Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Líkamsrækt Göngu- og hjólastígakerfi Reykjavíkur gagnast vel til þess að auka andlega
og líkamlega vellíðan og þá skiptir ekki máli hvernig fólk fer frá einum stað til annars.
Kristinn
Þegar litið er til baka yfir árið
2012 þá einkenndist það af mikilli
fjölgun erlendra ferðamanna, ekki
síst yfir vetrarmánuðina, baráttu
gegn óhóflegum skattahækkunum,
s.s. á gistinguna, bílaleigur og innan-
landsflug auk þess sem unnið var
gegn miðstýringu og miklum hvata
til að flytja viðskipti frá fyrirtækj-
unum til hins opinbera. Sú barátta
stendur enn yfir. Menn voru þó
þakklátir fyrir að fá frí frá nátt-
úruhamförum.
Mikil markaðssetning er nú annan
veturinn í röð undir yfirskriftinni
„Ísland allt árið“ en stjórnvöld
leggja fram 300 milljónir á ári 2011-
2014 gegn því að fyrirtæki og sveit-
arfélög jafni þá upphæð. Ljóst er að
átakið hefur áhrif og var t.d. 30%
aukning erlendra ferðamanna yfir
síðustu fjóra vetrarmánuðina en
aukningin var rúmlega 19% yfir allt
síðasta ár. Þessi mikla aukning á sér
ýmsar skýringar. Það er mikið
fjallað um Ísland í fjölmiðlum er-
lendis, eldgosið í Eyjafjallajökli
vakti gríðarlega athygli á landinu,
aukning hefur verið á sætaframboði hjá Icelandair
og síðan er ljóst að markaðsherferðin Ísland allt
árið hefur mikil áhrif.
Það eru að vonum miklar umræður í þjóðfélag-
inu um svo mikla fjölgun erlendra ferðamanna og
spurt hver þolmörkin séu. Það byggist mikið á því
hvernig ferðamenn muni í framtíðinni dreifast um
landið og yfir árið, hvernig okkur auðnast að
byggja upp og vernda fjölsótta ferðamannastaði
og ekki síst skapa nýja. Það er oft haft á orði að
ferðamenn séu orðnir fleiri en landsmenn. Það má
til sanns vegar færa þegar skoðaðar eru samtal-
stölur en það eru nú ekki allir hér samtímis svo
umræðan er oft svolítið ruglingsleg. Ferðaþjón-
ustan skapar u.þ.b. 20% allra gjaldeyristekna
þjóðarinnar og skapar atvinnu um nær allar
byggðir landsins. Það er því brýnt að hún fái að
blómstra.
Verkefnin framundan
Það eru mörg mikilvæg verkefni í gangi og
verða fyrirferðarmikil á nýbyrjuðu ári. Fyrst skal
telja Ísland allt árið með það markmið að jafna
árstíðasveiflu í rekstri fyrirtækja. Ísland er sann-
arlega ævintýraland, jafnt að vetri sem sumri, en
aukin vetrarferðaþjónusta gerir þó auknar kröfur
til öryggismála og betra upplýsingaflæðis til ferða-
manna um veður og færð enda margir ferðamenn
óvanir því veðri sem getur skollið á yfir vetr-
armánuðina hér á landi. Þarna þarf starfsfólk
fyrirtækjanna að vera á verði og benda gestum
sínum á mikilvæga vefi, s.s. safetravel.is, veður.is
og vegagerdin.is. Stóraukið framlag ríkisins til
Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða næstu þrjú
árin gefur ný og betri tækifæri til að
vernda og byggja upp fjölsótta ferða-
mannastaði og skapa nýja. Víða er
náttúran farin að láta á sjá auk þess
sem mikil vöntun er víða á skipulagi
af hálfu sveitarfélaga. Þetta er ein
stærsta áskorunin í ferðaþjónustunni
í dag.
Markaðssetning Vakans er stórt
verkefni en mörg fyrirtæki eru nú í
umsóknarferli auk þess sem nokkur
hafa nú þegar fengið flokkun. Ferða-
menn kalla eftir auknum gæðum og
er Vakinn einstakt tæki til þess að
bjóða gestum aukin gæði og fylgir
honum mikil fræðsla fyrir fyrirtækin.
Það hefur verið kallað á auknar rann-
sóknir í ferðaþjónustu en það eru allir
orðnir langþreyttir á því að benda
stjórnvöldum á hversu litlu fé er var-
ið í rannsóknir í ferðaþjónustu í sam-
anburði við margar aðrar atvinnu-
greinar, s.s. landbúnað, sjávarútveg
og iðnað.
Í miðri umræðunni var tilkynnt að
Hagstofan ætlaði að hætta við að
gera ferðaþjónustureikninga vegna
sparnaðar en það eru grunnrann-
sóknir í ferðaþjónustu. Það er að auki
mikil þörf á t.d. þolmarkarann-
sóknum og markaðsrannsóknum svo eitthvað sé
talið. Það telst til verkefna þessa árs að ræða við
nýja ríkisstjórn um að vinda ofan af miklum
skattahækkunum, síauknu flækjustigi í skattkerf-
inu og ásælni hins opinbera í rekstur einkafyr-
irtækjanna. Sem dæmi um auknar flækjur þá
munu gististaðir gefa út reikninga með allt að fjór-
um tegundum virðisaukaskatts eftir 1. september
nk. Það er ekki nóg með að stjórnvöld hlusti ekki á
atvinnulífið, þau hlusta ekki heldur á eindregin til-
mæli skattyfirvalda um að flækja ekki skattkerfið.
Skattar og gjöld á innanlandsflug hafa rúmlega
tvöfaldast síðustu 3 árin enda eftirspurn farin að
dragast saman. Unnið er að því að hnekkja áform-
um ríkisvaldsins og sveitarfélaga um að sveit-
arfélög taki gjald af fyrirtækjunum fyrir að fara
um svæði sín með ferðamenn í reglubundnum
ferðum. Sem dæmi má líka nefna að unnið er að
því að einokun verði á flugrútunni til Keflavík-
urflugvallar í umsjá Samtaka sveitarfélaga á Suð-
urnesjum. Þetta brýtur í bága við tilskipun ESB
um þessi mál. Baráttan fyrir því að tekið verði fast
á sívaxandi fjölda leyfislausra fyrirtækja er í gangi
og er vonast til að loks verði eitthvað gert. Senni-
lega er leyfislausi og svarti bransinn eini geirinn í
atvinnulífinu sem fær að blómstra óáreittur.
Framtíð ferðaþjónustunnar byggist á að greinin
búi við rekstrarumhverfi sem er samkeppnishæft
við þau lönd sem við keppum við og berum okkur
helst saman við og að stjórnsýslan og stoðkerfið
gangi í takt við þróunina í atvinnulífinu.
Eftir Ernu Hauksdóttur
» Það eru að
vonum mikl-
ar umræður
í þjóðfélaginu
um svo mikla
fjölgun erlendra
ferðamanna
og spurt hver
þolmörkin séu.
Erna
Hauksdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan í upphafi árs
Nú segir Bloomberg-fréttaveitan
að Ísland hafi unnið Icesave-málið og
sparað sér 335 milljarða og vitnar til
upplýsinga Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Þeir segja jafnframt að ís-
lenska ríkisstjórnin hafi reiknað með
og talið víst að hún yrði dæmd til að
borga þessa upphæð. Mánudagurinn
var því sigurdagur Íslands og Íslend-
inga. Nú er eðlilegt að spurt sé hverj-
ir hafa verið barðir sem öfgamenn
síðustu árin hér á landi? Og sagðir
tefja fyrir og seinka endurreisn Ís-
lands?
Í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni
fordæmdu forráðamenn ríkis-
stjórnarinnar forseta Íslands fyrir að
vísa málinu í dóm þjóðarinnar. Jafn-
framt voru þingmenn stjórnar-
andstöðunnar sakaðir um málþóf og
strákapör. Ég verð nú að segja að vel
vann stjórnarandstaðan og forsetinn
fyrir kaupi sínu þessa daga eða 335
milljörðum sem spöruðust. Í hinni
síðari þjóðaratkvæðagreiðslu stóð
Sigmundur Davíð, formaður Fram-
sóknarflokksins, enn uppréttur með
flokk sinn og vildi ekki að þjóðin sín
greiddi ólögmætar kröfur. Hann var
sakaður um hina verstu hluti og Ís-
landi var spáð gjaldþroti og hörm-
ungum af hámenntuðum sérfræð-
ingum og forkólfum í íslensku
atvinnulífi. Lesið hvað efnahags-
spekingarnir Gylfi
Magnússon, Þórólfur
Matthíasson, Þorvald-
ur Gylfason o.fl. sögðu
á þessum tíma. Lesið
einnig hvað for-
ystumenn atvinnulífs-
ins sögðu.
Þökk sé forseta
vorum
Forseti Íslands tap-
aði mestu af fylgi
vinstrimanna, sinna
fyrrverandi félaga, og
hefur verið sakaður nánast um land-
ráð af hálfu þeirra sem lengst hafa
gengið. Varðmaður landsins sem
þorði að ganga fram þegar ráðherra
brast kjark og vilja, hefur sætt harðri
gagnrýni. Það heyrist að svo kalt sé
og ill sambúðin að baráttumennirnir
fyrir Icesave í röðum stjórnarliða og
flestir ráðherrarnir hunsi boð forset-
ans á stórum dögum á Bessastöðum.
Og erfiður var víst ríkisráðsfund-
urinn á gamlársdag að fregnir segja.
Sneri það víst að öðru umdeildu máli,
stjórnarskránni, þar er málflutning-
urinn á Alþingi haldinn Icesave-
heilkenninu. Hinu má ekki heldur
gleyma að Ögmundur Jónasson var
nauðbeygður að yfirgefa ríkis-
stjórnina og ráðherrastöðu af því að
hann neitaði að beygja sig undir
versta samning Íslandssögunnar og
Lilja Mósesdóttir, Ás-
mundur Einar Daðason
og fleiri yfirgáfu flokk-
inn sinn af sömu ástæðu.
Þau áttu ekki að fá að
fylgja sannfæringu sinni
í þessu máli eða ESB-
umsókninni. Þjóðin lét
þrátt fyrir allan áróður
stjórnarflokkanna og of-
urvald þeirra á stærstu
fjölmiðlum landsins
aldrei rugla sig, hún ætl-
aði ekki að borga skuldir
sem hún hafði ekki
stofnað til. „Skuldir óreiðumanna,“
eins og Davíð Oddsson orðaði svo vel.
Sæludagar í Sviss
Forseti Íslands fékk í síðustu viku
óvægna umræðu enn og aftur í fjöl-
miðlum hér heima þegar hann tók
upp málstað Íslands og áminnti Evr-
ópusambandið fyrir ólögmæta aðför
að Íslandi og þann arma þrjót Gord-
on Brown og breska ráðamenn
hvernig þeir léku landið með hryðju-
verkaárás og að setja saklausa þjóð á
bekk með versta glæpalýð heimsins,
talibönum og alkaítum. Ennfremur
lýsti sá armi þrjótur Gordon Brown
Ísland gjaldþrota haustið 2008. Ég
hlustaði á þingmenn stjórnarliðsins í
fjölmiðlum ræða um að forsetinn
hefði enn skaðað hagsmuni landsins
og Jóhanna og Össur ættu að lesa yf-
ir allt það sem hann segði á erlendri
grund. Ja hérna, eru menn hissa þó
þeir sem ætluðu að greiða 335 millj-
arða eða enn hærri upphæð, biðjist
nú vægðar í umræðunni? Hver er svo
skaðinn af öllu þessu fyrir Ísland? Er
ESB og Bretland sérstaklega skaða-
bótaskylt eftir þessa aðför? Það
verða nú pólitískir leiðtogar okkar að
meta blákalt. Ég taldi svo vera strax
og hryðjuverkalögin voru sett á Ís-
land haustið 2008. Síðan hafa mörg
atriði og framganga þjóða og ESB
staðfest þá skoðun mína o.fl. Við
fengum ekki lán, meira að segja
frændur á Norðurlöndum neituðu
nema við greiddum reikninginn og
kyngdum öllu saman. Lán til Íslands
bera nú hæstu vexti og hærri en
nokkur þjóð ber í dag.
Þakkir, og hvað svo? Ég vil þakka
öllum þeim, ekki síst fólkinu í land-
inu, sem létu ekki misvitra stjórn-
málamenn plata sig. Ennfremur for-
seta Íslands fyrir að hafa aldrei
hvikað frá því að fela þjóðinni að
segja sitt og þora að brjóta allar hefð-
ir forseta og ganga fram í fjölmiðlum
erlendis og taka upp málstað þjóðar
sinnar svo hart og faglega að nú
skilja allir hvað orð hans og gerðir
vógu þungt í að leiðrétta vitleysuna
og undirlægjuháttinn hér heima.
Ennfremur þakka ég Sigmundi Dav-
íð Gunnlaugssyni hans staðfestu sem
er afrek útaf fyrir sig, byrjandi í póli-
tík en hefur nú sannað að hann og
hans flokkur með ungan og nýjan
þingflokk eru traustsins verðir. Það
hefur verið ömurlegt að hlusta á for-
ystumenn ríkisstjórnarinnar reyna
að skáka honum út úr umræðunni
með lágkúrulegum athugasemdum í
þáttum stjórnmálaforingjanna. Síð-
ast en ekki síst þakka ég ritstjóra
Morgunblaðsins, Davíð Oddssyni,
fyrir einstaka staðfestu og baráttu
nánast upp á hvern dag fyrir málstað
Íslands. Meti nú hver fyrir sig hver
væru næstu viðbrögð hefði hann átt í
sambærilegu stríði við andstæðing
sinn í næsta byggðarlagi. Peninga-
legur skaði upp á hundruð milljóna
og yfirlýsingar sem aldrei hafa
heyrst í samstarfi vestrænna þjóða
fyrr. Yfirlýsingar sem sköðuðu
mannorð og viðskipti íslenskra
manna og fyrirtækja. Lögin og rétt-
urinn voru okkar megin. Hvað segir
það okkur?
Eftir Guðna Ágústsson »Ég verð nú að segja
að vel vann stjórn-
arandstaðan og forsetinn
fyrir kaupi sínu þessa
daga eða 335 milljörðum
sem spöruðust.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra.
335 milljarðar eru miklir peningar