Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári Pétursson hefur stofnað félag með sex þekktum kvikmyndaleikstjórum frá Norðurlöndunum, Creative Alli- ance, og ætlar hópurinn að gera sex kvikmyndir með framleiðendunum Lars Knudsen og Jay Van Hoy hjá fyrirtækinu Parts and Labor Int- ernational og dönsku framleiðend- unum Nikolaj Vibe Michelsen og Ja- cob Jørgensen, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Auk Dags Kára eru í hópnum leikstjórarnir Lone Scherfig, Per Fly, Ole Christi- an Madsen, Thomas Vinterberg og Janus Metz. „Þetta er svona hálfgert sam- yrkjubú og hugmyndin er s.s. að skrifa handrit að sex bíómyndum fyrir amerískan markað, ein mynd á leikstjóra, og þróa verkefnið alveg fram að þeim punkti að framleiðslu- fyrirtæki geti tekið við og fram- kvæmt það,“ segir Dagur Kári um Creative Alliance. „Við skilum ekki bara af okkur handriti heldur alveg heilum pakka sem er fullbúinn til framleiðslu sem er þá handrit, leik- arar, tökustaðir, kostnaðaráætlun og þar fram eftir götunum. Þá myndu framleiðslufyrirtæki taka við á þeim tímapunkti. Markmiðið með þessu er aðallega tvíþætt, að við höfum meiri stjórn á ferlinu heldur en gengur og gerist í Ameríku og að við eigum stærri hluta í verkinu en gengur og gerist. Og svo er hugmyndin að við séum að nýta krafta hvert annars í öllu ferl- inu, lesa yfir hvert hjá öðru og þróa þetta í sameiningu.“ Frábærir leikstjórar – Þetta eru mjög þekktir leik- stjórar sem þú ert að vinna með og býsna merkilegt verkefni? „Já, þetta eru frábærir leikstjórar og frábært fólk. Maður skynjar það á viðbrögðunum að þetta er ferskur blær inn í kerfi sem er að mörgu leyti orðið staðnað og hefur kannski ekki alveg fylgt þróuninni,“ svarar Dagur Kári. „Menn eru með mis- mótaðar hugmyndir, sumir eru komnir vel á veg með handrit eða hugmynd, aðrir eru meira á byrj- unarreit. Það er líka pælingin, að þetta dreifist. Það fara ekki sex myndir í framleiðslu á sama ári held- ur dreifist þetta yfir fimm, sex ára tímabil,“ segir Dagur Kári, spurður að því hvar verkefnið sé statt. Stefnt sé að því að hefja framleiðslu á sex myndum á fimm árum. Hvað nafngiftina varðar, Creative Alliance, segir Dagur Kári að hún sé ákveðin tilvísun í kvikmyndafyr- irtækið United Artists sem hafi að einhverju leyti verið stofnað með svipuðum hætti, leikstjórar hafi vilj- að taka málin meira í sínar hendur. United Artist var stofnað í Banda- ríkjunum árið 1919 af D. W. Griffith, Charlie Chaplin, Mary Pickford og Douglas Fairbanks. Skrifað með Gunnar í huga Kvikmyndin Rocket Man er hins vegar næst á dagskrá hjá Degi Kára en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Gunnar Jónsson fer með að- alhlutverkið í þeirri mynd og segir Dagur Kári að myndin sé skrifuð fyrir hann. Ótímabært sé að gefa upp nöfn annarra leikara í myndinni. Dagur Kári skrifaði handritið og segir hann myndina fjalla um mann sem kominn sé yfir fertugt en búi enn hjá móður sinni, mann sem hafi aldrei slitið tengslin við bernsku- heiminn. „Ákveðnar kringumstæður skapast þannig að hann verður að taka eitt skref áfram á þroskabraut- inni,“ segir Dagur Kári. – Hvenær á að frumsýna hana? „Ætli hún verði ekki tilbúin með haustinu en það er ekki endanlega ákveðið hvenær hún verður sýnd,“ segir Dagur Kári að lokum. Ferskur blær í kerfi sem er að mörgu leyti staðnað  Dagur Kári setur stefnuna á Bandaríkjamarkað Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölhæfur Dagur Kári er handritshöfundur, leikstjóri og tónlistarmaður. Myndin var tekin fyrir viðtal 2010 vegna kvikmyndar hans The Good Heart. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ófeiminn Gunnar Jónsson mun fara með aðalhlutverkið í Rocket Man. Magni Ásgeirsson, for-sprakki hljómsveit-arinnar Á móti sól,keppandi í raunveru- leikaþættinum Rock Star: Super- nova árið 2006 og reglulegur flytj- andi í Söngvakeppni Sjónvarpsins, er á einlægum nótum á annarri sóló- plötu sinni, Í huganum heim. Magni syngur um ástina, heimaslóðirnar, veltir fyrir sér lífinu vítt og breitt og þá m.a. hversu hratt það líður, í fallegu lagi sem er eitt það besta á plötunni, „Ásberg“. Þar er sungið til barnungs sonar sem vex alltof hratt, eins og börn gera al- mennt: „Þú laumar hendi í lófa minn/lítill saklaus drengur enn um sinn/Litla lífsins kraftaverk/mitt líf er helgað þér/töfrum líkust tengslin sterk/sem tak hafa á mér“. Ég veit hvernig þér líður, Magni! Sum lögin eru kántrískotin, önnur rokkaðri og poppaðri og á heildina litið er ágætisjafnvægi á plötunni. Magni er fínn söngvari, það vissu menn svo sem fyrir og jafnvígur á ballöður og grjóthart rokk. Í grunn- inn er hann og verður rokkari en það er gaman að sjá, eða öllu heldur heyra, að hann á sér fleiri hliðar og þá m.a. eina dúnmjúka. Lagasmíð- arnar eru hins vegar upp og ofan og sum lögin býsna þreytandi við end- urtekna spilun. Það sama má segja um lagatextana, sumir eru hálf- gerður leirburður, t.d. texti „Sögu- lagsins“. Dæmi: „Allt var þetta upp- hafið/að öllu því sem áttum við/fyrst kysstumst kirkjugarði í/ eitthvað karma í því.“ Sóló Magni Ásgeirsson sendi Í huganum heim frá sér í fyrra. Mjúka hliðin á rokkaranum Magni - Í huganum heim bbbnn Sólóplata Magna Ásgeirssonar. Lög eft- ir Magna, Rúnar Þór Þórarinsson, Vigni Snæ Vigfússon og Svein Rúnar Sigurðs- son. Lagatexta sömdu Magni, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Rúnar Þór Þór- arinsson, Sævar Sigurgeirsson og Þór- unn Erna Clausen. Vignir Snær stýrði upptökum og útsetti og Addi 800 hljóð- blandaði. Sena gefur út. 2012. HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA “IT’S PART JASON BOURNE, PART DIRTY HARRY.” -EMPIRE  -TOTAL FILM -THE HOLLYWOOD REPORTER  MÖGNUÐ NÝ ÍSLENSK MYND “THE BEST FILM OF “SPELLBINDING DGA AWARD NOMINEE BEST DIRECTOR PGA AWARD NOMINEE BEST PICTURE OF THE YEAR WGA AWARD NOMINEE BEST ADAPTED SCREENPLAY SAG AWARD® N O M I N A T I O N S OUTSTANDING PERFORMANCE BY A MALE ACTOR IN A SUPPORTING ROLE OUTSTANDING PERFORMANCE BY A CAST IN A MOTION PICTURE 2 ACADEMY AWARD ® NOMINATIONS7 INCLUDING BEST PICTURE GRANT HESLOV BEN AFFLECK GEORGE CLOONEY WINNER BEST PICTURE  BEST DIRECTOR CRITICS’ CHOICE AWARDS BEN AFFLECK WINNER BEST PICTURE  BEST DIRECTOR GOLDEN GLOBE® AWARDS DRAMA 7 TILN FNING R TILÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND BESTA YND BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI BESTI LEIKSTJÓ I SIGURVEGA I MEÐAL ANNARS SIGURVEGA I -MBL  -FBL FRÁBÆR MYND MEÐ GERALD BUTLER OG ELISABETH SUE “SURPRISING” -ROGER EBERT BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAU ERU KOMIN AFTUR NÚ Í FRÁBÆRRI ÞRÍVÍDD SKRÍMSLIN SEM ALLIR ELSKA EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP GANGSTER SQUAD KL. 6 - 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 XL KL. 10:30 CHASING MAVERICKS KL. 8 JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 8:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30 XL KL. 6 - 8 - 10:10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 DJANGO UNCHAINED KL. 8 - 10:30 JACK REACHER KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 ARGO KL. 5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:20 XL KL. 8 CHASING MAVERICKS KL. 10:10 AKUREYRI GANGSTER SQUAD KL. 8 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6 XL KL. 10:20 CHASING MAVERICKS KL. 6 JACK REACHER KL. 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 8 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á Hvern ætlar þú að gleðja í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.