Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ H ópurinn sem síðustu ár hefur tekið þátt í þessu verkefni á ef til vill sam- merkt að vera skipaður fólki sem er að byrja í út- vist og fjallaferðum. Sumir eru að taka sín fyrstu skref en aðrir að koma inn á sviðið aftur eftir hlé,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson fjalla- garpur. Líkt og undanfarin ár leiða þau Rósa Sigrún Jónsdóttir eiginkona hans verkefnið 52 fjöll, sem hefur verið á dagskrá Ferðafélags Íslands síðustu ár. Kynningarfundur fyrir áhugasama var haldin á öðrum degi Garpar Hópurinn sem tekur þátt í verkefninu telur gjarnan um 100 manns. Byrjar er strax á fyrstu dögum ársins og reglulega eftir það. Stemningin er góð eins og þessi mynd vitnar um. Safna fjöllum í leiðabókina Ganga á jafn mörg fjöll og vikur ársins. Úlfarsfellið er fyrst. Ætla á Hvannadalshnjúk í vor. Um 100 virkir þátt- takendur og læra góðar ferðavenjur. Kátína Hjónin Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir fara fyrir fjallaverkefninu, en bæði eru þau þrautreynt útivistarfólk. Fjallganga Gengið er á Hafnarfjall. Það er auðkleift og fínt útsýni yfir Faxaflóa, Borgarfjörð og vestur á Nes. ’En svona er fjallamennskan; fólk þarf að getabjargað sér, enda leggjum við okkur eftir aðkenna fólki góðar ferðavenjur. nýs árs og arkað verður á fyrsta fjall- ið í dag, 3. janúar. Þá er Úlfarsfell á dagskrá. Farið í brattari brekkur Frá janúar og fram í mars er lagt upp á laugardags- eða sunnudags- morgnum. Í fyrstu eru á dagskrá auðgeng fjöll í nágrenni borgarinnar, svo sem Mosfell og Helgafell við Hafnarfjörð. Farið er nokkuð hratt af stað og á fyrstu vikum árs er tíu fjöllum safnað í leiðabókina. „Þegar líða fer á vorið og fólki vex ásmegin er farið í brattari brekkur og á hærri fjöll, til dæmis hæstu tinda Esjunnar, Skessuhornið, Botnssúlur og fleiri Þingvallafjöll. Með þessu er fólk yfirleitt komið í ágætt form fyrir göngu á Hvanna- dalshnjúk í byrjun júní, en margir leggja hart að sér að vera í formi til að leggja á hæsta fjall landsins.“ Við höldum okkar striki Páll Ásgeir nefnir ennfremur að snemma í júní sé farið í helgarferð í Þórsmörk og þá gengið á fimm fjöll á þremur dögum. Sama sé gert í Landamannalaugaferð snemma haust. Þá sé farin sumarferð í Gríms- nesið og á einum degi gengið á Búr- fell og Mosfell og Vörðufell í Bisk- upstungum. Með þessari kappsami geti hópurinn, sem hefur yfirleitt tal- ið um 100 virka þátttakendur, tekið sér sumarfrí sem margir raunar nýti til að ganga á fjöll, svo sem þau sem útundan hafa orðið hafi þátttakendur misst ferðir út. „Að ganga á fjöll jafn mörg vikum ársins er ögrandi verkefni, en skemmtilegt. Við höldum okkar striki jafnvel þótt rigni eða snjói; í að- stæðum sem einhverjir hefðu kannski talið óveður. En svona er fjallamennskan; fólk þarf að geta bjargað sér, enda leggjum við okkur eftir að kenna fólki góðar ferðavenj- ur, hvaða fatnaður hæfir, hvernig nesti er best og hvernig skal rata þegar í vörðurnar rekur,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson að síðustu. sbs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.