Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3 1. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 25. tölublað 101. árgangur
DJÚPIÐ MEÐ
FLESTAR
TILNEFNINGAR
HAFTANEFND
FUNDAR
MEÐ AGS
HÁTÍÐIN SÓNAR
REYKJAVÍK HALDIN
Í FYRSTA SINN
VIÐSKIPTABLAÐ 50 LISTAMENN KOMA FRAM 38EDDUVERÐLAUNIN 40
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar voru önnum
kafnir við að yfirfara vélbúnað þyrlunnar Gnár í
flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í
gær, þegar ljósmyndara bar þar að garði. Um er
að ræða reglubundna 500 flugtíma skoðun en
áætlað er að henni verði lokið eftir um tvær vik-
ur. Þá vildi þannig til að allur flugfloti Gæsl-
unnar var í húsi í gærmorgun; þyrlurnar Gná,
Líf og Syn, auk flugvélarinnar Sifjar. »2
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gná í reglubundinni 500 flugtíma skoðun
Flugfloti Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli
Grundfirð-
ingar greiða nú
sérstakt 0,125%
álag á fast-
eignaskatt í A-
flokki, sem nú er
0,625% í stað
0,5% sem al-
mennt er. Sig-
urborg Kr.
Hannesdóttir,
forseti bæj-
arstjórnar, segir bæjarfélagið ekki
hafa átt aðra kosti í stöðunni en að
hækka álagið, vegna slæmrar
skuldastöðu. „Grundarfjörður er í
hópi skuldsettustu sveitarfélaga á
landinu. Við fengum mjög rækilega
rekstrarúttekt á síðasta ári. Hún
sýnir einfaldlega að við erum búin
að taka til í rekstri eins og kostur
er og erum jafnframt að fullnýta
tekjustofna,“ segir Sigurborg við
Morgunblaðið. »4
Grundfirðingar
greiða sérstakt álag
á fasteignaskatt
Kirkjufellið gnæfir
yfir Grundarfirði.
Laun á almennum vinnumark-
aði hækka um 3,25% á morg-
un og launataxtar hækka um
11 þúsund kr. Lágmarkslaun í
landinu fyrir fullt starf hækka
í 204 þúsund. Vegna þess
eykst launakostnaður atvinnu-
lífsins um 3,75% skv. áætlun
Samtaka atvinnulífsins eða
um 37 milljarða kr. og verður
samtals um 980 milljarðar að
meðtöldum kostnaði vegna
tryggingagjalds, lífeyr-
isiðgjalda o.fl. »6
Lágmarks-
laun 204 þús.
LAUN HÆKKA Á MORGUN
Financial Times (FT) og Wall Street
Journal (WSJ) hafa bæði fjallað um
dóminn í Icesave-málinu í leiðurum.
Yfirskrift leiðara WSJ er Icesave-
sagan (The Icesave Saga). Hann
hefst á því að Ísland riði enn á fót-
unum eftir stórbrotið hrun banka-
kerfis landsins haustið 2008. Ríkið sé
enn að miklu leyti útilokað frá al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum og
þegnarnir þurfi að búa við þungbær-
ar hömlur á gjaldeyrisviðskiptum.
Saga Icesave-málsins er svo rakin
í stórum dráttum allt til dómsniður-
stöðu EFTA-dómstólsins á mánu-
dag. Leiðarahöfundur WSJ segir að
þegar öngþveitið ríkti haustið 2008
hafi margar ríkisstjórnir reynt að
bjarga öllum í sjónmáli. Í tilviki
Stóra-Bretlands og Hollands hafi
innistæðueigendur Icesave-reikn-
inga fengið allar innistæður sínar.
Þetta var gert, að því er sagt var, til
þess að slá á mögulegt áhlaup á
banka í löndunum tveimur. „Hvort
það var nægileg ástæða eða ekki, þá
var það ákvörðun þeirra, ekki
Reykjavíkur, og það er rétt að Lond-
on og Haag beri kostnaðinn af eigin
björgunaraðgerðum,“ segir í lok
leiðara WSJ.
Í leiðara FT segir m.a. að dóm-
urinn sé skýr um það að Evrópuregl-
ur krefjist þess ekki að skattgreið-
endur hlaupi undir bagga með
einkareknum bönkum. »24
London og Haag beri kostnaðinn
Morgunblaðið/SMJ
Icesave Stórblöð fjalla um dóminn.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir á
ásamt eigin-
manni sínum,
Pétri Jónssyni,
sex Pizza Hut-
veitingastaði í
Finnlandi og
einn hér á landi.
Auk þess opnuðu
hjónin í fyrra-
sumar holl-
ustujógúrtbar þar í landi undir
nafninu Jogo og hyggjast opna ann-
an í vor.
Hún segir í ítarlegu viðtali við
Viðskiptablað Morgunblaðsins að
Finnar séu mun rólegri og agaðri
en Íslendingar. „Við erum alltaf
eins og eldgos í kringum þá. En
þeir kunna vel að meta orkuna í
okkur,“ segir Þórdís Lóa.
»Viðskipti
Hyggjast stækka
frekar í Finnlandi
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Baldur Arnarson
Ómar Friðriksson
„Það er grátt svæði í kringum þá sem
eru skilgreindir atvinnulausir. Sumir
þeirra sem eru starfandi eru vinnulitl-
ir og geta nánast talist atvinnulausir.
Þeir hafa kannski vinnu tvisvar í viku
og vilja jafnvel vinna fulla vinnuviku.
Svo erum við með hóp sem er ekki
tilbúinn að vinna strax en segist vera
atvinnulaus,“ segir Ólafur Már Sig-
urðsson, sérfræðingur hjá Hagstofu
Íslands.
Tilefnið er nýjar tölur Hagstofunn-
ar um stöðuna á vinnumarkaði en þær
leiða m.a. í ljós að fólki sem stendur
utan vinnumarkaðar hefur fjölgað um
4.200 frá 2009. Í lok árs 2012 voru
41.600 í hlutastarfi og 47.600 voru ut-
an vinnumarkaðar.
Vinnuaflið skreppur saman
Til samanburðar var vinnuaflið
áætlað 176.800 manns á fjórða árs-
fjórðungi í fyrra og voru það 2.000
færri en árið 2009. Starfandi einstak-
lingum fjölgaði hins vegar um 3.000 í
168.400 í lok síðasta árs og er það
jafnt fjölgun fólks í fullu starfi.
„Samkvæmt vinnumarkaðsrann-
sókn Hagstofunnar, sem nær til 16-74
ára, er hópurinn sem stendur utan
vinnumarkaðar andstæðan við þá
sem eru á vinnumarkaði, það er
hvorki starfandi né virkir í atvinnu-
leit,“ segir Ólafur og útskýrir að fólk
sé ekki skráð atvinnulaust ef það er
ekki tilbúið að byrja að vinna innan
tveggja vikna eða er ekki í atvinnuleit.
MFækkun fólks »12
Fá ekki fullt starf
Einstaklingar í hlutastörfum halda atvinnuleysinu niðri
Skortir samt meiri vinnu 47.600 utan vinnumarkaðar
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG