Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 15

Morgunblaðið - 24.04.2013, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Hestadagar verða í Skagafirði á föstudag og laugardag undir yf- irskriftinni Tekið til kostanna. Á dagskránni er meðal annars sýning í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki laugardagskvöldið 27. apríl. Fyrr um daginn fer fram kennslusýning reiðkennaraefna Hólaskóla í reiðhöllinni og opið hús verður í Hrímnishöllinni hjá Hrossaræktarbúinu Varmalæk, bæði föstudag og laugardag. Í Hrímnishöllinni verður m.a. nokkur fjöldi hrossa til sölu og má þar finna hross allt frá veturgömlu til 1. verðlauna hrossa. Forsala aðgöngumiða er á N1 á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sýning Hestamenn í Skagafirði. Tekið til kostanna í Skagafirði Á formannafundi Læknafélags Ís- lands í síðustu viku var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórn- málamenn í öllum flokkum að setja heilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. „Heilbrigðiskerfi Íslendinga hef- ur búið við mikinn niðurskurð frá efnahagshruninu haustið 2008,“ segir í ályktuninni. „Heilbrigð- iskerfi landsmanna hefur liðið fyrir þetta með þeim afleiðingum að þjónusta við sjúklinga hefur versn- að og biðlistar hafa lengst. Heil- brigðisstarfsmönnum hefur fækk- að, álag aukist, húsnæði er illa við haldið og tækjabúnaður úr sér genginn og þarfnast endurnýj- unar.“ Heilbrigðiskerfið verði sett í forgang Seltjarnarnesbær er um þessar mundir að dreifa margnota inn- kaupapokum til allra bæjarbúa. Með átakinu vill bærinn hvetja fólk til að draga úr notkun á plasti. Pokinn er gerður að frumkvæði umhverfisnefndar Seltjarnarness, sem fékk liðsinni frá fim- leikastúlkum í Gróttu til að setja hann inn um hverja blaðalúgu á Seltjarnarnesi í vikunni. Seltjarn- arnesbær mun auk þess gefa sér- hverju leikskólabarni í bæjarfélag- inu slíkan poka. Dreifa margnota innkaupapokum Hermann Ottós- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Hermann lauk BA-prófi í mann- fræði og fé- lagsfræði frá Há- skóla Íslands og cand. mag.-próf í sömu fögum frá Árósaháskóla. Þá er hann með MBA-gráðu frá Viðskiptaháskól- anum í Árósum. Hann hefur m.a. starfað hjá Íslandsstofu og Útflutn- ingsráði. Hermann tekur við starfinu af Kristjáni Sturlusyni 1. júní. Krist- ján fer nú til starfa hjá Hafnar- fjarðarbæ sem sviðsstjóri stjórn- sýslusviðs. Nýr framkvæmda- stjóri Rauða krossins Hermann Ottósson STUTT Oddur Helgason ættfræðingur og samstarfsfólk hans hjá Ættfræðiþjónustu ORG kynntu þjóð- minjaverði og fulltrúa menntamálaráðuneytisins starfsemi sína í fyrradag. Unnið er að stofnun sjálfseignarstofnunar um þjónustuna í samvinnu við Landsbókasafn og Árnastofnun og Oddur von- ast til að nú bætist Þjóðminjasafnið og Þjóð- skjalasafnið við enda eigi allir að vinna saman. Starfsmenn safnanna leiti mikið til Ættfræði- þjónustunnar við ýmis verkefni. Jafnframt er unn- ið að því að tryggja framtíð starfseminnar með stofnun Hollvinasamtaka íslenskrar þjóðfræði. Á bak við Odd standa Nanna Halldóra Sigurð- ardóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Þór Magnússon. Kynntu sér Ætt- fræðiþjónustuna Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.