Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.04.2013, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 - miðbæ Hafnarfjarðar - Fjarðargata 13-15 I 220 Hafnarfjörður I www.fjordur.is Vorið er komið Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu banka sé ekki undir 16%. Að sögn Friðriks var þessi „afstaða nauðsyn- leg“ vegna þeirrar óvissu sem tengd- ist meðal annars lánasöfnum, geng- islánadómum og öðrum þáttum í rekstrarumhverfinu. Stjórn Íslands- banka hefur hins vegar nú samþykkt að eiginfjárhlutfall bankans skuli að lágmarki vera 18%, en við síðustu áramót var eiginfjárhlutfall Íslands- banka 25,5%. 68 milljónir króna í kaupauka Fram kom í máli Friðriks að á árinu 2012 hefðu árangurstengdar greiðslur til stjórnenda bankans numið samtals 68 milljónum króna, en samkvæmt reglum FME um kaupaukakerfi skulu greiðslur aldrei nema hærri fjárhæð en 25% af árs- launum starfsmanns. Friðrik sagði að þótt starfskjaramál bankamanna væru vissulega umdeild hér á landi sem og annars staðar þá gleymdist oft í umræðunni að reglurnar hér á landi væru miklu þrengri en tíðkast erlendis. „Í því sambandi má benda á að í nágrannalöndum okkar er deilt um hvort þak á slíkar greiðslur eigi að vera 100% eða 200%.“ Íslandsbanki greiðir þrjá milljarða í arð  Erlendir kröfuhafar geta skipt arðgreiðslunni í gjaldeyri Morgunblaðið/Ómar Aðalfundur Stjórnarformaður Íslandsbanka sagðist ekki ætla að „hætta sér inn á það jarðsprengjusvæði“ að fjalla um snjóhengjuna og gjaldeyrishöftin. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Stjórn Íslandsbanka samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða eigendum bankans arðgreiðslu að andvirði þrjá milljarða króna og verður arðurinn greiddur út í ís- lenskum krónum. Útgreiðslur á arði eru ekki takmarkaðar samkvæmt lögum um gjaldeyrismál og því munu erlendir kröfuhafar Glitnis, sem eiga 95% hlut í Íslandsbanka, geta skipt arðgreiðslunni í erlendan gjaldeyri. Fram kom í ræðu Friðriks Soph- ussonar, stjórnarformanns Íslands- banka, að það væri ljóst að gjaldeyr- ishöftin „hvetja til bólumyndunar í hagkerfinu“ og slíkt væri „áhyggju- efni sem stjórnvöld og aðilar í við- skiptalífi mega ekki loka augunum fyrir“. Hann sagðist hins vegar ekki ætla að „hætta sér inn á það jarð- sprengjusvæði“ að fjalla um snjó- hengjuna og gjaldeyrishöftin en taldi þó „nauðsynlegt að undirstrika mik- ilvægi þess að stjórnvöld móti skýra og trúverðuga stefnu um afnám gjaldeyrishaftanna“. Friðrik benti á að öllum væri kunnugt um að núverandi hluthafar Íslandsbanka ætluðu sér ekki að eiga bankann til langframa. „Þeir eignuðust bankann tilneyddir og hafa engin áhrif haft á rekstur hans.“ Þegar rætt væri um „óskaeigendur“ Íslandsbanka þá skipti mestu máli – fyrir viðskiptamenn, starfsmenn og samfélagið í heild – að bankinn „verði í eigu einkaaðila, innlendra eða erlendra, sem ætla sér að stunda fjármálastarfsemi til framtíðar og hafa langtímasjónarmið að leiðar- ljósi“. Eigið fé verði að lágmarki 18% Í erindi sínu vakti Friðrik athygli á því að frá hruni bankakerfisins hefði regluverk um starfsemi fjár- málafyrirtækja tekið miklum breyt- ingum – og að fjöldi nýrra laga, reglna og tilmæla hefði verið gefinn út á undanförnum árum. Þótt mark- miðið með þeim væri að „girða fyrir framtíðaráföll“ á fjármálamarkaði þá sagði Friðrik að mikilvægt væri „að ganga ekki of langt í þessum efn- um“. Gæta þyrfti að því að kostnaður vegna aukinna krafna eftirlitsaðila „fari ekki úr böndum enda lendir sá kostnaður á viðskiptavinum bankanna“. Frá hruni bankakerfisins hefur FME gert kröfu um að eiginfjárhlut- fall hinna endurreistu viðskipta- Aðalfundur Íslandsbanka » Stjórn bankans samþykkti að greiða 3 milljarða króna í arð til eigenda bankans. » Stjórnarformaður bankans segir stjórnvöld og viðskiptalífið ekki mega loka augunum fyrir hættu á bólumyndun í hagkerf- inu vegna gjaldeyrishafta.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +,/-01 ++2-/0 34-.+ 34-54, +1-41, +3.-2+ +-+/.1 +,,-4, +05-., ++1-42 +14-43 ++0-3/ 34-., 34-5., +1-+2 +3.-,. +-3445 +,,-. +02-+ 34/-0110 ++1-53 +14-2. ++0-.5 34-,5 34-23, +1-+/5 +3,-++ +-3451 +,1-+5 +02-05 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Rekstur Sævars Karls er til sölu og rennur frestur til að skila kauptilboðum í verslunina út 1. maí 2013. Verslunin er á Hverfisgötu 6 en húsnæðið er ekki til sölu. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Hjónin Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason klæðskeri stofnaðu versl- unina Sævar Karl. Verslunin var fyrst staðsett í Bankastræti 9 en flutti síðar í Kringluna. Árið 2007 keypti hópur fjárfesta verslunina og fasteignina af Sævari Karli Ólasyni og eiginkonu hans en fjár- festingarsjóðurinn Arev NI slhf. tók for- ystuna í hluthafahópnum eftir fjárhags- örðugleika eigenda í ársbyrjun 2009. Fjárhagsörðugleikarnir stöfuðu af minnkandi eftirspurn eftir munaðarvöru í kjölfar falls bankana 2008 og var reksturinn því þungur á árunum 2009 og 2010, samkvæmt því sem fram kem- ur í fréttatilkynningunni. Sævar Karl Úr verslun Sævars Karls. Arev N1 fjárfestingarsjóðurinn vill selja verslunar- rekstur Sævars Karls við Hverfisgötu ● Á aðalfundi Landsbankans í fyrradag var samþykkt tillaga um að bankaráð verði skipað sjö mönnum. Nýtt banka- ráð skipa þau Tryggvi Pálsson, Danielle Pamela Neben, Eva Sóley Guðbjörns- dóttir, Helga Björk Eiríksdóttir, Jón Sig- urðsson, Kristján Davíðsson og Þórdís Ingadóttir. Varamenn eru Helga Lofts- dóttir og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Tryggvi var kjörinn nýr formaður og tók við af Gunnari Helga Hálfdanarsyni. Jafnframt var samþykkt tillaga bankaráðs um að starfskjör banka- stjóra og helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármálamark- aði en þó ekki leiðandi. Bankaráð Landsbank- ans skipað sjö mönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.