Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2013 Já, það er ekki ann- að hægt á þessum tímamótum þegar stutt er til nýrra kosn- inga ekki enn hafin rannsókn þrátt fyrir að allir þingmenn hafi tekið undir og sam- þykkt rannsókn fyrir rúmum þúsund dögum þegar þeir allir ýttu á græna takkann hjá sér og sögðu já. Jú, það var í lagi að sniðganga lífeyrissjóði þegar þeir rannsökuðu sjálfa sig, svipað og þeir sem tækju hluti ófrjálsri hendi rannsökuðu sjálfa sig, ágætis sam- líking. Og svipað og láta alþing- ismenn sjá um rannsókn og auðvitað gera skýrslu um málið og ekkert hefði í raun heldur komið út úr því. Það virðist, ef grannt er skoðað, að alþingismenn hafi ekki kjark eða þor til að afgreiða mál af þessu tagi, vegna hagsmuna og hagsmuna- tengsla, það er einmitt málið. Því til stuðnings eru ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns og formanns þingflokks Framsókn- arflokksins, sem sagði á Alþingi þann 24. janúar 2013 þegar hann kom inn í umræðu um rannsókn á lífeyrissjóðum að hann vildi koma þessu á framfæri: „Ég kem aðallega hingað upp til þess að gagnrýna að þessi tillaga kemur hér inn í þingið og á henni fimm fulltrúar stjórn- armeirihlutans.“ Hann gerir lítið úr öðrum. Já, það er gott að hneykslast á öðrum en sjálfum sér, eftir að hafa sam- þykkt rannsóknina sjálfur með því að ýta á græna takkann. Nú hefur þessi sami þingmaður orðið uppvís að því að reyna að koma í veg fyrir rannsókn á lífeyrissjóðum, þá er hann skyndilega á móti. Því skyldi þingsflokksformaðurinn vera á móti? Er það vegna hagsmuna Fjár- festingarfélagsins Giftar sem var í eigu Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga sem lífeyrissjóðirnir töpuðu miklu fé á og var síðan af- skrifað? Sjálftökumennirnir sjálfir sem skipuðu sér slitanefnd, án laga- heimildar. Eignir voru talsverðar í þessu félagi sem tapaðist. Getur það verið að Gunnar Bragi Sveinsson styðji umrædda menn sem fóru svona að ráði sínu umboðslausir með eigur alls þessa mikla fjölda manna? Í stað þess að taka undir rannsókn á lífeyrissjóðum sem þörf var á vegna gríðarlega hagsmuna sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum sem töp- uðu þúsundum milljóna og voru af- skrifuð? Það var fleira sem umræddur þingmaður Gunnar Bragi sagði. „Hvernig stendur á því að þessir sömu ágætu þingmenn og leggja hér til skipun rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna tryggi ekki í hinu herberginu fjármuni í þessar rannsóknir?“ sagði Gunnar Bragi. Þarna kemur það fram hjá Gunnari Braga Sveinssyni að það átti í raun aldrei að rannsaka lífeyr- issjóði vegna þess að það var aldrei gert ráð fyrir að rannsókn færi fram vegna skorts á fé og hugsanlega hagsmunatengsla sem togast á þeg- ar lánað var til fyrirtækja án veða með samþykki stjórnarmanna sem voru í hrunstjórnum lífeyrissjóða og fóru með meirihlutavaldið í lífeyr- issjóðum. Annað dæmið er ummæli Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem segir enga þörf á nýrri rannsókn. Af hverju skyldi hann segja þessi orð? Þá spyr ég, af hverju fékk umræddur fyrr- verandi dómari ekki víðtækar heim- ildir við rannsókn á lífeyrissjóðum? Jú, lífeyrissjóðirnir voru búnir að ákveða sín á milli hvernig rannsókn skyldi hagað, það eitt er mitt mat. Lífeyrissjóðir voru nefnilega á undan alþingismönnum að rannsaka sjálfa sig, sjálfsagt til að koma í veg fyrir víðtæka rannsókn eins og Rannsóknarnefnd Alþingis hafði. Nefnd undir stjórn Hrafns Braga- sonar hafði ekki víðtækar rannsókn- arheimildir, í stað þess voru þeim send gögn frá lífeyrissjóðum. Mesta tap Gildis lífeyrissjóðs í hlutabréfum í einu félagi var í Kaupþingi banka, rúmar 16 þúsund milljónir króna sem töpuðust. Sem er svipað og að kaupa allan tækjabúnað á nýja Landspítalann og svipað og að byggja nýja Vestmanneyjaferju og jarðgöng í Norðfirði sem dæmi. Leiktjaldið dregið frá Og sýningin hófst á Alþingi með því að málið fór á dagskrá, þar sem fáir þingmenn tóku til máls um rannsókn. Nú er þessi spurning: Af hverju fór málið á dagskrá? Var það vegna greinaskrifa sjóðsfélaga og endalausra ábendinga manna á milli sem ýttu við þreyttum þingmönn- um? En það sem vekur tortryggni fólks er að geta ekki treyst þeim sem fara með valdið og eiga að gæta hagsmuna sjóðsfélaga, því kjark- leysi varð þeim að falli. Það eru fleiri sem eiga sinn hlut er kemur að kjarkleysi í að takast á við það vandamál sem þetta lífeyriskerfi hefur upp á að bjóða. Vandamálið felst í samkomulagi ASÍ og atvinnu- rekenda sem hafa gert samning sem tryggir atvinnurekendum setu í stjórnum lífeyrissjóða og verkalýðs- forustan styður ruglið áfram án þess að sjóðsfélagar fái um það ráð- ið. Hafa sjóðsfélagar orðið varir við að fulltrúar atvinnurekenda, fulltrú- ar launþega, sjóðstjórar og fram- kvæmdastjórar lífeyrissjóða hafi verið dregnir til ábyrðar vegna þess gífurlega taps sjóðanna sem hefði dugað til að gera alla vegi landsins greiðfæra, byggja göng, byggja nýj- an Landspítala með öllum tækjum fyrir 85 þúsund milljónir króna, endurnýja nær allan fiskveiðiflota Íslendinga sem dæmi? Sjóðsfélagar, nú er tími ykkar kominn. Þakka alþingismönnum fyrir frábært starf í rannsókn á lífeyrissjóðum Eftir Jóhann Pál Símonarson » Getur það verið að Gunnar Bragi Sveinsson styðji um- rædda menn sem fóru svona að ráði sínu um- boðslausir með eigur alls þessa mikla fjölda manna? Jóhann Páll Símonarson Höfundur er sjómaður. Hönnunarverðlaun 2013 (húsgagnaflokki) Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Aria borð Nýja Aría borðalínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslum. Verð frá kr. 91.000 Hönnuður: Sturla Már Jónsson Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 17. apr- íl 2013 er grein eftir Jón Gerald Sullenber- ger (JGS) undir heit- inu „Hvers á almenn- ingur að gjalda?“, þar sem hann fjallar um vöruverð og ákvarð- anir sem hafa áhrif á innflutning matvæla. Hann heldur áfram og veitist að stofnunum sem hafa eftirlit með löggjöf sem stjórnvöld hafa sett og þá m.a. á grundvelli samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Í gremju sinni yfir að fá ekki að gera það sem honum hentar fellur JGS hins vegar ítrekað í þá gryfju að setja fram fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Vill Kostur fara að reglum? Skrif þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en svo að JGS vilji upp- hefja sjálfan sig á kostnað annarra. Ein af þeim stofnunum sem hafa eft- irlit með fyrirtækinu Kosti er Mat- vælastofnun. Ekki er langt síðan stofnunin leiðrétti rangfærslur JGS um fjárhagslegan rekstur hennar og nú er enn gefið í með texta um Mat- vælastofnun (MAST) sem hljóðar þannig: „Svona er glíman við eftirlitsiðnaðinn og áfram birtast auglýs- ingar um mannaráðn- ingar til MAST. Þar virðist endalaust vanta fólk í vinnu til að passa að við förum eftir reglum ESB, sem við Ís- lendingar erum ekki einu sinni hluti af og ég vona að aldrei gerist.“ Gremjuna má rekja til þess að Kostur vill markaðssetja vörur sem ekki samræmast löggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem er byggð á ESB-löggjöf. Öllum á að vera kunnugt um að Ísland er aðili að EES og ber að framfylgja löggjöf sem þar gildir. Þá má geta þess að aðild Íslands að EES átti þátt í að opna fyrir viðskipti og draga úr inn- flutningstakmörkunum á mat- vælasviði. Í sjálfu sér ber að þakka fyrir þeg- ar aðilar taka að sér að vekja athygli á atvinnumöguleikum hjá Mat- vælastofnun. Um leið verður þó að gæta að því að rétt sé farið með stað- reyndir. Matvælastofnun var sett á laggirnar árið 2008 og í byrjun þess árs voru 73 starfsmenn starfandi hjá stofnuninni, en 70 í árslok. Í lok mars árið 2013, eða 5 árum síðar, starfa 70 starfsmenn hjá stofnuninni, en að auki eru tveir starfsmenn í orlofi. Hvað segir þetta um fullyrðingar eig- anda fyrirtækisins Kosts, ekki síst þegar horft er til þess að á sama tímabili hefur stofnunin tekið yfir mörg ný verkefni? Umfangsmikil starfsemi Meirihluti starfsmanna Mat- vælastofnunar starfar beint við eft- irlit, en sumir sinna þjónustu, gagna- vinnslu og sérfræðistörfum á verksviði hennar. Lögaðilar sem stofnunin hefur eftirlit með eru yfir 5000, allt frá frumframleiðslu í land- búnaði og framleiðslu búfjárafurða eins og kjöts og mjólkur, til veiða og vinnslu fiskafurða, fóðureftirlits, eft- irlits með áburði, sáðvöru og plöntu- heilbrigði. Stofnunin sér um eftirlit og yfirkjötmat í sláturhúsum og stjórnsýslu í landbúnaði vegna gæða- stýringar, beingreiðslna og öflunar hagtalna. Dýraheilbrigði er stór málaflokkur og nú hefur stofnuninni verið falið að annast allt eftirlit vegna dýravelferðar. Þá hefur hún yfirum- sjón með matvælaeftirliti og búfjár- eftirliti sveitarfélaganna og annast eftirlit með inn- og útflutningi og er það er á þeim vettvangi sem málefni Kosts koma til skoðunar. Hver hefur hag af því að reyna að skapa ímynd bákns fyrir rúmlega 70 manna stofnun sem sinnir jafn um- fangsmiklum og mikilvægum verk- efnum? Matvælastofnun hefur búið við niðurskurð í starfsemi sinni á undanförnum árum. Hagræðing- arkröfur hafa gert það að verkum að sum verkefni og störf eru lögð niður, önnur sameinuð og ný störf auglýst þegar tilefni er til. Starfsfólk hefur möguleika á starfsþróun og ein aug- lýsing um starf getur því leitt af sér aðra vegna flutnings starfsmanns í annað starf innan Matvælstofnunar. Þetta er ánægjuleg þróun og ætti ekki að vekja gremju hjá við- skiptavinum. Stjórnvöld verða hins vegar að átta sig á að viðvarandi nið- urskurður á þessari mikilvægu starf- semi gengur ekki lengur. Einfaldar lausnir Í lok greinar sinnar segir JGS: „Einelti eftirlitsiðnaðarins gagnvart Kosti ríður ekki við einteyming. Þeg- ar ég var að ljúka við þessa grein kom eftirfarandi bréf frá MAST: ….“ Síðan er vísað í erindi frá Mat- vælastofnun þar sem óskað eftir upp- lýsingum frá Kosti um eina vöruteg- und, meira var það nú ekki. Hafi Kostur þær upplýsingar og varan samræmist reglum um markaðs- setningu matvæla og innflutning dýraafurða, þá fær Kostur að mark- aðssetja vöruna. Ákvörðunin er ein- föld og byggist á löggjöf í landinu. Hvert er þá vandamálið? Hvernig getur JGS losnað undan „eftirlitsiðn- aðinum“ sem hann kýs að kalla svo, ef til vill í þeirri von að neytendur taki undir með honum og vilji hverfa til þess tíma þegar viðhorf gagnvart eftirliti voru neikvæð og unnið var að því að draga úr tiltrú á eftirlitsstofn- unum? Aftur er lausnin einföld. Ef JGS sér til þess að fyrirtæki hans flytji inn vörur sem samræmast ís- lenskri löggjöf, þá þarf Mat- vælastofnun ekki að hafa afskipti af fyrirtækinu Kosti. Óháð því hvort JGS velur þessa leið til að bæta eigin starfsemi, þá er hætt við að benda verði á aðra en Matvælastofnun þeg- ar leitað er leiða til að lækka mat- vælaverð, því um það ræður stofn- unin engu. Hver hreykir sér? Eftir Jón Gíslason » Gremjuna má rekja til þess að Kostur vill markaðssetja vörur sem ekki samræmast löggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem er byggð á ESB-löggjöf. Jón Gíslason Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.