Morgunblaðið - 24.04.2013, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Ásdís
Búð Norvík á m.a. verslunarkeðj-
urnar Krónuna, Nóatún og Kjarval.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Stjórnendur fyrirtækjasamsteyp-
unnar Norvíkur eiga í viðræðum
við SÍA II, sjóð í rekstri sjóðastýr-
ingarfyrirtækisins Stefnis hf., um
aðkomu að innlendum rekstri Nor-
víkurfélaga. Málið er á byrjunar-
stigi, samkvæmt yfirlýsingu frá
Jóni Helga Guðmundssyni, for-
stjóra og stjórnarformanni Norvík-
ur.
„Ég horfi á þetta þannig að senn
fari að líða að kynslóðaskiptum í
fyrirtækinu og mér er að sjálfsögðu
ekki sama hverj-
ir taka við kefl-
inu eða hvað þeir
hyggjast gera,“
segir Jón en fjöl-
skylda hans
hyggist áfram
reka Byko og er-
lend starfsemi
Norvíkur standi
sömuleiðis utan
við fyrrnefndar
þreifingar.
„Okkur finnst mikilvægt að þeir
aðilar sem við eigum í viðræðum
við deila að miklu leyti okkar sýn
um uppbyggingu fyrirtækisins. Þá
finnst okkur ekki síður mikilvægt
að ekki er um að ræða samkeppn-
isaðila, heldur fjárfesta sem sjá
fyrir sér að fyrirtækið verði skráð
á markað. Það ættu því ekki að
verða neinar kollsteypur í rekstri
eða skipulagi fyrirtækisins,“ segir
Jón.
Starfsmenn Norvíkur voru yfir
þrjú þúsund talsins árið 2011 en þá
nam velta fyrirtækisins um 500
milljónum evra. Önnur dótturfélög
þess utan Byko eru m.a. raftækja-
verslunin Elko ehf., sportvöruversl-
unin Intersport ehf. og Kaupás hf.
en undir Kaupási eru reknar versl-
unarkeðjurnar Krónan, Nóatún og
Kjarval, alls 25 verslanir.
Viðræður um sölu tengjast kyn-
slóðaskiptum innan fyrirtækisins
Á byrjunarstigi, segir Jón Helgi Guðmundsson Hyggjast reka Byko áfram
Jón Helgi
Guðmundsson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Það var ósköp lítill tími til að hugsa. Þetta gerð-
ist svo snöggt. Ég setti skófluna sjávarmegin og
svo rann grafan 20 til 30 metra niður og stoppaði
á vegbrúninni á gamla veginum,“ segir Bragi
Árnason, gröfumaður hjá Suðurverki. Skriða
rann úr hlíð í Kjálkafirði í gær og á gröfuna.
Mildi þykir að ekki fór ver en skriðan fór upp
á vélarhlífina hjá Braga. „Skriðan hefði allt eins
getað farið yfir gröfuna,“ segir Gísli Eysteins-
son, verkstjóri hjá Suðurverki.
Eins og sést á myndinni er skriðan efnismikil
en hún lokaði veginum. Óljóst er hvenær hann
verður opnaður fyrir almennri umferð. Enn er
hætta á hruni úr hlíðinni. Verður því aukaferð
með ferjunni Baldri í dag.
Bragi segir að hefðbundnu verklagi hafi verið
fylgt en hann var að snyrta neðan af svonefndri
skeringu þegar óhappið varð.
Ljósmynd/Bjarni Kristjánsson
„Það var ósköp lítill tími til að hugsa“
Eins og sýnt er á grafinu hér til
hliðar hafa peningalegar eignir
sveitarfélaganna rýrnað um
tæpa 30 milljarða frá 2010, fara
úr 130 milljörðum í um 102
milljarða í fyrra. Umskiptin eru
enn meiri ef árin 2007 og 2012
eru borin saman. Peningaleg
eign var þannig neikvæð um
17,6 milljarða árið 2007 borið
saman við neikvæða stöðu upp
á rúma 149 milljarða í fyrra.
Innistæður í sjóðum og á
bankareikningum hafa einnig
rýrnað en þær fara úr 34,6 millj-
örðum 2010 í 18,8 ma. 2012.
Sviptingar í
bókhaldinu
UMSKIPTI
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hrein peningaleg eign sveitarfélaga
var 54,7 milljörðum króna lakari í lok
síðasta árs en í árslok 2010. Peninga-
leg eign þeirra var neikvæð um 94,5
milljarða króna 2010 en var neikvæð
um 149,2 milljarða í fyrra.
Þessi breyting er sýnd á grafinu
hér til hliðar en það sýnir einnig
hvernig peningaleg eign hefur rýrn-
að um 30 milljarða á sama tímabili.
Skal tekið fram að hér er aðeins
horft til A-hlutans í rekstri sveitar-
félaga og er Orkuveita Reykjavíkur
því til dæmis ekki meðtalin.
Gengið verulega á fjármunina
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir sveitarfélögin standa frammi
fyrir áskorun vegna skuldavandans.
„Það hefur gengið verulega á fjár-
muni sveitarfélaga og skuldir hafa
aukist mikið í framhaldi af hruninu.
Erlendar skuldir tvöfölduðust. Síðan
hafa sveitarfélög sem áttu til þess
fjármuni notað þá til að greiða niður
skuldir og þannig styrkt stöðu sína.
Á sama tíma hefur fjárfesting dreg-
ist saman,“ segir Halldór sem telur
að áratugurinn fari í afborganir
skulda á kostnað framkvæmda. Þá
bendir hann á að rekja megi skulda-
vanda margra sveitarfélaga aftur til
ársins 2005.
„Það var orðin of mikil skuldsetn-
ing árin fyrir hrun. Það var hafin
umræða um það í sveitarstjórnar-
geiranum en hún var tekin misjafn-
lega alvarlega,“ segir Halldór.
Þung staða sveitarfélaganna
Hrein peningaleg eign hefur minnkað um 55 milljarða frá 2010 Formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga segir áratuginn munu fara í afborganir skulda
Peningalegar eignir og skuldir sveitarfélaga
2006 - 2012*
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
-50.000
-100.000
-150.000
Heimild: Hagstofa Íslands
*2012: Bráðabirgðatölur
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Peningalegar eignir Sjóður og bankareikningar Skuldir
Lántökur Hrein peningaleg eign
Milljónir
153.086
106.621
59.546
11.216
-46.465
-149.243
18.783
102.155
183.539
251.398
„Við erum að setja hönnun og smíði
nýrrar Vestmannaeyjarferju inn í
markvissan farveg. Nú hefur verið
tekin ákvörðun um að bjóða út
hönnun ferjunnar á Evrópska efna-
hagssvæðinu í byrjun maí. Sú vinna
fari af stað í júlí og verði lokið í des-
ember og þá verði smíði skipsins
boðin út. Við sjáum það fyrir okkur
að vera komin með nýja ferju á
árinu 2015 eins og að var stefnt,“
sagði Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra eftir fund með
fulltrúum bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja þar sem þetta var kynnt
í gær. Hann segir áætlað að smíði
nýrrar ferju kosti 4-5 ma. kr.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Herjólfur Smíða á nýtt skip.
Hyggjast bjóða út
hönnun nýrrar Vest-
mannaeyjaferju
Lögreglan á höf-
uðborgarsvæð-
inu fann við hús-
leit í íbúð í
fjölbýlishúsi í
austurborg
Reykjavíkur í
fyrradag tæp-
lega tvö kíló af
sprengiefni og
hvellhettur. Á
sama stað einnig
talsvert af fíkniefnum; amfetamíni
og kannabisefnum.
Tveir karlmenn á fertugsaldri
voru handteknir og í tilkynningu
frá lögreglunni segir að þeir hafi
áður komist í kast við lögin.
Geymdu sprengiefni
í fjölbýlishúsi
Lögregla Sprengi-
efni fannst í́ íbúð.
Í gærkvöldi höfðu 19.725 atkvæði
verið greidd utan kjörstaðar. Alls
höfðu 17.385 kosið á kjörstað og
2.340 atkvæði verið send.
Á kjörskrá eru 237.957 manns og
eru þessi atkvæði rúm 8% þeirra.
Samkvæmt upplýsingum frá kjör-
stjórn utankjörstaðaatkvæða-
greiðslu höfðu talsvert fleiri greitt
atkvæði í gær en þegar jafn langt
var til alþingiskosninganna árið
2009. Þá höfðu 5.134 kosið utan
kjörfundar.
Um 20.000 manns
hafa þegar kosið