Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 ✝ Sigríður ÞórdísJónsdóttir (Sig- rid Renda) fæddist 2. október 1928. Hún lést á sjúkra- húsi í Denver, Colo- rado, BNA 16. nóv- ember 2012, þá 84 ára gömul. Sigríður fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð. For- eldrar hennar voru Jón Ásgeir Kristjánsson, f. á Flateyri 3. ágúst 1898, d. 17. febrúar 1973, og Sigrún Sigurð- ardóttir, f. í Dýrafirði 9. júlí 1907, d. 10. janúar 1953. Eftirlif- andi systkini Sigríðar á Íslandi eru Kristján Annes Stefán, f. 27.3. 1930, og Indíana Sólveig f. 2.3. 1932. Sigríður ólst upp frá tveggja ára aldri og fram yfir fermingu hjá ættingjum sínum á Flateyri. Það voru afi hennar, Kristján Bjarni Guðmundsson, f. 1965, d. 1947, amma, Anna Guð- mundsdóttir, f. 1866, d. 1954, og föðurbróðir, Kristján Jónas Kristjánsson, f. 1900, d. 1979, og Elizabeth, sem býr í Litháen. Sigríður lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness. Síðasta árið sem hún bjó á Íslandi vann hún í bókabúð Finns Ein- arssonar í Austurstræti. Sigríður flutti frá Íslandi til Bandaríkj- anna 19 ára gömul árið 1947 og bjó þar í 63 ár. Þegar Sigríður kom til New York fór hún í Columbia- háskólann, lærði samkvæm- isdansa og dansaði með dans- flokknum Rockettes í stuttan tíma. Hún flutti til Norfolk í Virg- iníu til að opna Arthur Murray-- dansskólann og flutti síðar til Miami Beach í Flórída þar sem hún kenndi einnig samkvæmis- dansa. Því næst varð hún flug- freyja og flaug á glamúrleiðinni milli New York og Miami. Sigríð- ur hitti ástina í lífi sínu þegar hún fór í siglingu á Florida Keys. Hún giftist og helgaði líf sitt eig- inmanni sínum Matthew í 51 ár allt þar til hann lést. Sigríður var yndisleg kona, glæsileg og tíguleg. Hún helgaði sig fjölskyldu sinni, deildi með þeim af visku sinni og hvatti þau áfram og innrætti þeim að skilja virðingu og sæmd, að elska feg- urð og meta þekkingu og mennt- un. Bálför hennar hefur farið fram í Denver. kona hans Margrét Sigurlína Bjarna- dóttir, f. 1902, d. 1993, en þau bjuggu í sama húsi. Uppeld- issystkini Sigríðar, börn Kristjáns og Margrétar, eru Anna, f. 1925, Sig- urður Ásgeir, f. 1928, d. 2012, Ingi- björg Margrét, f. 1934, og Guðmundur Kristján, f. 1944. Sigríður giftist Matthew Renda, f. 12.2. 1920, d. 25.9. 2003, í Bandaríkjunum 23.2. 1952. Börn þeirra eru Christine (Chris), f. 9.10. 1953, og Matthew, f. 1.7. 1956. Eiginmaður Chris er David Sprouse, f. 30.8. 1951. Synir henn- ar eru Jonathan, f. 5.8. 1981, og Steven, f. 6.3. 1983. Þau búa í Denver, Colorado. Eiginkona Matthews er Stephanie, f. 17.11. 1954, og börn þeirra Matthew, f. 29.9. 1986, Elizabeth, f. 29.6. 1988, Emily, f. 26.10. 1990, og Katherine, f. 3.3. 1995. Þau búa í Milford í New Hampshire, nema Það átti ekki fyrir okkur að liggja að alast upp saman. For- eldrar okkar systkinanna Sigríð- ar, Kristjáns og mín, þau Jón og Sigrún, bjuggu á Suðureyri við Súgandafjörð. Þau skildu 1938. Jón var netagerðarmaður og flutti á Akranes en Sigrún bjó áfram á Suðureyri. Sigríður ólst upp hjá ömmu og afa og föður- bróður okkar, Kristjáni. Börn Kristjáns, þau Anna, Sigurður, Inga Magga og Guðmundur, voru öll eins og systkini Sigríðar og Kristján og Margrét kona hans hugsuðu um og hlúðu að Sigríði eins og sínum eigin börnum. Ég, Indíana Sólveig, var tekin í fóstur sex mánuða gömul af hjónunum Sigríði Kristjánsdóttur og Guð- mundi Pálmasyni sem þá bjuggu á Suðureyri. Kristján var hjá mömmu á Suðureyri og pabba á Akranesi til skiptis og í sveit á sumrin til 14 ára aldurs. Það var gott samband milli okkar systra frá því að ég var 14 ára og eins eftir að hún flutti ut- an. 1952 var móðir okkar orðin al- varlega veik af krabbameini. Ég var hjá henni á tímabili og hugs- aði um hana þar til hún var tekin inn á sjúkrahús. Þá kom Sigríður til landsins og var með okkur í mánuð áður en mamma fór á sjúkrahúsið, en hún lést í janúar 1953. Sigríður var ættrækin og hélt alltaf góðum tengslum og sam- skiptum við sitt fólk. Hún kom oft til landsins á seinni árum, bæði með manni sínum og börnum, og á ég góðar minningar frá þeim tíma. Síðast kom hún hingað árið 2006 ásamt dóttur sinni og tengdasyni og dvaldi í fjórar vik- ur og bjó hjá mér þann tíma. Einnig heimsótti ég hana til Bandaríkjanna. Sigríður var mjög vel gift, átti frábærlega góðan mann og tvö yndisleg börn sem reyndust henni afar vel. Hún átti svo sannarlega gott líf. Hinn 6. apríl 2012 fékk Sigríður blæð- ingu á heila, hafði fulla hugsun en nokkra lömun. Hún var nokkrar vikur á sjúkrahúsi, en kaus svo að vera heima hjá sér og var í umsjá fagfólks allan sólarhringinn og naut svo sérstakrar hjálpar og einstakrar umhyggju Chris dótt- ur sinnar. Ég var svo heppin, að frum- kvæði Sólrúnar dóttur minnar, að geta farið með henni og Guð- mundi tengdasyni til Denver í Colorado í nokkra daga 20. sept- ember síðastliðinn til að heim- sækja systur mína. Það var mjög góður og ánægjulegur tími sem ég er mjög þakklát fyrir. 8. nóv- ember varð hún svo fyrir öðru áfalli sem hún þoldi ekki og and- aðist í kjölfar þess 16. nóvember 2012. Ég þakka systur minni fyr- ir þá ástúð, hlýju og góðu sam- skipti sem hún sýndi mér og minni fjölskyldu. Ég votta henn- ar fjölskyldu, börnum og barna- börnum innilega samúð. Hvað er það sem í lífinu felst. Þú hafðir í heiðri dyggðir góðar. Mundir það sem að heiðarleik telst, voru í hugsun og hjarta dyggðir hljóðar. Hvað skilur eftir í krepptri hönd. Ég kann því lítið að svara. Í lífinu reyndi þó á þau bönd sem munu að eilífu vara. Hljóður er fuglinn og floginn á braut. Með röddina ljúfu að heyra um allt það fagra er að lífinu laut. Ég heyri aldrei rödd þína meira. Ég kveð þig nú kæra systir mín. Minning þín mun hér vara. Svo ljúf var síðasta kveðjan þín. Ég vissi að þú værir að fara. (I.S.J.) Guðs friður sé með þér. Indíana Sólveig Jónsdóttir. Sigríður Þórdís Jónsdóttir ✝ Sigfús Jónssonfæddist 10. des- ember 1930, á Sauð- árkróki, þar sem hann ólst upp. Hann lést á heimili sínu 20. janúar síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Jórunnar Hannesdóttur, f. 30.10. 1894, d. 9.3. 1978, kennara, frá Skíðastöðum í Lýtings- staðahreppi og Jóns Sigfússonar, f. 15.11. 1892, d. 28.8. 1957, kaup- félagsstjóra í Kaupfélagi Skag- firðinga og búfræðings frá Hóla- skóla, frá Hvammi í Laxárdal. Sigfús átti þrjár systur, þær Pet- reu Ástrúnu, Helgu Ingibjörgu og Herdísi Kolbrúnu, sem allar eru látnar. Sigfús var af Vala- dalsætt í Skagafirði, sem var mikil prestaætt og var hann alla tíð mikill og sannur Skagfirð- ingur. Sigfús kvæntist Þórunni Ingibjörgu Friðfinnsdóttur, f. 4. júlí 1930, eftirlifandi eiginkonu inu er radarstöðin við Hornafjörð var í byggingu. Hann var fyrsti faglærði rafvirkjameistarinn, sem kom til starfa í Hornafirði. Hann starfaði hjá Rafha í eitt og hálft ár og síðar hjá Sveini Jóns- syni í tólf ár. Allt frá árinu 1972 starfaði Sigfús sem sjálfstæður verktaki við kælitæki, raflagnir og rafmagnsviðgerðir. Sigfús var einstakur áhugamaður um ferða- lög og að sjá sig um í heiminum. Hann ferðaðist víða með eig- inkonu sinni og sérstaklega eftir að hann smíðaði sinn eigin húsbíl, Ford Econoline, sem hann flutti sjálfur til landsins 1978 og inn- réttaði. Sigfús var einstaklega fróður og fylgdist með öllum fréttum innanlands sem utan. Hann var mjög víðlesinn og lauk nýlega tölvunámi fyrir eldri borgara, þar sem hann hafði tek- ið tvö tölvunámskeið og var bú- inn að skrá sig í eitt enn, þar sem hann ætlaði að læra allt um „APPS“ tæknina. Þá hafði hann einstakt dálæti á karlakórum og hlustaði á alls kyns tónlist alla tíð. Sigfús verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. janúar 2013 og hefst athöfnin klukkan 13. sinni, 7. júlí 1951. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Þau eru Jórunn, f. 22. nóv. 1950; Stef- anía Stella, f. 13. jan. 1953; Jón, f. 9. feb. 1954; Kolbrún Edda, f. 8. apríl 1960, og Friðfinnur Gunnar, f. 16. des. 1962. Sig- fús og Þórunn eign- uðust að auki 16 barnabörn og 15 barna- barnabörn. Sigfús stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi og á árinu 1949 hóf hann nám í raf- virkjun og raftæknifræði við Iðn- skólann í Reykjavík. Hann lauk námi í báðum greinunum árið 1954, sem var talsvert skemmri tími en vant var. Sigfús bjó í Reykjavík og síðar á Tjarnarstíg 30, Seltjarnarnesi, til dauðadags. Sigfús starfaði hjá Sambandinu og hjá Íslenskum aðalverktökum eftir að hann útskrifaðist og síð- an sem verkstjóri yfir rafmagn- Elsku afi minn, það er svo margt sem mig langar að segja en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Fráfall þitt var svo skyndilegt og óvænt að ég er ekki almennilega búin að átta mig á því að ég fái aldrei aftur að njóta þess að hitta þig og faðma eða sitja með þér og spjalla um heima og geima og heyra þig hlæja. Merkari og fróðari mann þekkti ég ekki. Ég hafði rosalega gaman af því þegar þú varst að segja okkur sögur og miðla af endalausri þekkingu þinni. Manstu þegar við vorum alltaf í bílnúmeraleiknum þeg- ar við vorum á leiðinni upp í sumarbústað og þú þurftir alltaf að keyra alveg upp að næsta bíl svo ég gæti lesið bíl- númerin því stóri Fordinn var svo hár og ég átti svo erfitt með að sjá upp fyrir mæla- borðið? Eins eru svo margar kærar minningar úr sumarbústaðnum. Við gróðursettum en skemmti- legast var að stífla lækinn og drullumalla, og þú varst fljótur að biðja mig að skríða undir bústaðinn til að ná í eitthvað eða gera eitthvað fyrir þig þar sem ég var hvort eð er orðin drullug. Eins er mér minnisstætt þegar ég var barn þegar þú varst að hjálpa mér að semja ljóð og stiklur við eldhúsborðið úti á Nesi, mér fannst það rosa- lega gaman og veit að einhverj- ar eru enn til. Þar sem við hitt- umst vonandi ekki fyrr en eftir mörg ár þá fann ég eina sem mig langar að kasta á þig og þá hefur þú nægan tíma til að hafa eina tilbúna á móti þegar ég hitti þig aftur. Lífið geymir leyndarmál, sem lærist engum manni. Fyrr en skilur skel frá sál, sem skín frá himins ranni. Margt er það í heimi hér, sem hugnast okkur eigi. En þannig lífsins leiðin er, líkust sveitavegi. Minningarnar fylgja mér, af manni sem ég unni. Með söknuði, afi, sendi þér, smá úr mínum brunni. (Höf. ókunnur.) Fráfall þitt er mér rosalega erfitt og sárt og stór fastur punktur í minni tilveru er horfinn.Með sorg í hjarta hugga ég mig við það að þú sért kominn á góðan stað með góðu fólki og að þér líði vel. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn, hjartfólgni afi minn,en veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur og passa. Ég mun aldrei gleyma þér og öllu sem þú varst. Minningin mun lifa, hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þórunn Lilja Kolbrúnardóttir. Í dag er til moldar borinn vinur okkar Sigfús Jónsson. Leiðir okkar hafa legið saman hátt í sextíu ár eða frá því að konur okkar kynntust í saumaklúbbnum Stopp og stag. Klúbburinn var reyndar kvennaklúbbur en við karlarnir mættum alltaf í kaffi í restina eftir að þær höfðu setið með sína handavinnu fyrripart kvöldsins. Þá mættum við í uppdekkað borð og þar var Þórunn, alltaf kölluð Tóta, ald- eilis í essinu sínu. Borðið hlaðið tertum og hinum ýmsu kræs- ingum svo maður stóð á blístri þegar staðið var upp frá borð- um. Saumaklúbburinn breyttist fljótt í vinaklúbb sem stundaði böll, leikhúsferðir og einnig sumarferðir um landið okkar kæra. Það voru ófáar jeppa- ferðirnar upp á hálendið þar sem við nutum lífsins í fallegri náttúru. Síðar fórum við að fara saman í sólarlandaferðir, til Mallorka og Kanarí. Þetta voru dásamlegir tímar saman í glöðum vinahópi. Fúsi var hrókur alls fagnaðar. Hann hafði óskaplega gaman af því að segja sögur og var fróður um menn og málefni. Þau Tóta áttu einstaklega miklu barna- láni að fagna, voru samhent og maður nefndi aldrei annað án þess að nefna hitt, þau voru einfaldlega Fúsi og Tóta. Við söknum góðs vinar. Elsku Tóta, við vottum þér og fjöl- skyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styðja ykkur í sorg ykkar. Ásvaldur og Erna, Einar M. og Alfreð Júl. Sigfús Jónsson ✝ Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, dr. HEKLA SIGMUNDSDÓTTIR dósent, Löngumýri 26, Garðabæ, sem lést á Landspítala fimmtudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju, Kópavogi, föstudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Margrét Þorvaldsdóttir, Sigmundur Guðbjarnason, Snorri Sigmundsson, Sara Jewett Sigmundsson, Logi Sigmundsson, Ægir Guðbjarni Sigmundsson, Anna Linda Bjarnadóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA FRIÐRIKA HALLGRÍMSDÓTTIR, Laugarvegi 33, Siglufirði, sem andaðist miðvikudaginn 23. janúar, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Björgunarsveitina Stráka, bankareikn. 1102-26-2717, kt. 551079-1209. Ólöf Þórey Haraldsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Helga Haraldsdóttir, Erlingur Björnsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Árni Haraldsson, Ragnheiður Árnadóttir, Eyþór Haraldsson, Árni Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Guðmundur Guðmundsson, Kristján Gylfi Guðmundsson, Eyrún Guðmundsdóttir, Unnar Bragi Bragason, Brynhildur Guðmundsdóttir, Jón Valgeirsson, Borghildur Guðmundsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Kristrún, Lúkas, Tryggvi, Felix, Emil Bragi, Eva Karen, Guðmundur, Hildur, Sólveig. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 48, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. janúar á heimili sínu. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Kristján Zophoníasson, Björk Ólafsdóttir, Viðar Zophoníasson, Hrönn Harðardóttir, Þorsteinn Lýðsson, Erna Harðardóttir, Finnbogi Lýðsson, Vala Brynja Viðarsdóttir, Davíð Þór Björnsson, Ingi Þór Kristjánsson, Arnar Breki Kristjánsson, Hugi Snær Kristjánsson og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.