Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
… Heilsurækt fyrir konur
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Nýr
lífstíll á nýju ári
50% afsláttur
v/Laugalæk • sími 553 3755
Íranskur api hefur bæst í hóp dýra
sem hafa verið send út í geiminn í
rannsóknarskyni. Stjórnvöld í Íran
segja að apinn hafi lifað af geimferð í
flaug, sem kom aftur til jarðar á
mánudag, og lýsa ferðinni sem stóru
skrefi í þá átt að senda menn út í
geiminn innan sjö ára. Bandaríkja-
stjórn mótmælti geimferðinni og
sagði hana brot á ályktun öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna sem bann-
ar Írönum að þróa langdrægar eld-
flaugar.
Áður en mannaðar geimferðir hóf-
ust voru dýr send út í geiminn til að
kanna hvort þau lifðu ferðirnar af.
Markmiðið með rannsóknunum var
að meta hvort óhætt væri að senda
menn út í geiminn.
Fyrsti apinn sem sendur var út í
geiminn hét Albert, rhesusapi sem
fór með bandarískri eldflaug árið
1948 en kafnaði í geimferðinni.
Sovétmenn sendu fyrsta hundinn út
í geiminn árið 1957, hundinn Laika
sem drapst þegar geimhylkið lenti í
sjónum.
Dýr eru ekki send út í geiminn
nema vísindamenn telji það alger-
lega nauðsynlegt til að hægt sé að
gera rannsóknir, að því er fram
kemur á vef NASA, Geimferðastofn-
unar Bandaríkjanna. bogi@mbl.is
Enn einn apinn sendur út í geiminn
Dýr í geimnum Fjölmörg dýr hafa verið send út í geiminn, nú síðastapi sem fór með íranskri geimflaug á dögunum
Hundurinn Laika
Fór út í geiminn í sovésku
geimfari, Spútnik 2,
3. nóvember 1957.
Drapst nokkrum klukkustundum
eftir geimskotið
1958
Gordo
(íkornapi)
Frá Bandaríkjunum
Drapst þegar geimhylkið
lenti í sjó eftir geimferð
1959
Sam
(rhesusapi)
Frá Bandaríkjunum
Lifði af geimferð og
náðist úr geimhylki
í Atlantshafi
1963
Felix (köttur)
Frá Frakklandi
Lifði af með rafskaut sem
grædd voru í heilann
1970-80
Kanínur, skjaldbökur,
fiskar, kambsala-
möndrur, froskar; m.a. til
að kanna hvernig fiskar synda
í þyngdarleysi
1980-90
Maurar, ánamaðkar;
api sem losaði sig úr
sætisólunum í
miðju flugi 1990-2000
M.a. halakörtur og apar
— Geimferjan Columbia fór í 16 daga geimferð
árið 1998 með um 2.000 dýr, m.a. snigla og fiska, í
tengslum við taugafræðirannsókn
Heimild: NASA,New Scientist, Spacetoday online
Vopnaðir þátttakendur í víkingahá-
tíðinni Up-Helly-Aa sem haldin er í
janúar ár hvert í Leirvík, höfuðstað
Hjaltlandseyja. Meðal hápunkta
víkingahátíðarinnar er skrúðganga
sem maður í gervi jarls Hjaltlands-
eyja stýrir og hefur vel búna vík-
ingasveit sér til fulltingis. Í lok
skrúðgöngunnar bera víkingarnir
eld að langskipi og því er síðan ýtt
úr vör. Hátíðin á rætur að rekja til
19. aldar. Hermenn, sem börðust í
Napóleonsstyrjöldunum, hófu
þennan sið til að minnast norrænna
forfeðra sinna.
AFP
Vígalegir Leirvíkingar á vetrarhátíð
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, fór í opinbera heimsókn
til Alsírs í gær til að ræða við þar-
lenda ráðamenn um aukið samstarf á
sviði öryggismála. Þetta er í fyrsta
skipti sem breskur forsætisráðherra
heimsækir Alsír.
Cameron kvaðst ætla að ræða við
alsírska ráðamenn um samstarf í
baráttunni gegn hryðjuverkastarf-
semi og á sviði viðskipta og mennta-
mála. Markmiðið væri að hjálpa
Alsíringum „að hjálpa sér sjálfir“.
Forsætisráðherrann hyggst m.a.
leggja blómsveig að minnisvarða um
þá sem biðu bana í gíslatöku íslam-
ista í gasvinnslustöð í Alsír fyrr í
mánuðinum. Um
37 erlendir gíslar
og a.m.k. tíu als-
írskir starfsmenn
vinnslustöðvar-
innar létu lífið.
Skýrt hefur
verið frá því að
Bretar ætli að
senda allt að 40
hernaðarráðgjafa
og 200 hermenn
til að þjálfa stjórnarhermenn í Malí,
grannríki Alsírs, en Cameron leggur
áherslu á að Bretar hafi engin áform
um að taka þátt í hernaði í þessum
heimshluta.
Vill samstarf gegn
hryðjuverkum
Cameron fer í heimsókn til Alsírs
David Cameron
forsætisráðherra.