Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 500 g bláskel, hreinsuð og skrúbbuð 1 fínsöxuð fennika 1 hokkaido-grasker, flysjað, fræhreins- að og smátt skorið 1 lítill ljós laukur, smátt saxaður 2 lárviðarlauf 1 msk fennikufræ 1 hvítlauksrif, smátt saxað 1 msk gróft salt nýmalaður pipar 4 msk epla- eða hvítvínsedik ólífuolía til steikingar Fyrst er gott að fleygja þeim skeljum sem ekki eru lokaðar. Brún- aðu lauk, hvítlauk, fenniku, fenni- kufræ, salt, pipar og grasker í olíu- nni ásamt bláskelinni í nokkrar mínútur. Taktu skeljarnar upp úr pottinum og leggðu til hliðar. Settu lárvið- arlaufin út í ásamt edikinu og sjóddu niður í 10 mínútur. Veiddu lárvið- arlaufin upp úr. Settu grænmetið í blandara og láttu ganga þar til úr verður flauelsmjúk súpa. Helltu í pottinn og smakkaðu til með salti, pipar og sí- trónusafa ef vill. Bættu við skötu- selskinnum og hörpuskel og láttu malla í nokkrar mínútur. Settu blá- skelina síðast saman við og láttu sjóða í þrjár mínútur til viðbótar. Berðu súpuna fram með aioli og ferskum kryddjurtum eftir smekk. Aioli 2 eggjarauður 1 dl ólífuolía eða repjuolía 4 pressaðir hvítlauksgeirar örlítill sítrónusafi salt og pipar cayenne-pipar, ef vill Settu eggjarauður í skál. Þeyttu með handþeytara og helltu olíunni saman við í mjórri bunu (þú getur líka notað minnstu skálina í hræri- vélinni). Þegar þú ert komin með góða og ekki alltof þykka majónessósu bæt- irðu við sítrónusafa, salti, pipar og pressuðum hvítlauk. beggo@mbl.is Hollt Fiskisúpa með bláskel. Grænt Spergilkáls- og myntuþeytingur. Allt sett í öflugan blandara og lát- ið ganga í 1-2 mínútur. Fiskisúpa með bláskel fyrir 4 8 hörpuskeljar 8 skötuselskinnar horfa á góða kvikmynd án þess að borða 1/2 líter af ís og fulla skál af nammi. Það er hægt að drekka vatn með matnum í staðinn fyrir gos. Það má skipta þessu öllu út fyrir annað og betra.“ Bótox eða brokkolí Þorbjörg er með mörg járn í eld- inum; flytur fyrirlestra, heldur nám- skeið bæði erlendis og hérlendis og skrifar vinsælar bækur um hollan mat og heilsu. „Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér síðustu sjö árin. Ég er núna að leggja loka- hönd á nýja bók sem fjallar um húð- ina, meðferðir og mat sem yngir og fegrar og kemur út í Danmörku í vor. Þá byrja ég strax á þeirri næstu, en ég get ekki tjáð mig um efni hennar að svo stöddu. Fyrsta bókin mín, 10 árum yngri á 10 vikum, kom út í Danmörku 2008 og hefur verið þýdd á fimm tungu- mál. Matur sem yngir og eflir er framhald hennar og geymir upp- skriftir að matnum sem ég mæli með í fyrstu bókinni. Í Safaríkt líf er að finna þægilegar og fljótlegar upp- skriftir að söfum og þeytingum og í bókinni frá síðasta ári, 9 leiðir til lífs- orku, kynni ég til sögunnar lífsorku- hringinn og deili uppskriftum að frá- bærum, heilsusamlegum mat.“ Hún segir margt spennandi vera á döfinni, meðal annars tengt sjón- varpi. „Síðastliðið haust var ég upp- tekin við skemmtilegt verkefni fyrir danska sjónvarpið DR1. Ég var þar í hlutverki stjórnanda og næringar- og lífsráðgjafa í þáttum sem hétu í upphafi Botox eller brokkoli, en af því að ekki fékkst leyfi til að nota Botox-heitið var nafninu breytt í Kål eller kanyle, sem gæti útlagst á ís- lensku Kál eða nál. Þættirnir voru byggðir á grunn- hugmyndum bókarinnar 10 árum yngri á 10 vikum og öðrum bókum mínum, þar sem valdir voru 12 þátt- takendur. Helmingur þeirra fór til lýtalæknis, gekkst undir hnífinn og fékk botox-meðferð. Hinir sex studdust við mína ráðgjöf um mat- arræði og hreyfingu og fengu nátt- úrulegar andlitsmeðferðir. Að 10 vikum liðnum komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að náttúrulega leiðin hefði skilað jafngóðum árangri og fegrunaraðgerðir hvað útlitið varðaði, auk þess sem sem mitt fólk reyndist vera mun ánægðara með lífið og tilveruna eftir breytingarnar. Framundan er ýmislegt sem þó er of snemmt að segja frá, en ég mun jafnvel taka að mér að stjórna nýjum sjónvarpsþáttum á svipuðum nótum. Ég er full af orku og ætla að ferðast um heiminn og sækja mér inn- blástur; ég nýt þess að miðla þekk- ingu minni til annarra, það er eitt af því sem gefur lífi mínu gildi.“ Spergilkáls- og myntuþeytingur fyrir 1-2 1 dl soja- eða hrísmjólk 2 dl ananas- eða appelsínusafi 2 þurrkaðar, steinlausar döðlur 2 hnífsoddar vanilluduft 20 blöð af ferskri myntu hálfur banani (eða 1 lítill) 150 g frosið spergilkál 1 msk kaldpressuð hörfræolía 2 msk mysupróteinduft með rauðum penna utan um allt brauð, sykurbættar kökur með hvítu hveiti, gos og sælgæti. Festu á ísskápinn. 28. Skrifaðu niður hvernig þér líður á skalanum 1-10, eins og þú gerð- ir á 15. degi. Skrifaðu það já- kvæða á blað og settu það á ís- skápinn hjá hinum miðunum. 29. Útvegaðu þér reiðhjól og notaðu öll tækifæri til að hjóla þegar veður leyfir. 30. Sýndu þér þakklæti fyrir góðan ásetning og ákvörðun um að sýna ábyrgð og taka málin í eigin hendur. Gerðu eitthvað nærandi, bara fyrir þig. 31. Bakaðu ómótstæðilegu lagkök- una á bls. 150 í bókinni Matur sem yngir og eflir. beggo@mbl.is Staðurinn - Ræktin E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun hafin á janúarnámskeið Hringdu núna til að tryggja þér pláss! Velkomin í okkar hóp! Þú getur strax byrjað að æfa! Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst. Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is S&S stutt ogstrangt Rétta leiðin til að breyta um lífsstíl, komast í kjörþyngd og gott form. 8 eða 16 vikna námskeið – 3x í viku – morgun-, dag og kvöldtímar. TT3 fyrir 16-25 ára. Sjáðu frábæran árangur haustsins á vefnum! Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur - aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Aðeins 15 í hóp. 8 eða 16 vikna námskeið 2x í viku – morgun- og síðdegistímar. Markvissar æfingar í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi. Hámark 6 í hóp.Tilvalin leið til að koma sér í gang! 2 vikna námskeið – 5x í viku. Farið í gegnum röð af yogastöðum í heitum sal. Teygjanleiki vöðvanna aukinn, mikill sviti og vellíðan. 8 vikna námskeið – 2x í víku – kvöldtímar. Líkamsrækt á rólegri nótunum fyrir konur 60 ára og eldri. 8 eða 16 vikna námskeið - 2x í viku - morguntímar. Opnir tímar með fjölbreytilegri líkamsrækt frá morgni til kvölds 6 daga vikunnar. Þrek, þol, liðleiki, pallar, kraft yoga, tabata, zumba... eitthvað fyrir alla! Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Frábær leið til líkamlegrar og andlegrar uppbyggingar. 8 eða 16 vikur – 2x í viku – morgun-, hádegis- og síðdegistímar. Krefjandi æfingakerfi sem miðar að betri líkamsstöðu m.a. með því að styrkja djúpvöðva í kvið og baki og lengja vöðva. 8 eða 16 vikur – 2x í viku – síðdegistímar. Frábær viðbót fyrir korthafa í opna kerfinu: Áherslumiðaður árangur - 35 mínútna hádegistímar. Fríir prufutímar til 15. janúar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.