag Austan 5-10 m/s syðst, annars hægari vindur. Stöku
él úti við sjóinn, einkum SV-til, en annars skýjað með köflum. Frost
0 til 14 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 3-10 m/s. Stöku él við
sjóinn, einkum sunnantil. Vægt frost inn til lands en annars frost-
laust.
VEÐUR
Afrekssjóður ÍSÍ og Styrkt-
arsjóður ungra og fram-
úrskarandi efnilegra
íþróttamanna úthluta 81
milljón króna til íþrótta-
manna á þessu ári. Styrk-
þegum á A-styrk fjölgar úr
einum í fimm en þeim sem
eru á B-styrk fækkar hins
vegar úr ellefu niður í einn.
Níu bætast við sem eru á C-
styrk en einnig fá hin ýmsu
landslið styrki og ungir
íþróttamenn. »4
Fimm íþrótta-
menn á A-styrk
Grétar Rafn Steinsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, segir það vera
mikla og skemmtilega lífsreynslu að
búa í Tyrklandi og spila
með þarlendu liði. Þar
sé margt öðruvísi en
hann hafi áður kynnst,
menn eru lengi að
jafna sig eftir
tapleiki og fagna
sigurleikjum
lengi, en þjálf-
unin sé mjög
góð hjá Króat-
anum Robert
Prosinecki og
aðstæður frá-
bærar. »2-3
Mikil og skemmtileg
lífsreynsla hjá Grétari
Manchester komið á ný með sjö stiga
forskot á Manchester City á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu. Liðið vann Southampton í
gærkvöldi, 2:1, á heimavelli eftir að
grannarnir gerðu aðeins jafntefli í
fyrrakvöld. Wayne Rooney skoraði
bæði mörk United í gær. Arsenal jafn-
aði metin gegn Liverpool eftir að hafa
verið tveimur mörkum undir. »1
United með sjö stiga
forskot á nýjan leik
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þær voru 22, stelpurnar í fyrsta
bekk Gagnfræðaskóla verknáms við
Brautarholt í Reykjavík, rétt við
gömlu Mjólkurstöðina, þegar þær
hófu tveggja ára framhaldsnám árið
1957 og þær hafa haldið hópinn.
Fyrst var það ein bekkjarsystranna
sem bauð nokkrum þeirra heim til
sín fimm árum eftir að þær luku
náminu 1959. Seinna fóru þær að
hittast á fimm ára fresti heima hjá
hver annarri og ákváðu að kaupa
veitingar frá veitingahúsi til þess að
minnka álagið á gestgjafann.
Og loks fóru þær að koma saman
ýmist heima eða á veitingastöðum á
tveggja ára fresti og nú tvisvar á ári
þannig að samhygðin hefur enn
aukist. Síðast voru þær í góðu yf-
irlæti á Laugaási á þriðjudagskvöld
en veitingamaðurinn þar er gamall
skólabróðir þeirra, Ragnar Guð-
mundsson. Allar eru fæddar 1942
nema ein 1943 og allar mættu nema
þrjár sem ekki áttu heimangengt.
„Þetta var eiginlega fyrsti verk-
námsskólinn í Reykjavík og vísir að
fyrsta fjölbrautaskólanum,“ segir
ein kvennanna, Helga Magn-
úsdóttir. „Hann varð síðar Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla. Þar sóttu
þeir nemendur um sem höfðu lokið
öðru bekk í unglingadeild skyldu-
námsins en ekki ætluðu bóknáms-
leiðina. Þarna voru 6-8 bekkir, hver
með yfir 20 nemendur. Yfirleitt var
þeim skipt eftir kyni og auðvitað var
verið að horfa á hitt kynið, jafnvel
reynt að gera gægjugat á milli
kennslustofa! Í frímínútum var farið
í sjoppuna, annaðhvort Javakaffi
eða Kistufell, til að fá sér kók og
prinspóló.
Skipað var í deildir, okkar var
kölluð saumadeild og námið tók tvö
ár. En þarna var líka kennd tré-
smíði, járnsmíði og þarna var sjó-
vinnudeild. Síðan fór þetta fólk út á
vinnumarkaðinn, margir fóru Iðn-
skólann, Sjómannaskólann eða ann-
að og urðu að uppistöðunni í at-
vinnulífi þjóðarinnar.“
Góðir og glettnir kennarar
Helga segir marga mjög góða
kennara hafa verið í Verknáminu,
þeir hafi líka verið glettnir og gam-
ansamir. Hún minnist sérstaklega
Magnúsar Jónssonar skólastjóra
sem hafi bæði verið snjall kennari,
skilningsríkur og notið virðingar
allra, hann hafi alltaf gefið sér tíma
til að tala við nemendur. Einnig séu
minnisstæðir Gestur Magnússon
íslenskufræðingur og Guðbjartur
Gunnarsson enskukennari.
„Í gamla bekknum okkar eru
þrír kennarar, tvær hjúkr-
unarkonur, tveir sjúkraliðar og
tvær eru enn útivinnandi,“ segir
Helga. Hún býr sjálf í Njarðvík og
var þar kennari í nær fjóra áratugi,
sú eina sem býr utan höfuðborgar-
svæðisins.
Samhygðin eykst með aldrinum
Bekkur úr Verknáminu útskrifaðist
1959 og hittist nú tvisvar á ári
Morgunblaðið/Kristinn
Halda hópinn Aftari röð frá vinstri: Jónína Ásmundsdóttir, Rannveig Laxdal, Margrét Pétursdóttir, Kolbrún Magnúsdóttir, Ólöf Soffía Jónsdóttir, Sólveig Ás-
geirsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Ása Guðmundsdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Ída Einarsdóttir, Kristín Axelsdóttir, Berglind Oddgeirsdóttir, Anna Kalmans-
dóttir. Fremri röð: Regína Bragadóttir, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, Bergþóra Skúladóttir, Auður Aradóttir, Ólafía Sveinsdóttir og Helga Magnúsdóttir.
Hlutfallslega fóru mun færri í
bóklegt langskólanám eftir
grunnskólann á sjötta áratugn-
um en nú gerist. Og fjölskyldur
voru stærri, fleiri munnar sem
þurfti að metta heima fyrir.
„Þetta voru börn verkafólks,
iðnaðarmanna og sjómanna,
börn sem ekki fóru í að læra
meira á bókina,“ segir Helga.
„Ekki vegna þess að þau hafi
verið verr gefin en hin sem fóru
í menntaskóla eða annað.
Þessir krakkar þurftu margir
að vinna sjálfir fyrir skólavist-
inni á sumrin. Foreldrarnir voru
með stóran barnahóp á þessum
tíma og mæðurnar unnu sjaldan
mikið utan heimilisins.“
Fáir fóru alla
leið í háskóla
BREYTT SAMFÉLAG