Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Borgartún • Fákafen • Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
OKKAR
LOFORÐ:
Lífrænt og
náttúrulegt
Engin
óæskileg
aukefni
Persónuleg
þjónusta
HEILSUSPRENGJA
Ofurfæði með 20% afslætti
fimmtudag til sunnudags
Ofurfæði gefur þér orku og þrek til að takast á við daginn.
Lifestream
Ofurfæði hefur aldrei verið
vinsælla en nú, enda er ofurfæði
skilgreind sem fæða með óvenju
hátt næringargildi.
Kynning á Lifestream frá kl. 11:30 - 14:30.
Fimmtudag í Hæðasmára 6.
Föstudag í Borgartúni 24.
Laugardag í Fákafeni 11.
Naturya
Bættu einni skeið af ofurfæði
í þeytinginn þinn til að breyta
honum í næringarbombu.
Kynning á Naturya ofurfæði frá kl. 11 - 13.
Fimmtudag í Fákafeni 11.
Föstudagur í Borgartúni 24.
20%
afslátt
ur!
20%
afslátt
ur!
Landsfundur
Samfylking-
arinnar verður
haldinn í Vals-
heimilinu að
Hlíðarenda í
Reykjavík um
helgina. Fund-
urinn hefst kl.
14.00 á föstudag
með ræðu Jó-
hönnu Sigurð-
ardóttur, formanns Samfylking-
arinnar. Síðan verður mælt fyrir
ályktunum og lagabreytingum og
málefnanefndir starfa.
Fundinum verður fram haldið kl.
9 á laugardagsmorgun og klukkan
10 verður rætt um „ESB í fókus“.
Klukkan 11.30 verður formanns-
kjöri lýst, en kosið var rafrænt milli
Árna Páls Árnasonar og Guðbjarts
Hannessonar. Á laugardegi fara
einnig fram kosningar í embætti
varaformanns, ritara, gjaldkera og
formanns framkvæmdastjórnar.
Fundur hefst á sunnudag kl. 10
og þá verða umræður og afgreiðsla
mála. Fundinum verður slitið kl.
14.30 en áður mun nýkjörinn for-
maður flytja stefnuræðu. Á sunnu-
degi fara einnig fram kosningar í
framkvæmdastjórn, flokksstjórn,
verkalýðsmálaráð og að auki eru
tveir skoðunarmenn reikninga
kjörnir.
Forseti þingflokks jafn-
aðarmanna á Evrópuþinginu, hinn
austurríski Hannes Swoboda,
ávarpar landsfund Samfylking-
arinnar á laugardagsmorgun kl.
10.00. Hann er sérstakur gestur
fundarins.
sisi@mbl.is
Formaður
kynntur á
laugardag
Jóhanna
Sigurðardóttir
Samfylking heldur
landsfund um helgina
Þyrla Landhelg-
isgæslunnar sótti
síðdegis í gær
göngumann sem
hafði fallið í Þver-
fellshorni í Esj-
unni. Talið var að
maðurinn hefði
runnið um 60
metra niður hlíð-
ina. Óskað var eftir aðstoð þyrlu
klukkan 15.29 í gær. Maðurinn var
kominn um borð í þyrluna klukkan
16.25 og var lent með hann við Land-
spítalann í Fossvogi klukkan 16.32. Í
gærkvöldi var líðan mannsins góð
eftir atvikum og var hann ekki alvar-
lega slasaður.
Um 40 undanfarar björg-
unarsveita af höfuðborgarsvæðinu
voru kallaðir út vegna slyssins. Þeir
voru ýmist á leið upp Esju eða á bið-
svæði þegar útkallinu lauk.
Slasaðist
í Esjunni
Fréttablaðið Tíminn verður borið
út til 119 þúsund heimila í dag en
það er fyrirtækið Heilsíða ehf. sem
stendur að baki útgáfunni, sem og
nýjum og endurbættum frétta-, af-
þreyingar- og lífsstílsvef á vefsvæð-
inu timinn.is.
Það er Helgi Þorsteinsson, eig-
andi og framkvæmdastjóri Heilsíðu
ehf., sem ritstýrir miðlunum en
hann hefur tekið lénið timinn.is,
sem er í eigu Framsóknarflokksins,
á leigu til þriggja ára. „Það verður
ráðinn annar ritstjóri seinna meir
en við erum þrjú núna á ritstjórn;
ég og tveir blaðamenn, sem voru
ráðnir úr hópi umsækjenda,“ segir
Helgi.
Hann segir blaðið munu koma út
annan hvern fimmtudag til að byrja
með en tíminn muni leiða í ljós
hvort grundvöllur verði fyrir viku-
legri útgáfu.
Í leiðara fyrsta tölublaðs segir
m.a. að Tíminn vilji vera blað sem
leggur áherslu á framfarastefnu í
landsmálum, miðill „sem talar fyrir
uppbyggingu, fjárfestingu og fram-
förum á öllum sviðum atvinnulífs“.
Helgi segist enn sem komið er
standa einn að útgáfunni en til
standi að fá fleiri fjárfesta að
rekstrinum. Hverjir það verða
muni skýrast í fyllingu tímans en
enginn feluleikur verði viðhafður
um það. holmfridur@mbl.is
Tíminn endurvakinn á netinu og
kemur á pappír aðra hverja viku
Ritstjórinn leggur áherslu á framfarastefnu í landsmálum
Tíminn Helgi Þorsteinsson ritstjóri með fyrsta eintakið af blaðinu.