Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2013 9
Styrkir úr Sprotasjóði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir
eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-,
grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins
2013-14. Hlutverk sjóðsins er að styðja við
þróun og nýjungar í skólastarfi.
Í 4. gr. reglugerðar nr. 242/2009 um Sprotasjóð
leik-, grunn- og framhaldsskóla segir:
Leikskólastjórar, skólastjórar eða skóla-
meistarar fyrir hönd skóla, kennarahópa eða
einstakra kennara geta sent inn umsókn. Aðrir
aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í
samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal
staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.
Áherslusvið sjóðsins verða að þessu sinni:
a) Mat á námi með hliðsjón af nýjum
aðalnámskrám
b) Jafnrétti í skólastarfi
c) Kynjafræði, kynheilbrigði og klám; – í sam-
hengi við grunnþætti menntunar
Við mat á umsóknum verður skoðað hvernig
verkefnin falla að hlutverki Sprotasjóðs ásamt
því að markmið verkefnis séu skýrt fram sett,
að verkefnisstjórn sé vel skilgreind, að
raunsæjar kostnaðar-, verk- og tímaáætlanir
séu lagðar fram, og að framlag samstarfsaðila
sé tryggt og vel skilgreint.
Umsóknir sem falla utan ofannefndra áherslu-
sviða fá sérstaka umfjöllun í ljósi áhrifa
verkefna á menntun.
Fyrir skólaárið 2013 – 2014 verða til
úthlutunar allt að 45 milljónir kr.
Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um
styrki skulu vera á rafrænu formi. Sækja þarf
um aðgang að umsóknavef Sprotasjóðs,
www.sprotasjodur.is. Tekið verður á móti
umsóknum frá 11. janúar til 28. febrúar 2013.
Nánari upplýsingar um Sprotasjóð veitir Gunn-
hildur Helgadóttir hjá Rannsókna- og
þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í síma
460 8900 eða í tölvupósti á gh@unak.is
Styrkir
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
auglýsir verkefna- og ferðastyrki til
umsóknar á árinu 2013.
Fyrsti frestur rennur út 1. febrúar 2013.
Nánari upplýsingar á icelandicartcenter.is
Æskulýðssjóður
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir
eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði
sem starfar samkvæmt lögum nr. 70/2007 og
reglum nr. 60/2008. Umsóknarfrestur er til
1. febrúar 2013. Nánari upplýsingar og
úthlutunarreglur sjóðsins er að finna á vef
mennta- og menningarmálaráðuneytisins,
www.menntamalaraduneyti.is
Auglýsing um
deiliskipulagstillögu
ásamt umhverfisskýrslu vegna Litla-
Hrauns, Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir hér með tillögu að
deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Litla-
Hrauns í Borgarbyggð, sbr. 41. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, sbr.
7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.
105/2006.
Tilefni deiliskipulagsgerðar eru áform um
uppbyggingu á jörðinni Litla-Hrauni sem er
gamalt lögbýli en verið hefur í eyði. Gert er
ráð fyrir að endurnýja gamla húsakostinn á
Litla-Hrauni og afmarka að auki tvær lóðir
fyrir íbúðarhús, aðra við gamla býlið en hina
nokkuð sunnar.
Engin fomleg vegtenging er að býlinu nema
yfir sjávarströnd þar sem gæta þarf
sjávarfalla, en aðkoma að öðru leyti er frá
þjóðvegi 54 um afleggjara að Stóra-Hauni
sem er næsta jörð vestan við Litla-Hraun.
Gert er ráð fyrir uppbyggingu vegar sem
mun tengja saman nýju íbúðarhúsalóðirnar.
Í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022
er jörðin skilgreind sem landbúnaðarsvæði,
auk þess að hluta til sem hverfisverndar-
svæði vegna Eldborgarhrauns en stór hluti
eldhraunsins er innan marka jarðarinnar
Litla-Hauns. Hraunið fellur undir flokkinn
„Hverfisvernd, nútímahraun“, skv. aðal-
skipulaginu og verða byggingarreitir lóða
ekki staðsettir innan þess svæðis í fyrirhug-
uðu deiliskipulagi. Skv. aðalskipulagi Borgar-
byggðar 2010-2022 er heimilt að byggja allt
að 4 íbúðarhús á lögbýlum sem eru stærri en
100 ha, en stærð jarðarinnar Litla-Hrauns er
833 ha skv. Þjóðskrá. Ekkert deiliskipulag er
fyrir á þessu svæði.
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar hinn
13. desember 2012 var deiliskipulagið ásamt
umhverfisskýrslu samþykkt til auglýsingar í
samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til
sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut
14, Borgarnesi, og á heimasíðu sveitar-
félagsins, www.borgarbyggd.is, frá 15. jan-
úar til og með 26. febrúar 2013.
Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhúsi
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgar-
nesi, eigi síðar en 26. febrúar 2013.
Borgarbyggð, í janúar 2013,
Jökull Helgason
skipulagsfulltrúi.
Styrkir
til náms í hafrétti
Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og
fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla
Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar
að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði
hafréttar.
Að stofnuninni standa Háskóli Íslands,
utanríkisráðuneytið og atvinnu- og
nýsköpunarráðuneytið.
Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfar-
andi styrki til náms í hafrétti til umsóknar:
1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti
á háskólaárinu 2013-2014.
2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði
Ródos-akademíunnar í hafrétti 30. júní
-19. júlí 2013.
Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands,
utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150
Reykjavík, fyrir 1. febrúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar,
forstöðumaður stofnunarinnar, í síma
545 9900.
Samband íslenskra
sveitarfélaga
Styrkir
úr Endurmenntunarsjóði
grunnskóla 2013
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir
umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla
vegna endurmenntunarverkefna skólaárið
2013-2014.
Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun
fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta
sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal
grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög,
símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir.
Gert er ráð fyrir að endurmenntunarverkefnum
verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skóla-
ársins 2013-2014. Verði ekki unnt að ljúka
námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur
styrkveiting niður.
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að
þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verk-
efna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum:
Skólanámskrá í ljósi nýrrar aðalnámskrár.
Námsmat og árangursrík kennsla á
unglingastigi.
Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu
formi. Í umsóknum skal gefa ýtarlegar upplýs-
ingar um hvers konar endurmenntun umsækj-
andi hyggst bjóða, m.a. markmið námsins,
stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttakenda,
skipulag kennslu, stjórnun, ábyrgðarmann og
annað það sem máli kann að skipta við mat á
umsókn. Einnig skal leggja fram kostnaðar-
áætlun. Þær umsóknir einar koma til álita sem
sýna fram á að endurmenntunarverkefnin
mæti þörfum grunnskólans, séu byggð á
skólastefnu, aðalnámsskrá, fagmennsku og
gæðum. Sjóðurinn veitir ekki fé til ferða og
uppihalds þátttakenda.
Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk
verður gerður sérstakur samningur um hvert
endurmenntunarverkefni.
Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2013.
Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á
heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga,
www.samband.is. Umsóknir á öðru formi
verða ekki teknar gildar.
Nánari upplýsingar um Endurmenntunarsjóð
grunnskóla veitir Klara E. Finnbogadóttir í síma
515 4900 eða í tölvupósti á
klara.e.finnbogadottir@samband.is.
Styrkir
Þjónustuauglýsingar
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is