Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is K eppnin var mjög spenn- andi, það voru margar góðar hljómsveitir sem tóku þátt í henni,“ seg- ir Ásþór Loki Rún- arsson, gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni Meistarar dauðans, en hún sigraði nýlega í hljómsveit- arkeppninni Tónabær rokkar. Þeir eru að vonum ánægðir með sigurinn en leggja mikla áherslu á að mark- mið þeirra sé fyrst og fremst að skemmta öðrum og sjálfum sér. „Tónabær rokkar er keppni fyrir grunnskólana sem var sett á lagg- irnar til þess að krakkar sem eru undir þrettán ára aldri hafi vettvang til að koma fram og keppa, vegna þess að það er þrettán ára aldurs- takmark í Músíktilraunum,“ segja Meistarar dauðans sem spiluðu fjög- ur frumsamin lög í Tónabær rokkar. Eitt af þeim lögum heitir Drekinn og í viðlaginu koma þessi orð m.a fyrir: Brennir, eyðir, falsar, flýgur, brýtur meiðir, logar, lýgur. Þeir segja text- ann fjalla um vonda foreldra. „Drek- inn í steypuhellinum er barn sem for- eldrar ala þannig upp að það verður skíthæll.“ „Ég elska að tromma og fékk trommusett fimm ára“ Hljómsveitin er ung að árum í tvennum skilningi, meðlimirnir eru á aldrinum níu til fjórtán ára og hljóm- sveitin varð til fyrir aðeins einu ári. „Við byrjuðum fyrst bara þrír, við bræðurnir, ég og Þórarinn Þeyr sem spilar á trommur og bassaleikarinn Albert Elías Arason. En svo bættist Bjarki Mar Jónsson söngvari við í haust og loks Árni Dagur, bróðir Al- berts, á hljómborð,“ segir Ásþór. Það eru því tvennir bræður í hljóm- sveitinni og Bjarki er systkinabarn þeirra Ásþórs og Þórarins. Ásþór er elstur, nýorðinn fjórtán ára, Albert tólf, Bjarki þrettán, Árni Dagur tíu og Þórarinn Þeyr níu ára. „Ég elska að tromma. Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég byrjaði að tromma á fullu með sleifum á potta. Meistarar dauðans komnir til að vera Þeir segjast ekki vera fastir í einhverri einni tónlistarstefnu, þó svo að þeir kunni vel að meta þungarokk. Þeir byrjuðu að spila fyrir ári en gerðu sér lítið fyrir og unnu nýlega hljómsveitarkeppnina Tónabær rokkar. Trymbill Þórarinn Þeyr fer á kostum á trommunum. Góðir Bræðurnir Albert á bassa og Árni Dagur á hljómborð. Íslenskir herramenn sem vilja fylgja klassískum tískustraumum ættu að fletta Fésbókarsíðu Herrafataversl- unar Kormáks og Skjaldar. Þar má finna fjölda fallegra mynda af vel klæddum mönnum. Þeir sem sjá eitt- hvað sem þeim líst á geta síðan freistað þess að fara á fatamarkað á Kex Hostel á morgun, laugardag, milli klukkan 12 og 17 og þar gætu leynst buxur, vesti, brók eða skór á fínu verði. Þeir sem hafa haft löngun til að klæðast ullarvesti og sixpensara dagsdaglega en skort kjark til að skilja við gallabuxurnar og stutt- ermabolinn, ættu ekki að láta þennan markað framhjá sér fara. Þarna er komið kjörið tækifæri til að kaupa jafnvel sína fyrstu klassísku tískuflík og ekki skemmir fyrir að starfsmenn verslunarinnar verða á staðnum og veita góð ráð. Vefsíðan www.facebook.com/kormakurskjoldur Kormákur og Skjöldur á Kexinu Afmælisveisla Kirsuberjatrésins verður haldin á morgun og er öllum boðið. Þessi fallega verslun á Vest- urgötu fagnar 20 ára afmæli sínu en engin verslun í Reykjavík þar sem hönnuðir koma sjálfir að rekstri hefur náð jafn háum aldri. Alls 11 konur, hönnuðir og listakonur, reka versl- unina og ræður þar fjölbreytileikinn og hugmyndaauðgin ríkjum. Húsnæði verslunarinnar er sögu- frægt en það var byggt árið 1882 og er því 131 árs. Verslun hefur verið rekin í húsinu í 125 ár og hefur inn- réttingunum verið vel við haldið en þær hafa verið nánast óbreyttar frá árinu 1922. Hvort sem áhugi er fyrir því að fagna afmæli eða forvitni á að skoða fallega skartgripi, fatnað, hús- búnað, töskur eða listmuni þá er allt- af notalegt að stíga inn í versl- unarhúsnæðið við Vesturgötu. Endilega... ...kíkið í afmæli í Kirsuberjatréð Morgunblaðið/G.Rúnar List Kirsuberið er handverks- og hönnunarverslun rekin af 11 listakonum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Árleg tískusýning útskriftarnem- enda fatahönnunarbrautar Listahá- skóla Íslands verður haldin í kvöld klukkan 20 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar sýna 10 útskrift- arnemendur afrakstur þriggja ára háskólanáms í fatahönnun. Þetta eru þau Arnar Már Jónsson, Ásgrímur Már Friðriksson, Bethina Elverdam Nielsen, Elísabet Karlsdóttir, Hall- dóra Gestsdóttir, Hildur Sumar- liðadóttir, Linda Jóhannsdóttir, Rakel Sölvadóttir, Sara Arnars- dóttir og Sigurborg Selma Karls- dóttir. Undanfarna dag hafa þau set- ið við, þanið saumavélarnar, breytt og bætt sem hefur krafist þolinmæði hjá fyrirsætunum. Áhuga- og atvinnumenn í tísku- geiranum ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara. Það er fátt meira gefandi en að sjá afrakstur skapandi vinnu á sviði. Undanfarin ár hefur mikill fjöldi fólks mætt á sýninguna og stemningin ætíð góð. Hver nemandi sýnir sex alklæðn- aði. Níu sýna kvenlínu og einn nem- andi er með línu fyrir karlmenn. Er- lendir prófdómarar að þessu sinni eru þau Martine Sitbon og Marc As- coli en bæði eru þau stórstjörnur í tískuheiminum. Beata Aurell, starfs- mannastjóri H&M, kemur sér- staklega til landsins til að vera viðstödd tískusýninguna. Tíska Frá útskriftarsýningunni í fyrra sem lukkaðist vel. Afrakstur þriggja ára háskóla- náms á tískupöllum í kvöld Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun Myndin hér að ofan er samsett og tekin á tveimur stöðum. Veist þú hvaða staðir það eru? Reyndu á kunnáttu þína og berðu saman við rétt svar sem þú finnur á www. frumherji.is Meirihluti landsmanna treystir Frumherja fullkomlega fyrir bíl sínum og öryggi Keyrum örugg inn í vorið og látum skoða bílinn þar sem reynslan er mest! APRÍL SKOÐUN ARMÁN 4 - örugg bifreiðaskoðun um allt land VEIST ÞÚ HVAR MYNDIN ER TEKIN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.