Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ M itt andlega ferðalag hófst fyrir sjö árum,“ segir tónlistarmað- urinn Bergþór Mort- hens, betur þekktur sem Beggi, en hann hefur tileinkað sér búddisma og er eigandi versl- unarinnar Kailash í Hafnarfirði. „Ég hafði verið leitandi mjög lengi. Það var alltaf eitthvað sem ekki stemmdi í mínu lífi. Ég heillaðist sem barn af Austurlöndum en það var þó ekki fyrr en árið 2005 sem ég byrjaði að stúdera og iðka búddisma. Þá opn- aðist mér nýr heimur. Ég fann að búddismi höfðaði sterkt til mín, þar gilda engar reglur um hvað má og hvað ekki. Þetta er hrein heimspeki, í mínum huga er búddatrú byggð á heilbrigðri skyn- semi. Samkvæmt henni átt þú að efast, skoða hluti með gagnrýnum augum, komast að þinni niðurstöðu. Lykilatriði er að lifa lífinu á þínum forsendum, ekki annarra.“ Þakkað fyrir daginn Beggi segir hugleiðsluna bæna- ígildi og sjálfur hugleiðir hann tvisv- ar á dag, kvölds og morgna. „Ég byrja daginn á því að hugleiða og loka deginum með hugleiðslu. Dreg mig þá í hlé, kyrri hugann og finn til auðmýktar. Ég einset mér að morgni að breyta rétt og reynast sjálfum mér og öðrum góður. Að kvöldi, rétt fyrir svefninn, skoða ég hvernig mér tókst til, staðfesti góðan ásetning minn í lífinu og þakka fyrir daginn.“ Hann kveðst jafnframt hugleiða með öðrum, ýmist með nokkrum góðum vinum heima í stofu eða í stærri hópi sem hittist reglulega í Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni. „Mér finnst eins og hlutirnir séu að þróast í jákvæða átt, hér sé að verða andleg vakning. Mjög margt hefur breyst í íslensku samfélagi síðast- liðin fimm til tíu ár. Þegar allt hrundi 2008 varð fólk ekki aðeins fyrir fjár- hagslegum missi heldur upplifði and- legt gjaldþrot. Það sást svo vel þá hvað við höfð- um mörg hver verið að elta og það var svo sannarlega ekki á andlega sviðinu. Fólk átti meira en nóg af öllu í efnislegum skilningi en það var engin andleg innistæða. Margir hafa notað þessa reynslu, skipbrotið, til að snúa við blaðinu og horfa inn á við. Nú sækjast æ fleiri eftir and- legum verðmætum og það er það góða sem hlaust af hruninu. Allt hef- ur tilgang, ekki síst erfiðleikarnir og áföllin.“ Fólk með erindi Beggi opnaði ásamt eiginkonu sinni, Helgu Einarsdóttur, versl- unina Kailash haustið 2010. „Það var ekki gamall draumur að opna búð á andlegum nótum. Hún fann sér leið inn í líf mitt, þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér. Ég fór ásamt Tolla bróður og tveimur vinum í píla- grímsferð til Tíbets sumarið 2010. Í framhaldinu fæddist hugmyndin en búðin dregur nafn sitt af hinu helga fjalli Kailash í Tíbet. Í byrjun voru sumir efins og héldu að reksturinn yrði erfiður; verslunin væri of sérhæfð og úr alfaraleið. Þær áhyggjur voru óþarfar. Okkur hefur verið mjög vel tekið og Hafn- arfjörður skapar fullkomna umgjörð utan um búðina. Hér er friðsælt og fallegt og sterk og góð orka. Mín lífs- speki er sú að ef þessu ævintýri okk- ar er ætlað að ganga, þá gengur það. Kailash er ekki verslun þar sem fólk dettur óvart inn af götunni, rek- ur augun í búddastyttu uppi á hillu og ákveður að kaupa sér eina. Auð- vitað kíkir fólk hingað af forvitni og finnur ýmislegt við sitt hæfi og mörgum finnst gott að setjast hér niður í ró og næði og njóta þess sem fyrir augu ber. En langflestir sem hingað koma eru á einhvers konar andlegu ferðalagi og eiga erindi.“ Handmálaðar helgimyndir Í Kailash er seldur fallegur hand- unninn austrænn varningur sem Beggi og Helga flytja inn beint frá bændum í Tíbet, Nepal og víðar. Búddalíkneski og handmálaðar helgimyndir prýða hillur og mikið úrval er af orkusteinum, reykelsi, tei og hugleiðslutónlist. Á slám hanga litrík framandleg föt úr pasmína- og jakuxaull, bómullarfatnaður og handtöskur af ýmsum gerðum. „Við bjóðum upp á alls kyns hand- gert skart, þar á meðal gripi sem unn- ir eru úr jakuxa- og buffalsbeinum. Talnaböndin, mala-hálsmenin, eru þó í aðalhlutverki með 108 kúlum sem tákna alla okkar bresti. Talnaböndin eru ómissandi í hugleiðslunni, tákn- ræn en jafnframt svo fögur.“ Beggi nærir andann og sálina með hugleiðslu, bókalestri og heimspeki- legum vangaveltum í anda búdd- isma. Hann hefur tamið sér hollt mataræði, stundar útivist og hreins- ar líkamann tvisvar á ári með detox- kúr. „Ég reyni í leiðinni að komast í gott „sweat“ hjá Tolla bróður en hann er með frábæra aðstöðu heima hjá sér við Meðalfellsvatn. Hreins- unarkúrinn tekur þrjár vikur og mér finnst hann alltaf jafnhrikalega erf- iður. En hann er þess virði, ég er eins og nýr maður á eftir.“ beggo@mbl.is Kailash Fallegur handunninn austrænn varningur sem fluttur er inn beint frá bændum í Tíbet, Nepal og víðar. Andlegt ferðalag Beggi Morthens hugleiðir kvölds og morgna, hreinsar líkamann með detox-kúr og nærir sálina innan um búddalíkneski í Kailash. Morgunblaðið/Kristinn Fjárfesting Beggi segir marga hafa lært lexíu í hruninu og æ fleiri sækist nú eftir andlegum verðmætum. ’Hér er friðsælt og sterk oggóð orka. Mín lífsspeki er súað ef þessu ævintýri okkar erætlað að ganga, þá gengur það. „Fyrir nokkrum árum tókum við hjónin þátt í þriggja vikna föstu á vegum Erlu Stefánsdóttur. Fyrstu vikuna slepptum við öllum dýra- afurðum, hvítu hveiti og sykri. Vik- una á eftir voru eingöngu drukknir safar og þriðja vikan var eins og sú fyrsta. Ekkert kaffi var drukkið með- an á föstunni stóð. Lögð var áhersla á hugleiðslu og andleg mál og hittist hópurinn einu sinni í viku og hugleiddi saman. Í lokin var gengið á fjall í þögn og hug- leitt á toppnum, hver fyrir sig. Nú er þetta partur af okkar daglega lífi, hugleiðslan og hollur matur, og hreinsunarkúrinn endurtekinn tvisv- ar á ári,“ segir Beggi og deilir upp- skriftum að nokkrum hollum hrist- ingum. Grænn og góður 1 agúrka 4-5 sellerístilkar 2 græn epli 1 lime, afhýtt 2 cm engiferrót, afhýdd Öllu skellt í djúsvél. Ef þið eigið ekki þannig vél er hægt að setja allt í blandara og bæta við 1-2 dl af vatni, þá er gott er að sigta safann í lokin. Gulur og glaður 4 gulrætur 1 agúrka 1 grænt epli 2-5 cm engiferrót, afhýdd 1 lime, afhýtt Allt sett í djúsvél. Ljósgrænn og ljúfur 4-5 sellerístilkar 1 stórt grænt epli eða banani ½ agúrka ½ ferskt fennel fersk mynta, örlítið engiferrót, smá biti, afhýdd ½ lime, afhýtt 1 bolli vatn ½ avókadó eða 1-2 msk. kókosolía/ kaldpressuð ólífuolía Byrjið á að setja vatnið í blandara, skerið síðan grænmetið í litla bita og bætið út í, einni tegund í einu. Blandið þar til orðið silkimjúkt. Suðrænt og seiðandi 1 dl vatn 150 g ferskur ananas, afhýddur 8-10 jarðarber, fersk eða frosin 100 g mangó, ferskt eða frosið 1 banani 5 myntulauf Allt sett í blandara og þeytt vel saman. Blátt og blítt 3 dl möndlumjólk 4 dl frosin bláber 1 banani 1 cm engiferrót, afhýdd Skellt í blandara og þeytt vel sam- an. Kókossafi 250 ml kókosvatn 1-1½ lime, afhýtt 6 myntustönglar 2-3 cm biti engiferrót 2 msk. agavesíróp eða 3-4 döðlur Allt sett í blandara og þeytt vel. Hreinsunarkúr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.