Morgunblaðið - 24.04.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Full búð af nýjum vörum
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði fagnar 90 ára afmæli á
þessu ári, en það var stofnað 11.
apríl árið 1923. Fyrsti formaður
var Guðrún Einarsdóttir og
stofnfélagar 46 talsins. Félagar í
dag eru um 150 og formaður er
Fríða Sæmundsdóttir. Konur í
söfnuðinum hafa hins vegar ver-
ið virkar í starfinu allt frá fyrsta
starfsári kirkjunnar, sem fagnar
einmitt 100 ára afmæli í ár.
Félagskonur hafa frá upphafi
safnað fé og unnið í þágu kirkj-
unnar með margvíslegum hætti,
haldið basara, hlutaveltur,
skemmtisamkomur, happdrætti
og selt merki og kaffiveitingar.
„Kvenfélagið er enn einn helsti
máttarstólpinn í rekstri safn-
aðarins, sem væri rekinn með
talsverðu tapi ef ekki kæmu til
fjárframlög og annar stuðningur
kvennanna,“ segir í tilkynningu
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Söfnuðurinn 100 ára
Kvenfélagið styrkti m.a. ritun
100 ára sögu safnaðarins með
einnar milljónar kr. framlagi.
Auk stuðnings við bókina, sem
kemur út í ár, ætlar kvenfélagið
í ár að styðja endurnýjun áklæð-
is á kirkjubekkjum, gerð bæna-
altaris, kaup á búnaði til að bæta
flutning á hljóði og mynd frá
kirkju til safnaðarheimilis og
þannig mætti lengi telja. Einnig
ætlar kvenfélagið að safna fyrir
gerð sérstaks hátíðarfána, í til-
efni 100 ára afmælis kirkjunnar,
og hafa opnað sérstakan reikn-
ing til að standa straum af út-
gjöldunum. Reikningsnúmerið er
140-15-630585 og kt. 610995-
2179.
Konur Stjórn Kvenfélags Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði, standandi f.v.
Ragna Valdimarsdóttir, Fríða Sæ-
mundsdóttir og Birna Loftsdóttir.
Sitjandi f.v. eru Sigrún Óskarsdóttir
og Sigríður Valdimarsdóttir.
Kvenfélag Frí-
kirkjunnar 90 ára
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þetta hefur þá þýðingu að það hefur
tekist að finna lausn fyrir þá sem
tóku lán tryggð með lánsveði og að-
gerðin mun ekki
valda fjárhags-
legri skerðingu á
réttindum sjóð-
félaga lífeyris-
sjóðanna. Áður en
skuldaúrræðið
kemur til fram-
kvæmda þarf að
uppfylla ákveðin
skilyrði og trúlega
lýkur því ekki fyrr
en í haust.Við höf-
um trú á því að þetta gangi eftir,“
sagði Gunnar Baldvinsson, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða, spurður
um nýja viljayfirlýsingu um aðgerðir
í þágu yfirveðsettra heimila þar sem
lánsveð koma við sögu.
Aðkoma fjögurra ráðherra
Yfirlýsingin var undirrituð í gær af
ráðherranefnd um skuldamál heim-
ilanna, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar,
og fulltrúum Landssamtaka lífeyris-
sjóða, fyrir hönd hlutaðeigandi
lífeyrissjóða. Rituðu fjórir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar undir skjalið.
Spurður hvernig ætlunin sé að út-
færa þetta segir Gunnar að líkindi
séu með aðferðinni og 110%-leiðinni.
„Þetta felst í því að þeir sem tóku
lán með lánsveði geta sótt um niður-
fellingu á lánum ef lán á þeirra eigin
eign að viðbættu lánsveðinu er yfir
110% af þeirra eigin eign.“
Áætlað er að framlag sjóðanna
verði 12% en framlag ríkisstjórn-
arinnar 88%. Samkvæmt viljayfirlýs-
ingunni verður hlutur ríkissjóðs
greiddur með þremur greiðslum í
janúar 2014, 2015 og 2016. „Við ger-
um ráð fyrir að hafa ákveðinn ábata
af þessari leið og að hann sé svipaður
og kostnaður sjóðanna.“
Yfirlýs-
ing um
lánsveð
Mun ekki skerða
réttindi sjóðfélaga
Gunnar
Baldvinsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bændur sem rækta plöntur til ol-
íuframleiðslu leggja áherslu á að
kanna möguleika sumarafbrigðis
nepju í sumar. Hún gaf góða raun
í fyrrasumar. Ekki liggur fyrir
hvaða áhrif ótíðin á Norðurlandi
hefur á þessa tilraunaræktun þar.
„Þetta gekk framar vonum í
fyrra og kom manni á óvart hvað
plönturnar gátu náð sæmilegum
þroska víða því sumarið var þurrt
fyrir norðan og gras spratt seint,“
segir Ólafur Eggertsson, bóndi á
Þorvaldseyri og formaður Lands-
sambands kornbænda, um til-
raunaræktun á repju og nepju til
olíuframleiðslu.
Á þriðja tug bænda hafa ræktað
repju, í smáum stíl, meðal annars
fyrir forgöngu Siglingastofnunar.
Árangur hefur verið misjafn en
þekkingin hefur verið notuð til að
þróa ræktunina áfram. Tilraunir
hafa verið gerðar með aðferðir
sem henta mismunandi aðstæðum
og með ýmis yrki. Síðasta vor
voru gerðar tilraunir með finnskt
yrki af sumarnepju og gaf hún
góða uppskeru. Sumarnepju er
sáð að vori og þreskt að hausti.
Vetrarafbrigði af repju hefur verið
ræktað hér í nokkur ár en því er
sáð síðla sumars og fræjum safnað
rúmu ári síðar. Vetrarafbrigðin
gefa yfirleitt meiri uppskeru en
sumarafbrigðin en meiri hætta er
á skakkaföllum.
Ólafur telur að uppskera fræja
af repju og nepju hafi orðið um
160 tonn í fyrra. Úr þeim er unnt
að vinna rúm 50 tonn af olíu og
rúm 100 tonn af skepnufóðri. Ólaf-
ur segir ekki fyllilega ljóst hversu
mikið land verði undir í sumar, en
reiknar með að það verði svipað
og í fyrra.
Nepju sáð í 20 hektara í vor
Jón Bernódusson áætlar að
sumarnepju verði sáð í um 20
hektara í vor. Það er um tvöföldun
frá síðasta ári. „Árangurinn var
góður í fyrra, við fengum góða
uppskeru, og ástæða er til að
skoða þessa möguleika betur. Þeir
bændur sem hafa verið með í
verkefninu frá upphafi eru að ná
tökum á ræktuninni og nú er
tímabært að fá fleiri með.“
Hann ráðleggur nýjum rækt-
endum að taka lítið fyrir í upphafi,
einn til tvo hektara, á meðan þeir
eru að læra á ræktunina. Jón
hvetur bændur til að sá sem allra
fyrst, jafnvel þótt hlýindin láti á
sér standa. Sumarafbrigði repju
og nepju megi sá í kalda jörð og
jafnvel frjósa og hún taki við sér
þegar þegar jörð hitnar.
Ólafur á Þorvaldseyri nýtti góð-
an kafla sem var í byrjun apríl og
sáði þá sumarnepju í um 10 hekt-
ara lands. Hann segir að unnt sé
að rækta nepju og repju í landi
sem síður henti til kornræktar. Þó
sýna rannsóknir að nánast von-
laust er að rækta olíufræ á berum
og útvötnuðum sunnlenskum vík-
ursöndum. Það kemur fram í nið-
urstöðum skýrslu sem Þóroddur
Sveinsson, tilraunastjóri hjá Land-
búnaðarháskóla Íslands, gerði um
ræktunina á síðasta ári fyrir Fé-
lag áhugamanna um ræktun fram-
andi nytjaplantna.
Flöskuháls í úrvinnslu
Ekki er hægt að hefja stórrækt-
un á repju og nepju til olíu-
framleiðslu fyrr en komið hefur
verið upp aðstöðu til að vinna úr
fræjunum olíu og fóður. Á nokkr-
um bæjum eru til litlar pressur og
eru þær meðal annars notaðar við
framleiðslu á matarolíu.
Þá er unnt að framleiða lífdísil
til að blanda í dísilolíu. Þannig ol-
ía hefur verið flutt inn og seld
hér.
Ólafur á Þorvaldseyri hefur sett
repjuolíu á dráttarvél í tilrauna-
skyni. „Mér finnst það spennandi
að knýja vélar á mínu búi með olíu
af eigin ökrum. Við verðum þá
komin ansi langt í sjálfbærri bú-
vöruframleiðslu,“ segir Ólafur á
Þorvaldseyri.
Góð uppskera af nepju
Ræktun á repju og nepju gaf um 160 tonn af olíufræjum Skilar 50 tonnum af
olíu og 100 tonnum af fóðri Áhersla lögð á tilraunir með ræktun á sumarnepju
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Olíuræktun Nokkuð er í að skærgular blómabreiður verði á repju- og
nepjuökrunum á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Verkefni sem Jón Bernódusson,
staðgengill forstöðumanns rann-
sókna- og þróunarsviðs Sigl-
ingastofnunar, stjórnar gengur út
orkuskipti í íslenska fiskiskipaflot-
anum. Jón telur að repja og nepja
geti orðið grunnur að framleiðslu
á vistvænu innlendu eldsneyti og
vill stefna að framleiðslu á 10%
þess eldsneytis sem flotinn notar.
Á fjárlögum ársins eru fjármunir
til að endurgreiða hluta þess
kostnaðar sem útgerðir verða fyrir
við breytingu á vélum til að geta
skipt í innlenda orkugjafa.
Þá vekur hann
athygli á því að
úti í Evrópu sé
farið að blanda
dísilolíu að 7,5%
hluta með repju-
olíu. „Ef við ætl-
um að gera það
hér er eðlilegt að
framleiða það í
landinu enda hefur grundvöllur til
þess verið skapaður,“ segir Jón og
bætir við: „Við viljum að um leið
og rannsóknunum lýkur komist
þær til framkvæmda.“
Grunnur að orkuskiptum
RANNSÓKNIR HJÁ SIGLINGASTOFNUN
Jón Bernódusson