Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 - miðbæ Hafnarfjarðar - Fjarðargata 13-15 I 220 Hafnarfjörður I www.fjordur.is Vorið er komið Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu banka sé ekki undir 16%. Að sögn Friðriks var þessi „afstaða nauðsyn- leg“ vegna þeirrar óvissu sem tengd- ist meðal annars lánasöfnum, geng- islánadómum og öðrum þáttum í rekstrarumhverfinu. Stjórn Íslands- banka hefur hins vegar nú samþykkt að eiginfjárhlutfall bankans skuli að lágmarki vera 18%, en við síðustu áramót var eiginfjárhlutfall Íslands- banka 25,5%. 68 milljónir króna í kaupauka Fram kom í máli Friðriks að á árinu 2012 hefðu árangurstengdar greiðslur til stjórnenda bankans numið samtals 68 milljónum króna, en samkvæmt reglum FME um kaupaukakerfi skulu greiðslur aldrei nema hærri fjárhæð en 25% af árs- launum starfsmanns. Friðrik sagði að þótt starfskjaramál bankamanna væru vissulega umdeild hér á landi sem og annars staðar þá gleymdist oft í umræðunni að reglurnar hér á landi væru miklu þrengri en tíðkast erlendis. „Í því sambandi má benda á að í nágrannalöndum okkar er deilt um hvort þak á slíkar greiðslur eigi að vera 100% eða 200%.“ Íslandsbanki greiðir þrjá milljarða í arð  Erlendir kröfuhafar geta skipt arðgreiðslunni í gjaldeyri Morgunblaðið/Ómar Aðalfundur Stjórnarformaður Íslandsbanka sagðist ekki ætla að „hætta sér inn á það jarðsprengjusvæði“ að fjalla um snjóhengjuna og gjaldeyrishöftin. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Stjórn Íslandsbanka samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða eigendum bankans arðgreiðslu að andvirði þrjá milljarða króna og verður arðurinn greiddur út í ís- lenskum krónum. Útgreiðslur á arði eru ekki takmarkaðar samkvæmt lögum um gjaldeyrismál og því munu erlendir kröfuhafar Glitnis, sem eiga 95% hlut í Íslandsbanka, geta skipt arðgreiðslunni í erlendan gjaldeyri. Fram kom í ræðu Friðriks Soph- ussonar, stjórnarformanns Íslands- banka, að það væri ljóst að gjaldeyr- ishöftin „hvetja til bólumyndunar í hagkerfinu“ og slíkt væri „áhyggju- efni sem stjórnvöld og aðilar í við- skiptalífi mega ekki loka augunum fyrir“. Hann sagðist hins vegar ekki ætla að „hætta sér inn á það jarð- sprengjusvæði“ að fjalla um snjó- hengjuna og gjaldeyrishöftin en taldi þó „nauðsynlegt að undirstrika mik- ilvægi þess að stjórnvöld móti skýra og trúverðuga stefnu um afnám gjaldeyrishaftanna“. Friðrik benti á að öllum væri kunnugt um að núverandi hluthafar Íslandsbanka ætluðu sér ekki að eiga bankann til langframa. „Þeir eignuðust bankann tilneyddir og hafa engin áhrif haft á rekstur hans.“ Þegar rætt væri um „óskaeigendur“ Íslandsbanka þá skipti mestu máli – fyrir viðskiptamenn, starfsmenn og samfélagið í heild – að bankinn „verði í eigu einkaaðila, innlendra eða erlendra, sem ætla sér að stunda fjármálastarfsemi til framtíðar og hafa langtímasjónarmið að leiðar- ljósi“. Eigið fé verði að lágmarki 18% Í erindi sínu vakti Friðrik athygli á því að frá hruni bankakerfisins hefði regluverk um starfsemi fjár- málafyrirtækja tekið miklum breyt- ingum – og að fjöldi nýrra laga, reglna og tilmæla hefði verið gefinn út á undanförnum árum. Þótt mark- miðið með þeim væri að „girða fyrir framtíðaráföll“ á fjármálamarkaði þá sagði Friðrik að mikilvægt væri „að ganga ekki of langt í þessum efn- um“. Gæta þyrfti að því að kostnaður vegna aukinna krafna eftirlitsaðila „fari ekki úr böndum enda lendir sá kostnaður á viðskiptavinum bankanna“. Frá hruni bankakerfisins hefur FME gert kröfu um að eiginfjárhlut- fall hinna endurreistu viðskipta- Aðalfundur Íslandsbanka » Stjórn bankans samþykkti að greiða 3 milljarða króna í arð til eigenda bankans. » Stjórnarformaður bankans segir stjórnvöld og viðskiptalífið ekki mega loka augunum fyrir hættu á bólumyndun í hagkerf- inu vegna gjaldeyrishafta.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +,/-01 ++2-/0 34-.+ 34-54, +1-41, +3.-2+ +-+/.1 +,,-4, +05-., ++1-42 +14-43 ++0-3/ 34-., 34-5., +1-+2 +3.-,. +-3445 +,,-. +02-+ 34/-0110 ++1-53 +14-2. ++0-.5 34-,5 34-23, +1-+/5 +3,-++ +-3451 +,1-+5 +02-05 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Rekstur Sævars Karls er til sölu og rennur frestur til að skila kauptilboðum í verslunina út 1. maí 2013. Verslunin er á Hverfisgötu 6 en húsnæðið er ekki til sölu. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Hjónin Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason klæðskeri stofnaðu versl- unina Sævar Karl. Verslunin var fyrst staðsett í Bankastræti 9 en flutti síðar í Kringluna. Árið 2007 keypti hópur fjárfesta verslunina og fasteignina af Sævari Karli Ólasyni og eiginkonu hans en fjár- festingarsjóðurinn Arev NI slhf. tók for- ystuna í hluthafahópnum eftir fjárhags- örðugleika eigenda í ársbyrjun 2009. Fjárhagsörðugleikarnir stöfuðu af minnkandi eftirspurn eftir munaðarvöru í kjölfar falls bankana 2008 og var reksturinn því þungur á árunum 2009 og 2010, samkvæmt því sem fram kem- ur í fréttatilkynningunni. Sævar Karl Úr verslun Sævars Karls. Arev N1 fjárfestingarsjóðurinn vill selja verslunar- rekstur Sævars Karls við Hverfisgötu ● Á aðalfundi Landsbankans í fyrradag var samþykkt tillaga um að bankaráð verði skipað sjö mönnum. Nýtt banka- ráð skipa þau Tryggvi Pálsson, Danielle Pamela Neben, Eva Sóley Guðbjörns- dóttir, Helga Björk Eiríksdóttir, Jón Sig- urðsson, Kristján Davíðsson og Þórdís Ingadóttir. Varamenn eru Helga Lofts- dóttir og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Tryggvi var kjörinn nýr formaður og tók við af Gunnari Helga Hálfdanarsyni. Jafnframt var samþykkt tillaga bankaráðs um að starfskjör banka- stjóra og helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármálamark- aði en þó ekki leiðandi. Bankaráð Landsbank- ans skipað sjö mönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.