Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 2

Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ 03.01.2013 Þá er nýtt ár upprunnið og mannskapurinn á byrjunarreit, enn og aftur. Sú þjóðaríþrótt að gera jólamatnum skil, svo við liggur bilun, hefur vafalaust sett mark sitt á lesendur allflesta enda koma jólin varla nema fólk borði sig helst í heilsubrest. Hátíð ljóss og friðar er orðin að há- tíð útþanins kviðar og frammistaða undirritaðs við matarborðið um jólin er jafnan skínandi dæmi um einmitt það. Góðu heilli er tími heit- strenginga upprunninn og lag að lofa bót og betrun, fyrir þá sem þess þurfa. Hvort heldur til stendur að breyta til betri vegar eða halda áfram á hinni gullnu braut góðra lifnaðarhátta og prófa eitthvað nýtt í ár þá er ljóst að fram- boð námskeiða í hreyfingu og hreysti hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið og öruggt má telja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Ekki má heldur gleyma því grundvallaratriði að mat- aræði skiptir jafnvel enn meira máli en hreyf- ingin. Finnum takt sem okkur hentar – tilgang- urinn er jú að okkur líði vel í eigin skinni. Höskum okkur svo af stað í átt að markinu, ekki seinna en strax. Dagurinn í dag er jú sá fyrsti af því sem eftir lifir ársins – og ævinnar. Bætt heilsa – betra líf Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Golli Prentun Landsprent ehf. LifunHeilsa 22 Anna Rósa grasalæknir lumar á meinhollum tinktúrum. 18 Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hollusta, heilbrigt líf og heillaskrefin 31. 28 Sigrún Þorsteinsdóttir hjá Café Sigrún í viðtali ásamt uppskriftum. 20 Hollar og litríkar uppskriftir af vefsíðunni GulurRauðurGrænn&Salt. 14 Þríþrautin verður sífellt vinsælli, seg- ir Birna Björnsdóttir afrekskona. 8 Logi Geirsson heimfærir hugarfar sig- urvegarans yfir á einka- þjálfunina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.