Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 20
Á vefnum mínum eru upp- skriftir sem ég hef prófað, jafnvel þróað eitthvað áfram og verið ánægð með,“ segir Berglind, eða Begga eins og hún er kölluð. „Eins og síðunafnið gefur til kynna legg ég áherslu á litríkan og fjölbreyttan mat sem er um leið hollur og næring- arríkur.“ Hún nefnir að synir hennar séu jafnan aðstoðarmenn í eldhúsinu og gangi oftar en ekki í hlutverk dóm- ara þegar kemur að því að smakka. Það ætti því að mega finna þar eitt- hvað fyrir alla í fjölskyldunni, ekki síst ef marka má réttina hennar Beggu sem hér fara á eftir. Grænmetisborgari úr sætum kartöflum og kínóa „Holl og næringarrík máltíð sem bragðast frábærlega.“ 2 meðalstórar sætar kartöflur 1/4 bolli kínóa, óeldað 2 msk. smjör 2 msk. lífrænt maple-síróp 1/4 tsk chayenne-pipar 1 bolli kál, t.d. grænkál eða spínat, saxað smátt ½ bolli pecanhnetur, ristaðar og saxað- ar svartur pipar 4 hamborgarabrauð Hitið ofninn á 200°C. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru fulleldaðar. Látið síðan í skál og stappið. Hitið að suðu 3/4 bolla af vatni ásamt kínóa. Lækkið hitann og látið malla með loki á pottinum í um 8-10 mínútur, eða þar til kínóa er orðið gagnsætt. Takið þá af hellunni og lát- ið standa í um 5 mínútur. Í öðrum potti bræðið smjörið og bætið chayenne-pipar og sírópi út í. Hellið blöndunni saman við sætu kartöflumúsina, ásamt káli, kínóa, pecan-hnetum og ½ tsk. af salti. Blandið vel saman. Mótið 4 borgara úr blöndunni og látið á ofnplötu með olíupensluðum smjörpappír. Bakið í 35 mínútur og snúið einu sinni. Berið fram með sýrðum rjóma, avókadó, tómötum, rauðlauk og sal- atblöðum. Detox-salat „Þetta salat kemur öllum sem það bragða skemmtilega á óvart. Stútfullt af næringarefnum og dásamlegt á bragðið. Gott eitt og sér eða sem með- læti með mat.“ 2 brokkolí, stiklar fjarlægðir 1 blómkál, stiklar fjarlægðir 5 gulrætur ½ bolli graskersfræ 1 bolli þurrkuð trönuber eða rúsínur ½ bolli steinselja, söxuð 6 msk. sítrónusafi Sjávarsalt og pipar Lífrænt maple-síróp Fínrífið brokkólí í matvinnsluvél og látið síðan í stóra skál. Gerið eins með blómkálið. Endurtakið að lokum með gulræturnar. Hellið graskersfræjum, trönuberj- um/rúsínum og steinselju í skálina. Bætið við sítrónusafanum og saltið og piprið. Blandið vel saman. Rétt áður en salatið er borið fram er sírópinu hellt yfir. Gríska gyðjan — fyrir 4 „Þessi eftirréttur er í uppáhaldi hjá mér. Einfaldur, fljótlegur og dásam- legur á bragðið. Ekki skemmir það svo fyrir hversu fallegur hann er. Hér gerast töfrar á nokkrum mínútum.“ 420 g grísk jógúrt frá Biobú 1 peli rjómi 1 vanillustöng Gott múslí Ávextir, t.d. jarðarber eða granatepli Agavesíróp Grískri jógúrt og rjóma hrært saman þar til það er orðið stíft. Van- illukornunum er síðan hrært út í. Látið í glas fyrst múslí, síðan jóg- úrtblönduna og loks ávexti yfir. Að lokum er sírópi hellt yfir að smekk hvers og eins. jonagnar@mbl.is Litríkt og ljúffengt Gulur Rauður Grænn & Salt nefnist litríkur upp- skriftavefur þar sem hollustan ræður ríkjum. Síðu- haldari er matgæðingurinn og hjúkrunarkonan Berg- lind Guðmundsdóttir og féllst hún á að deila girnilegum uppskriftum með lesendum. Ljúfmeti Grænmet- isborgari úr sætum kart- öflum og kí- nóa Guðdómlegur Eftirrétturinn Gríska gyðjan svíkur engan Berglind Guðmundsdóttir Hreinsandi Detox- salatið er ljúffengt bæði og lit- fagurt. 20 | MORGUNBLAÐIÐ Margrét pilateskennari Í heilsurækt Sjúkraþjálfunar Styrks eru námskeið og hópþjálfun á vorönn að hefjast að nýju, í rúmgóðum og björtum húsakynnum að Höfðabakka 9.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.