Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 30
þyngdum séu á þessu tímabili ekki ákjósanlegar. Leg stærri og liðbönd lausari „Bæði eru brjóst og leg stærri fyrst eftir barneignir og liðbönd ennþá lausari en vanalega vegna hormónaáhrifa. Þegar æfingar eru of erfiðar reynir líkaminn með öll- um aðferðum að komast í gegnum æfinguna og notar þá oft aðra vöðva og ranga líkamstöðu. Í þeim tilfellum er verið að auka ranga álagið á stoðkerfið og þjálfunin ekki að skila tilsettum árangri,“ útskýrir Sandra. Hún segir konur sem hafa haft grindarverki eða mjóbaksvandamál á meðgöngunni og finna verki eftir fæðingu þurfa að fá einstaklings- miðaðar leiðbeiningar hjá sjúkra- þjálfara áður en þær fara í hóp- þjálfun. Einangra spennuna Strax eftir fæðingu eiga konur að byrja að gera grindarbotnsæf- ingar. Gott er að byrja á þeim liggjandi á bakinu til að einangra spennuna við grindarbotnsvöðvana. Fara svo smátt og smátt að finna M ikilvægt er að fara varlega og skyn- samlega af stað í þjálfun eftir barn- eign, enda verða miklar breytingar á líkams- starfsemi og líkamsstöðu á með- göngu,“ segir Sandra Dögg Árna- dóttir, sjúkraþjálfari hjá Hreyfingu og meðgöngusundi. Hún starfar talsvert með barnshafandi konum. Hefur ásamt Hólmfríði B. Þorsteinsdóttur sjúkraþjálfara boðið upp á meðgöngusund í laug- inni á Hrafnistu í Reykjavík frá árinu 2001. Hefur það hjálpað mörgum þunguðum konum. „Hver og ein kona þarf að læra að taka tillit til eigin líkams- ástands. Byrja þjálfunina rólega og leggja áherslu á rétta líkams- stöðu í æfingunum til að fá árang- ur af þjálfuninni,“ segir Sandra. Mjóbaks- og mjaðmagrind- arverkir eru algengir á meðgöngu eða í um 45% tilfella. Eftir með- göngu er tíðni þeirra um 25%, seg- ir Sandra. Bætir við að vegna þessa þurfi að varast æfingar þar sem rangt og mikið álag er á liði. Hopp og æfingar með miklum spennuna í fjöl- breyttari stöðum og hreyfingum. Gönguferðir bæt- ast svo við grind- arbotnsæfing- arnar fyrstu vikurnar. „Það er ekki er hægt að gefa eina tiltekna uppskrift af þjálfun eða hvenær má byrja þar sem konur eru í mjög mismunandi þjálfun fyrir og eða eftir meðgöngu. Sumar þjálfa á meðgöngu auk þess sem fæðing og brjóstagjöf gengur mismunandi vel. Hver og ein verður að finna hjá sér hvenær hún er tilbúin í frekari æfingar,“ segir Sandra. Þegar konur byrja að gera æf- ingar skiptir miklu máli að læra að gera þær rétt og hreyfistjórnun því mun mikilvægari en gera erf- itt. Á meðgöngu teygist á kvið- vöðvunum og vegna mikils þrýst- ings myndast bil milli vöðvana. Þegar bilið nær ekki að koma sam- an hefur það slæm áhrif á líkams- stöðu, stöðugleiki bols er minni og öndunarmynstur breytist. Allar hreyfingar á bol verða mun erf- iðari. Þjálfa sig rétt frá byrjun Þó að kviðvöðvarnir gangi sam- an af sjálfu sér að mestu leyti fyrstu átta vikurnar eru þeir að taka stöðugum breytingum, þar sem kviðvöðvarnir eru að stækka og þykkna allt fyrsta árið eftir barneign. Því skiptir miklu máli, segir Sandra, að þjálfa sig rétt strax frá byrjun og gera sér grein fyrir að gæði æfinganna skiptir meira máli en annað. Líkamsræktarstöðin Hreyfing býður upp á námskeið hjá Söndru Dögg fyrir nýbakaðar mæður. Markmiðið með námskeiðinu er að aðstoða móðurina við að koma lík- amanum í form eftir barneign og aðstoða þær við að snúa sér aftur að fyrri þjálfun eða byrja að stunda þá hreyfingu sem þær hafa áhuga á. Læra rétta líkamsstöðu „Áherslan í mömmuleikfiminni verður fyrst og fremst á að læra rétta líkamsstöðu og líkamsbeit- ingu við framkvæmd æfinga. Með það að leiðarljósi er hægt að gera góðar æfingar sem taka vel á með börnin með sér í tímanum,“ segir Sandra Dögg Árnadóttir að síð- ustu. sbs@mbl.is www.hreyfing.is Facebook.com/mömmuleikfimi Æfingar fyrir barnshafandi konur og nýbakaðar mæður. Verkir eru algengir. Hopp með miklum þyngdum ekki ákjósanleg. Kviðvöðvarnir stækka og þykkna allt fyrsta árið eftir barneign. Sjúkraþjálfarar leiðbeina. Sandra Dögg Árnadóttir Góðar æfingar með börnin í tíma Gæðastund Samvera móður og barns er mik- ilvæg til að styrkja tengsl og svo er hið besta mál ef hægt er að samþætta það einhvers- konar líkamsæfingum eins og hér sést. Æfing Það er mikilvægt að teygja vel en standa þannig að hlutum að líkaminn, vöðvar hans og sinar, fái allar nokk- uð jafna áreynslu. 30 | MORGUNBLAÐIÐ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: Þín heilsa – þín skemmtun Landskeppni í hreyfingu ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 62 40 9 12 /1 2 Skráðu þig Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Lífshlaupið byrjar 6.febrúar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.