Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ L ogi hefur ennfremur haldið fjölda fyr- irlestra vítt og breitt um landið, og þar, eins og í þjálfuninni, leggur hann mikla áherslu á hugarfarið þegar fólk stendur andspænis ákveðnu verkefni. Hvernig lýsir Logi fyrsta skrefinu í átt að heil- brigðari lífsstíl? Markmiðasetning er lykillinn „Fyrsta skrefið er yfirleitt komið þegar við- komandi hefur samband við mig. Þá veit ég að boltinn er hjá mér og ég stýri ferðinni eftir það,“ útskýrir Logi. „Ég legg mikla áherslu á að vera öðruvísi og bjóða uppá allt aðra þjón- ustu en aðrir á markaðnum. Ég vinn eftir ákveðnu viðskiptamódeli sem snýst um að kenna fólki að setja sér markmið og vinna eftir þeim. Ég er að þjálfa atvinnumenn jafnt sem anti-sportista, unglinga og gamalmenni, allt í senn. Fólk sem kemur til mín finnur að það lærir að tileinka sér nýjan lífstíl og þá bæði andlega og líkamlega. Ég lít á mig sem skip- stjóra á heilsuskipi sem kippir fólki á hunda- sundi sem á langt í land upp í bát til mín. Þá kenni ég því að æfa og borða og setja sér SMART markmið. Síðan sigli ég því á þurrt land og það getur haldið áfram sjálft eftir það. 90% af árangri fólks koma í gegnum mataræði. Æfingarnar lít ég á sem viðbætur við það. Æf- ingaprógramm er ekkert annað en verkfæri sem þarf að læra að nota, í réttu magni, með réttri tækni og í einhverjum tilgangi. Það þarf enginn að vera með blóðbragð í munninum til þess að ná árangri.“ Logi útskýrir í framhaldinu nánar hvað ná- kvæmlega felst í SMART markmiðasetningu. „SMART markmiðasetningin virkar alltaf: S = Skýr: mikilvæg, læsileg og skiljanleg. M =Mælanleg: þú verður að vita hvenær þú hefur náð þeim. A = Alvöru: þú verður að geta náð þeim. R = Raunhæf: það má ekki taka of langan tíma að ná þeim. T = Tímasett: settu lokatíma á markmiðin. Þetta er þægilegt módel til að halda utan um markmiðin. Hinsvegar snýst þetta alltaf í lok dagsins um hugarfar.“ Hugarfar keppnismannsinns Ef til vill veigra einhverjir sér við því að leita til þjálfara sem á að baki mörg ár sem at- vinnumaður í þýsku úrvalsdeildinni í hand- bolta, og spyrja sig jafnvel hvort það sé eitt- hvað fyrir meðaljóninn. Lítur Logi á sig sem strangan þjálfara? „Ég er metnaðarfullur og gefst ekki upp á þeim sem leita til mín,“ segir Logi með áhersluþunga. „Ég legg mikið upp úr eftirfylgni og sendi gjarnan hvetjandi sms- skilaboð um helgar til skjólstæðinga minna, og minni þau á það sem skiptir mestu máli; að halda blóðsykrinum í jafnvægi yfir daginn og minna þau á markmiðin sem við settum okkur en þau eru alltaf til 4 vikna í senn.“ Logi bend- ir á í framhaldinu að hann líti á kúnnana sem samherja sína í ákveðnu verkefni og þeir séu í raun hans besta auglýsing. „Ég vil að word-of- mouth auglýsingin — orðsporið — og árang- urinn sem mitt fólk nær fái annað fólk til að koma að prófa. Það er í þessu eins og öllu öðru — gæðin fara í gegn.“ Logi minnir á í þessu sambandi að hann komi fram við sjálfan sig með sama aganum og hann temur sínum viðskiptavinum. „Ég hef ávallt litið á sjálfan mig með gleraugum gagn- rýninnar. Ég hef það alltaf að markmiði að vera besta mögulega útgáfan af sjálfum mér og vil hjálpa öðrum við að vera það líka. Ég held að það sé líka ein af ástæðunum fyrir því að ég hef náð þeim árangri sem ég státa af. Ég er nú samt þannig að ég lít aldrei í baksýnis- spegilinn og velti mér ekki uppúr því hvað ég gerði, því þá hef ég ekki gert mikið í dag.“ Að sögn Loga er það þessi löngun að vilja hjálpa öðrum að líða vel sem dregur hann út í daginn. „Ég hef tekið eftir því að það er fólk á milli 30 og 60 ára sem dauðlangar að fara að hreyfa sig en hreinlega kann það ekki og veit ekki hvar það á að byrja. Það kemur til mín og ég leiðbeini þessum hópi að taka sín fyrstu skref í bættum lífstíl þar sem ég breyti hindr- unum þeirra í ný tækifæri. Ég lít á það sem styrkleika að hafa farið í gegnum þetta allt sjálfur, þyngt mig um 15 kg, létt mig um 14 kg, þannig að ég veit hvernig er best að gera þetta. Ég bý líka að ágætis reynslu þar sem líkaminn var minn vinnustaður sem atvinnu- maður hjá Lemgo í Þýskalandi.“ Allt í botn og engar bremsur Að sögn Loga eru nokkrir grunnþættir sem þurfa að vera í lagi vilji fólk tileinka sér heil- brigðan lífsstíl. „Ég tala stundum um eftirfar- andi formúlu í þessu sambandi: skipulagning, agi, markmið + rétt formúla í æfingum og mataræði = árangur. Þetta er það sem ég geri þegar fólk kemur til mín í þjálfun. Ég geri fyr- ir það skothelda einstaklingsmiðaða formúlu sem það þarf bara að fylgja. Flóknara er það ekki.“ Logi er með mörg járn í eldinum, og hefur svo verið síðan hann kom heim frá Þýskalandi. Hvert sækir hann hvatningu og innblástur til að klára þau verkefni sem hann tekst á við? „Ég reyni að nýta tímann því annars nýtir hann mig. Ég segi stundum að ég reyni að láta hvern dag telja en tel ekki dagana. Svo er ég með fleiri tugi markmiða sem ég skrifa niður og elti. Þannig verða hlutirnar að veruleika hjá mér. Skýr markmið veita skýra sýn, og ég lifi nákvæmlega því lífi sem mig langar til.“ Þegar Logi vill kasta mæðinni og slaka vel á fer hann hann hinsvegar gjarnan með fjölskylduna til sólarlanda til að hlaða rafhlöðurnar. „Það er öllum hollt að skipta reglulega um umhverfi. Ég nýt lífsins á hverjum degi hér á Íslandi, elska að hitta nýtt fólk og hjálpa því. Það breytir því ekki að mér finnst gott að breyta til og geri það tvisvar til þrisvar sinnum á ári, í faðmi fjölskyldunnar.“ Ekki veitir víst af þar sem nóg er um að vera hjá Loga eftir áramót- in. „Ég er að klára viðskiptafræðina í Háskól- anum á Bifröst um næstu jól, samhliða því að spila handbolta með FH og sinna þjálfuninni og auðvitað fjölskyldunni. Þannig að það er nóg að gera. Og árið 2013? Árið 2013 verður bara eins og 2012, allt í botn og engar bremsur. Það var uppselt hjá mér 9 mánuði af 12 á árinu 2012 og ég býst ekki við minni aðsókn á næsta ári“ segir Logi og lýkur spjallinu á vel valinni hvatningu: „Aim high, you usually hit where you aim.“ jonagnar@mbl.is Að láta hvern dag skipta máli Logi Geirsson er landanum að góðu kunnur fyrir afrek sín á handboltavellinum enda einn af silfurdrengjunum frá Peking, eins og landsliðshópurinn er oft nefnd- ur. Hin seinni misseri hefur hann ennfremur látið til sín taka við einkaþjálfun og fjarþjálfun. Þar temur hann þátttakendum hug- arfar keppnismannsins — og sigurvegarans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Metnaður „Ég hef ávallt litið á sjálfan mig með gleraugum gagnrýninnar. Ég hef það alltaf að markmiði að vera besta mögulega útgáfan af sjálfum mér og vil hjálpa öðrum við að vera það líka,“ segir Logi Geirsson handboltamaður og einkaþjálfari. ’Að sögn Loga er það þessilöngun að vilja hjálpa öðr-um að líða vel sem dregurhann út í daginn. „Ég hef tekiðeftir því að það er fólk á milli 30 og 60 ára sem dauðlangar að fara að hreyfa sig en hrein- lega kann það ekki og veit ekki hvar það á að byrja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.