Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
HYGEA Kringlunni og Smáralind
g
töskum
Mikið úrval af
sumarle um
Gleðilegt
sumar
Þrívídd Áhersla er lögð á þrívíddarverkefni þar sem
börnin vinna meðal annars eftir fyrirmyndum.
bak við þau. „Tilgangurinn er að
stykja börnin enn frekar í skapandi
starfi og auka tengsl leikskólans við
samfélagið. Við á Sæborg leggjum
mikið upp úr skapandi starfi í
tengslum við listir og höfum horft til
hugmyndafræði Reggio Emilia á
Ítalíu. Þar er litið á barnið sem
sterkan einstakling sem hefur mikið
fram að færa. Það er til dæmis frægt
ljóð sem upphafsmaður þessarar
hugmyndafræði bjó til sem segir:
Börn hafa 100 mál, en frá þeim tekin
99. Þannig að þetta snýst um að
vinna með allt barnið, öll skilning-
arvitin og þá sérstaklega sjónina,“
segir Soffía Þorsteinsdóttir, leik-
skólastjóri á Sæborg.
Áhersla lögð á þrívíddarverk
Soffía segir börnin vera mjög
opin og að þau taki þessum áherslum
skólans afskaplega vel. „Við höfum
verið að vinna mikið
með verðlaust efni
sem við köllum gull
af því að það er hægt
að breyta þessu verð-
lausa efni í svo
marga skemmtilega
hluti. Börnin eru að
búa til bóndabæi og lest og sjóræn-
ingjaskip og ýmislegt úr þessu efni
sem kemur að miklu leyti frá heim-
ilum þeirra. Börnin fara heim með
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Sýningin Maður málar baraeins og manni sýnist verðuropnuð á Kjarvalsstöðum
klukkan 15 í dag. Á sýningunni er
verk sem leikskólabörn á leikskól-
anum Sæborg hafa unnið í samvinnu
við myndlistarmanninn Daða Guð-
björnsson. Mikið listastarf hefur far-
ið fram í leikskólanum í vetur þar
sem börnin hafa hlotið leiðsögn í
listasmiðjum og meðal annars frá
Daða. Eins fengu þau að heimsækja
listamanninn sem sýndi börnunum
verk sín og sagði þeim sögurnar á
poka og biðja foreldrana um að
hjálpa sér að safna í þá. Þannig
hvetjum við börnin til skapandi
hugsunar en við erum alltaf að leita
eftir að gera meira úr hugmyndum
þeirra og stækka þær,“ segir Soffía.
Börnin á Sæborg fara gjarnan í
vettvangsferðir á listasöfn og Þjóð-
minjasafnið með kennurum sínum
þar sem þau læra að umgangast og
meta list. „Við ræðum mikið við þau
um listaverk og hvað er listaverk og
hvað ekki. Daði hefur farið mikið í
þrívíddarverk með þeim og þá dett-
ur börnunum kannski eitthvað snið-
ugt í hug og þá býr hann það til.
Hann er með límbyssuna og þau
segja honum til og svo málar hann
myndir eftir þessum verkum svo úr
verður skemmtileg samvinna en þær
verða líka til sýnis á Kjarvals-
stöðum. Við höfum lagt sérstaklega
áherslu á styttur en börnin fengu til
dæmis að taka eina
mynd hvert af stytt-
unni Björgun eftir
Ásmund Sveinsson
og svo hafa þau ver-
ið að skoða mynd-
irnar sem voru
hengdar upp í þeirra
hæð og búa svo sjálf til verk, hvert á
sinn hátt, eftir þessum myndum.
Þetta gera þau aðeins þriggja ára
gömul.“
Barnið hefur mikið fram að færa
Lærifaðir Börnin hrífast með Daða Guðbjörnssyni lista-
manni, sem miðlar af visku sinni og reynslu.
Morgunblaðið/Rósa Braga
List Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri á Sæborg við eitt af verkum Daða
og barnanna sem var unnið í kjölfar heimsókna á Þjóðminjasafnið.
Leikskólabörn á Sæborg og Daði Guðbjörnsson sýna á Kjarvalsstöðum
„Við höfum verið
að vinna mikið með
verðlaust efni sem
við köllum gull …“
Á heimasíðu Gerðubergs er hægt að
fylgjast með viðburðum í þeirri frá-
bæru menningarmiðstöð og þar kem-
ur fram að í kvöld kl. 20 verður þar
svokallað Bókakaffi undir heitinu:
Samar eða Lappar eða hálfrisar norð-
ur á Finnmörk. Jón Björnsson, sál-
fræðingur og rithöfundur, fær til sín
góða gesti og gluggar í samískar bók-
menntir um Sama. Hvaða fólk er það,
hvað hefur verið sagt um það og hvað
hefur það sjálft sagt? Gestir Jóns
verða þau Sigrún Óskarsdóttir og
Haraldur Ólafsson. Sigrún les ljóð
eftir Sama í þýðingu Einars Braga og
Haraldur segir frá fornum trúar-
brögðum Sama. Markmiðið með
bókakaffinu er að kynna áhugaverðar
bókmenntir og ræða um þær á
óformlegan hátt sem og að sýna fjöl-
breytileika íslenskra bókmennta og
sagnamennsku. Allir eru velkomnir
og ókeypis aðgangur.
Vefsíðan www.gerduberg.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samar Þeir búa í Finnmörk. Hér eru nokkrir Samar í Íslandsheimsókn 1999.
Samar eða Lappar eða hálfrisar
Söngfjelagið stendur fyrir söng-
skemmtun og dansiballi í Iðnó í
kvöld. Vetur verður kvaddur og tekið
fagnandi á móti sumri. Auk Söngfje-
lagsins, sem Hilmar Örn Agnarsson
stjórnar, koma fram Raddbandafélag
Reykjavíkur, kvennakórinn Hrynjandi
og Ljótikór. Fyrst syngja kórarnir
nokkur lög hver um sig og saman, en
síðan verður dansað inn í sumarnótt-
ina. Hljómsveitirnar Pep, Belleville og
stórsveitin „Án gríns“ leika fyrir
dansi. Tekið verður á móti sumri með
lúðrablæstri af svölum Iðnó á mið-
nætti. Miðasala í Iðnó og í s. 562-
9700. Dagkráin hefst kl. 21.
Endilega...
...dansið inn sumarið í Iðnó
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Barnamenningarhátíð
í Reykjavík
Reykjavík blómstrar af barnamenningarlífi þessa dagana fram til 28. apríl þar
sem Barnamenningarhátíð er haldin hátíðleg í borginni nú þriðja árið í röð.
Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni. Hægt
er að skoða fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar á síðunni barnamenningarhatid.is
og ættu allir að geta dregið fram barnið í sér og fundið dagskrá við hæfi.