Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 er ódýrara! 15% AFSLÁTT UR Gildir fyrir allar pakkningastærðir og styrkleika af Nicotinell Fruit BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er bara mok,“ sagði Illugi Jens Jónasson, skipstjóri á Guðmundi Jenssyni SH, í samtali í gærmorgun. Þeir eru á dragnót og voru að draga um 400 faðma frá landi við norðvest- anvert Snæfellsnes og voru um átta tonn í voðinni. „Við höldum áfram í nokkra daga svo förum við aftur í frí, það þýðir ekkert að standa í þessu fyrstu daga strandveiðinnar í byrjun maí því þá lækkar verðið á mörkuðunum.“ „Skilur ekkert í því að ekki skuli vera meira inni á heftinu“ Illugi segir að menn stundi ekki magnveiðar þessa dagana, það sé liðin tíð. Nú reyni menn að lengja út- haldið eins og hægt sé og fá sem mest fyrir fiskinn. „Á mánudaginn vorum við með rúmlega 20 tonn, en við gætum veitt miklu meira, það er nóg af fiski. Við veiddum þorsk fram að hádegi, en fórum þá að leita að kola og steinbít, bara einhverju öðru en þorski,“ segir Illugi og sömu sögu var að segja í gær. Hann sagði að sem betur fer væri þorskurinn blandaður þessa dagana. Ekki bara stórþorskur, sem hefði lækkað mikið í verði miðað við það sem áður var. Spurður um afkomuna sagði Illugi að ríkið tæki rúmlega það sem ætti að heita hagnaður. „Faðir minn er búinn að vera við sjó og í útgerð í hálfa öld og hann hefur aldrei kynnst annarri eins vitleysu og núna,“ segir Illugi. „Hann er kominn í land og skilur ekkert í því að ekki skuli vera meira inni á heftinu en raun ber vitni, það sem ætti að fara í viðhald og endurnýjun fer allt til rík- isins. Við keyptum þennan bát, sem nú er tæplega 40 ára, fyrir sjö árum og höfum verið að endurnýja hann smátt og smátt. Hugmyndin var að leggja til hliðar í tvö ár svo við gæt- um sett á hann nýja brú. Það kostar 30-40 milljónir og við erum þannig gerðir að við vildum eiga um helm- inginn af því svo við gætum byrjað. Í þessari stöðu verður ekkert af þess- um áformum. Hér á Nesinu er fullt af mönnum í landi, sem gætu haft at- vinnu af svona verkefnum og þurfa á vinnu að halda. En í staðinn fyrir að þessar krónur fari í endurnýjun og uppbyggingu, hirðir ríkið þetta allt,“ segir Illugi. Ágætis fiskirí í öll veiðarfæri Veiðibanni vegna hrygningar þorsks lauk við Snæfellsnes á sunnu- dag og reru þá hátt í 50 handfæra- bátar frá Ólafsvík, Rifi og Arnar- stapa. Afli þeirra fór upp í 3,5 tonn. Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, segir að vorvertíðin hafi byrjað af fullum krafti eftir fæðing- arorlofið og á mánudag hafi dragnót- arbátar frá Ólafsvík og Rifi mok- fiskað. Þeir hafi nánast allir verið með um og yfir 20 tonn og ekki þurfi að sækja langt til að fá góðan afla. Í hrygningarstoppinu hafi nokkrir veitt steinbít á línu í sérstöku hólfi norður undir Látrabjargi og yfirleitt veitt vel, hátt í 10 tonn hafi verið al- gengt, þar af 6-7 tonn af steinbít. Grásleppuvertíðin er nýbyrjuð og segir Björn að ágætlega hafi gengið. Dagsaflinn þegar best láti um tvö tonn af óskorinni grásleppu, en frá og með síðustu vertíð var farið að skera nánast alla grásleppu í landi og hirða bæði hrogn og fiskinn sjálf- an. „Það er bara ágætis fiskirí í öll veiðarfæri og ekkert stress í gangi. Miklu frekar að menn reyni að hægja á til að drýgja kvótann,“ segir Björn hafnarstjóri. Umsvif í Grindavík Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, segir að hjólin séu að byrja að snúast eftir hrygningarstoppið. Ágætis afli hafi fengist í troll, en veður hafi verið erf- itt fyrir minni bátana. Færabátar hafi þó fengið upp í tvö tonn á sunnu- daginn. Hann segir að síðustu mánuði hafi mikil umsvif verið við höfnina og um 2.300 tonnum meiru verið landað það sem af er ári, en á sama tíma í fyrra. Landanir í Grindavík séu um 200 fleiri en í fyrra. Veiða þorsk fram að hádegi  Mokveiði að loknu hrygningarstoppi  Ekkert stress í gangi og menn reyna að hægja á til að drýgja kvótann  „Í staðinn fyrir að þessar krónur fari í endurnýjun og uppbyggingu, hirðir ríkið þetta allt“ Ljósmynd/Björn Gunnarsson Góður afli í netarallinu Netaralli Hafrannsóknastofnunar lauk 18. apríl, en endanleg úrvinnsla gagna liggur ekki fyrir. Alls veiddust um 850 tonn af þorski og er það næstmesti afli sem rallið hefur skilað, aðeins metárið í fyrra fékkst meiri afli. Afli var góður á öllum svæð- um að kantinum austan við Eyjar undanskildum, en þar fékkst lítill afli fimmta árið í röð að sögn Vals Bogasonar, líffræðings á Hafrannsóknastofnun. Hann segir að netarallið hafi eins og stofnmatið sýnt vöxt í hrygningarstofni þorsks á undanförnum árum. Bátarnir sem tóku þátt í rallinu voru Saxhamar SH í Breiðafirði, Magnús SH í Faxaflóa, Friðrik Sigurðsson ÁR á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Ársæll ÁR frá Þrí- dröngum að Skeiðarárdjúpi, Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og Þorleifur EA fyrir Norðurlandi. Myndin er tekin um borð í Ársæli og greinilega hefur fengist góður afli af fallegum þorski í þessa trossu. Ljósmynd/Björn Gunnarsson Mælt og vigtað Vísindastörf um borð í Ársæli ÁR, en margvíslegum gögnum er safnað í netaralli til rannsókna á hrygningarstofni þorsks. Í einstökum fisktegundum er mjög mismunandi hvað eftir er að veiða mik- ið á fikveiðiárinu. Um fjórðungur aflamarks í þorski og ýsu er þegar kom- inn á land, en rúmir fjórir mánuðir eru eftir af fiskiveiðiárinu. Tillögur um aflamark næsta árs eru væntanlegar í byrjun júní. Heildarstaða afla Þorskur Aflamark: 162.941 Afli t. aflam.: 122.044 Hlutfall: 74,9% Ýsa Aflamark: 31.001 Afli t. aflam.: 23.717 Hlutfall: 76,5% Ufsi Aflamark: 43.042 Afli t. aflam.: 27.228 Hlutfall: 63,3% Keila Aflamark: 5.909 Afli t. aflam.: 3.139 Hlutfall: 53,1% Langa Aflamark: 9.342 Afli t. aflam.: 5.858 Hlutfall: 62,7% Karfi/gullk. Aflamark: 45.189 Afli t. aflam.: 32.458 Hlutfall: 71,8% Steinbítur Aflamark: 7.354 Afli t. aflam.: 4.701 Hlutfall: 63,9% Grálúða Aflamark: 13.549 Afli t. aflam.: 7.616 Hlutfall: 56,2% Djúpkarfi Aflamark: 10.451 Afli t. aflam.: 8.672 Hlutfall: 83% Heimild: Fiskistofa Kvótinn langt kominn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.