Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 28
T éður vefur, cafesigrun.is, er hafsjór uppskrifta og upp- lýsinga um hollan mat og matargerð, og ljóst að nokkur vinna er lögð í vef- inn. Hvaðan kemur Sigrúnu innblást- urinn og eldmóðurinn? „Árið 2003 þegar ég opnaði fyrstu útgáfu vefsins voru engin matarblogg til að ráði, a.m.k. ekki sem fjölluðu um mataræði sem hentaði mínum dynt- um,“ segir Sigrún. „Ég opnaði vefinn því fyrir mig eingöngu, til að halda ut- an um uppskriftirnar sem annars voru skrifaðar á bréfsnepla. Jóhann- es Erlingsson, eiginmaður minn, er forritari og hjálpaði mér í þessu öllu og gerir enn.“ Þess má geta að í dag eru rúmlega 10.000 „aðdáendur“ á Facebook-síðu Café Sigrúnar. „Ég held að þetta áhugamál mitt sé keyrt áfram af notendum sem eru svo ótrú- lega duglegir við að skilja eftir fal- legar athugasemdir á vefnum. Svo er bara svo óskaplega gaman — en um leið kostnaðarsamt reyndar —að gera tilraunir í eldhúsinu!“ Sykurinn er alls staðar Það er kunnara en frá þurfi að segja að Íslendingar eru margir hverjir alltof þungir. Sigrún hefur skýrar hugmynd um það hvaða grundvallarbreyting á mataræði myndi breyta mestu hér um til betri vegar. „Mín einkennisorð eru „hollustan hefst heima“. Ég elda nánast allt frá grunni og það þarf ekki að taka meiri góður fitugjafi, og þarna gildir bless- að meðalhófið, svo því sé haldið til haga.“ Kennum börnunum betur Foreldrar þekkja flestir að það getur verið snúið að fá hollustuna of- an í þau. Sigrún kann gott ráð hvað þetta varðar. „Ég er eitilharður fylg- ismaður þess að kenna börnum að þekkja hráefnin í matnum, hvaðan þau koma, hvernig maður setur sam- an máltíðir, hvaða áferð fylgir til- teknum ávöxtum, grænmeti og fleira,“ útskýrir Sigrún. „Dóttir mín sem er þriggja ára þekkir vel muninn á kúrbít og gúrku, rauðlauk, granateplafræjum og pistasíuhnet- um. Hún aðstoðar mig í eldhúsinu á hverjum degi. Sonur minn, 18 mán- aða, er farinn að babbla sömu orðin líka því hann apar auðvitað allt eftir. Svona er þetta keðjuverkandi. Börn eru forvitin um umhverfi sitt og það á maður að nýta vel. Ekki þarf að taka langan tíma að sýna krökkum græn- meti og ávexti í búðinni, nefna litina, leyfa þeim að finna áferðina, lyktina, í hvað hráefnið er notað og svo fram- vegis,“ segir Sigrún með áherslu- þunga. „Þetta má líka gera bara við matborðið, tekur nokkrar mínútur. Ef þetta er ekki hægt virka daga, má gera þetta um helgar þegar flestir eru í fríi. Stundum höfum við smakks- tund og smökkum þá á hinu og þessu og það er alltaf gaman. Leyfa þarf eldri börnum að útbúa mat frá grunni og kenna þeim grunnuppskriftir eins og að búa til góða súpu, brauð og pottrétt. Slíkt hefur gríðarlega mikla þýðingu þegar þau flytja að heiman og standa á eigin fótum. Að geta eld- að góða og einfalda máltíð gefur færri tækifæri til skyndibitakaupa.“ Sigrún bætir því við að nauðsyn- legt sé líka að passa að börnin sofi nóg. „Tengsl geta verið á milli of- þyngdar og of lítils svefns, sér- staklega hjá börnum, en svefnleysi getur haft áhrif á hormónajafnvægi sem aftur getur haft áhrif á matarlyst og fleira. Það er einmitt sérstakt áhugasvið mitt í MSc náminu mínu í heilsusálfræði sem ég stunda nú hérna í London. Svo vil ég í fúlustu al- vöru láta banna allt sælgæti, kökur og draslmat á leikskólum. Veit að þetta er róttæk hugmynd en börnin fá þetta hvort sem annars staðar en þar sem þau verja einna mestum tím- anum á unga aldri ætti ekki að bjóða þeim upp á þetta.“ Sigrún er grænmetisæta og bragð- ar ekki kjöt. Skyldi sá lífstíll helgast af smekk og bragðinu eða ráða „prin- síp“ þar líka miklu um? „Ég legg mér aldrei kjöt til munns og hef verið grænmetisæta í 15 ár. Maðurinn minn borðar kjöt einstaka sinnum og börnin sömuleiðis. Ég kúgaðist við lambakjöt þegar ég var yngri og mér þótti það aldrei gott og þar fyrir utan myndi ég aldrei nokk- urn tímann kaupa né elda kjöt af dýri sem lifað hefur við bágar aðstæður. Hér í London er gott úrval af „free- range“ kjöti og eggjum og það kaupi ég eingöngu ef ég kaupi kjöt fyrir aðra heimilismeðlimi,“ segir Sigrún. Besta matinn segist hún yfirleitt fá á góðum grænmetisveitingastöðum eða á hráfæðisstöðum. „Reyndar er aust- ur-afrískur matur í miklu uppáhaldi en í þeim hluta álfunnar hef ég ferðast þó nokkrum sinnum. Líklega skiptir lyktin og hráefnið mestu máli. Ef ég finn lykt af hvítlauk, engiferi og chili í matreiðslu verð ég lin í hnján- um.“ Meðalhófið er alltaf best Sífellt fleiri gerast meðvitaðir um þá valkosti sem í boði eru gagnvart hvítum sykri og fleiru, og eflaust margir sem leiða hugann að því þegar bakstursvertíð landans er fram- undan. En geta hollari innihaldsefni – á borð við spelti, hrásykur og kók- osfeiti – í öllum tilfellum komið í stað hveitis, sykurs og smjörs? „Já, algjörlega. Ég hef ekki notað hveiti í 10 ár, ekki keypt einn poka. Spelti inniheldur aðeins fleiri næring- arefni en hveiti en inniheldur álíka mikið af hitaeiningum. Ég nota spelti því vinnslan á því er frábrugðin hveit- inu og glúteinsamsetningin er eilítið frábrugðin hveitinu. Ég baka reyndar líka mikið úr möndlumjöli og kók- oshveiti,“ bætir Sigrún við. „Það er samt ágætt að hafa í huga að það verður enginn heilsusamlegur af því að borða ótæpilega af hrásykri, þó hann sé hrásykur. Hann er bara ekki alveg jafn ferlega slæmur og hvítur sykur. Ég reyni eftir fremsta megni að nota eins lítinn sykur og ég get en ég vil samt hafa kökur og svoleiðis sætar og þar sem ég get nota ég sætu eins og döðlur, ferska ávexti, barna- mat og svo nota ég Rapadura hrásyk- ur, kókossykur og venjulegan hrá- sykur líka þar sem við á. Þetta fer allt eftir uppskriftinni og hverju ég er að leita eftir í bragði og áferð. Ég er reyndar á því að fólk sem borðar hreint smjör, hveiti og sykur en í litlu magni sé álíka vel sett og fólk sem er eins og ég sem borða kókosolíu, spelti og hrásykur í allt of miklu magni. Það er þetta með meðalhófið sem og aðra þætti sem spila inn í, hreyfingu, erfðir og fleira. Ég þekki fólk sem hefur borðað kjöt, og smjör og lítinn sem engan hvítan sykur í áratugi og er við hestaheilsu en ég þekki líka fólk sem hefur borðað grænmeti og hvítan sykur í áratugi og er ekki við góða heilsu. Og svo öfugt. Svo gott er að hafa í huga að meðalhófið er alltaf best, sama hvað maður borðar. Að endingu er forvitnilegt að spyrja Sigrúnu hvort hún víki aldrei af hinum beina og breiða vegi betri fæðu — kemur aldrei fyrir að hún sukkar svolítið og svindlar á hollust- unni? „Ég svindla aldrei því ég hef ekki borðað sælgæti í yfir 25 ár, eða frá 12 ára aldri, svo það myndi aldrei fara inn fyrir mínar varir. Hins vegar er ég veik fyrir súkkulaði, og þá lífrænt framleiddu, með hrásykri, nema hvað. Ég fær mér því mola á hverjum degi, yfirleitt 70% súkkulaði. Svoleið- is tel ég mér trú um að ég sé að fá mér „vítamín“ um leið og ég hugsa um andoxunarefni og járn sem súkkulaðið inniheldur. Önnur vítamín tek ég ekki inn og hef aldrei gert, en gæti þess bara að borða nógu fjöl- breyttan mat.“ jonagnar@mbl.is Hollustan hefst heima Sigrún Þorsteinsdóttir hefur haldið úti fróðleiks- og upp- skriftavefnum Café Sigrún undanfarin ár, við góðan orðs- tír þeirra sem vilja í senn bragðgóðan og hollan mat. Sig- rún hefur bæði vit á hollustu og skoðanir á mat. ’Ég er eitilharður fylg-ismaður þess aðkenna börnum að þekkjahráefnin í matnum. Sælkeri „Líklega skiptir lyktin og hráefnið mestu máli. Ef ég finn lykt af hvítlauk, engiferi og chili í matreiðslu verð ég lin í hnjánum.“ tíma en að panta sér skyndibita,“ bendir hún á. „Tökum pizzu sem dæmi. Það má gera marga botna í einu og frysta, gera góða pizzasósu og frysta og svo má setja alls kyns álegg, sem maður á til, ofan á. Jafnvel má frysta tilbúnar pizzur til að hita upp síðar. Ég legg mikið upp úr því að gera mat sem gera má í miklu magni og síðan frysta, eins og pottrétti og súpur. Það er svo ótrúlega mikilvægt að við borðum óunninn mat, án auka- efna, rotvarnarefna, litarefna og alls þess sem troðið er í alls kyns álegg, pakkasúpur, skyndibita, kex og þess háttar. Ef við hættum að borða rusl og allan þennan sykur sem er bók- staflega alls staðar myndi ástandið aðeins skána.“ Gallinn er eftir sem áður sá að flestir eru veikir fyrir sætum mat, og sama er að segja um fitu. Hvernig er best að snúa á þessa sykur- og fitu- fíkn? „Það er algengur misskilningur að fólk eigi að forðast fitu til þess að lifa hollara líferni. Fita getur verið af hinu góða svo lengi sem fólk hreyfir sig og borðar ekki djúpsteiktan mat í öll mál. Ég borða líklega meiri fitu en allir sem ég þekki til samans en fitan er úr hnetum, avocado, kókosolíu og svoleiðis góðgæti. Ég nota aldrei transfitusýrur og þær ætti að forðast eins og heitan eldinn,“ bendir Sigrún á. „Hnetusmjör er borðað nánast daglega á heimilinu og bæði ungir og aldnir vilja það sem viðbit á brauð. Mér þykir best að útbúa hollt konfekt til að eiga í ísskápnum ef sætu- nartþörfin kemur yfir mig. Einn moli og maður er góður í langan tíma því fitan í hnetunum er saðsöm. Hörf- ræsolía og ólífuolía út á salöt eru líka 28 | MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 6, 108 Rvk, sími 568 3868 www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Glímir þú við stjórnleysi í áti og þyngd! Þá gætir þú átt við matar- eða sykurfíkn að stríða. Næstu byrjendahópar hefjast 07.01.13. og 28.01.13. Framhaldshópar hefjast í byrjun janúar. Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur: • Fræðslu um offitu, matar/sykurfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar. • Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni. • Einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning í meðferðahópum og einstaklingsviðtölum. • Leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald. • Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl. www.matarfikn.is Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar: „Meðferðin hjá MFM hefur bjargað lífi mínu, hún er einstök og nálgast offituvandann og átraskanir út frá sjónarhorni fíknar. Vonandi lifir og stækkar MFM módelið í réttu hlutfalli við vandann sem er við að etja í samfélaginu“. „Frábært starf og ánægður með þá elsku og umhyggju sem skín í gegn frá ykkur sem starfið þarna :-)“. Það sem við bjóðum uppá í vetur: · 12 vikna meðferð fyrir nýliða og þá sem þurfa að komast í „fráhald“. Meðferðin hefst með helgarnámskeiði og síðan tekur við daglegur stuðningur við matarprógramm, vikulegir meðferðarhópar, fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora starfi. · Fráhald í forgang: 16 vikna framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið 12 vikna meðferðinni og vilja áframhaldandi stuðning og dýpri vinnu. · Innra særða barnið. 16 vikna námskeið fyrir þá sem hafa verið í 12 spora vinnu og/eða lokið „Fráhald í forgang“ námskeiði. M.a. unnið eftir bókinni „Heimkoman“ eftir John Bradshaw. · 9 mánaða framhaldshópa sem hittast einu sinni í mánuði. Þessir hópar eru hugsaðir sem stuðningur við fráhald og 12 spora starf. · Einstaklings- og dáleiðsluviðtöl hjá Esther Helgu Guðmundsdóttur, matarfíknarráðgjafa og dáleiðslutækni. · Einstaklingsviðtöl hjá Lilju Guðrúnu Guðmundsdóttur, matarfíknarráðgjafa. Áhugasamir hafi samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is Velkomin á fræðslu- og kynningarfund miðvikudaginn 9.01.13. kl. 20.00, í Síðumúla 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.