Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2013
Lýsing á tillögu
að deiliskipulagi í Borgarbyggð
Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna
fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir fólkvanginn
í Einkunnum í landi Hamars í Borgarbyggð,
sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsáformin eru í samræmi við aðal-
skipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og voru
þau samþykkt á 90. fundi sveitarstjórnar
Borgarbyggðar hinn 13.9. 2012.
Fyrirhuguð deiliskipulagstillaga nær m.a.
til 272 hektara svæðis sem var friðlýst af
umhverfisráðherra árið 2006 en í aðalskipu-
lagi Borgarbyggðar 2010-2022 er svæðið
skilgreint sem náttúruverndarsvæði og
landbúnaðarsvæði. Markmið skipulagsins
er m.a. að lagfæra aðkomuveg, útbúa bíla-
stæði, fjölga gönguleiðum, breyta reiðleiða-
kerfi á svæðinu, byggja upp áningastað fyrir
hestamenn, skilgreina lóðir og byggingar-
reiti o.fl.
Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu
Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í
Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,
Borgarnesi, frá 14. – 28. janúar 2013 á skrif-
stofutíma.
Athugasemdum skal skila í Ráðhúsi Borgar-
byggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi,
eigi síðar en 28. janúar 2013 og skulu þær
vera skriflegar.
Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður
fjallað um deiliskipulagstillöguna og hún
kynnt samkvæmt skipulagslögum nr.
123/2010.
Borgarbyggð, í janúar 2013,
Jökull Helgason
skipulagsfulltrúi.
Vinningsnúmer
í happdrætti Áss styrktarfélags 2012
1. vinningur Chevrolet Cruze LTZ 5 dyra
að andvirði kr. 3.690.000 kom á miða númer
5096.
2.-8. vinningur: Heimilistæki frá Bræðrunum
Ormsson að andvirði 200.000 hver vinningur.
1451, 7415, 9290, 9914, 12614, 15911, 19757.
Upplýsingar á heimasíðu félagsins
www.styrktarfelag.is
Félagið óskar landsmönnum gleðilegs árs
og þakkar veittan stuðning.
Raðauglýsingar
Tilkynningar
www. radum. i s
radum@radum. i s
S ím i 519 6770
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
að Morgunblaðinu á 4.190 kr. á mánuði.
Áskrifendur Morgunblaðsins
fá 90% afslátt og greiða AÐEINS 419 kr.
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Umsjón með sjálfbærniverk-
efni Alcoa og Landsvirkjunar,
sem var sett á laggir árið 2004
hefur verið flutt til Aust-
urbrúar á Egilsstöðum. Sam-
komulag þess efnis var und-
irritað eystra í dag. Austurbrú
er sjálfseignarstofnun, sem
stofnuð var á síðasta ári á
grunni ýmissa stofnana eystra
á sviði markaðs-, atvinnu- og
menningarmála.
Kanna langtímaáhrif
Forsaga sjálfbærniverkefn-
isins er sú að 2004 tóku fulltrú-
ar ýmissa hópa, sem voru bæði
fylgjandi og andvígir fram-
kvæmdunum á Austurlandi,
ákvörðun um að fylgjast með
ýmsum þáttum sem snúa að
áhrifum framkvæmdanna
bæði á Austurlandi og á lands-
vísu. Verkefnið er hugsað til
minnst tuttugu ára og er ætlað
að kanna langtímaáhrif stór-
framkvæmda á umhverfi, sam-
félag og efnahag.
Í verkefninu, sem er hlið-
stæðufátt, eru 45 þættir rann-
sakaðir með reglulegri vöktun
og snúa þeir m.a. að þróun í at-
vinnuþátttöku fólks á svæðinu,
umhverfismálum, þróun fast-
eignaverðs, fjárhagsstöðu
sveitarfélaga, gæðum skóla og
almennri velferð borgaranna.
Einnig er fylgst með því
hvernig uppsöfnun aurs við
Hálslón þróast og hvernig flú-
or í gróðri er háttað. Fylgst er
með loftgæðum, ástandi heiða-
gæsa og því hvernig ferða-
þjónustan þróast svo fátt eitt
sé nefnt.
„Á vefnum sjalfbaerni.is er
gerð grein fyrir öllum þeim
vísum sem fylgst er með. Er
þess vænst að vefsíðan, sem er
opin öllum og er miðpunktur
verkefnisins, verði í framtíð-
inni vettvangur til upplýsinga
um sögu verkefnisins og sjálf-
bærnimælinga og að hún nýt-
ist skólasamfélagi, stofnunum,
fjölmiðlum og nærsamfélagi,“
segir í tilkynningu frá að-
standendum málsins.
sbs@mbl.is
Sjálfbær Frá undirritun, Sigurður Guðni Sigurðsson frá Landsvirkjun, Karl Sölvi Guðmunds-
son framkvæmdastjóri Austurbrúar og Janne Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls.
Austurbrú sér um sjálfbærni
Fylgjast
með þróun
samfélags og
stóriðjuáhrifa