Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 21

Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 U „Upprunann má rekja til þess að Helgi Jónas skynjaði að þörfin var fyrir hendi á hóp- aþrektímum sem væru í senn skemmtilegir, markvissir, öruggir og þjálffræðilega vel upp settir þannig að álagið væri hæfilegt og hver og einn gæti fundið erf- iðleikastig sem hentaði sér,“ út- skýrir Gunnhildur. „Þannig að allir gætu tekið þátt í, óháð því á hvaða geturstigi og í hvaða formi þeir eru.“ Við byrjuðum með Metabolic í Reykjanesbæ og Grindavík en nú í dag er það kennt á 12 stöðum um landið og fer þeim ört fjölgandi. Skemmtilegt og árangursríkt Að sögn Gunnhildar byggir kerfið að mestu á hreyfingum sem líkjast sem mest daglegum hreyfingum okkar, labba upp tröppur, beygja okkur eftir hinu og þessu, snúa okkur við og svo framvegis. Þann- ig styrkjum við líkamann í takt við þær hreyf- ingar sem honum eru eðlilegastar.“ Gunnhildur bend- ir á að á þegar lík- amsþjálfun er annars vegar sé það krafa iðkenda að æfingarnar búi yfir fjölbreytileika, séu skemmtilegar, taki stuttan tíma og skili góðum ár- angri. „Þetta eru lykilatriðin þegar líkamsþjálfun er annars vegar í dag, og um leið þau atriði sem við höfum lagt upp með." Aðspurð um dæmi um æfingar innan Metabolic-kerfisins tekur Gunnhildur fram að ávallt sé byrjað á svokölluðum leiðréttingaræf- ingum. „Þar erum við að liðka kropp- inn og teygja á þeim vöðvum sem eru almennt stífir. Við erum upp til hópa orðin slæm í axlargrindinni, til dæmis, og þá byrjum við á að liðka okkur og förum svo í dýnamíska upphitun, þar sem erum að hita lík- amann markvisst upp fyrir æfingu og hreyfingu dagsins. Í framhaldinu erum við í þreki og þar erum við með fjóra lykiltíma,“ útskýrir Gunn- hildur. „Þeir eruburn,strength,end- uranceogpower. Þetta eru hin fjögur lykil-orkukerfi sem við skiptum tím- unum upp í. Innan þessara fjögurra konsepta eru svo til óteljandi tímar sem geta innihaldið planka, arm- beygjur, róður, hlaup, hopp og margt, margt annað.“ Að kenna nýjan og betri lífsstíl Gunnhildur leggur áherslu á að kerfið byggi í aðalatriðum á því að fólki líði vel í líkamanum sínum. Me- tabolic kerfið er mjög árangursríkt án þess að vera á nokkurn hátt maní- skt, myndi ég segja. Allir þjálf- ararnir okkar eru fagmenntaðir áður en þeir fá að vera Metabolic- þjálfarar, þannig að við leggjum mikið upp úr öryggi iðkenda og fag- mennsku þjálfara. Það sem iðkend- urnir segja gjarnan er að hjá okkur er mikið til venjulegt fólk, sem vill hafa gaman af því að æfa og ná ár- angri, og ég verð að segja að það er minni áhersla á útlitið hjá okkur. Í því sambandi má nefna að það eru ekki einu sinni speglar í æfingasöl- unum hjá okkur. Loks bendir Gunnhildur á að það er ekkert sem heitir “átaks- námskeið“ í Metabolic-þjálfuninni. „Við leggjum áherslu á að hreyfing er lífstíll, sem er ekkert mál þegar æfingarnar eru fjölbreyttar, skemmtilegar og í kjölfarið árang- ursríkar. Í janúar erum við að kynna nýjung sem nefnist Metabolic Lif- estyle Club, og þar erum við að kenna fólki að breyta um lífsstíl í þriggja mánaða löngu námskeiði þar sem blandast saman líkamsrækt og heilsumarkþjálfun. Í þessu pró- grammi eru þátttakendur í vikulegu einn-á-einn viðtali við þjálfara sam- hliða Metabolicþjálfun. Þar erum við erum að leggja fólki fyrir verkefni og skrefa þau nær markmiði sínu. Með smá breytingu í hverri viku er hægt að breyta hugsunarhættinum til betri vegar og breyta um leið lífs- stílnum til lengri tíma, ólíkt átaks- námskeiðum sem eru til 4 eða 6 vikna og síðan ekki söguna meir. Ég var sjálf vön að fara á átaks- námskeið, og formið var óttalegt jójó um leið, en það er ekki það sem Me- tabolic gengur út á,“ segir Gunn- hildur að endingu. „Þvert á móti er- um við að kenna fólki nýjan og betri lífsstíl.“ jonagnar@mbl.is Lífstíll „Við leggjum áherslu á að hreyfing er lífstíll, sem er ekkert mál þegar æfingarnar eru fjölbreyttar, skemmtilegar og í kjölfarið árangursríkar,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir hjá Metabolic. Nýr og betri lífsstíll Metabolic er íslenskt æfingakerfi hannað af Helga Jónasi Guðfinnssyni, en hann er einn aðalhöfundur að ÍAK- einkaþjálfaranáminu. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir á Metabolic ásamt Helga og hún segir frá kerfinu. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir MIKLU MEIRI HOLLUSTA Láttu skynsemina ráða og byrjaðu daginn á bragðgóðum og miklu hollari morgunverði. Í græna Skráargatinu er lykillinn að hollara mataræði. Merkið var fyrst tekið upp í Svíþjóð árið 1989 og hefur síðan öðlast sess sem norræna hollustumerkið, nú síðast á Íslandi. Vörur merktar Skráargatinu uppfylla strangar kröfur um hollustu. Þess vegna er Fitness merkt með Skráargatinu.ÍSL E N SK A SI A .IS N AT 61 02 8 09 .2 01 2 GRÆNA SKRÁARGATIÐ Hjálpar þér að velja hollasta kostinn. FÆRRI KALÓRÍUR. MEIRA AF TREFJUM. 41% MINNI SYKUR en í sambærilegum heilsukornflögum. 50% HEILKORNA. MIKILVÆG NÆRINGAR- EFNI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.