Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
fi p y j g p
C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa
mauki Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
su Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
Krabba l a- s a
t uferskum kryd- d j u r
í brauðbol- l
Bruchet- ta m
n dMiðjarðarhafs- t a p e
Risa-ræk- ja pjóás
með peppadew ngSilu
hrogn n s kmeð j a p ö
ómmajónesi sin- nepsrj
osti á bruchettu Birkireykt-ur lax illaá bruchettu með alioli, gr
papriku og fetaosti Hörpuskeljar aídý, 3 smáar á spjóti m/kryddjurt
Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum vaVanillufylltar
nsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum Kjúklingur-sataySími 511 8090 • www.yndisauki.is
Partýbakkinn inniheldur:
Satay kjúklingaspjót, Teriyaki nauta-
spjót, Hörpuskel með baconvafðri
döðlu á spjóti, Tígrisrækja með
peppadew á spjóti, Mangó-cilli sósu,
Kóríander-jógúrtsósu.
Samlokuogvefjubakkinninnheldur
fjórar tegundir af sælkera samlokum.
Par ýbakki Yndisau a
Akraness var stofnað og formleg
íþróttastarfsemi hófst á Akranesi,
tvöfaldaðist sýningin meðan hún var
uppi. Ástæðan er sú að hún hreyfði
við fólki, það fór að skoða mynda-
albúm sín, meta myndirnar á nýjan
hátt. Allt í einu gerði fólk sér grein
fyrir að það var með mikil verðmæti
í höndum, myndir sem börn og
barnabörn höfðu ekki áhuga á en við
tókum við með miklu þakklæti.“
Hann bætir við að myndasafn Ljós-
myndasafns Akraness sé ómetanlegt
og hann eigi gott samstarf við það,
en þar séu tugir þúsunda mynda. Í
safni Haraldar eru um 3.500 myndir.
„Það er saga á bak við hverja mynd
og ritgerðir fylgja mörgum þeirra,“
segir hann. „Vinnan við myndirnar
og skrásetningin er seinleg en ár-
angurinn er þeim mun ánægjulegri.“
Merkilegt Merkurtún
Skammt frá Haraldarhúsi rétt við
Akraneskirkju er Merkurtún. Marg-
ir hafa sýnt því áhuga að setja þar
upp söguspjöld um landsliðsmenn
Akraness í knattspyrnu, sem eru
nær 60 samtals. „Um 80% allra
landsliðsmanna Skagamanna ólust
upp á Merkurtúni, þar spiluðu þeir
fótbolta daginn út og daginn inn,“
segir Haraldur. „Við viljum koma
upp spjöldum með upplýsingum um
þessa menn sem byrjuðu að sparka
þarna.“
Haraldur bendir á að söguspjöldin
séu ekki aðeins hugsuð almenningi
til fróðleiks heldur ekki síður til þess
að auðga bæjarlífið. „Með þessu gef-
um við bænum aukið líf,“ segir hann
og nefnir sem dæmi að hann sé kom-
inn með myndir af öllum um 50 skip-
unum, sem voru smíðuð frá 1913 í
skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts
og fyrirrennurum hennar.
Með aukinni tækni hefur ljós-
myndun orðið almennari en ekki
endilega betri. „Í gamla daga var
alltaf farið á ljósmyndastofu og því
eigum við góðar myndir frá þeim
tíma en nú eru flestar myndir teknar
á síma og upplausnin oft ekki nógu
góð,“ segir Haraldur.
Saga Skagamanna í nýju ljósi
Vinna að því að gera atvinnu- og íþróttasögu Akraness aðgengilega á torgum úti fyrir almenning
Um 3.500 myndir í safni Haraldar Sturlaugssonar í Haraldarhúsi og stöðugt bætist í safnið
Meistarar Myndir af öllum Íslands- og bikarmeisturum ÍA hanga uppi á
veggjum Íþróttamiðstöðvarinnar við Jaðarsbakka á Akranesi.
Ljósmyndir/Friðþjófur Helgason
Aggapallur Agnar Sigurðsson starfaði alla sína tíð hjá sömu fjölskyldunni, fjórum ættliðum, fyrst í verslun Böðvars Þorvaldssonar við Bakkatún, síðan hjá Haraldi Böðvarssyni, í Sandgerði og á
Akranesi. 10. mars 2011 var fyrsta skóflustungan tekin að útivistarpalli fyrir aftan stúkuna á Jaðarsbakkavelli og var pallurinn nefndur Aggapallur. Þar er gott skjól á fallegum sumardögum.
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Akranes er þekkt fyrir K-in þrjú,
konur, knattspyrnu og kartöflur, en
það er til lítils að eiga sætustu kon-
urnar, bestu knattspyrnumennina
og bragðmestu kartöflurnar ef eng-
inn getur rifjað upp söguna þessu til
staðfestingar. Haraldur Sturlaugs-
son hefur brugðist við þessu með því
að safna myndum frá Akranesi og
gera þær aðgengilegar almenningi
með skýringum.
Margt hefur verið brallað í kjall-
aranum í Haraldarhúsi við Vest-
urgötu á Akranesi, en undanfarin ár
hafa Haraldur og Friðþjófur Helga-
son ljósmyndari, unnið þar að heim-
ildasöfnun í máli og myndum um
Akranes, en Björn Ingi Finsen hefur
að mestu séð um textagerð og
Steinn Helgason um uppsetningu
efnisins. „Þegar Friddi er hérna á
Skaganum kemur hann í kjallarann
hjá mér og er kannski í klukkutíma,
svo tökum við upp þráðinn í næstu
heimsókn,“ segir Haraldur og bætir
við að nágrannarnir Stefnir og Guð-
mundur hafi sett upp skiltið við Har-
aldarhús.
Fjársjóður leynist víða
Haraldur segir að stöðugt hafi
bæst í myndasafnið frá því sýning
var í Haraldarhúsi í um eitt og hálft
ár frá nóvember 2006 (harald-
arhus.is). „Þegar sýningin „Íþróttir í
100 ár“ var haldin hérna 2010 í til-
efni þess að þá voru eitt hundrað ár
liðin frá því að Ungmennafélag
Við gangstéttina fyrir framan Har-
aldarhús er söguskilti með
skemmtilegum upplýsingum, meðal
annars um goðsögnina Ríkharð
Jónsson knattspyrnumann.
„Fyrsti landsliðsmaður okkar
Skagamanna í knattspyrnu, Rík-
arður Jónsson frá Reynistað, byrj-
aði að sparka knetti hér á götunni.
Hann var 16 ára þegar hann var
fyrst valinn í landsliðið.
„Ég man ekki eftir mér öðru vísi
en með knöttinn á tánum. Við
strákarnir notuðum mikið steypta
vegginn við Haraldarhús til að æfa
okkur. Rafmagnsstaurarnir beggja
vegna götunnar var lengdin á vell-
inum. Boltarnir sem við notuðum
voru ekki svo merkilegir. Peningar
til að kaupa rándýra uppblásna leð-
urfótbolta með gúmmíblöðru voru
ekki fyrir hendi og við krakkarnir
björguðum okkur eins og hægt var.
Tuskum var vöðlað saman og bund-
ið utan um þær og vöndullinn gerð-
ur eins hnöttóttur og hægt var.
Stundum var troðið heyi inn í bolt-
ann og vafið vel utan um. Þetta
þótti okkur alveg prýðilegir gripir,
er haft eftir Ríkarði.“
Æfingasvæði Ríkharður Jónsson við kortið við Haraldarhús.
Steypti veggurinn
gerði gæfumuninn
Arnþrúður
Karlsdóttir í
Flokki heim-
ilanna telur að
taka eigi fram
hverjir séu eig-
endur fyrirtækja
sem framkvæma
skoðanakann-
anir á fylgi
stjórnmálaflokka
og hverjir greiði
fyrir þær. Nefnir hún sérstaklega
Capacent Gallup og MMR í þessu
samhengi þar sem eignarhald sé
óljóst. Hún telur eignarhald liggja
fyrir hjá öðrum einkaaðilum sem
framkvæma skoðanakannanir.
„Þetta eru skoðanamyndandi
fyrirtæki og það á að liggja á
borðinu hver greiðir fyrir þessar
kannanir og hverjir eigendurnir
eru. Þar fyrir utan á Rík-
isútvarpið fyrst og síðast að birta
þessar upplýsingar, ekki einkaað-
ilar,“ segir Arnþrúður.
Einkaaðilar fram-
kvæmi ekki
skoðanakannanir
Arnþrúður
Karlsdóttir