Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem
ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja akstursupplifun. Má þar nefna hraðastilli með
fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense.
HANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUROutlander kostar frá
6.190.000 kr.
Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur
Nýr Mitsubishi Outlander
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
mitsubishi.is
Kynntu þér f
rábært
verð á nýjum
Outlander
sem eyðir að
eins frá
5,5 l/100 km.
Barnamenningarhátíð var formlegasett í gær í Hörpu þar sem tónelskbörn fluttu fjöldann allan af tónlist-
aratriðum. Karen María Jónsdóttir, einn af
þremur verkefnastjórum Barnamenning-
arhátíðar segir að í ár verði einmitt sér-
staklega lögð árhersla á tónlist og leiklist
og því kjörið að opna hátíðina á þennan
hátt.
„Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum
hátíðina og hún hefur verið í þróun í þessi
þrjú skipti en við höfum svolítið verið að
leika okkur með áherslur á milli ára.“
Dansa samtímis í Grafarvogi
Karen segir erfitt að velja einhverja við-
burði sem standa upp úr þar sem svo gíf-
urlega margt er í boði en allt í allt eru
þetta um 150 viðburðir. „Tónlistaráherslan
sem hófst í Hörpu í gær heldur áfram í
gegnum Ævintýrahöllina sem er barna-
menningarhús í Iðnó. Þar munu margar
unglingahljómsveitir spila og Kammersveit
Reykjavíkur stendur fyrir viðburðinum Til-
raunatónskáld.“
Myndlistin á líka sinn sess eins og alltaf.
Börn í Dalsskóla eru til dæmis að búa til
styttu af kvenskörungi sem verður af-
hjúpuð á föstudaginn en þessi kvenskör-
ungur er engin önnur en Vilborg pólfari.“
Danslistinni er líka gefinn gaumur en í
Grafarvogi ætla öll börn á frístundaheim-
ilunum að dansa sama dansverkið samtímis
og haldið verður dansíókí á Dansverkstæði
Reykjavíkur. „Það er líka gaman að segja
frá því að Laugalækjarskóli er með
blindrakaffihús. Nemendur skólans hafa
útbúið myrkraherbergi þar sem boðið verð-
ur upp á kaffi, kleinur og uppistand. Þá er
hægt að upplifa heim þeirra sem ekkert sjá
og í leiðinni eru skynfærin örvuð,“ segir
Karen.
Prumpugangur í Laugardalslaug
Náttúran er nátengd listsköpun og verða
því nokkrir náttúruviðburðir á hátíðinni. „Í
samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur
munu fjórir myndlistamenn búa til lista-
verk inni í skógi til að
brjóta upp hefðbundna
upplifun og gera hana
spennandi.
Svo má ekki gleyma því
að það eru svo margar
náttúruperlur sem leynast
í Reykjavík og oft bara í
næstu götu eða handan
næstu götu eins og til
dæmis steinafjaran í Norðurkotsvör þar
sem hægt er að upplifa náttúruna, skoða
fugla og læra að kasta steinum og hvíta
ströndin við Skarfaklett en þar verður
sandkastalanámskeið.“
Hátíðin hófst í Hörpu í
gær en verður lokið í Laug-
ardalslaug á sunnudag. „Dr.
Gunni verður að spila með
vinum sínum af plötunni
Abbababb og þar verður
líka Sirkus Íslands. Það
verður því mikið stuð,
buslu- og prumpugangur í Laugardalslaug.
Það eiga allir erindi á þessa hátíð. Sá sem
hefur einhvern tímann verið barn, þekkir
barn eða á barn.“
Fjölbreyttir viðburðir á Barnamenningarhátíð
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Afhjúpa styttu af
Vilborgu pólfara
Verkefnastjóri Karen María Jónsdóttir segir
barnið búa í okkur öllum.
Það eiga allir erindi á
þessa hátíð. Sá sem
hefur einhvern tím-
ann verið barn, þekk-
ir barn eða á barn.
Þegar manni er ekki alveg sama um fram-tíð lands og þjóðar sér maður hversumikilvægt það er að hlúa að börnunum
og sýna þeim undur, töfra og dásemdir leik-
hússins og leyfa þeim að upplifa,“ segir María
Pálsdóttir sem situr í stjórn ASSITEJ á Ís-
landi. ASSITEJ eru alþjóðleg samtök um leik-
hús fyrir unga áhorfendur sem styðja listafólk
sem starfar á þeim vettvangi. Samtökin blása
nú í hátíðarlúðra dagana 24.-28. apríl. „Við
fáum að vera lítil hátíð inni í Barnamenning-
arhátíðinni og fljótum svolítið með. Við ætlum
að prófa að sjá hvernig það virkar, hvort þess-
ar tvær hátíðir styðji ekki hvor aðra. Við hugs-
um þetta sem fyrstu hátíðina af mörgum og
vonandi verður hún síðan haldin einu sinni á
ári eða annað hvert ár hér eftir. Hátíðin er
bara lítil og sæt, næstum því alíslensk. Þetta
eru þrjár aðalsýningar sem dómnefnd valdi og
svo er ein gestasýning frá Svíþjóð. Það er frítt
á allar sýningarnar en það þarf bara að ná í
miða á sýningarstaðinn klukkutíma fyrr svo
hægt sé að átta sig á gestafjölda,“ segir María.
Sýning í minningu Þorvaldar
Aðalsýningarnar þrjár eru Skrímslið litla
systir mín sem hlaut Grímuverðlaunin í fyrra,
danssýningin Skýjaborg og Völuspá í uppsetn-
ingu Möguleikhússins. „Svo er ein sýning til
minningar um Þorvald Þorsteinsson og hans
ómælda framlag til barna-
menningar. Það er sýning
sem hann skrifaði fyrir
mörgum árum og heitir
Prumpuhóllinn og verður
hún sýnd í Gerðubergi. Hin-
ar sýningarnar verða allar í
Iðnó og Tjarnarbíói.“ Gesta-
sýningin er norræn sam-
starfssýning byggð á sögu eftir Íslendinginn
Kára Tulinius. Leikhópurinn Potato Potato
setur á svið verk sem fjallar um það hvernig er
hægt að vera hetja á hugsunarlausum tímum í
norrænni velferðarparadís. Sýningin hentar
unglingum, 14 ára og eldri. Það verða vinnu-
smiðjur í boði sem tengjast þemum leiksýning-
anna og eru þær unnar í samstarfi við Listahá-
skólann. Það verður líka leiklestur á nýju
íslensku verki eftir Þórarin Leifsson og sögu-
stund með Sólveigu Simha.
Vilja auka hróður barnaleikhúss
„Við erum að prufukeyra barnaleiklistar-
hátíð sem vonandi verður að föstum lið og jafn-
vel stærri og alþjóðlegri. Hátíðin ætti að vera
góð innspýting í barnaleikhús á Íslandi og
hvetja listamenn til að huga
að þessum stóra og dýrmæta
áhorfendahópi.“ María hefur
áhyggjur af framtíð barna-
leikhúss á Íslandi, sérstaklega
í ljósi þess að erfitt sé að halda
þessum flokki innan Grím-
unnar sökum fárra uppsettra
sýninga. „Við viljum með
þessari hátíð gera ungum áhorfendum okkar
hærra undir höfði. Ég hef svolítið verið að
leika í barnasýningum. Ég var í Fíusól og Bláa
gullinu og svo á ég þrjú börn og mér finnst
þetta svo sterkt og áhrifamikið tæki í lífsleikni
sem er mikilvægt að nota.“
Leiklistarhátíð ASSITEJ 24.-28. apríl
„Það er frítt á allar
sýningarnar en það
þarf bara að ná í miða
á sýningarstaðinn
klukkutíma fyrr …“
Morgunblaðið/Golli
ASSITEJ María Pálsdóttir leikkona.
Morgunblaðið/Kristinn
Leikhús Skrímslið litla systir mín er ein af þremur aðalsýningunum á leiklistarhátíðinni.
Leiklist er tæki í lífsleikni