Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 18

Morgunblaðið - 24.04.2013, Page 18
Á myndinni hér til hliðar sést að fjármagn til háskóla hér á landi er undir OECD-meðaltali, sé mið- að við verga landsframleiðslu, samkvæmt tölum frá 2012. Dan- mörk, Svíþjóð og Finnland eru yf- ir meðaltali en Noregur nær ekki meðaltalinu. Þýskaland og Ísland eru bæði undir sama hatti. Þegar litið er á myndina efst á síðunni, sem sýnir árlegan kostn- að á hvern nemanda eftir skóla- stigum og löndum, vekur athygli að kostnaður við háskólanema hér á landi er einungis 53% af meðaltalskostnaði OECD- ríkjanna. Hann er um helmingur kostnaðar við háskólanema í Sví- þjóð. Dýrir leik- og grunnskólar Kostnaður á hvern leik- skólanemanda og háskólanem- anda er svipaður, sem er mjög ólíkt öðrum löndum þar sem þró- unin er á þá leið að kostnaður við nemandann eykst eftir aldri. Slíkt sést ekki hér á landi. Kostnaður leikskóla á Íslandi er langt yfir meðaltali OECD og sömuleiðis kostnaður við grunn- skóla. Framlög OECD ríkjanna til háskóla 2012* * Myndin sýnir framlög OESD ríkjanna til háskólastigsins 2012 sem hlutfall af vergri lansdframleiðslu (VLF) No re gu r Þý sk al an d Ka na da Sv íþ jó ð Fi nn la nd Br et la nd Da nm ör k Ís la nd 2,5% 2% 1,5% 1% 0,5% 0% OECD meðaltal: 1,60% 1, 20 % 1, 80 % 1, 20 % 1, 70 % 1, 90 % 2, 50 % 1, 20 % 1, 4 0 % Fjármagn til háskólanna undir OECD-meðaltali 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Menntamál hafa ekki verið ofarlega á baugi í kosningabaráttunni hingað til. Þegar heimasíður framboðanna um stefnumál í menntamálum eru skoðaðar kemur í ljós að flest fram- boðin eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á fjölbreytileika náms, sveigjanleika og val. Þá vilja mörg að ríkari áhersla verði lögð á iðn- og tækninám sem og betri tengsl milli menntakerfisins og at- vinnulífsins. Svo virðist sem stefna framboð- anna í menntamálum sé svar við ákalli menntakerfisins um úrbætur. Nýverið var haldið málþing í Há- skóla Íslands, þar sem vandi háskól- ans var ræddur og bent var á að fjár- framlög til háskólanna væru undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á með- fylgjandi myndum sjást fjárframlög ríkisins til menntakerfisins miðað við OECD-ríkin. Í pallborðsumræðu sem haldin var í apríl í Háskólanum í Reykjavík, sem háskólamenn, stjórnmálamenn og fulltrúar frá atvinnulífinu tóku þátt í, var bent á að atvinnulífið og menntakerfið réri sitt í hvort áttina. Þar kom einnig fram að of fáir væru tæknimenntaðir hér á landi. Þar var einnig bent á hér væru of margir sem ekki hefðu gengið mennta- veginn og brottfall væri mikið í skól- um landsins. Sporna við brottfalli úr skólum Brottfall nemenda úr framhalds- skóla hefur mælst það hæsta innan Evrópu hér á landi, m.a. samkvæmt nýlegri skýrslu UNICEF um vel- ferð barna. Nokkur framboð taka af- stöðu til þess og vilja gera bragarbót á. Björt framtíð hefur lagt ríka áherslu á að taka á brottfalli úr skól- um. Leiðin sem þau vilja fara er að auka valkosti og sveigjanleika í skólakerfinu. Svipaða afstöðu taka Hægri grænir. Samfylkingin bendir einnig á þennan vanda í stefnuskránni og til- greinir að menntakerfið hafi misst sjónar á því markmiði að allir stundi nám við sitt hæfi. Ein af lausunum sem þar er bent á er nemendamiðað menntakerfi. Svipað er upp á ten- ingnum hjá Vinstri gænum þar sem lögð er áhersla á að efla starfs- og iðnmenntun sem lið í að draga úr brottfalli. Regnboginn vill einnig fyrirbyggja að ungmenni flosni upp úr skóla. Frí skólaganga? Á síðasta kjörtímabili, lögðu Vinstri græn fram frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem náði ekki fram að ganga. Þar er gert ráð fyrir að hluti lána breytist í styrk ef námi er lokið á eðlilegum viðmiðunartíma. Í menntastefnu Vinstri grænna er lögð rík áhersla á að það frumvarp verði lagt fram að nýju. Slíkt fyrirkomulag vill Samfylk- ingin einnig taka upp, blandað kerfi styrkja og lána. Það sama er uppi á teningnum hjá Flokki heimilanna. Hægri grænir líta til nágranna okk- ar í Danmörku og vilja að teknir verði upp skólastyrkir. Húmanistaflokkurinn kýs að nám verði aðgengilegt öllum án endur- gjalds því litið er á nám sömu augum og vinnu. Alþýðufylkingin er á svip- uðum slóðum: allir geti fengið góða menntun án endurgjalds. Dögun vill tryggja öllum gjald- frjálsan aðgang að skóla, frá fjög- urra ára aldri til átján ára aldurs, þar sem námsgögn, skólabúningar og máltíðir séu hluti af skipulagi á ábyrgð skólans. Framsóknarflokkurinn er einnig fylgjandi því að hluti námslána breytist í styrk ljúki nemandi grunn- Árlegur kostnaður á hvern nemanda 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 *Árlegur kostnaður á hvern nemanda eftir skólastigum og löndum, samkvæmt tölum frá OECD fyrir árið 2012. HáskólastigFramhalds- og viðbótarstigGrunnskóli, unglingastigGrunnskóli, yngsta- og miðstigLeikskólarBandaríkjadalir Ísland Noregur Danmörk Svíþjóð Finnland OECD Fjölbreytt námsfram- boð fyrir alla  Ríkari áhersla á iðn- og tækninám  Brottfallið burt  Efla tengslin á milli atvinnulífs og menntakerfis Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Menntastefna fram- boðanna svarar ákalli um úrbætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.